Morgunblaðið - 13.10.2010, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010
Þá er ógetið myndlistarmannsins,
sem árum saman teiknaði myndir af
nemendum og kennurum í minninga-
bók skólans. Þær voru vel færðar í
skoplegan stíl en gáfu oft eins skýra
mynd af einstaklingi og ljósmynd á
skólaspjaldi. Þátttaka Harðar í fé-
lagslífi nemenda og hlý og ljúfmann-
leg samskipti hans við þá var sterkur
þáttur í sköpun notalegs andrúms-
lofts í skólanum sem nemendur muna
eftir með gleði og treyst hefur bönd
þeirra við hann.
Við hjónin þökkum ánægjustundir
þegar Hörður leit inn og spjallaði á
léttum nótum. Hann var víða heima
og skemmtilegur í viðræðu og ekki
var síður gaman er fundum bar sam-
an við hann og Stellu æskuvinkonu
hans.
Við sendum Stellu og bræðrunum,
Eiríki og Pétri, einlægar samúðar-
kveðjur.
Snorri Þorsteinsson.
Hörður Haraldsson yfirkennari
var fyrir löngu orðinn einn þekktasti
og vinsælasti starfsmaður Samvinnu-
skólans þegar við hjónin settumst að
á Bifröst. Hann tók okkur vel, um-
burðarlyndur, hæglátur og fyrirferð-
arlaus. Hann tók börnum okkar mjög
vel enda barngóður. Brátt mynduðust
góð vinatengsl milli okkar og þau
héldust æ síðan. Hörður sinnti
kennslu sinni af alúð og mótaði hana
með eigin kennsluheftum. Hann var
mjög vinsæll meðal nemenda enda
samviskusamur, hlýr og vinsamlegur
við alla.
Hörður tók virkan þátt í félagslíf-
inu á skólasetrinu þótt hann tranaði
sér aldrei fram í hæversku sinni. Það
munaði um hann þegar hann greip
banjóið á skemmtunum og þegar
keppt var í badminton enda afreks-
maður í íþróttum. Hörður var list-
rænn og teiknaði og málaði af miklu
listfengi. Hann hafði lifandi kímni-
gáfu og teiknaði frábærar skopmynd-
ir af öllum árgöngum nemenda og
starfsmanna Samvinnuskólans um
langt árabil. Þessar myndir eiga nem-
endurnir í árbókinni Ecce Homo og
taka þær fram sér til gamans og yndis
þegar minnst er liðinna gleðidaga.
Meðal annars málaði Hörður stór-
fenglegar skopmyndir af okkur hjón-
unum sem prýða vegg á heimili okk-
ar.
Um langt árabil var öryggi og festa
um alla starfsemi og kennslu í Sam-
vinnuskólanum á Bifröst. Þessu kunni
Hörður vel og hafði mótað störf sín í
fastan farveg. Að því kom að þessu ör-
yggi var raskað og skólinn hóf djúp-
tækar breytingar á námsefni,
kennsluskipan og stöðu í skólakerf-
inu. Um þetta var rætt í bróðerni og
hreinskilni við Hörð eins og aðra
starfsmenn skólans. Hörður tók sér
umhugsunartíma, en kom aftur innan
tíðar og sagði: Ég sé að þessar breyt-
ingar eru tímabærar og óhjákvæmi-
legar og ég sé líka að það verður
skemmtilegt að ganga út í þetta og fá
að vera með í þessu.
Hörður var með á nótunum um
þróun og nýjungar, áhugasamur og
jákvæður. Hann umbylti eigin
kennsluháttum, verkefnum og
kennsluefni, og eftir nokkra mánuði
var hann líka tekinn að leiðbeina öðr-
um um notkun tölvu og forrita. Hann
var bráðgáfaður maður og samvisku-
samur. Og í öllu hæglæti sínu og hóg-
værð var hann mjög metnaðarfullur
fyrir hönd nemendanna og skólans.
Hörður var oft samferðamaður
okkar hjóna, í sameiginlegum ferðum
starfsmanna, á sérstökum skólafund-
um í nágrannalöndum, og um skeið
dvaldist hann á heimili okkar þegar
við bjuggum í San Diego í Kaliforníu.
Hann var skemmtilegur ferðafélagi,
hafði góða nærveru og þægilegur í
öllu samneyti. Hann var athugull og
hugsandi maður, en menn þurftu
fyrst að ná góðum persónulegum
tengslum við hann áður en hann færi
að opna hug sinn. En að því fengnu
áttum við iðulega skemmtileg og fróð-
leg samtöl við Hörð og fengum að
kynnast því valmenni sem hann var.
