Morgunblaðið - 13.10.2010, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010
tóku við nýir leikir, handboltinn,
sundið og smá ferðalög ef færi gafst.
Einn fagran sunnudagsmorgun fór-
um við með fimm öðrum Norðfirð-
ingum í gönguferð og komum við í
Fannardal og þar bauð húsfreyja
upp á pönnukökur sem ákveðið var
að þiggja á heimleiðinni, en af því
varð nú ekki, því við villtumst og
komum að lokum niður í Eskifjörð.
Aðra gönguferð man ég, en þá
klöngruðumst við Inda tvær upp í
Drangaskarð, en máttum þakka fyr-
ir að ná heilar heim því frost var og
hálka og útbúnaður ekki til fyrir-
myndar.
Hin ljúfu æskuár liðu. Við stofn-
uðum heimili um svipað leyti og enn
var stutt milli bæja. Inda giftist
bekkjarbróður mínum og vini, hon-
um Lilla Matt, þeim heiðursmanni
og þau eignuðust fjóra skemmtilega
og duglega stráka, sem sáu til þess
að þau fengu góðar tengdadætur og
afkomendur. Það varð vík milli vina
þegar við fluttum frá Norðfirði, en
við hittumst á hverju ári á ýmsum
stöðum, öllum til mikillar ánægju, en
skemmtilegast var þó að heimsækja
þau hjón fyrir austan og njóta þar
rómaðrar gestrisni þeirra.
Þegar litið er til baka sé ég Indu
fyrir mér eins og hún var alltaf, kát,
skemmtileg, góður vinur og æðru-
laus manneskja sem tók hlutunum
eins og þeir voru, en sagði samt ef
gekk fram af henni: „Þetta er meiri
þvælan.“ Ég hitti hana fyrir rúmum
mánuði, Alzheimers-sjúkdómurinn
hafði tekið frá henni allt nærminni,
en alla leiki bernskunnar mundi hún
eins og gerst hefðu í gær. Ég þakka
Indu vinkonu minni samverustund-
irnar á lífsgöngunni og ævilanga
tryggð. Aðstandendum öllum sendi
ég samúðarkveðjur frá fjölskyld-
unni.
Anna Jónsdóttir.
Það er með hlýju og þakklæti sem
við kveðjum í dag Ingibjörgu Finns-
dóttur eða Indu, æskuvinkonu móð-
ur okkar.
Það er margs að minnast þegar lit-
ið er yfir farinn veg. Ferðir okkar í
bernsku austur á Norðfjörð með for-
eldrum okkar eru sveipaðar ævin-
týraljóma. Farartækin og vegirnir
voru öðruvísi í þá daga en með topp-
grind á bílnum komst tjaldútbúnað-
urinn fyrir og oftast vorum við börn-
in þrjú í aftursætinu. Þegar komið
var austur héldum við til hjá Indu og
Lilla. Bæði þá og síðar þegar við fór-
um að fara með okkar fjölskyldur í
heimsókn mættu okkur höfðinglegar
móttökur og gott viðmót sem við
verðum ævinlega þakklátar fyrir.
Inda var mikil húsmóðir, stjanaði
við gestina meðan á dvöl þeirra stóð
og var umhugað um að öllum liði vel.
Okkur systrum fannst einstaklega
gaman að spjalla við hana en hún
hafði létta lund og sá oft spaugilegu
hliðarnar á tilverunni.
Sögumaðurinn Þórður var iðinn
við að sýna okkur staðinn og segja
frá þeim breytingum sem orðið
höfðu á Norðfirði, hann sagði
skemmtilega frá og vildi allt fyrir
ferðafólkið gera. Önnur okkar systra
minnist þess þegar hún sem ungling-
ur dvaldi hjá þeim hjónum eina viku
að sumri til og Lilli fór með hana í
heimsókn á skrifstofu Bjarna Þórð-
arsonar sem þá var bæjarstjóri í
Neskaupstað. Hann vildi kynna dótt-
ur Maju í Vík og að hún fengi að
kynnast því hversu merkilegt það er
að vera Norðfirðingur.
