Morgunblaðið - 22.10.2010, Page 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Lestur góðra bóka getur verið óskaplega hugguleg iðja í svartasta
skammdeginu. Fátt er notalegra en að gleyma sér við lestur, jafn-
vel við kertaljós, undir teppi með gott te í bolla.
Að vanda kemur út fjöldi spennandi bóka fyrir jólin og því úr
nógu að velja. Eitthvað er þegar komið út og annað væntanlegt.
Hér getur að líta nokkrar spennandi bækur sem þegar eru komnar
út.
birta@mbl.is
Skruddur í skammdeginu
Blóðnætur eftir Åsu Lars-
son. Lögfræðingurinn Re-
becka Martinsson tekst á
við flókið mál og reynir um
leið að gera upp flókna
fortíð sína. Fyrsta bók
Larsson um Rebecku, Sól-
gos, vakti mikla athygli.
Arsenikturninn eftir
Önnu B. Radge. Ný skáld-
saga eftir höfundinn sem
færði okkur sögurnar um
Neshov fjölskylduna í þrí-
leiknum sem hófst á
Berlínaröspunum.
Blóðhófnir eftir Gerði
Kristný. Ljóðabók um
jötunmeyna Gerði Gym-
isdóttur sem Skírnir,
skósveinn Freys, sótti til
Jötunheima handa hús-
bónda sínum.
Svar við bréfi Helgu eftir
Bersvein Birgisson. Hjart-
skerandi ástarsaga sem
gerist í sveit um miðja síð-
ustu öld.
Fyrirgefningin eftir Lilju Sig-
urðardóttur. Önnur spennu-
saga Lilju en bókin Spor
hlaut góðar undirtektir í
fyrra og útgáfurétturinn var
nýlega seldur til þýska for-
lagsins Rowohlt.
Sýrópsmáninn eftir Eirík
Guðmundsson. Þriðja
skáldsaga Eiríks er
skemmtileg og stundum
svolítið furðuleg.
Ertu Guð, afi? eftir Þor-
grím Þráinsson. Höfund-
urinn fékk nýverið Ís-
lensku barnabóka-
verðlaunin fyrir söguna,
sem fjallar um samband
hinnar 11 ára Emmu
Soffíu við afa sinn.
Maðurinn sem var ekki
morðingi eftir Hjort Ro-
senfeldt. Fyrsta bókin í
spennuþríleik um rétt-
arsálfræðinginn Sebast-
ian Bergman.
A
ustfirsku Alparnir eru stað-
ur sem hljómar eins og
draumur allra skíða- og úti-
vistarmanna. Og það er
trúlega ekki fjarri lagi. Svæðið sem
er kallað svo liggur milli Eski-
fjarðar og Norðfjarðar og er í dag-
legu tali nefnt Oddsskarð. Þar eru
þrjár toglyftur og salíbuna frá
efsta toppi skíðasvæðisins mælist
840 metrar. Fyrir börn og aðra
óreyndari má svo æfa sig í Sól-
skinsbrekkunni svokölluðu.
Dagfinnur S. Ómarsson er for-
stöðumaður skíðasvæðisins. Hann
segir síðustu vetur hafa verið góða
á svæðinu.
„Frá árinu 2006 höfum við náð
að hafa opið yfir 60 daga á ári og
þeir hafa verið nær 80 síðustu tvö
ár,“ segir hann.
„Það eru mjög margir sem nýta
sér þetta frábæra svæði. Til dæmis
áttu 10% íbúa Fjarðabyggðar vetr-
arkort í fyrra, sem tryggði þeim
aðgang að svæðinu allan veturinn.“
Undanfarin þrjú ár hefur verið
mikið um að vera á svæðinu yfir
páskahelgina.
„Við höfum flutt inn ekta Týróla-
band frá Austurríki en þeir hafa
haldið tónleika í brekkunni á
laugardagskvöldinu um páskahelg-
ina. Svo höfum við haft flug-
eldasýningu í kjölfarið,“ segir Dag-
finnur.
Gisting í svefnpokaplássi
Áður en skíðamiðstöðin í Odds-
skarði var byggð hafði skíðadeild
Þróttar í Neskaupstað þar yfir að
ráða gömlum skíðaskála og æva-
fornri togbraut. Almenn skíðaiðkun
Norðfirðinga fór að mestu fram í
Kúahjöllum ofan byggðar í Nes-
kaupstað.
Fyrsta lyftan í Oddsskarði var
tekin til notkunar árið 1980 og tíu
árum síðar var annarri bætt við.
Ný barnalyfta var svo tekin í notk-
un árið 1999 og leysti hún af hólmi
gömu toglyftuna.
Skíðaskálinn reis árið 1986 og í
honum er veitingasala og möguleiki
á gistingu í svefnpokaplássi fyrir
allt að 35 manns.
Troðari var fyrst notaður á
svæðinu árið 1988 og flóðlýsingu
var komið upp árið 1994, sam-
kvæmt upplýsingum á vef Fjarða-
byggðar.
birta@mbl.is
Fegurð Skíðasvæðið í Oddsskarði er fallegt og gaman að láta sig líða niður brekkurnar á góðum degi.
Undirbúningur
fyrir góðan vetur
Skíðasvæðið í Oddsskarði
er mikið notað af íbúum
Fjarðabyggðar. Týrólaband
heldur uppi fjöri á svæðinu
um páskana.
Gaman Fjör í toglyftunni.
Flottir Austurríska Týrólabandið Wlad 3 leikur fyrir dansi.