Morgunblaðið - 13.10.2010, Síða 26
26 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010
Sudoku
Frumstig
4 9 3 8
2 9 1 5
1 8 7 4
9
5 3 2
3 9 4 7 1
7 8
9
5 2
1 5
2 4 3
4
1 2 4 8
7 9
3 9 8 1 5
8 9 7 5
4 3
9 1 3
2
7 8
4 1 8 5
6 8 3 9
5 9 7 4
5 4 8
2
3 1 5 6
3 5 4 9 7 6 2 1 8
6 2 7 5 1 8 4 3 9
9 1 8 2 4 3 5 7 6
8 9 3 4 2 7 6 5 1
7 4 5 6 3 1 9 8 2
2 6 1 8 5 9 7 4 3
1 7 6 3 9 5 8 2 4
5 8 2 1 6 4 3 9 7
4 3 9 7 8 2 1 6 5
6 5 9 8 1 7 4 2 3
7 8 1 4 2 3 5 6 9
4 3 2 6 5 9 7 1 8
2 1 8 5 7 4 9 3 6
3 4 7 9 8 6 2 5 1
5 9 6 1 3 2 8 7 4
1 7 3 2 9 8 6 4 5
8 2 4 3 6 5 1 9 7
9 6 5 7 4 1 3 8 2
8 4 2 5 9 6 1 3 7
6 5 3 1 7 8 2 4 9
9 7 1 3 2 4 5 6 8
2 8 5 6 1 9 4 7 3
1 3 9 4 5 7 8 2 6
7 6 4 2 8 3 9 5 1
3 1 8 7 4 5 6 9 2
4 9 7 8 6 2 3 1 5
5 2 6 9 3 1 7 8 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 13. október,
286. dagur ársins 2010
Orð dagsins: En hvert tré þekkist af
ávexti sínum, enda lesa menn ekki
fíkjur af þistlum né vínber af þyrni-
runni. (Lúkas 6, 44.)
Víkverji hefur oft velt því fyrir sérhvernig farið er að því að leggja
mat á mannfjölda. Hvernig vita menn
hvað margir fara í bæinn á Menning-
arnótt í Reykjavík eða sækja Fiski-
daginn á Dalvík? Og vitaskuld er það
ávallt þannig að fleiri sóttu viðburð-
inn þetta árið en árið á undan. Efa-
semdir Víkverja um þessi vísindi
minnkuðu ekki þegar hann las fréttir
af mótmælum vegna niðurskurðar í
Frakklandi í gær. Yfirskriftin var að
þetta væru mestu mótmælin til þessa
vegna áforma franskra stjórnvalda
um að skera niður. Hvað mótmæltu
margir? Það fer eftir því hver taldi.
Stéttarfélögin sögðu að 3,5 milljónir
manna hefðu tekið þátt í mótmæl-
unum, en lögreglan taldi bara 1,23
milljónir manna. Víkverji dagsins
verður seint sagður talnaglöggur, en
hann er samt nokkuð viss um að
þessi munur sé utan skekkjumarka.
Þá er ekki laust við að hjá Víkverja
vakni grunur um tölulega hlut-
drægni. Getur það verið tilviljun að
stéttarfélögin, sem boðuðu til mót-
mælanna, skuli nefna hærri tölu en
lögreglan?
x x x
Víkverji heyrði um daginn brand-arann um auðmanninn, sem lá
banaleguna og grátbað guð um að fá
að taka með sér eitthvað af auð-
æfunum, sem hann hafði stritað við
að afla sér. Guð sagði honum að regl-
an væri sú að ekki mætti taka neitt
með sér til himnaríkis. Þegar mað-
urinn lét ekki segjast féllst guð með
semingi á að leyfa honum að taka
með sér eina ferðatösku. Maðurinn
fyllti þegar eina tösku af gull-
stöngum. Skömmu síðar dó mað-
urinn og rogaðist með töskuna til
himna. Þar tók Lykla-Pétur á móti
honum og ætlaði að banna honum að
taka töskuna með sér. Maðurinn
sagði þá frá samkomulaginu við guð.
Lykla-Pétur fór inn fyrir gullna hlið-
ið til að fá þetta staðfest og kom svo
aftur, sagði að þetta væri rétt, en
hann yrði að fá að skoða í töskuna.
Maðurinn opnaði töskuna. Lykla-
Pétur leit í hana, rak upp stór augu
og hrópaði upp yfir sig: „Hann tók
með sér gangstéttarhellur!“
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 ákvarða, 8 lýkur,
9 slæmur, 10 kraftur, 11
land, 13 sló, 15 feiti, 18 él, 21
húsdýr, 22 þurfaling, 23 erf-
ið, 24 frosthörkurnar.