Í nokkrar ferðir fór Inda með for-
eldrum okkar ásamt Önnu og Óskari
til Spánar. Við eigum margar
skemmtilegar minningar tengdar
því þegar Inda kom suður áður en
lagt var af stað í slíkar ferðir. Spán-
arlögin voru spiluð og sungin og
þessu fylgdi mikil lífsgleði og gaman.
María móðir okkar kveður nú
æskuvinkonu sína og er þakklát fyrir
ljúfar og skemmtilegar minningar
allt frá æskuárunum austur á Norð-
firði. Við fjölskyldan öll frá Keflavík
þökkum ógleymanlegar samveru-
stundir og vini okkar Þórði og fjöl-
skyldunni allri sendum við samúðar-
kveðjur.
Megi minningin um góða konu lifa
svo lengi sem við munum.
Margrét Lilja Einarsdóttir.
Sigurlaug Einarsdóttir.
✝ RagnhildurBragadóttir fædd-
ist á Akureyri 1. febr-
úar 1944. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 7. október
2010. Foreldrar henn-
ar voru Bragi Sig-
urjónsson, banka-
útibússtjóri og
alþingismaður, f. 9.
nóvember 1910, d. 29.
október 1995, og
Helga Jónsdóttir hús-
móðir, f. 28. janúar
1909, d. 18. ágúst
1996.
Ragnhildur var næstyngst sex
systkina. Elstur var Sigurjón banka-
starfsmaður, f. 24. apríl 1937, d. 4.
febrúar 1976; þá Hrafn hæstarétt-
ardómari, f. 17. júní 1938, Þórunn
deildarstjóri í menntamálaráðu-
neytinu, f. 13. september 1940,
Gunnhildur sjúkraliði, f. 5. desem-
ber 1941, og yngstur Úlfar rann-
skóla Akureyrar árið 1960. Hún
lauk stúdentsprófi frá Verkmennta-
skólanum á Akureyri 1990. Ragn-
hildur vann hjá Landsímanum á Ak-
ureyri, Bókabúð Jónasar á
Akureyri, Útvegsbankanum á Ak-
ureyri, Íslandsbanka og síðast sem
fjármálastjóri Menntaskólans á Ak-
ureyri uns hún fluttist suður til
Reykjavíkur. Þar starfaði hún m.a.
fyrir Rauða krossinn, Hugarafl og
Háskóla Íslands. Á meðan Ragnhild-
ur bjó á Akureyri starfaði hún að
ýmsum félagsmálum, vann m.a. fyr-
ir Kvennaframboðið og sat í bæj-
armálanefndum fyrir það framboð.
Þá sat hún í stjórn Ferðafélags Ak-
ureyrar og vann á skrifstofu félags-
ins. Hún starfaði lengi með Sorop-
timistafélagi Íslands. Í Reykjavík
vann hún að málefnum geðfatlaðra
og var einn af stofnendum Hugar-
afls.
Ragnhildur verður jarðsungin frá
Neskirkju í dag, 13. október 2010,
og hefst athöfnin kl. 11.
sóknarprófessor, f. 22.
apríl 1949.
Ragnhildur giftist
Ingvari Baldurssyni, f.
21. mars 1943, for-
stöðumanni hjá Orku-
veitu Reykjavíkur. Þau
skildu. Börn þeirra eru
1) Helga sérfræðingur,
f. 9. ágúst 1967, sam-
býlismaður hennar var
Sigurgeir Einarsson,
rafeindavirki, f. 23.
desember 1962, d. 2.
maí 2004. Sonur þeirra
er Elvar, háskólanemi,
f. 11. október 1988; 2) Baldur, verk-
efnastjóri, f. 21. júní 1971, eiginkona
hans er Sigríður Hrund Péturs-
dóttir, viðskiptafræðingur, f. 12. jan-
úar 1974, synir þeirra eru tvíbur-
arnir Kolbeinn Sturla og Starkaður
Snorri, f. 4. október 2004, og Styrmir
Snær, f. 2. júní 2010.
