Morgunblaðið - 27.10.2010, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2010
✝ Agnes GuðfinnaSteinadóttir
fæddist í Þórshöfn í
Færeyjum 26. ágúst
1922. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Boðaþingi 17. októ-
ber 2010.
Foreldrar hennar
voru hjónin Elín
Helgadóttir, hús-
freyja og sauma-
kona, f. 7. nóvember
1895, d. 22. október
1970, og Steini
Helgason, versl-
unarmaður, f. 31. ágúst 1892, d.
29. janúar 1949.
Systkini Agnesar eru Petrína
Helga Steinadóttir, Arnhildur H.
Guðmundsdóttir og Helgi V. Guð-
mundsson.
Árið 1967 giftist Agnes Guðna
Ebeneser Árnasyni, versl-
unarmanni, f. 27. september 1927,
d. 21. júní 2000. Agnes ólst upp
fyrstu tvö árin í Færeyjum en síð-
an í Reykjavík. Fyrstu skólaárin
voru í Austurbæjarskólanum. Síð-
ar fór hún í Lýðháskóla í Haslev í
Danmörku. Seinna undirbjó hún
sig fyrir ritarastörf. Lærði m.a.
vélritun og hraðritun. Sótti líka
tíma hjá Oddnýju
Sen í ensku. Að öðru
leyti var hún sjálf-
menntuð. Um ævina
vann Agnes marg-
vísleg störf. Vann í
átta ár í Fé-
lagsprentsmiðjunni
og síðan tæp tvö ár í
Ísafoldarbókbandi.
Síðan var hún við
ritarastörf, fyrst hjá
Friðriki Bertelsen,
heildverslun, í fjögur
ár, síðan í Bæj-
arútgerð Reykjavík-
ur í önnur fjögur ár og loks á
Bæjarskrifstofum Reykjavíkur í
sjö ár. Hún kenndi vélritun m.a. í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og
Réttarholtsskóla. Um margra ára
skeið vann hún á lögmannsstofu
Valgarðs Briem hrl.
Agnes var mörg ár í stjórn
KFUM&K, þar sem hún var ritari.
Hún söng í ýmsum kórum, hafði
fallega sópranrödd. Var mörg ár í
söngkórum KFUM&K, síðar í
kirkjukór Grensássóknar og loks í
kirkjukór Seltjarnarneskirkju.
Útför Agnesar verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 27. októ-
ber 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
„Hverjum þeim sem óttast Drottin
vísar hann veginn sem hann skal
velja.“
Höfðingskonan, Agnes Guðfinna
Steinadóttir, systir mín, er fallin frá
88 ára að aldri. Ofanritað vers í 25.
Davíðssálmi kom í hugann við and-
lát hennar. Í lífi sínu treysti Agnes
á Drottin og leiðsögn hans. Hún
komst til lifandi kristinnar trúar 17
ára gömul og hvikaði aldrei frá
trúarsannfæringu sinni. Hún yfir-
gaf þennan heim sátt og í friði. Allt
til hinstu stundar var hún andlega
hress og skýr í hugsun. Fyrr í þess-
um mánuði rifjaði hún upp þegar
hún lenti í eldsvoða að Laugavegi
76, 4ra ára gömul. Hún kvaðst hafa
sagt: „Mamma, sjáðu, logarnir eru
að hlæja!“
Auk skólagöngu var Agnes
feiknadugleg að mennta sig sjálf.
Danska og enska voru henni töm
tungumál. Þegar ég var í skóla leit-
aði ég iðulega til hennar með staf-
setningu á ensku ritmáli. Hún var
mín „Orðabók háskólans“ í ensk-
unni.
Agnes var gædd miklum mann-
kostum. Hún var góðviljuð, gjaf-
mild og kjarkmikil. Gaf mikið af
sjálfri sér í samskiptum við aðra.
„Börn hennar“ voru börnin í Kenía
og Eþíópíu, en hún gaf reglulega til
Sambands íslenskra kristniboðs-
félaga. Móður okkar, mér og systr-
um okkar reyndist hún stoð og
stytta. Manni sínum, Guðna E.