Lóðrétt | 2 örskotsstund, 3
hreinan, 4 mannsnafn, 5 lít-
ils báts, 6 heylaupur, 7 karl-
dýr, 12 gagnleg, 14 for, 15
Ísland, 16 klampana, 17 rifa,
18 alda, 19 sjúkdómur, 20
gagnmerk.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hlass, 4 fimma, 7 líður, 8 gamms, 9 tel, 11 anna, 13
saur, 14 fæddi, 15 sómi, 17 fall, 20 orf, 22 getur, 23 orkan, 24
regni, 25 korða.
Lóðrétt: 1 helja, 2 arðan, 3 sárt, 4 fugl, 5 mamma, 6 ansar, 10
eldur, 12 afi, 13 Sif, 15 sægur, 16 mótin, 18 akkur, 19 lynda, 20
orri, 21 fork.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. d4 cxd4 5.
Rf3 e6 6. cxd4 b6 7. Rc3 Rxc3 8. bxc3
Dc7 9. Bb2 Bb7 10. Be2 d6 11. 0-0 Rd7
12. exd6 Bxd6 13. Dd3 Rf6 14. Hfe1 0-0
15. h3 Be4 16. Db5 a6 17. Db3 b5 18. a4
Bd5 19. Dc2 Bc4 20. Ba3 Bxa3 21. Hxa3
Bxe2 22. Dxe2 Rd5 23. Dd3 De7 24.
Haa1 Hac8 25. axb5 Hxc3 26. De2 axb5
27. Dxb5 h6
Staðan kom upp í kvennaflokki Ól-
ympíuskákmótsins sem er nýlokið í
Khanty-Mansiysk í Síberíu í Rúss-
landi. Hallgerður Helga Þorsteins-
dóttir (1.995) hafði hvítt gegn hinni
ensku Ingrid Lauterbach (2.169) en
hún lék herfilega af sér í síðasta leik.
28. Dxd5! Db4 29. Da5 hvítur er nú
einfaldlega manni yfir og innbyrti
vinninginn nokkru síðar. Hallgerður,
eins og allt íslenska kvennaliðið, stóð
sig með mikilli prýði á mótinu.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Rosenblum.
Norður
♠K10642
♥10743
♦32
♣82
Vestur Austur
♠D753 ♠G98
♥DG62 ♥K95
♦DG4 ♦1076
♣DG ♣10765
Suður
♠Á
♥Á8
♦ÁK985
♣ÁK843
Suður spilar 5♣.
Fyrsta opna heimsmeistaramótið fór
fram árið 1962 og var þá að mestu ein-
skorðað við tvímenning. Á mótinu sem
nú stendur yfir í Philadelfíuborg í
Bandaríkjunum eru keppnisgrein-
arnar orðnar tíu. Ein mikilvægasta
greinin er vafalítið Rosenblum-
sveitakeppnin, sem fyrst var tekin upp
árið 1978. Úrslitaleikurinn í Philadelfíu
klárast í dag, en mótið hófst fyrir
rúmri viku með þátttöku 145 sveita. Til
að byrja með var spilað í riðlum, síðan
héldu 64 sveitir áfram í lengi útslátt-
arleiki.
Spilið að ofan er frá riðlakeppninni.
Það er athyglisvert fyrir þær sakir að
5♣ vinnast, en ekki 5♦, þó svo að tíg-
ullinn liggi betur. Sagnhafi fríar tíg-
ulinn með stungu og kemst um leið inn
í borð til að taka á ♠K. Gefur bara tvo
slagi á lauf.
13. október 1952
Veturliði Gunnarsson listmál-
ari vísaði listfræðingi út af
sýningu í Listamannaskálan-
um. „Einsdæmi í sögu Reykja-
víkur,“ sagði Þjóðviljinn.
„Feikileg aðsókn“ var að þess-
ari fyrstu einkasýningu Vet-
urliða að sögn Morgunblaðs-
ins, á fimmta þúsund manns,
og 74 myndir voru seldar.
13. október 1987
Kýr synti yfir Önundarfjörð,
frá Flateyri að Kirkjubóli í
Valþjófsdal. Hún hafði verið
leidd til slátrunar en reif sig
lausa og lagðist til sunds. Kýr-
in hét Harpa en eftir afrekið
var hún kölluð Sæunn.
13. október 1992
Haukur Morthens söngvari
lést, 68 ára. Hann var einn ást-
sælasti dægurlagasöngvari
þjóðarinnar í nær hálfa öld.