Ragnhildur ólst upp á Akureyri og
lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
Elsku mamma.
Um mitt sumar greindist þú með
krabbamein og við lögðum af stað í
baráttu sem við ætluðum að vinna.
Áður en við gátum hafið meðferðina
þá var baráttan töpuð. Síðustu vik-
ur varstu orðin þreytt og varðst
hvíldinni fegin og það var erfitt fyr-
ir mig að sleppa, en væntumþykja
mín til þín gaf mér styrk til þess.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín
Helga.
Það er sól og fuglarnir syngja í
trjánum. Ómur af gleði og ærslum
barnanna berst um garðana. Við
sitjum tvær systur inni á sjúkra-
stofu og rifjum upp gleði bernsk-
unnar. Þá var sól í götu bernsk-
unnar.
Systir mín er að ljúka lífsgöngu
sinni allt of fljótt. Ég hefði óskað
henni notalegra daga ellinnar, líkt
og við áttum með foreldrum okkar.
„Sálir mannanna eru eins og reiki-
stjörnur, sem himingeimur skilur og
snúast um sameiginlega þungamiðju.
En til er það líka, að þær líkjast hala-
stjörnu, sem fylgir óvenjulegum lögum.
Til er það, að sá, er lengst kemst í ná-
munda við ljósið, kafar einnig lengst í
afgrunn kuldans og myrkursins.“
(Úr Skriftamálum einsetumannsins
eftir Sigurjón Friðjónsson.)
Ég hugsa um myrkur síðustu
ára, sem eru þó mörkuð sigrum og
gleði upphafsára Hugarafls, þar
sem margir hafa fengið kjark og
þor á ný. Einnig systir mín, sem
var ein af stofnendum þess.
Ég minnist áranna okkar á Ak-
ureyri. Við tvær eftir af systkinun-
um. Tvær sjálfstæðar konur með
börnin okkar og okkar góðu for-
eldra.
Ég minnist þess þegar börnin þín
komu í heiminn. Nálægðar þinnar
þegar sólargeislinn fæddist. Göngu
þinnar með okkur mæðgum.
Ég minnist funda um málefni
fatlaðra. Áranna okkar í Kvenna-
framboðinu. Þá var nú mikið
fundað, talað og sungið. Þá ríkti
gleðin ein.
Og góðu árin þín í Ferðafélaginu
eru ofarlega í huga. Fararstjórnin,
vinnuferðirnar í Herðubreiðarlindir.
Ánægjan yfir kyrrðinni og fegurð
landsins okkar.
„Liðnar hamingjustundir eru fastar við
hjarta mannsins á sárri taug. Þegar
hún slitnar verður eftir ör, sem lengi
svíður.
Þegar þú sýnir manninum í hillingu
það, sem hann þráir mest og honum
finnst jarðnesk hamingja og gróður
sálar sinnar liggja við, og kippir því frá
honum aftur – þá er erfitt að fylgja
þér.“
(Sigurjón Friðjónsson)
Síðan komu erfið ár hjá okkur
báðum. Foreldrar okkar létust. Þú
tókst þá ákvörðun að flytja suður til
barnanna þinna.
Við tóku ár myrkurs og baráttu
við þunglyndi.
Síðasta ár hefur einkennst af
miklum veikindum jafnt til líkama
og sálar.
Samt koma endalokin mér í opna
skjöldu.
Þú kvaddir að morgni dags. Það
var friður yfir þér.
Sólin skín í götu bernskunnar,
þrestirnir syngja í trjánum Eigðu
góða heimkomu.
Ég þakka fyrir mig og börnin
mín og kveðja frá sólargeislanum.