Árnasyni, var hún dýrmætur lífs-
förunautur og var það gagnkvæmt.
Agnes var myndarleg húsmóðir og
var heimili þeirra Guðna stílhreint
og fallegt. Hannyrðir hennar nutu
sín þar vel. Þau Guðni voru mjög
samhent. Ferðuðust mikið. Fyrstu
hjúskaparárin voru á Melbraut 41,
Seltjarnarnesi. Síðar stóðu þau í
byggingaframkvæmdum. Keyptu
byggingarvörur saman og Guðni sá
um múrverk, málun og flísalagnir.
Fyrsta hús þeirra var að Sefgörð-
um 20, Seltjarnarnesi, en þangað
fluttu þau árið 1975. Árið 1986
keyptu þau fokhelt parhús að
Krosshömrum 19A, Grafarvogi, og
luku við byggingu þess. Þegar ég
leit þar við eitt sinn var Guðni upp í
rjáfri að festa loftplötur en Agnes
var með hamar í hendi við nagl-
hreinsun, rjóð í kinnum. Guðni lést
árið 2000 og Agnes bjó áfram í
Krosshömrum. Þar átti hún góða
nágranna, m.a. Guðrún Ingimars-
dóttur og Gunnar Hauksson, sem
sáu um garðinn fyrir hana af mikill
natni í 10 ár. Eiga þessi ágætu hjón
þakkir skildar fyrir þann kærleika
sem þau sýndu Agnesi í verki. Um
jól setti Gunnar líka upp ljósaseríur
við húsið.
Í mars á þessu ári gat Agnes ekki
búið ein lengur. Hún hafði verið
kjarkmikil og ávallt risið á fætur
eftir beinbrot og meiðsli. Hún fékk
pláss á hjúkrunarheimilinu Boða-
þingi, þar sem hún bjó í tæpa sjö
mánuði við góða aðhlynningu fram
að dánardægri 17. október síðast
liðinn. Þar leið henni vel. Á kveðju-
stundu er mér efst í huga þakklæti
fyrir allt sem Agnes var mér. Ég
kveð hana með sálmi sem var henni
kær:
Enn í trausti elsku þinnar,
er með guðdóms ljóma skín,
fyrir sjónum sálar minnar,
sonur Guðs, ég kem til þín.
Líkn ég þrái, líkn ég þrái,
líttu því í náð til mín.
(Páll Jónsson.)
Guð blessi minningu Agnesar.
Helgi V. Guðmundsson.
Elsku Agnes föðursystir okkar er
látin. Það er með söknuði sem við
setjum niður nokkur orð til þess að
minnast Öggu frænku.
Tómlegt er til þess að hugsa að
eiga ekki eftir að sitja við eldhús-
borðið hjá Öggu og skrafa saman
um hitt og þetta yfir rjúkandi kaffi-
bolla, að síminn muni ekki hringja
aftur með Öggu hinum megin á lín-
unni.
Agga og Guðni heitinn maðurinn
hennar kynntust tiltölulega seint á
ævinni og varð ekki barna auðið.
Þau voru sannkallaðir sálufélagar
og voru svo augljóslega þakklát fyr-
ir að hafa fundið hvort annað. Það
var því mjög sárt fyrir Öggu þegar
Guðni dó en hann varð bráðkvaddur
á heimili þeirra fyrir rétt rúmum
tíu árum.
Okkur er minnisstætt þegar við
sem litlar stelpur fórum með
mömmu til Öggu frænku á Mela-
brautina og sáum Öggu standa á
tröppunum til að taka á móti okkur,
glaðværa og brosandi eins og alltaf,
með fallega svuntu framan á sér og
ilmandi köku í ofninum. Hún hafði
saumað á okkur svuntur og vorum
við yfir okkur ánægðar með þessar
gjafir sem mikið voru notaðar
næstu árin. Annað minnisstætt at-
vik er þegar við heimsóttum Öggu
og Guðna í nýja húsið þeirra við
Sefgarðana. Þar var allt svo rólegt
og hlýlegt í barnshuganum, kisan
uppi í glugga, fallega snyrtiborðið
hennar Öggu og góður ilmur af
kremdósum.
