Morgunblaðið - 22.10.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.10.2010, Qupperneq 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ Smiðjuvegur 30, 200 Kópavogur N ú reynir á rafkerfið: Sé viftureim gæti þurft að strekkja hana, en flat- reimar strekkja sig sjálf- ar. Til öryggis skaltu notfæra þér ókeypis álagsprófun rafkerfis sem N1, Skorri og Pólar hafa boðið. Al- ternatorinn getur verið orðinn slappur og rafgeymar klikka yf- irleitt fjórða veturinn og sumir fyrr. Þrífðu útfellingar Settu tvær matskeiðar af mat- arsóda út í volgt vatn í hálfs lítra kókflösku og þrífðu útfellingar á pólklemmum rafageymisins með því og gömlum tannbursta. Úðaðu svo á þær rakavörn. Mæli með Gunk Wire Dryer (800 kr. í Still- ingu) eða WD-40 (bensínstöðvar). Þrífðu tjörulagið af þurrkublöð- unum með kveikjarabensíni (eða ís- vara) og berðu á þau Rainex eða Son-of-aGun. Athugaðu hvort þokuljósin að framan (ef eru) og sterka rauða þokuljósið aftan á bílnum kvikni þegar þú styður á takkana með ökuljósin kveikt. Láttu mæla frostþol Smyrðu þéttikantana í dyrum og á hurðum með sílíkonstifti og einn- ig fölsin sem rúðurnar renna í. Sprautaðu slurki af lásaolíu í lykilop. Fylltu rúðusprautuna með vökva sem þolir 10 stiga frost. Láttu mæla frostþol kælivökvans á næstu bensínstöð (á að þola 30 stiga frost). Mældu smurolíustöðuna á vélinni og láttu endurnýja hana sé bruna- lykt af henni. Liturinn skiptir ekki máli – dökk smurolía getur verið fullvirk og engin ástæða til end- urnýjunar. Mældu einnig vökv- astöðuna í sjálfskiptingunni, með heita vél/skiptingu í lausagangi í P (nema MMC Lancer í N). Ráðlegg þér að láta gera þetta á smurstöð og fá eldsneytissíuna endurnýjaða um leið. Á alla venjulega bíla má nota syntetíska smurolíu með seigjuflokkun 5w-30 og nota 15 þús. km sem þýðir að flestum næg- ir að láta endurýja hana einu sinni á ári. Kannaðu dekkjaverð Mældu þrýstinginn í dekkjunum – hann á að vera jafn 32-36 psi. Sé dýpt munsturs í vetrardekkjum eða heilsársdekkjum minni en 3 mm muntu örugglega lenda í vand- ræðum, snjói eitthvað að ráði. Tími til að huga að endurnýjun dekkj- anna. Sértu á venjulegum algeng- um fólksbíl eða jepplingi getur borgað sig að kanna verðið á dekkjunum hjá BJB-þjónustunni í Hafnarfirði og hjá Húsasmiðjunni. Þessi fyrirtæki hafa verið að flytja inn dekk sem kosta einungis um 50% af verði algengra þekktra teg- unda. Þú getur líka gert stólpafín kaup í lítið notuðum vetr- ardekkjum hjá Vöku og í Sólningu. Sértu í einhverri snjóakistu norður í landi mæli ég með Nokian Hak- kapeliita (Max 1); finnskum vetr- ardekkjun með ferköntuðum nögl- um. Þau eru vissulega dýrari en þau eru nánast á við keðjur nema þægilegri. Pera í hanskahólfið Settu ísvara (ísóprópanól) saman við bensín). 1/4 úr 250 ml. brúsa nægir í fullan geymi. Gakktu úr skugga um að bæði ökuljósin lýsi og að öll afturljós séu í lagi. Kauptu eina framljósaperu til að eiga til vara í hanskahólfinu. Fjárfestu í dráttartógi, handlugt og nettri skóflu til að hafa í bíln- um. Er þarfasti þjónninn klár fyrir veturinn? Bíllinn þarf að vera í besta lagi í vetrarbyrjun og þar er að mörgu að hyggja. Séu ráð í tíma tekin á veturinn ekki að vera neitt stórmál fyrir bíleigendur eins og Leó M. Jónsson bendir á. Morgunblaðið/Frikki Áfylling