Gunnhildur Bragadóttir.
Svo óvænt er komið að leiðarlok-
um, gengin er móðursystir okkar
Ragnhildur Bragadóttir, Systa.
Skarð er höggvið í frændgarð okk-
ar, sem ekki verður fyllt.
Systa bjó lengst af á Akureyri og
því var samgangur okkar bræðra
við hana ekki ýkja mikill en hún var
engu að síður stór hluti af þeirri
upplifun að fara norður til afa og
ömmu í höfuðból fjölskyldunnar í
Bjarkarstíg. Þar var hún tíðum eins
og aðrir úr fjölskyldunni.
Um hugann flögra myndir af
Systu í Bjarkarstígnum þar sem
hún horfir út undan sér með stríðn-
isglampa í augum og skýtur hnytt-
inni athugasemd inn í umræðuna og
á eftir fylgir dillandi hlátur. Þannig
upplifðum við bræður Systu, sterka
konu sem gat séð spaugilegu hliðina
á lífinu og tilverunni og hafði ein-
stakt lag á að gera góðlátlegt grín
að öllu án þess að undan sviði.
Þú áttir auð er aldrei brást,
þú áttir eld í hjarta,
sá auður þinn er heilög ást
til alls hins góða og bjarta.
Til meiri starfa Guðs um geim
þú gengur ljóssins vegi.
Þitt hlutverk er að hjálpa þeim
er heilsa nýjum degi.
(Hrefna Tynes)
Söknuðurinn er sár en minningar
um góða konu eru þó nokkur hugg-
un. Við kveðjum Systu með djúpri
virðingu og þökk. Megi Guð styrkja
þá sem syrgja.
Bragi Björnsson og
Guðmundur Björnsson.
Hugarafl kveður í dag einn af
sínum kærustu meðlimum, Ragn-
hildi Bragadóttur. Ragnhildur var
einn af stofnendum Hugarafls. Bar-
áttuandi var eitt af einkennum
hennar og fóru þar saman hug-
sjónir, dugnaður og þrautseigja.
Segja má að allir kostir hennar lifi í
Hugarafli í dag.
Ragnhildur var fædd og uppalin
á Akureyri og heyra mátti af tali
hennar hversu vænt henni þótti um
heimaslóðir sínar. En fyrir nokkr-
um árum flutti hún til Reykjavíkur.
Ragnhildur var margfróð og fróð-
leiksleit hennar virtist vera ótak-
mörkuð og vann hún að ýmsum
málefnum. Við hjá Hugarafli þökk-
um þessari stórmerku konu störf
hennar í gegnum árin.
Áfram – og alltaf heim,
inn gegnum sundin blá.
Guðirnir gefa þeim
gleði, sem landið sjá.
Loks eftir langan dag
leit ég þig helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð
(Davíð Stefánsson.)
Fjölskyldu hennar sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. Hugarafls,
Herdís Benediktsdóttir.
Elsku Ragnhildur mín.
Minningarnar eru margar og ým-
islegt sem við höfum brallað saman,
mín kæra. Ég starfaði í Geðhjálp
þegar leiðir okkar lágu saman og
við ákváðum að stofna hóp sem
myndi hafa áhrif á geðheilbrigð-
ismál og breyta nálgun í meðferð
fólks með geðraskanir. Þegar við
áttum ekki lengur samleið með
Geðhjálp kom ekki til greina að gef-
ast upp. Við stofnuðum Hugarafl
árið 2003 í Grasagarðinum ásamt
Garðari Jónassyni heitnum, Hall-
grími Björgvinssyni sem lést nú í
haust og Jóni Ara Arasyni. Við
höfðum háleit markmið, stefndum á
að nýta reynslu geðsjúkra til góðs
og við vildum breyta áherslum í
kerfinu og fara nýjar leiðir. Þannig
vildum við efla virðingu, minnka
fordóma og upplýsa almenning um
þá staðreynd að það væri hægt að
ná bata.
