Morgunblaðið - 27.10.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 27.10.2010, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010 ✝ Sigþrúður Guð-bjartsdóttir fædd- ist í Reykjavík 20. des- ember 1913. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 18. október 2010. Foreldrar henar voru Guðbjartur Guð- bjartsson vélstjóri, f. 10. júní 1877 á Læk í Dýrafirði, d. 27. okt. 1954, og Halldóra Sal- óme Sigmundsdóttir, húsfreyja, f. 21. ágúst 1877 á Hrauni á Ingj- aldssandi, d. 13. júlí 1939. Guðbjartur faðir Sigþrúðar var einn fyrsti réttindavélstjóri á Ís- landi, starfaði sem yfirvélstjóri á varðskipunum og hlaut ridd- arakrossinn fyrir störf sín. Systkini Sigþrúðar voru 11 tals- ins. Þau hétu: Sigurður Pétur, f. 10. des. 1900, Marsibil, f. 15. apríl 1901, Guðbjartur Páll, f. 28. júní 1904, Þórey Sigurrós, f. 15. okt. 1905, Halldóra María, f. 17. sept. 1906, Sigmundur Þórður, f. 10. ágúst 1908, Guðmar, f. 28. jan. 1910, Marsibil Guðbjörg, f. 29. júní 1911, Lára Mikkalína, f. 10. ágúst 1912, Sig- þrúður, f. 20. des. 1913, Guðni Jón, f. 29. júní 1916, og Ingi- björg Helga, f. 18. okt. 1918. Þau eru öll lát- in. Eiginmaður Sigþrúðar var Helgi Marís Sigurðsson, f. 30. ágúst 1906, d. 26. júlí 1981. Hann átti einn son, Þórð Helgason, og kona hans er Hulda Þórðardóttir, þau eiga fimm börn. Útför Sigþrúðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 27. október 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Hjartahlý og elskuleg kona hefur lokið langri lífsgöngu. Sússa frænka var með stórt hjarta og stóran faðm og það var gott að fá faðmlag frá henni. Sússa var afasystir fyrrverandi eiginmanns míns og alltaf kölluð Sússa frænka. Það er ógleymanlegt þegar ég sá hana í fyrsta skipti. Út úr litlum rauðum bíl steig myndarleg kona í fallegri bleikri dragt með rauðan hatt. Undir rauða hattinum var silfrað hár, hún var með bleikar lakkaðar neglur og bleikan varalit. Þannig var Sússa. Hún var fagur- keri, fallega klædd, bar skartgripi einstaklega vel og lagði áherslu á að vera fín. Og Sússa mín var fín, ástrík og yndisleg kona. Hún sýndi mér væntumþykju og hlýju frá fyrstu stundu. Hún sýndi mér ástúð og stuðning. Hún blés á gagnrýni í minn garð, stappaði í mig stálinu og faðm- aði mig enn meira og þéttar þegar ég þurfti mest á því að halda. Sússa mín hafði ákveðnar skoðanir á flestu. Hún átti erfitt með að þola ósann- girni. Hún þoldi ekki óstundvísi, var sjálf hörkudugleg, vann mikið meðan kraftar leyfðu og átti erfitt með að skilja að einhverjir skiluðu ekki fullu dagsverki. Ég aðstoðaði Sússu í nokkur ár við þrif og heimilisstörf meðan hún bjó enn í Stigahlíð. Nú varðveiti ég dýrmætar minningarnar frá þeim stundum sem við áttum saman, við tvær, í eldhúsinu í Stiga- hlíðinni. Þar ræddum við margt og skiptumst á skoðunum. Við Sússa vorum góðar vinkonur og mér þykir, og mun alltaf þykja, mikið vænt um þessa góðu og fallegu konu. Ég bið almættið að varðveita fallegu sálina hennar Sússu frænku, sjálf varðveiti ég góðar og fallegar minningar um einstaka konu. Ég og börnin mín kveðjum Sússu með orðum Unu dótt- ur minnar: „Minnist þín Sússa frænka mín, megi guð og góðir engl- ar vernda þig og færa þig á betri stað þar sem þú getur gengið og þér líður vel.