Bensínstöðvarnar veita fólk nauðsynlega vetarþjónustu þó flestir dæli sjálfir á tankinn Góð vara og umhverfisvæn framleiðsla Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlýtt og gott Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir hjá Glófa. H lýr fatnaður er nauðsyn- legur í vetur og ætti fyr- irtækið Glófi að eiga eitt- hvað fyrir alla þegar kemur að hlýjum vetrarfatnaði. Ullarsokkar, peysur, sjöl, húfur, jakkar og mokkavörur eru meðal þess sem er framleitt hjá Glófa, en fyrirtækið fagnar 30 ára stafs- afmæli í ár. Fyrirtækið framleiðir undir vörumerkinum VARMA. Áratuga reynsla „Ullar- og útivistarsokkarnir okkar eru orðnir þekktir á ís- lenskum markaði enda hafa þeir verið framleiddir í fjölda ára. Einnig hefur sala á angóravörum, til dæmis sokkum, húfum og vett- lingum, stóraukist undanfarin ár enda leggjum við metnað okkar í að framleiða endingargóðar vörur, segir Birgitta Ásgrímsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Glófa. Framleiðslan fer fram á þremur stöðum á landinu, í prjónaverk- smiðjum á Akureyri og á Hvols- velli og á saumastofu í Kópavog- inum. Að sögn Birgittu starfa 45 manns hjá fyrirtækinu, margir hverjir með áratuga reynslu í prjónavöruiðnaði. „Við höfum verið að koma með nokkrar nýjungar úr ull und- anfarin misseri sem hafa fengið góðar viðtökur. Til dæmis síða jakka úr þæfðri ull, herraull- arpeysur og hnepptar kvenpeysur með munstruðum bekk,“ segir Birgitta. „Við gætum þess að hafa stöð- uga vöruþróun hjá okkur. Haft er vakandi auga með nýjungum og við erum stöðugt að bæta við. Markmiðið er alltaf að framleiða góða vöru úr gæðahráefni á hag- stæðan og umhverfisvænan hátt,“ segir Birgitta að lokum. www.varma.is birta@mbl.is Hjá Glófa eru framleidd kynstrin öll af hlýjum fatnaði úr ull, angóraull og mokkaefni. Veður er hreyfing og aðrar breyt- ingar í lofthjúpnum kringum okkur. Vindur er í raun loftstraumur eða hreyfing lofthjúpsins. Loftið hitnar og kólnar á víxl. Þessu veldur straumur og hitabreytingar, síðan fylgja önnur tengd fyrirbæri eins og elding og skýjamyndun, rigning og snjókoma. Frumorsök þessara fyrirbæra, aflið sem knýr þau áfram, er sólar- geislunin sem fellur á jörðina og lofthjúpinn. Geislun er misskipt eftir stöðum. Mest geislun fellur á flatareiningu sem snýr beint að sól en á aðra sem vísar mjög á ská miðað við sól. Loftið á fyrri staðnum verður því miklu heitara en á þeim síðari. Þessi mishitun veldur mismunandi þrýstingi og þéttleika í loft- hjúpnum. Heitt loft er léttara en kalt og leitar því upp á við en kald- ara loft kemur í staðinn. Þannig verður vindurinn til, alveg á sama hátt og þegar heita loftið frá mið- stöðvarofni í stofunni heima hjá okkur leitar upp á við og getur valdið dragsúg með gólfinu, til dæmis ef ofninn er gegnt gluggan- um, segir á Vísindavef HÍ. Það er sem sagt veður hjá okkur vegna þess að lofthjúpur umlykur jörðina og geislar sólar valda hreyf- ingu í honum. Þetta er líka ástæða þess að ekki er veður á tunglinu. Þar eru reyndar sólargeislar en hins vegar er enginn lofthjúpur og því enginn vindur eða raki. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Undrasmíð Regnboginn er eitt undratákna veðuráttu og alltaf fallegur. Breytingar loft- hjúps ráða veðri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.