Við andlát Harðar Haraldssonar
kvikna margar góðar endurminning-
ar. Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga hann að vini. Að lokum
sendum við aðstandendum hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Jón og Sigrún.
✝ Margrét SigríðurEinarsdóttir var
fædd 21. mars 1930 í
Laufási, Miðnes-
hreppi. Hún lést á
líknardeild Landspít-
alans 3. október
2010. Foreldrar
hennar voru hjónin
Einar Gestsson vél-
stjóri, f. 20. nóv-
ember 1898, d. 20.
febrúar 1990, og Val-
gerður Guðrún Gísla-
dóttir verkakona, f.
11. desember 1886, d.
23. júní 1980. Bróðir Margrétar:
Gestur Hans Einarsson, f. 31. júlí
1928, d. 8. janúar 2000.
Margrét gifti sig 3. júní 1958,
Ármanni Jónssyni sjómanni, f. 27.
ágúst 1928. Foreldrar hans Sigríð-
ur Ingibergsdóttir, f. 31. maí 1911,
d. 29. janúar 2002, og Jón Finn-
bogi Bjarnason, f. 28. febrúar
1886, d. 9. júní 1952. Börn þeirra
eru: 1) Haukur, f. 15. sept. 1955.
Sambýliskona hans Þórey Að-
alsteinsdóttir, f. 29. mars 1946. 2)
Valgarð, f. 16. feb. 1958. Kona
hans Elínborg Þorsteinsdóttir, f. 1.
feb. 1960, þau skildu, börn: a) Þor-
steinn Víðir, f. 29.
maí 1983, d. 6. júlí
2005, b) Margrét, f.
31. júlí 1986, c) Einar
Ármann, f. 28. maí
1992. 3) Guðbjörn, f.
12. júlí 1963. Kona
hans Stefanía Ást-
valdsdóttir, f. 28. feb.
1964, börn þeirra: a)
Birkir Már, f. 2. mars
1991, og Guðrún
María, f. 11. nóv.
1993. Sonur Stefaníu
Ástvaldur Helgi
Gylfason, f. 12. maí
1984. 4) Einar Bergur, f. 6. júlí
1970, d. 30. ágúst 1992. Margrét
og Ármann skildu.
Margrét vann sinn starfsaldur
mikið við saumaskap. Vann hún
m.a. hjá Belgjagerðinni, Últíma,
Saumsprettunni og Saumnálinni
sem hún rak ásamt Elínborgu
tengdadóttur sinni. Margrét vann
úti eins lengi og starfsþrek entist.
En hún liðsinnti vinkonum og vin-
um sínum við lagfæringar heima
við.
Útför Margrétar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 13. október
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Skrítið þegar einn fastur punktur
tilverunnar hverfur fyrir fullt og allt.
Ekki hægt að hringja og heyra í henni
hljóðið. Ekki hægt að spyrja hana
ráða, ræða þjóðmálin, rifja upp sög-
una. Nú er enginn til að taka á móti
mér og mínum í Fannborginni. Nei,
nú er allt slíkt að baki. Mamma ólst
upp við allt annað þjóðfélag en við
höfum fyrir framan okkur í dag. Hún
ólst upp í Reykjavík í skugga síðari
heimsstyrjaldarinnar. Frásagnir
hennar af loftvarnaræfingum og
nauðsyn þess að sýna vegabréf tólf
ára gömul til að komast leiðar sinnar
um Hvalfjörð sýndi það umhverfi sem
hún ólst upp við. Ekki hafði hennar
fjölskylda mikið umleikis. Þetta upp-
eldi markaði hana ætíð þar sem nýtni
og sparnaður var henni í blóð borinn.
Hún var fulltrúi kynslóðar sem lifði
gífurlegar breytingar.