“ Þín Jóna, Una og Jón Máni. Þegar ég minnist elskulegrar föð- ursystur minnar og nöfnu, Sigþrúðar Guðbjartsdóttur, sem lést í hárri elli 96 ára gömul hinn 18. október sl. á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, hvarflar hugurinn fyrst og fremst aftur til uppvaxtaráranna heima á Ljósafossi, þar sem við bjuggum 6 systkinin ásamt foreldrum okkar Guðna Jóni Guðbjartssyni og Ragnheiði Guð- mundsdóttur. Þegar eitthvað stóð til á heimilinu, afmælis- eða fermingarveislur, var Sússa frænka – eins og hún var ávallt kölluð – alltaf til staðar, því að allt sem laut að matargerð og veisluföng- um lék í hennar höndum og hún hafði mikla ánægju af því að hjálpa til á öll- um sviðum. Allar ferðir fjölskyldunnar til Reykjavíkur tengdust Sússu frænku, það var alltaf komið við í Skátabúð- inni við Snorrabraut þar sem hún starfaði og sá um verslunina. Það var einfaldlega mikilvægur þáttur í kom- unni til Reykjavíkur að hitta Sússu frænku. Seinna þegar ég var flutt til Reykjavíkur og var búin að stofna fjölskyldu, var Sússa frænka alltaf til staðar. Hún hafði stóran faðm og með sinni hlýju og elsku laðaði hún alla til sín hvort heldur það voru börn eða fullorðnir, allir sem kynntust henni elskuðu hana. Mér eru minnisstæð afmælisboðin hennar í Stigahlíðinni þar sem hún bjó lengst af, þar sem stórfjölskyldan kom saman og naut veislufanganna hennar Sússu frænku minnar, eftir eina slíka veislu sagði dóttir mín sem var þá rétt 6 ára og við vorum að búa okkur til brottfarar, en skórnir henn- ar voru eitthvað þröngir: „Mamma, ég held að ég hafi bara stækkað eftir þennan góða mat hjá henni Sússu frænku því ég kemst ekki í skóna mína.“ Eins og áður sagði starfaði Sússa frænka í Skátabúðinni árum saman, síðar gerðist hún matráðskona hjá lögreglunni í Reykjavík við Hverfis- götu og hjá Sambandinu á Kirkju- sandi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð veri minning minnar elskulegu föðursystur. Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir. Þann 18. október andaðist mín ást- kæra frænka, Sússa eins og hún var alltaf kölluð, í hárri elli, hún hefði orðið 97 ára í desember. Hún var allt- af boðin og búin að hjálpa til, ef eitt- hvað stóð til og þegar veislur voru haldnar var Sússa ómissandi. Hún hafði menntað sig í Hússtjórnarskóla Ísafjarðar og bjó að þeirri kunnáttu og naut sín vel við matartilbúning og veisluhöld. Hún starfaði mörg ár á kaffistofu lögreglunnar í Reykjavík og síðar í eldhúsi Sambandsins á Kirkjusandi. Að ógleymdu starfi hennar sem verslunarstjóri Skáta- búðarinnar við Snorrabraut. Hún sá til þessa að ég vann skáta- heitið eins og það var kallað, ég fengi skátabúning og allt sem til þurfti til að vera skáti. Þess naut ég fyrir hennar tilstilli öll mín unglingsár. Einnig eru mér ógleymanlegar stundirnar sem við áttum saman þegar hún fór með mig í heimsókn í Litlu-Brekku úti á Grímsstaðaholti. Það var síðasti torfbærinn á Reykja- víkursvæðinu. En þar bjó tengda- fólkið hennar Sússu. Á efri árum dreif hún sig í bílpróf og keypti sér lítinn bíl, það veitti henni mikið frelsi og þá gat hún heimsótt ættingjana á sínum for- sendum, það átti vel við hana. Sússa eignaðist sína eigin íbúð í Stigahlíð, það veitti henni mikið öryggi og hamingju og ætlaði hún aldrei að fara þaðan lifandi út. Það var í góðu lagi á meðan hún komst niður stig- ana, en engin lyfta er í húsinu. Í mörg