Morgunblaðið - 27.10.2010, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.10.2010, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 Indónesísk kona í þorpinu Kaliur- ang á Jövu skýlir barninu sínu og hleypur undan gosösku frá eldfjall- inu Merapi sem byrjaði að gjósa í gær. Þúsundir manna voru þegar í stað fluttar frá hlíðum fjallsins, þriggja mánaða barn dó er það fékk ösku í lungun. En Indónesar kljást ekki bara við eldgos. Talið er nú að minnst 113 manns hafi týnt lífi þegar þriggja metra flóðbylgja myndaðist eftir 7,7 stiga jarðskjálfta á hafsbotni við vesturhluta Súmötru á mánudag og skall á eyjaklasanum Mentawai. Um tugur þorpa sópaðist á haf út og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka mikið. Um 200 manns bjuggu í einu þorpinu og aðeins 40 var bjargað. Sumum tókst að klifra upp í tré en grátandi foreldrar lýstu því hvernig þeir misstu takið á börnum sem hurfu í flóðvatnið. Reuters Sjórinn hrifsaði börnin Eldgos í fjallinu Merapi og flóðbylgja eftir jarðskjálfta valda miklu manntjóni í Indónesíu Kristján Jónsson kjon@mbl.is Íranar gagnrýndu í gær harkalega vefsíðuna WikiLeaks sem birt hefur leynilegar upplýsingar Bandaríkja- hers um stríðið í Írak. Þar er m.a. lýst afskiptum íranskra stjórnvalda af átökunum í Írak og hvernig þau hafi vopnað og þjálfað uppreisnar- menn sem börðust gegn ríkisstjórn- inni í Bagdad og erlenda herliðinu. Íranar segjast munu bregðast hart við þessum „illgirnislegu“ aðgerðum WikiLeaks. „Það eru miklar efasemdir um það hvaða hvatir liggi að baki þessum grunsamlega leka á gögnum Wiki- Leaks,“ sagði talsmaður íranska ut- anríkisráðuneytisins, Ramin Mehm- anparast. Hann sagði að um pólitíska aðgerð væri að ræða þótt látið væri í veðri vaka að WikiLeaks hefði tekið sjálfstæða ákvörðun um að setja gögnin á netið. Íranar styðja Nuri al-Maliki, for- sætisráðherra Íraks, er berst fyrir því að halda völdum. Hann segir gögnunum hafa verið lekið til að koma á sig höggi en í þeim er m.a. lýst hrottalegri meðferð íraskra ör- yggissveita á föngum. Danskir ráða- menn hyggjast nú láta rannsaka hvort danskir hermenn hafi afhent írösku lögreglunni yfir 60 íraska andspyrnumenn þótt vitað væri að þeir myndu sæta misþyrmingum og pyntingum. Bandaríkjamenn og talsmenn Atl- antshafsbandalagsins hafa gagnrýnt stjórnanda WikiLeaks, Julian Assange, fyrir að leka umræddum trúnaðarupplýsingum, lekinn geti stofnað lífi bandarískra hermanna í hættu. Skipulögðu árás á Græna hverfið Fram kemur í gögnunum að Ír- anar hafi skipulagt árás á Græna hverfið svonefnda í Bagdad en þar hafa íraska ríkisstjórnin og erlend sendiráð aðsetur. Sagt er frá því hvernig Íranar hafi þjálfað og vopn- að herskáa sjía-múslíma í Írak, jafn- vel með eiturgasi, til að gera árásir á bandaríska hermenn og reyna að drepa þá eða handsama. Íranar eru flestir sjía-músl- ímar eins og liðlega helming- ur Íraka og hafa haft mikil áhrif á bak við tjöldin í stjórn- málum grannlandsins eftir að Saddam Hussein var hrakinn frá völdum 2003. Ráðamenn í Íran gagnrýna WikiLeaks  Gögnin um Íraksstríðið sýna vel afskipti Írana af stríðinu Hæstiréttur í Írak dæmdi í gær Tariq Aziz, fyrr- verandi utanrík- isráðherra lands- ins og liðsmann Saddams Huss- eins, til dauða fyrir aðild að glæpum gegn nokkrum stjórn- málaflokkum sjía-múslíma. Aziz er í fangelsi en hann hafði áður verið dæmdur sekur um glæpi gegn mannkyninu og hlaut þá 15 ára dóm. Aziz, sem er 74 ára gamall og sagður mjög heilsuveill, varð mjög þekktur á Vesturlöndum þar sem hann var andlit Íraks út á við og eini kristni maðurinn í stjórn Saddams. Aziz ver enn einræð- isherrann og segir að hann hafa gætt vel hagsmuna þjóðarinnar. Hægt er að áfrýja dauðadóm- inum og sérstakt ráð, skipað for- seta landsins og tveim varaforset- anum, þarf að staðfesta hann áður en honum verður fullnægt. kjon- @mbl.is Liðsmaður Saddams dæmdur til dauða Tariq Aziz Íranar byrjuðu í gær að setja eldsneyti í fyrsta kjarnakljúf landsins í Bushehr-verinu sem reist var með aðstoð Rússa. Verið hefur valdið miklum áhyggjum hjá Vesturveldunum sem álíta að stjórnvöld í Teher- an hyggist koma sér upp kjarna- vopnum. Íranar fullyrða að ein- göngu sé ætlunin að nota verið í friðsamlegum tilgangi en gert er ráð fyrir að orkuframleiðsla hefjist í Bushehr næsta ár. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur árangurslaust reynt að fá Írana til að leyfa óhindr- aðan aðgang alþjóðlegra eft- irlitsmanna að kjarn- orkustöðvum landsins. Hefur ráðið reynt að þrýsta á Írana með við- skiptalegum refsiað- gerðum. Bushehr er áhyggjuefni KJARNAKLJÚFUR HLAÐINN VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Á GRÆNLANDI Kaupstefna í Nuuk 15.–19. nóvember nk. www.islandsstofa.is Flugfélag Íslands flýgur nú til Nuuk á Grænlandi allan ársins hring. Það gefur Íslendingum tækifæri til að efla samskipti, verslun og viðskipti við þessa góðu granna okkar í vestri. Grænlendingar hafa áhuga á að fá til sín ferska matvöru með flugi frá Íslandi, útivistarfatnað, varahluti, blóm o.fl. Flugfélag Íslands og Íslandsstofa hyggjast efna til kaupstefnu í Nuuk dagana 15.–19. nóvember, þar sem fyrirtækjum býðst tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu. Kynningin mun fara fram í menningarhúsinu í Nuuk, Katuaq. Kostnaður vegna þátttöku er 120.000 kr. fyrir manninn. (Innifalið er flug með sköttum, gisting á Hótel Hans Egede í þrjár nætur og kynningaraðstaða). Það er von okkar að með þátttöku nái þitt fyrirtæki forskoti á þessum markaði sem nú opnast með reglulegu frakt- og farþegaflugi til Nuuk. Áhugasamir um þátttöku vinsamlega hafi samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is, Aðalstein H. Sverrisson, adalsteinn@islandsstofa, sími 511 4000 eða Vigfús Vigfússon, vigfusv@flugfelag.is, sími 570 3406. PA R PA R PA R PA R PA RR A R IP A RR PA R PA R PA RRR PA R A R PA R PA R PA RRR IP A R PA RR PA R P PA R IP A R A R PA RRR PAPA R AAAAPAAPAAPAAAAAPPPAPPPPPPPPPIPPP P IIPPIP P I P IIII P III PPPPP \T B W AA W A \T B W AAAAA \T B W AA \T B W AAA \T B W A W AAAAA \T B W A W AAA \T B W A \T B W AA W A W AAAAA \T B W A \T B W A \T B W A W A \T B W A \T B W A \T B W \T B W \T B W A \T B WWWW \T B WWW B WWW \T B W TB WW B W \T B W \T B WWW \T B WW B W TB W B W B W B \T BBBBBTBTBBBBT\T\\\ S Í S Í S Í • SSS • S •••••••••••••••••••••••• 1111111 • 1 • 11 ••• A • A • A • A •• AAAAAAAA 222222 27 0222 27 02 27 022 27 02 27 0270 2 27 0270 02 70 02 70 02 70 02 7027 0 02 707707 020022020202200 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Eitt af því sem kosið verður um í Kaliforníu kosningadaginn mikla, 2. nóvember, er tillaga númer 19 en í henni er kveðið á um að leyft verði með ákveðnum skilyrðum að rækta, eiga og neyta maríjúana sem er kannabisefni eins og hass. Að sögn L.A. Times er ljóst að verði tillagan samþykkt muni lagaleg óvissa verða geysileg. Er m.a. bent á að eftir sem áður muni fulltrúar alríkisstjórn- arinnar í Washington framfylgja lögum sem banna fíkniefni. Kannanir gefa til kynna að stuðningsmenn og andstæðingar séu nú álíka margir og spennan er því mikil. Hinir fyrrnefndu segja að bannið gegn kannabis hafi ekki borið árangur, allir sem vilji geti nálgast efnið og nær að lögreglan verji tím- anum í að stöðva alvarlegri glæpi. Auk þess muni lögleiðing minnka gróða eiturlyfjasala. „Þetta er lagaleg martröð,“ segja andstæðingar tillögu 19. Verði tillagan samþykkt muni hjúkr- unarfræðingar í sjúkrahúsum ráfa um í vímu og enn fleiri unglingar sækja í efnin. Kalifornía á við mikinn fjárhagsvanda að stríða og ein rökin með tillögunni eru að hægt verði að skattleggja viðskiptin með fíkniefn- in. En deilt er um það hvort tekj- urnar yrðu svo miklar að þær myndu skipta umtalsverðu máli. Tillaga um lögleiðingu mari- júana sögð „lagaleg martröð“ Leyft til lækninga » Árið 1996 samþykktu kjósendur í Kaliforníu að sveit- arfélög mættu leyfa notkun kannabisefna til lækninga. » Aðeins 10 sýslur af 58 og 37 borgir af alls 481 hafa nýtt sér þessa heimild. Julian Assange

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.