Seinni árin, eftir að Guðni dó,
jókst samband okkar við Öggu
frænku, hún saknaði Guðna svo
sárt. Þá áttum við notalegar stundir
með Öggu heima hjá henni í Kross-
hömrum, annaðhvort með fína stell-
ið við borðstofuborðið, eða við borð-
ið inni í eldhúsi með
hversdagsstellið. Kaffi, kertaljós og
randalínur voru iðulega á borðum
hjá Öggu.
Einn af góðum kostum Öggu var
að hún var svo heiðarleg og blátt
áfram, sagði alltaf það sem henni
fannst. Maður þurfti því ekkert að
vera að velta því fyrir sér hvað
Öggu fyndist því það var deginum
ljósara. Þannig var sambandið við
hana svo yndislegt og áreynslu-
laust.
Fyrr á þessu ári flutti Agga í
nýja hjúkrunarheimilið í Boðaþingi
og urðu heimsóknir þá tíðari og enn
héldum við sama fyrirkomulagi,
settumst við sama eldhúsborðið og
spjölluðum um daginn og veginn,
þjóðmálin og fleira. Agga fylgdist
vel með því sem var að gerast í lífi
okkar og sagði okkur fréttir af
frændsystkinunum. Þar kom glöggt
fram hversu vænt henni þótti um
fólkið sitt. Einnig sagði hún okkur
sögur frá ferðum hennar og Guðna,
skemmtilegum atvikum á veitinga-
húsum úti í heimi, söfnum og ferð-
um hennar sem ungrar konu í
Kaupmannahöfn og í Bandaríkjun-
um.
Það er mikill söknuður að Öggu
frænku, en jafnframt eigum við svo
margar góðar minningar um hana
og þær munu lifa áfram með okkur
og ylja okkur um hjartarætur.
Agga var bæði hjartahlý og um-
hyggjusöm manneskja og skemmti-
leg við að tala. Hún var orðin las-
burða undir það síðasta og nokkur
huggun er í því að hugsa til þess að
hún sé nú loks hjá honum Guðna
sínum á ný.
Okkur er efst í huga þakklæti
fyrir þær dýrmætu stundir sem við
áttum með henni. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Elín og Sigrún Ragna
Helgadætur.
Þegar haustlitirnir skarta sínu
fegursta kveður móðursystir okkar.
Lífshlaup hennar var 88 ár og því
margs að minnast.
Til síðasta dags voru minni henn-
ar og frásagnarhæfileiki óskert.
Það var einstakt að koma til hennar
og heyra hana segja frá, hún hafði
engu gleymt.
Hún sýndi einstakan áhuga á lífi
annarra, mundi hvað hafði verið
rætt síðast þegar komið var í heim-
sókn og spurðist fyrir. Hún var
næm á umhverfið, var annt um að
klæðast vel, hárið væri greitt og að
líta vel út, þrátt fyrir vanheilsu síð-
ustu árin.
Ferðalög voru ætíð hennar yndi,
því hafði hún alltaf frá mörgu að
segja og átti auðvelt með að vera
með í umræðum og leggja þeim lit.
Hún átti litríkan feril að baki, sat í
stjórn KFUK og vann af heilum
hug að því að styrkja það starf.
Söng í kvennakór KFUK og blönd-
uðum kór KFUM og K, og hafði
mikla ánægju af. Hún sótti ráð-
stefnur erlendis til að styrkja sam-
bönd á þessum tíma. Hún starfaði
sem einkaritari til fjölda ára og
hafði gleði af vinnunni, var góður
vinnukraftur og önnur tungumál
voru ekki fyrirstaða.