Hún stundaði nám við héraðsskól-
ann í Reykholti árin 1947-1949. Þar
myndaði hún vináttubönd sem áttu
eftir að endast henni ævilangt. Iðu-
lega var hægt að greina blik í auga og
bros á vör þegar hún rifjaði upp dvöl-
ina í skólanum. Þaðan átti hún minn-
ingar sem voru henni mjög kærkomn-
ar. Hún átti mikil tengsl við
heimilisfólkið á Giljum í Hálsasveit,
en þar var hún nokkur sumur sem
matráðskona. Þar var hún í essinu
sínu, ræða landsins gagn og nauð-
synjar, grassprettu, mannlífið á
næstu bæjum, veðurspána fyrir
morgundaginn og svo margt fleira við
bændurna og nágranna. Hún undi sér
vel í sveitinni. Hennar tungutak má
segja að hafi markast af þessu, því
þegar eitt barnabarn hennar fæddist
og hún sá háralitinn á sveinbarninu,
þá heyrðist í henni: „Hann er jarpur
um hárið“. Sem var alveg hárréttur
hárlitur, en ekki í takt við það hvernig
við malbiksfólkið lýsum því sama. Í
gegnum árin má segja að hún var allt-
af mikil dreifbýlismanneskja í huga,
hafði mikla ánægju af hverskonar
ferðalögum, væri það innan hennar
áhugasviðs. Hjá henni var mikill al-
mennur áhugi á landi og þjóð. Birtist
hann í ættfræði- og þjóðfélagsáhuga.
Hún var sérlega ættfróð, bæði um
sína fjölskyldu sem og sína samferða-
menn. Kvað svo rammt að þessu að
oft kom það fyrir að ekki var hægt að
hlusta á sjónvarpsfréttirnar þar sem
hún var jafnan í óða önn að rekja ætt-
ar- og fjölskyldusögu þeirra sem á
skjánum birtust. Hún var alla tíð
nægjusöm, var ekkert sérstaklega vel
við mikið umstang. Sú ákvörðun fyrir
nokkrum árum að fá sér stórt sjón-
varp þegar sjónin fór að daprast var
mikill áfangi. Nauðsynlegt var að
taka undir með henni, hún væri vel að
því kominn að fá sér slíkt tæki. Það
var ekki í hennar fasi að veita sér eitt-
hvað, nægjusemin var henni í blóð
borin. Aðeins viku fyrir andlátið hitti
hún öll barnabörn sín á fallegum sól-
ríkum sunnudegi. Þar gaf að líta gjaf-
vaxta ungmenni, hvert öðru myndar-
legra og fyrir endanum sat
ættmóðirin og virti fyrir sér sinn auð.
Spjallaði og spurðist fyrir um þeirra
hagi. Var þetta mikilvæg stund sem
gaf niðjum hennar dýrmæta minn-
ingu um góða móður og ömmu.
Þinn sonur,
Guðbjörn.
Elsku Margrét. Mikið óskaplega er
ég döpur. Ég hefði viljað hafa þig hjá
okkur mikið lengur. En um þetta
fáum við ekki að ráða neinu. En mikið
rosalega er ég heppin að hafa kynnst
þér og að hafa haft þig í lífi mínu í 21
ár. Ég kom inn í fjölskylduna þegar
sonur þinn fór til Eyja að vinna í
stuttan tíma en sá tími varð aðeins
lengri, því ég nældi í hann á meðan á
dvölinni í Eyjum stóð og erum við þar
enn. Það var alltaf jafn gott að koma
til þín í Kópavoginn. Við vorum alltaf
velkomin þar. Hvort sem við vorum
ein á ferð eða með krakkana þá var
bara lagst í flatsæng. Það verður
skrítið að fara upp á land núna og ekki
hægt að koma í heimsókn til þín í
Kópavoginn.
Þú hafðir mjög gaman af ættfræði.
Drakkst í þig allan fróðleik um fólk.
Hverra manna það var og hvaðan það
kom, hvort sem það var úr Borgfirsk-
um æviskrám, samtíðarmönnum eða
séð og heyrt. Þú hafðir gaman af
þessu öllu. Þegar við vorum að keyra
um landið gast þú sagt okkur hverjir
höfðu búið á nánast hverjum bæ eða
hverjir tengdust þeim sem við keyrð-
um framhjá.
Borgarfjörðurinn átti alltaf stóran
sess í þínu lífi. Þú varst í Reykholts-
skóla á þínum yngri árum og þar
kynntist þú þínum bestu vinkonum og
hélst sú vinátta alla ævi. Þú réðst þig í
sveit sem kaupakona nokkur sumur í
Borgarfirðinum. Þar gast þú verið
nærri sveitinni þinni sem mótaði þig
og þú áttir svo margar góðar minn-
ingar frá.
Þú vannst alla tíð við saumaskap.
Enda eru ófáar flíkurnar sem þú lag-
færingar fyrir okkur, vini eða kunn-
ingja. Þín verður sárt saknað á jól-
unum í ár. Engin amma að koma með
flugi eða Herjólfi fyrir jólin, en þér
fannst ekkert mál að koma til okkar
þó að þú þyrftir að ferðast til okkar í
misjöfnu veðri.
