Morgunblaðið - 13.10.2010, Síða 33

Morgunblaðið - 13.10.2010, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. OKTÓBER 2010 Kammerkór Suðurlands kemur fram á Iceland Airwaves, heldur tónleika í Kristskirkju annað kvöld kl. 20. Kórinn mun á tónleikunum kynna nýjan geisladisk sinn, IEPO ONEIPO (Heilagur draumur). Á honum eru tíu trúarleg tónverk eft- ir enska tónskáldið Sir John Tave- ner en kórinn mun flytja fjögur. Tavener Fjögur verka hans verða flutt. Kammerkór Suður- lands í Kristskirkju Frændur vorir Færeyingar koma í dálitlum hópi á Airwaves. Er það vel. Rokk- sveitin Marius mun m.a. leika, en hún beitir fyr- ir sig andríku rokki a la Radio- head, pönkar- arnir óborg- anlegu í 200 verða einnig á staðnum og svo er Zach & Foes leidd af Pætri Zachariasson, söngv- ara Boys in a Band. Spennandi mál og komi þeir allir saman fagnandi. Komi frændur vorir Færeyingar fagnandi Hress Pætur Zachariasson. Eitt af því skemmtilega við Airwaves hátíð- ina eru svofelld „Off venue“ kvöld. Þar er um að ræða staði sem eru ekki inni í opinberri dag- skrá hátíð- arinnar en nota engu að síður tækifærið á með- an hátíðin stendur yfir og svipta upp tónleikum. Slíkir tónleikar verða víða í kringum höfuðborg- arsvæðið og alfarsælast að tékka á þeirri dagskrá á vefsíðu hátíð- arinnar, www.icelandairwaves.is. Tónleikar haldnir utan alfaraleiðar Utan Skúli mennski er einn þeirra sem spila ut- an alfaraleiðar. Miðvikudaginn 13. október Nasa 19.10 Film(GR) 20.00 Lára 20.50 Sykur 21.40 Benny Crespo´s Gang 22.30 Bloodgroup 23.20 Agent Fresco 00.10 Mammút Sódóma 19.30 Ten Steps Away 20.20 Pétur Ben 21.10 Ourlives 22.00 Autodrone (US) 22.50 Ólafur Arnalds 23.40 Cliff Clavin 00.30 Dikta Venue 19.30 Stafrænn Hákon 20.20 Snorri Helgason 21.10 Prins Póló 22.00 Míri 22.50 Benni Hemm Hemm 23.40 Swords of Chaos 00.30 Sin Fang Amsterdam 19.30 Buxnaskjónar 20.20 Sjálfsprottin Spévísi 21.10 Morning After Youth 22.00 Fönksveinar 22.50 The Vintage Caravan 23.40 Sing For Me Sandra 00.30 Nolo Faktory 20.00 Pétur og úlfurinn 20.30 Arnljótur 21.00 Vindva Mei 21.30 Selvhenter (DK) 22.10 Stereo Hypnosis 22.50 Reptilicus 23.30 Evil Madness 00.10 Hunk Of AMan Apótekið 19.40 Tonik 20.20 Yoda Remote 21.00 Rafgashaus 21.40 Fu Kaisha 22.20 Thizone 23.00 Futuregrapher 23.40 PLX 00.20 Ruxpin Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Foreldrar mínir ferðuðust mikið til Íslands og Grænlands þegar ég var að alast upp. Systir mín fékk að fara til Íslands en ég fór aldrei og var alltaf öfundsjúkur, en nú er ég á leiðinni,“ segir Jonathan Higgs söngvari bresku framtíðarpopp- sveitarinnar Everything Everything sem spilar á Iceland Airwaves á föstudaginn. Everything Everything sendi frá sér sína fyrstu plötu, Man Alive, í lok ágúst og hefur hún vakið mikla athygli. „Við höfum fengið ótrúleg við- brögð við plötunni, nánast öll gagn- rýni hefur verið góð. Allir virðast kunna vel við það sem við erum að gera,“ segir Higgs. Mikil eftirvænting var eftir frum- burði sveitarinnar eftir að bandið komst á lista BBC yfir þá fimmtán nýju tónlistarmenn sem vert væri að fylgjast með á þessu ári. „Það er mjög fínt að fólk skuli hafa áhuga á því sem við erum að gera. Það væri enginn tilgangur að gera það sem við erum að gera nema vegna