Margar minningar tengjast
heimsóknum mínum á Melabraut,
þar sem Agga bjó um tíma. Eitt átt-
um við frænkurnar sameiginlegt
þegar ég var 12 ára, það var aðdáun
á Cliff Richard. Í nokkur ár bauð
hún frænku með sér í bíó, það líður
mér seint úr minni hve við höfðum
gaman af þegar við sáum grín-
myndir með Dirch Passer.
Þegar Agga kynntist eiginmanni
sínum Guðna breyttist margt í
hennar lífi, við tók viðburðaríkur og
yndislegur tími. Þegar hún ræddi
þetta tímabil á síðustu árum kom
ljómi í andlitið eins og Guðni hefði
komið með allt það í líf hennar sem
hún hafði þráð. Þau ferðuðust mikið
saman, voru miklir vinir, þau
byggðu tvisvar einbýlishús, skorti
aldrei verkefni. Hún kom með til-
lögur og hann framkvæmdi því allt
verk lék í höndum hans og húm-
orinn aldrei langt undan.
Þeim varð ekki barna auðið. Þau
sýndu okkur og börnum okkar
áhuga og hlýju. Þegar Guðni lést
var það henni mikil sorg. Agga
sýndi mikinn styrk þá eins og oft
áður í lífinu. Hún fór ekki dult með
það að sitt traust setti hún á Guð.
Hún þekkti af eigin raun að bæn er
lykill að Drottins náð. Að hvíla í því
trausti gaf frið. Þau Guðni höfðu
ákveðið að eftir þeirra dag fengi
Kristniboðssambandið helming
eigna þeirra og það stóð. Þær syst-
ur móðir mín og Agga voru sam-
rýndar, kom það vel í ljós síðustu
árin, þær heyrðu hvor í annarri að
morgni og þegar kvöldaði. Helgi og
kona hans voru henni stoð og stytta
og það var einstakt að fylgjast með
Elínu frænku Helgadóttur, hvernig
hún annaðist frænku sína, keypti
föt á hana eða annað sem gladdi
hana. Agga átti einstaka nágranna í
Krosshömrum, er voru tilbúnir að
rétta hjálparhönd.
Langri ævi lokið er og margt að
þakka, og við systkinin erum Öggu
þakklát fyrir að vera einstök systir
móður okkar.
Þá legg ég mín augu aftur
og allt verður kyrrt og rótt.
Mig umvafinn æðri kraftur
svo öðlast ég góða nótt.
Til bænar ég kné mín beygi
og blessun Drottins mig fel.
Þótt skyggi ég óttast eigi
Hans auga mín gætir vel.
Rósa Einarsdóttir.
Agnes var sveitarstjórinn minn í
YD-KFUK (yngri deild) við Amt-
mannsstíg í Reykjavík. Þangað lá
leiðin á hverjum sunnudegi kl. 3.30.
Á þeim tíma var skipt í „sveitir“,
sem raðaðist í eftir heimilisfangi.
Hver sveit átti sína föstu bekki og
spenningur var að mæta sem flest-
ar. Valla-göturnar í Vesturbænum
voru yfirleitt fjölmennar og við í 11.
sveit vorum stoltar af fallega sveit-
arstjóranum okkar þegar hún kom
og settist fremst í sína bekkjarröð.
Það var upphefð að ná sætinu við
hlið hennar. Agnesi var annt um
sínar stelpur og hún bað fyrir okk-
ur, það vissum við. Fundarefni var
jafnan í höndum sveitarstjóranna,
en oft komu starfsmenn annarra
deilda KFUM og KFUK í heim-
sókn. Fastir liðir á dagskrá voru
framhaldssaga, mikill söngur og
hugleiðing út frá Guðs orði. Á
stundum var lesið úr barnablaðinu
Ljósberanum eða sagt frá kristni-
boði í fjarlægum löndum, svo eitt-
hvað sé nefnt. Sumir sveitarstjórar
boðuðu aukalega til svonefndra
sveitarfunda í miðri viku. Þar lét
Agnes sitt ekki eftir liggja og þá
var fundarboðum dreift um hverfið
af miklum móð. Á þessum samveru-
stundum var sitt af hverju til gam-
ans gert, föndrað og leikið sér, en
líka flett upp í Nýja testamentinu.
