Morgunblaðið - 22.10.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.10.2010, Qupperneq 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ Tinktúrur úr íslenskum lækningajurtum taldar góðar fyrir: * breytingaskeiðið * blöðruhálskirtil * bjúg * exem og sóríasis * meltingu * kvef og flensu Lífrænar snyrtivörur og smyrsl Fæst í öllum helstu lyfja- og heilsubúðum www.annarosa.is 22.10.2010 Eftir að sumardagurinn fyrsti rennur upp kepp- ast flestir við að óska náunganum gleðilegs sumars. Einhverra hluta vegna er það sama ekki upp á teningnum þegar fyrsti dagur vetrar rennur upp. Vissulega eru sumrin tími grillveislna, sól- baða og bjartra nátta en hver segir að veturnir þurfi að vera síður gleðilegir? Gönguferðir í kulda og myrkri geta verið afar hressandi. Ég tala nú ekki um ef kakóbolli og kertaljós fylgja í kjölfarið. Sund og sjósund er hægt að stunda á veturna og ljær skammdegið þeirri iðju jafnvel enn skemmtilegri blæ. Sumir hjóla jafnt á vetr- um sem sumrum og aðrir ferðast meira erlend- is yfir vetrartímann. Ekki er hægt að standa á skíðum á sumrin og skautarnir liggja óhreyfðir inni í skáp yfir sumartímann. Fleiri bækur koma út yfir vetrartímann en á sumrin og margir gleðjast yfir því. Framboð af leiksýningum og tónleikum er blómlegt á veturna og fjöldi nám- skeiða í boði þar sem hægt er að nema flest milli himins og jarðar. Þá eru ótal- in jólin sem koma á vetri hverj- um! Eftir þessa upptalningu á einungis eftir að óska les- endum gleðilegs vetrar. Gleðilegan vetur! Útgefandi Árvakur Umsjón Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Blaðamenn Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Árni Sæberg. Prentun Landsprent ehf. LifunVetur 4 Menn fara í sjóinn svo lengi sem Nauthólsvíkin botnfrýs ekki og það hef- ur aldrei gerst. 22 Jeppafólk þeysir um há- lendi og jökla yfir vetr- artímann sem aldrei fyrr. 16 Kerti geta lýst upp myrkasta skammdegið í heimahúsum. 12 Haustið og veturinn er gósentíð fyrir bókaorma og margar bækur þegar komnar út. 19 Heitir drykkir eru vinsælir á veturna og fólk situr lengur á kaffihúsum. 21 Fjölbreytt dagskrá hjá Sin- fóníu- hljómsveit Íslands í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.