Haustið hefur verið okkur mjög
erfitt, elsku vinkona, við höfum
horft á eftir tveimur öflugum bar-
áttumönnum, Hallgrími og þér, og
eftir situr mikill söknuður. En einn-
ig dýrmætar minningar og mikil
reynsla sem okkur ber að nýta og
fylgja eftir og það munum við sann-
arlega gera. Þú varst klettur í okk-
ar starfi og þú lagðir ríka áherslu á
að öllum liði vel. Einnig að virðing
fyrir samferðafólki væri rík og já-
kvæðni mætti öllum þeim sem
kæmu til okkar. Þú fagnaðir alltaf
nýliðum og lagðir sérstaka áherslu
á að sá sem tæki skrefið og léti
verða af því að ganga til liðs við
hópinn, myndi ekki þurfa að bíða og
myndi mæta hlýju og stuðningi.
Þau verkefni sem þú tókst að þér
voru viðamikil og þú tókst á við þau
af æðruleysi og krafti. Fjáröflun
var oft í þínum höndum, stefnumót-
un og fræðsla í HÍ og víðar og að
auki utanumhald á staðnum. Þú
gekkst í þetta allt saman og meira
til, án þess að mikið bæri á.
Þú sagðir skoðun þína hiklaust og
veittir okkur hinum þannig oft
ómetanlega leiðbeiningu í starfinu
og ákvarðantöku. Þú veittir mér og
öðrum traust, ræddir við þá sem
litu inn og gafst tíma í spjall. Við
munum halda áfram í þínum og
ykkar anda með öllu því góða fólki
sem hefur bæst í okkar hóp, bretta
upp ermar og gefast ekki upp.
Verkefnin eru næg, við eigum enn
eftir að stofna kaffihúsið okkar og
auðvitað skjólshúsið sem þú barðist
svo ötullega fyrir sem valmöguleika
í veikindum í stað innlagna.
Vinátta okkar var dýrmæt, kæra
vinkona, og þú gafst mér mikið. Við
áttum dýrmætar stundir, studdum
hvor aðra og hlógum saman og
grétum saman ef harðnaði á daln-
um. Ég fékk að heyra um börnin
þín, Baldur og Helgu, sem þú elsk-
aðir svo mikið, ömmustrákana þína
sem gáfu þér svo mikið, ég fékk að
fylgjast með Elvari sem þú varst
svo stolt af og yndislegu tvíbur-
unum og Styrmi litla. Þú varst svo
stolt af fólkinu þínu og deildir því
gjarnan með mér og það hefur mér
þótt ómetanlegt og þykir svo vænt
um. Þrátt fyrir veikindi þín und-
anfarna mánuði hefur þú fylgst vel
með Hugaraflinu, ávallt spurt frétta
og hvatt okkur áfram. Ég mun
sakna þín mikið, mín kæra vinkona,
og ég mun ávallt geyma minning-
arnar í hjartanu.
Ég votta aðstandendum og vinum
mína dýpstu samúð.
Auður Axelsdóttir.
Ragnhildur Bragadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma, þú verður alltaf
með okkur í bænum okkar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Strákarnir þínir,
Elvar, Kolbeinn Sturla,
Starkaður Snorri
og Styrmir Snær.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LILJA EYGLÓ KARLSDÓTTIR,
Lækjasmára 2,
Kópavogi,
lést mánudaginn 4. október á Landspítala við
Hringbraut.
Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 15. október kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Stómasamtök Íslands.
Ragna Gísladóttir, Bryngeir Vattnes,
Karl Gunnar Gíslason, María Einarsdóttir,
Ólafur Gunnar Gíslason, Sigurbjörg Þorleifsdóttir,
Jón Gunnar Gíslason, Margrét Árnadóttir,
Gísli Gíslason, Anna Björg Haukdal,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.