Elsku Margrét, ég kveð þig með
söknuði og takk fyrir allt.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Þín tengdadóttir,
Stefanía.
Elsku amma. Leiðinlegt að þú skul-
ir vera farin, við eigum eftir að sakna
þín. Sakna þess hvað við vorum alltaf
velkomin heim til þín. Áttum alltaf
húsaskjól þegar við þurftum að skjót-
ast í bæinn. Hvað þú varst þolinmóð
að kenna okkur að sauma, spila og út-
skýra af hverju allir voru að rífast í
Leiðarljósi í sjónvarpinu. Það var svo
æðislegt þegar við fórum öll fjölskyld-
an í bæinn og kúrðum öll saman á
stóra svefnsófanum sem þú áttir. Allir
leikirnir sem við spiluðum í húsinu
þínu, Tinna og Lukku Láka bækurn-
ar sem við höfum lesið milljón sinn-
um. Alltaf vildum við fara til þín því
þú varst alltaf til í að kaupa ís og spólu
þegar við komum. Öll jólin sem við
áttum saman, eitt árið fékkstu svo fá-
ar gjafir og vorum við alls ekki sátt
með það, þannig að við bjuggum til
extra 10 gjafir svo þú fengir alveg
nógu margar næsta ár. Alltaf þegar
við gáfum þér bók þá varstu yfirleitt
búin með þær áður en þú fórst aftur
annan í jólum. Þér fannst alltaf óþarfi
að fá fleiri en eina gjöf. Þegar við vor-
um beðin um að laga sjónvarpið eða
eitthvert heimilistæki sem var búið að
vera bilað þurfti yfirleitt ekki meira
en að setja á rétta rás eða skipta um
stöð á sjónvarpinu. Sama hvað við
gerðum, þú varst alltaf jafn stolt af
okkur. Þú verður alltaf með okkur í
hjarta, elsku amma. Við elskum þig.
Þín barnabörn,
Birkir Már,
Guðrún María og
Ástvaldur Helgi.
Siðan ég frétti lát Margrétar Ein-
arsdóttur hafa minningar frá liðnum
dögum sótt fram í hugann og mig
langar að minnast hennar í örfáum
orðum.
Við vorum bekkjarsystur í Reyk-
holtsskóla í Borgarfirði á árun-
um1947-50. Hún var úr Reykjavík en
hafði verið í sveit í Galtarholti í Borg-
arhreppi. Magga var hávaxin og
myndarleg stúlka með mikið rautt
hár. Þetta voru góð unglingsár, líf og
fjör og margt brallað bæði í kennslu-
stundum og utan eins og gengur í
svona hóp. Við vorum í heimavist
saman en kynntumst ekki svo náið,
vorum ekki í sömu „klíkunni“.
En okkar kynni urðu heldur betur
meiri nokkrum árum síðar þegar við
fimm bekkjarsystur frá Reykholti,
Magga, Didda, Stína, Mæja og ég fór-
um að hittast reglulega í saumaklúbb.
Það voru góðar stundir. Við vorum
skemmtilega ólíkar og umræðuefni
og skoðanir á mönnum og málefnum
eftir því margbreytileg. Samræðurn-
ar urðu býsna fjörugar og jafnvel
nokkuð háværar stundum. En aldrei
slettist upp á vinskapinn og ekki hafð-
ur fundur nema allar gætu mætt.
Við áttum allar tengsl við Borgar-
fjörðinn og ræddum um fólk og fréttir
þaðan.
Þá voru fréttir af skólasystkinum
okkar kærkomið umtalsefni og stund-
um fengu útvaldar fyrrum skólasyst-
ur að koma í heimsókn til okkar.
Samtals áttum við 21 barn og fylgd-
umst með þeim frá vöggu til fullorð-
insára. Hjá okkur eins og flestum
skiptust á skin og skúrir. Sárast í end-
urminningunni er þegar Magga
missti Einar, son sinn, af slysförum.
Margrét var æðrulaus og stillt kona
en mikið fundum við til með henni þá.
Við vönduðum okkur svolítið með
veitingarnar. Nýjar spennandi upp-
skriftir voru gjarnan prófaðar á
saumaklúbbskonunum.
Við saumuðum og prjónuðum heil
ósköp. Magga var aðalsaumakonan.
Hún gaf okkur góð ráð og leiðbein-
ingar og saumaði á okkur dragtir og
buxur. Hún var ótrúlega útsjónarsöm
í sambandi við viðgerðir og breyting-
ar á fötum, enda starfaði hún við það
árum saman.
