Morgunblaðið - 22.10.2010, Page 10
H
eklið er að koma afar
sterkt inn þessa dagana.
Sumir segja jafnvel að
hekl sé orðið vinsælla en
prjónaskapurinn sem hefur verið
allsráðandi undanfarin ár,“ segir
Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri
Eddu útgáfu.
Perlur og bryddingar
Forlagið sendi frá sér á dög-
unum bókina Gróft og geggjað hekl
eftir Jan Eaton. Bókin kemur út
undir merkjum Hugmyndabanka
heimilanna sem er föndur- og tóm-
stundabókaklúbbur sem Edda hef-
ur starfrækt í nokkur ár.
Í bókinni er að finna skemmti-
legar grunnuppskriftir að flíkum og
fylgihlutum og sextíu aðferðir til að
gefa þeim fjörlegri svip. „Þarna
getur fólk lært hvernig á að nota
mismunandi garntegundir til að ná
fram ólíkum áhrifum, skreyta með
perlum og bryddingum og bæta við
rennilásum og tölum á nýjan og
spennandi hátt,“ segir Svala og
bætir við að hver uppskrift sé ít-
arlega útskýrð í myndum og ein-
földu máli.
Á sömu braut
Að sögn Svölu er ætlun Eddu út-
gáfu að halda áfram á þessari sömu
braut. Bókin Gróft og geggjað
prjón kemur út í nóvember og
meira er ef til vill í bígerð – enda
mikill áhugi á handavinnu og marg-
ir spyrja eftir ráðum og upp-
skriftum líkum þeim sem finna má
í bókum Eddu útgáfu.
sbs@mbl.is
Heklið verður æ vinsælla
Edda gefur út Gróft og geggjað hekl. Fleiri bækur um
handavinnu ýmist komnar eða væntanlegar innan tíðar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Handavinna Svala Þormóðsdóttir hjá Eddu útgáfu
með bókina Gróft og geggjað hekl.
Sumir segja jafnvel
að hekl sé orðið
vinsælla en prjóna-
skapurinn sem
hefur verið allsráð-
andi undanfarin ár.
10 | MORGUNBLAÐIÐ
V
ið mætum hingað upp úr
klukkan sex á morgnana og
fyrstu verk dagsins eru að
finna til kjöt, kartöflur og
grænmeti og setja í pott. Svo er hiti
settur á hellu og þegar kemur fram
á miðjan morgun er kjötsúpan farin
að sjóða í pottinum,“ segir Stefán
Þormar Guðmundsson, veit-
ingamaður í Litlu kaffistofunni, í
Svínahrauni.
Fimm stjörnur
Í tímans rás hafa Stefán og fjöl-
skylda hans, sem staðið hafa að
rekstri Litlu kaffistofunnar nú í
bráðum tuttugu ár, lagt sig eftir því
að bjóða gestum og gangandi það
sem kalla mætti þjóðlegar veitingar.
Þetta hefur fallið í góðan jarðveg
enda hefur gestum líkað vel að á
þessum áningarstað í alfaraleið sé
boðið upp á smurt brauð, flatkökur
með hangikjöti, jólakökur og pönnu-
kökur.
„Þegar fólk nefnir að þetta sé
eins og amma bakaði eru það fimm
stjörnur í okkar huga,“ segir Stef-
án. „Sú var tíðin að við vorum hér
alltaf með súpu í hádeginu en höfð-
um alltaf í huga að bjóða upp á eitt-
hvað meira. Þegar Olís opnaði nýja
bensínstöð á Norðlingaholtinu töld-
um við nauðsynlegt að bregðast við
því með einhverju móti. Þar er mest
áhersla lögð á skyndibitamat eins
og hamborgara en við ákváðum hins
vegar að svara þessu á hinni þjóð-
legu línu, enda er sitt hvað hunda-
þúfa og Hólastóll eins og Skagafirð-
ingar segja. Ákváðum að vera með
kjötsúpu nokkrum sinnum í viku
sem fólk líkaði svo vel að nú býðst
hún sjö daga vikunnar.“
Stefán kynntist íslenskri kjötsúpu
fyrst austur í Mýrdal þar sem hann
ólst upp. „Súpan þótti góð und-
irstaða fyrir daginn,“ segir Stefán
og bætir við að í Litlu kaffistofunni
sé kostað kapps að bjóða upp á súp-
una eldaða eftir gömlum og góðum
uppskriftum og slá hvergi af. Kjötið
sé enda soðið á beini og grænmetið
með enda fáist þannig hið eina
sanna ómótstæðilega bragð. Þetta
líki fólki vel – enda eigi kjötsúpan í
Litlu kaffistofunni sér marga aðdá-
endur sem komi í mat margoft í
viku hverri.
sbs@mbl.is
Súpan þótti góð undirstaða fyrir daginn
Kjötsúpan er góð á köldum
vetri. Þjóðlegt í Litlu kaffi-
stofunni, þar sem elda-
mennskan hefst klukkan
sex á morgnana.
Þjóðlegt Stefán Þormar með ilmandi kjötsúpu við höndina.
Hráefni
Um það bil þrír lítrar vatn
2,5 kg kjöt á beini
400 grömm rófur
400 grömm kartöflur
200 grömm gulrætur
40 grömm hrísgrjón
1 stykki lítill laukur
Fimm púrrulaukar
Fimm msk súpujurtir
Tvær msk salt
Svartur pipar
Leiðbeiningar
Setjið vatnið í pottinn,
skerið kjötið niður í bita og
fituhreinsið ef vill. Setjið
kjötið í pottinn og látið
suðuna koma upp. Fleytið
mestallan sorann ofan af
kjötinu og látið suðuna
koma upp. Skerið niður
grænmetið niður eins smátt
og þið viljið. Setjið svo allt
saman í pottinn og sjóðið í
um það bil 60 mínútur frá
því kjötið fór í pottinn.
Íslensk
kjötsúpa