þess að það er smá pressa á okkur og væntingar til þess sem við erum að gera,“ segir Higgs. Tónlistin á að vera spennandi Hljómsveitarmeðlimirnir fjórir; Higgs, Jeremy Pritchard, Alex Ro- bertshaw og Michael Spearman, búa allir í Manchester og eru allir tón- listarlærðir. „Við lærðum allir á klassísk hljóðfæri sem börn og þrír af okkur lærðu tónlist í háskóla en þá vorum við allir komnir á popp- hljóðfærin okkar. Ég reyni að gleyma því sem mér var kennt, ég er hræddur um að það geti þvælst fyrir sköpunarkraftinum. Þegar það er verið að skapa má ekki hugsa of mikið um lög og kenningar og það sem á undan hefur komið, þá verður það ekki að töfrum, við viljum bara hafa tónlistina spennandi,“ segir Higgs. Erfitt er að festa fingur á tónlist Everything Everything og beðinn um að lýsa tónlistinni hikar Higgs aðeins. „Það er ekki auðvelt, aug- ljóslega erum við mikið spurðir um þetta. Í grunninn er þetta popp- tónlist en við reynum að láta hana koma á óvart og vera óútreikn- anlega. Það er aldrei hægt að segja hvað gerist næst. Þetta er eiginlega óútreiknanlegt popp,“ segir Higgs og virðist vera sáttur við svar sitt. Áhrifavaldana segir hann vera marga og ólíka. „Við kunnum vel við þessi venjulegu bandarísku og bresku rokkbönd en eftir því sem urðum eldri fórum við meira út í av- ant-garde tónlist, eins og Steve Reich og önnur minimalísk tónskáld. Við erum líka að hlusta á amerískt popp, R&B og hip hop. Áhrifavald- arnir eru fjölbreyttir. Við reynum að taka það besta úr þeirri tónlist sem við elskum og við reynum að gleyma hvað við ættum að vera að spila þar sem við komum frá Manchester.“ Spurður um framtíðarplönin segir Higgst þau vera mjög opin. „Við gætum farið í margar áttir eins og platan okkar gefur til kynna, við grófum okkur ekki í eina holu held- ur höfum marga valmöguleika,“ seg- ir Higgs og bætir við að hann hlakki mjög til að koma loksins til Íslands. Erlend hljómsveit Everything Everything „Óútreiknanlegt popp“ Everything Everything Eitt það besta frá Bretlandi á þessu ári. Sveitin er sögð koma með nýjan hljóm inn í poppið. Everything Everything leikur í Listasafni Reykjavíkur föstudags- kvöldið 15. október kl. 22.50. HHHH 1/ 2/HHHHH DV.IS HHHHH/ HHHHH S.V-MBL HHHH SÆBJÖRN VALDIMARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH T.V. – KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHH - S.V. – MORGUNBLAÐIÐ HHHH - K.I. – PRESSAN.IS Ein besta rómantíska grínmynd ársins! HHHH - T.V. - KVIKMYNDIR.IS SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI HÖRKUSPENNANDI ÆVINTÝRAMYND SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI eru og kki gð! AVÍK Miðasala er hafin í miðasölu sambíóanna Kringlunni, boðið er upp á númeruð sæti Afsláttarkort á allar sýningar komin í sölu ÞAÐ BESTA Í BRESKU LEIKHÚSI Í BEINNI ÚTSENDINGU Í BÍÓ Complicite’s A Disappearing Number 14. október 2010 kl. 18:00 Hamlet NT 9. desember 2010 kl. 19:00 FELA 13. janúar 2011 kl. 19:00 Donmar Warehouse’s King Lear 3. febrúar 2011 kl. 19:00 Frankenstein 17. mars 2011 kl. 19:00 The Cherry Orchard 30. júní 2011 kl. 18:00 ENDURSÝND Í DAG MIÐVIKUDAG KL. 18:00 THE TOWN kl.8 -10:20 16 FURRY VENGEANCE kl.8 L THE GHOSTWRITER kl.10 12 / KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.