Sökum meiðsla í hné átti Magga
erfitt um gang. Hún fékk sér því
snemma bíl og var lengi vel sú eina
sem gat ekið. Við hinar nutum heldur
betur góðs af því.
Við hittumst aðeins yfir vetrartím-
ann. Magga fór mörg sumur að Gilj-
um í Hálsasveit og gerðist ráðskona
hjá bræðrum Mæju. Hún var engu
minni Borgfirðingur en við hinar þó
að hún væri ekki ættuð þaðan.
Við áttum saman þennan góða fé-
lagsskap í rúm 40 ár. En hann fékk
snöggan endi. Á rúmu ári gerðist það
að ein okkar dó snögglega og aðrar
tvær urðu svo ósjálfbjarga að þær
gátu ekki verið með okkur meir. Við
Magga vorum svo slegnar út að við
hittumst sjaldan eftir þetta. Við fór-
um í Þórsmerkurferð á yndislegum
haustdegi og svo leit ég stundum inn
hjá henni á saumastofunni og tafði
smástund.
Nú er ég ein eftir og söknuðurinn
eftir vinkonum mínum leitar á hug-
ann. Skyldum við „hittast hinum meg-
in?“ Góð og vönduð manneskja er far-
in héðan. Ég kveð hana með söknuði
og sendi sonum hennar, Hauki, Val-
garð og Guðbirni og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Áslaug Eiríksdóttir.
Margrét Sigríður
Einarsdóttir
Í dag hefði elskuleg-
ur tengdafaðir minn til
tæpra 30 ára orðið 86
ára gamall.
Minningarnar hell-
ast yfir mig, allar ferðirnar okkar
austur í sumarbústaðinn við Grip-
deild, á Jökuldalsheiðinni, þar naut
hann sín einna best, var kominn
heim, fannst honum.
Ég kom þar fyrsta skipti sumarið
1982, Sprengisandsleið var valin,
hver einasti hóll og hæð hafði sögu
að segja, hann var slíkur sögumaður
og hafsjór af fróðleik, allt varð
myndrænt í hans frásögn.
Í Gripdeild var mikið veitt, og
Ánavatni líka, það var silungur í
hvert mál, Abu reyktur, steiktur,
soðinn, gelaður og kaldur í salat.
Seinni árin þegar Gunnlaugur og
Berta fóru að reskjast, báðu þau
okkur að vera sér til halds og
trausts, þarna uppfrá, helst á sama
tíma og þau. Það var auðsótt mál fyr-
ir okkur og börnin okkar elskuðu að
vera með þeim, hvort sem var þar
eða haustlitaferðir á Þingvöll, nest-
isferðir í Öskjuhlíð og Heiðmörk.
Eftir að Berta lést var ekki alltaf
Gunnlaugur Snædal
✝ Gunnlaugur Snæ-dal fæddist á Ei-
ríksstöðum í Jökuldal
13. október 1924.
Hann lést í Reykjavík
7. september 2010.
Gunnlaugur var
jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni 20. sept-
ember 2010.
farið á hverju ári aust-
ur í Gripdeild, en alltaf
var sama viðkvæðið
hjá Gunnlaugi, „þetta
lagast allt í heiðinni“.
Þetta er enn mikið
notað þegar við erum
uppi í Gripdeild. Ég
mun sakna ferðanna
okkar saman og vil af
því tilefni þakka góðar
móttökur frá fjöl-
skyldunni bæði uppi á
dal og á Egilsstöðum.
Ég á margt að
þakka, blíðuna og
ræktarsemina sem þau sýndu mér,
þessi virðulegu og ljúfu hjón,
tengdaforeldrar mínir. Allt var sjálf-
sagt og gamanmálin á hraðbergi,
auðsætt var að tilfinningarnar voru
tærar og heitar þar á milli.
Seinna eftir að Gunnlaugur veikist
og flyst á Sóltún, var laugardagur
okkar fjölskyldudagur, hann elskaði
útigrillað lambakjöt, lambalæri, og
nærri allan mat, og naut góðra mál-
tíða.
Hann bar harm sinn í hljóði eftir
að Berta lést, samt gladdist hann og
var alltaf jafn þakklátur þegar komið
var á Sóltún að sækja hann, bíltúrar
upp í Hvalfjörð, á Þingvelli, um Suð-
urnesin og fleiri staði.
Ég vil þakka starfsfólki Sóltúns
fyrir blíða og góða umönnun hans
síðustu tæp níu ár.
Ég vil að lokum þakka honum
samfylgdina.
Kveðja, þín tengdadóttir,
Sólrún.