ár sat hún uppi á fjórðu hæð og komst ekki út. Í febrúar 2002 fékk Sússa pláss á Sóltúni hjúkrunarheimili. Það upp- fyllti allar hennar væntingar og ósk- ir. Systir hennar Milla hafði flutt þar inn nokkru áður. Þannig að Sóltún veitti henni það öryggi og hamingju sem hún hafði haldið að hvergi væri að finna nema í Stigahlíð. Hún þreyttist aldrei á að segja mér hversu heppin hún væri og hversu gott starfsfólkið væri henni. Eftir að við höfðum haldið upp á 95 ára afmælið hennar sem tókst mjög vel og margir heiðruðu hana með heimsóknum, veiktist Sússa og hún ákvað að nú væri nóg komið, „pabbi hennar væri kominn að sækja hana.“ Hún kvaddi alla og sagðist ætla að deyja. Þrem sólahringum seinna reis hún upp, bað um kaffi og sagðist vera „hætt við að deyja“. Þetta var henni líkt. Hún fékk tæp tvö ár til viðbótar, sem mér finnst að hún hafi notið vel. Fylgdist með fótbolta af áhuga, en var farin að tala um að spennan væri orðin of mikil fyrir sig í boltanum. Fyrir þrem vikum tókst mér að efna loforð við hana og taka hana heim með mér og sýna henni íbúðina sem ég hafði nýlega flutt inn í og hana hafði langað til að sjá, því hún lét sig það miklu varða hvernig ég hefði það og hvernig ég byggi. Hún var þreytt en sæl eftir þá ferð. Nú hefur hún kvatt, minning hennar lifir, kraftmikil, hugrökk og hjartahlý, kona sem tókst að lifa í sátt við aðstæður sínar til loka. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns fyrir einstaka umönnun föð- ursystur minnar Sússu. Íris Bryndís Guðnadóttir. Kveðja frá félagi eldri kvenskáta Í dag kveðjum við eldri kvenskát- ar mikla vinkonu okkar og góða skátasystur Sigþrúði Guðbjartsdótt- ur eða Sússu eins og hún var alltaf kölluð í okkar hópi. Sússa var einstök heiðurskona, alltaf hjálpsöm, alltaf glöð og eins og góðum skáta sæmir alltaf viðbúin til að láta gott af sér leiða. Fyrir alla þessa góðu eigin- leika eignaðist hún því fjölmarga vini og kunningja sem sóttust eftir að njóta návistar hennar og góðs fé- lagsskapar. Meðan Skátaheimilið var við Snorrabraut og rekin var þar versl- un veitti Sússa henni forstöðu sem verslunarstjóri um langt árabil. Á þeim árum var Skátabúðin sam- komustaður og eins konar félagsmið- stöð, þar sem skátar hittust og voru alltaf velkomnir. Einkum tók Sússa öllum yngri skátum með einstakri velvild. Það var því ekki að undra þótt búðin yrði vinsæl og fjölsótt sem samkomustaður, þar sem öllum þótti gott að koma og fundu sig heima. Sússa var alla tíð mjög félagslynd. Á unga aldri starfaði hún í íþrótta- félagi af miklum áhuga. Síðan gekk hún í Kvenskátafélag Reykjavíkur og var þar mjög virk og vann mikið og gott starf um árabil. Löngu seinna var hún svo með í félagsskap eldri kvenskáta, þar sem unnið var mikið starf og safnað fé til ýmissa góðra málefna á vegum skátahreyf- ingarinnar. Í þessum verkefnum lét Sússa sig aldrei vanta og fyrir góð störf hennar og dugnað skulu henni nú færðar einlægar þakkir. Og að leiðarlokum þökkum við þó sérstak- lega fyrir alla þá hlýju og góðvild sem hún beindi að samferðafólki sínu á lífsleiðinni. Hún var kona sem bætti heiminn og í návist hennar leið öllum vel. Við kveðjum þig, kæra Sússa, með kvöldsöngnum sem Hrefna Tynes gaf okkur kvenskát- um: Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta) Guðrún Hjörleifsdóttir. Sigþrúður