Agnes var glaðleg og spjallaði við
okkur á jafningjagrundvelli. Ósjald-
an rataði afþreyingarefni sveitar-
funda inn á sunnudagsfundi í deild-
inni. Samverurnar voru vinsælar og
það ríkti kátína í hópnum á heim-
leið í fylgd Agnesar, sem bjó við Ás-
vallagötuna. Á hátíðarfundi á vorin
afhentu sveitarstjórar verðlaun fyr-
ir góða mætingu. Sérlega kær eru
mér verðlaun fyrir veturinn1945-
46, Passíusálmar Hallgríms Péturs-
sonar í vasabroti, áritaðir af
Agnesi. Ég lagði strax til atlögu við
þá og þessi litla bók með stóra inni-
haldinu hefur fylgt mér æ síðan.
Þrátt fyrir á köflum tormeltan
texta Passíusálmanna fyrir unga
lesendur geyma þeir samt einhver
ástsælustu bænavers barna. Ég
hljóp hreinlega yfir það sem ég ekki
skildi og aukinn þroski skilaði tján-
ingu sálmaskáldsins smám saman.
Með aldrinum færðist ég í eldri
deildir KFUK þar sem „gamli
sveitarstjórinn minn“ átti sitt
trúarsamfélag og sjálf varð ég
heimagangur í kristilegu félögun-
um. Á kveðjusamkomu fyrir okkur
hjónin, þá unga kristniboða á förum
til Konsó í Eþíópíu, kvaddi Agnes
mig með hlýju faðmlagi og hvatn-
ingarorðum.
Ég minnist Agnesar með þakk-
læti og virðingu og votta Petrínu og
öðrum ættingjum innilega samúð.
Katrín Þ. Guðlaugsdóttir.
Í virðingu og þökk kveðja KFUM
og KFUK kæra félagssystur,
Agnesi Steinadóttur. Agnes var
með á upphafsárum sumarstarfs
KFUK og sat í fyrstu stjórn Vind-
áshlíðar frá 1949-1955. Hún var í
hópi þeirra kvenna sem voru braut-
ryðjendur í sumarstarfinu og tók
m.a. þátt í að byggja skála fyrir
starfið. Vindáshlíð átti hug hennar
og hjarta á þessum árum. Það var
fróðlegt og áhugavert að heyra
hana segja frá þessum tíma. Hún
sat í stjórn KFUK í Reykjavík í
nokkur ár. Hún var góður hraðrit-
ari og skrifaði oft fundargerðir í fé-
laginu. Agnes hafði yndi af söng og
góðri tónlist. Hún hafði góða sópr-
anrödd og söng í kórum sem störf-
uðu á vegum félagsins um árabil,
bæði kvennakór KFUK og blönd-
uðum kór KFUM og KFUK. Hún
lét ekki þar við sitja því hún var alla
tíð virk í félagsstarfinu meðan
heilsan leyfði. Einkunnarorð Vind-
áshlíðar koma í hugann þegar
hennar er minnst:
Vertu trú allt til dauða og ég mun
gefa þér kórónu lífsins. (Op.2:10.)
Við biðjum Drottin að blessa
minningu Agnesar Steinadóttur.
Aðstandendum hennar færum við
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd KFUM og KFUK,
Kristín Sverrisdóttir.
Agnes Guðfinna
Steinadóttir
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
LILJU EYGLÓAR KARLSDÓTTUR,
Lækjasmára 2,
Kópavogi.
Ragna Gísladóttir, Bryngeir Vattnes,
Karl Gunnar Gíslason, María Einarsdóttir,
Ólafur Gunnar Gíslason, Sigurbjörg Þorleifsdóttir,
Jón Gunnar Gíslason, Margrét Árnadóttir,
Gísli Gíslason, Anna Björg Haukdal,
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.