13. október 2001
Aðalfundur Læknafélags Ís-
lands staðfesti sameiginlega
yfirlýsingu félagsins, Land-
læknisembættisins og Ís-
lenskrar erfðagreiningar um
Gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði. Þar með voru settar nið-
ur deilur sem staðið höfðu á
fjórða ár.
13. október 2007
Þorvaldur V. Þórsson gekk á
tind Heklu og lauk við að
ganga á hundrað hæstu tinda
landsins á árinu. „Þetta hefur
verið langt og strangt,“ sagði
Þorvaldur í samtali við Morg-
unblaðið, en hann varð fimm-
tugur nokkrum dögum síðar.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
„Ég fór með börnunum út að borða og í bíó á laug-
ardaginn. Það var eitthvað afmælistengt,“ segir
Steinunn J. Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur og
dósent við Háskóla Íslands. Hún verður 45 ára í
dag. Börnin á heimilinu eru bæði komin yfir tví-
tugt, Sigurhjörtur Snorrason sálfræðinemi og
Helga Valgerður Snorradóttir nemi í hjúkrunar-
fræði. Steinunn segist ekki vön því að halda af-
mælisveislur. „Það bíður þess að ég verði eldri, ég
er farin að safna kröftum í fimmtíu,“ segir hún.
Steinunn stjórnar fornleifarannsóknum á
Skriðuklaustri. Hún hefur verið við uppgröft þar í
níu sumur og reiknar með að næsta sumar verði það síðasta, í þessari
lotu að minnsta kosti. „Það væri nær að halda upp á tíu ára afmælið,“
segir Steinunn. „Það er varla að ég trúi því að það séu að verða komin
tíu ár, tíminn flýgur svo hratt.“
Hún er að vinna úr gögnum sem safnað var í sumar. Margt merkra
muna hefur fundist við rannsóknina enda er þetta í fyrsta skipti sem
heilt klaustur og um leið spítali er grafið upp hér á landi. „Þetta er
mikilvæg viðbót við þá þekkingu sem við höfum frá þessum tíma,“
segir Steinunn. helgi@mbl.is
Steinunn J. Kristjánsdóttir 45 ára í dag
Nær að fagna rannsókninni
Flóðogfjara
13. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 3.36 0,9 10.04 3,6 16.23 1,1 22.30 3,1 8.13 18.17
Ísafjörður 5.38 0,6 12.01 2,0 18.35 0,6 8.23 18.16
Siglufjörður 2.20 1,2 7.59 0,5 14.20 1,3 20.39 0,4 8.06 17.59
Djúpivogur 0.34 0,6 6.58 2,1 13.25 0,8 19.04 1,8 7.43 17.45
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Það er óþarfi að ríghalda í hluti, sem
þú hefur litla eða enga þörf fyrir. Reyndu að
læra sem mest af sem flestum, það er gott
veganesti út í lífið.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Samtal við einhvern þér eldri og vitrari
getur orðið þér lærdómsríkt. Hlustaðu á
vandamál vinar og gefðu honum tíma.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það kallar á heilmikið skipulag þeg-
ar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan
þess. Notaðu hæfileika þína til að draga lífs-
förunaut þinn út á dansgólfið.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Allt sem tengist athafnasemi og fé-
lagsstörfum með vinum gengur vel á næstu
vikum. Leitaðu að innblæstri innra með þér.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Dagurinn í dag er ákjósanlegur fyrir
endurbætur á heimilinu. Stundum þarf að
vinna hlutina og þá getur útkoman orðið önn-
ur en lagt er upp með.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert umkringd/ur tækifærum.
Leggðu þig fram um að bæta samskiptin því
maður er manns gaman.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Óvænt heimsókn færir þér upp í hend-
urnar tækifæri til þess að gera upp gamlar
deilur. Kannski ertu að eyða tíma í eitthvað
sem þér er sama um.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Maður getur alltaf á sig blómum
bætt. Þú mátt alls ekki deila hugmyndum
þínum með neinum sem gætti eyðilegt þær.
Gerðu það sem þig hefur alltaf langað til.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það er á hversdagslegu stöð-
unum sem þinn innri maður kemur í ljós.
Vertu á rómantísku vaktinni í kvöld, ást-
arsamband bíður handan við hornið.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er erfitt að gera svo öllum líki
og reyndar er það sjaldan besti kosturinn. Þú
gætir gengið of harkalega fram.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það er ýmislegt á seyði í kringum
þig, en þolinmæðin þrautir vinnur allar. Farðu
í bankann og gakktu frá þínum málum.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Því lengur sem þú slærð hlutunum á
frest, því erfiðara er að koma sér að verki. En
hálfnað er verk þá hafið er og vilji er allt sem
þarf til þess að þú náir árangri.
Stjörnuspá
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is