Guðbjartsdóttir Elsku afi minn. Nú þegar þú hefur kvatt okkur hellast yfir mig minningar um samveru okkar. Þær eru marg- ar og góðar, en helst minnist ég söngs og óþrjótandi þolinmæði og ástúð við trjárækt, bæði í lund- inum þínum við Rauðavatn og í Apavatnssveitinni, þar sem ég eyddi nánast hverri helgi með ykk- ur alla barnæsku mína. Gæska þín við dýr er mér minnisstæð líka, þrátt fyrir að kindur hafi ekki ver- ið í uppáhaldi. Við þær áttirðu þrotlaust stríð og gleymi ég aldrei hversu sár þú varst í þau ófáu skipti sem þú komst í sveitina til að finna að þær höfðu komist í trjáplönturnar þínar, sem voru þér sem börnin þín. Helst langar mig þó að rifja upp uppáhaldsminningu mína um okk- ur saman. Sú minning hefst í rosa- lega stórum rauðum Econoline-bíl, en það er allt svo stórt þegar mað- ur er barn, á leiðinni út á Þjóð- minjasafn þar sem þú starfaðir sem umsjónarmaður safnsins um tíma. Á safninu eyddi ég löngum stundum með þér þar sem þú leiddir mig um króka og kima ís- lenskrar sögu og menningar. Þess- ar ferðir enduðu svo ævinlega á því að fara upp á háaloft safnsins til þess að bjóða draugunum góða Geir Austmann Björnsson ✝ Geir AustmannBjörnsson fæddist á Strjúgsstöðum, Langadal, A- Húnavatnssýslu, 20. febrúar 1920. Útför Geirs fór fram frá Grens- áskirkju 15. október 2010. nótt, en síðan slökkva ljósið og bjóða kumli af konu frá víkingaöld, sem lá í glerbúri, góða nótt. Amma átti til að spauga með að hún væri kærastan þín en ég hef nú því miður gleymt hvaða nafn þú hafðir gefið henni. En nú er víst kom- inn tími til að slökkva ljósin og bjóða þér góða nótt, elsku afi minn. Þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman og minningar þessar, sem og allar hinar sem lifa munu með mér og mínum afkomendum um ókomna tíð. Mig langar til að bæta hér við texta úr laginu Sumarkveðja, en með því lagi man ég þig syngja í hvert sinn sem það kom í útvarp- inu og mun það ávallt minna mig á þig. Þú klæðir allt í gull og glans, þú glæðir allar vonir manns, og hvar sem tárin kvika’ á kinn, þau kyssir geislinn þinn. Þú fyllir dalinn fuglasöng, nú finnast ekki dægrin löng, og heim í sveitir sendirðu’ æ úr suðri hlýjan blæ. Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt um fjöll og dali’ og klæðir allt, og gangirðu’ undir gerist kalt, þá grætur þig líka allt. Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dali og hól, og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. (Páll Ólafsson) Góða nótt, elsku afi minn. Arnheiður Rós Ásgeirsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURDRÍFU JÓHANNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir áralanga, frábæra umönnun. Kristín Ólafsdóttir, Guðjón Heiðar Jónsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR SVANLAUGSDÓTTIR hjúkrunarkona, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 28. október kl. 13.00. Þórarinn Sveinsson, Hildur Bernhöft, Svanlaugur Sveinsson, Freyja Guðlaugsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkæra frænka okkar, SIGÞRÚÐUR GUÐBJARTSDÓTTIR, Sússa, andaðist mánudaginn 18. október. Útför fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 27. október, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Halldóra Kristín Arthursdóttir, Íris Bryndís Guðnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.