Morgunblaðið - 27.10.2010, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Knútur er fórnarlamb eineltis
2. Kolkrabbinn Páll dauður
3. Safna undirskriftum gegn Agli
4. Torfæruhjólum er stolið í tugatali
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Flickr Iceland og Menningarnótt í
Reykjavík 2010 stóðu í ár að ljós-
myndakeppni á Menningarnótt. Verð-
launaafhendingin fer fram í dag
klukkan 16:00 í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Eggert
Menningarnætur-
verðlaun í dag
Ríó tríó mun
spila í Salnum
annað kvöld,
fimmtudaginn
28., og síðan
föstudaginn 29.,
laugardaginn 30.
og svo sunnudag-
inn 31. október
2010. Á tónleik-
unum flytja þeir sín þekktustu lög
sem þjóðin hefur raulað með þeim í
áranna rás. Kvennaskólapíur eru
hvattar til að mæta.
Ríó tríóið raular á
nýjan leik
Ævisaga Kristjáns Jóhannssonar
kemur út á morgun. Þórunn Sigurð-
ardóttir skráir sögu Kristjáns en hún
er hvað þekktust sem list-
rænn stjórnandi
Listahátíðar í Reykja-
vík um árabil. Kristján
og Þórunn fagna út-
komu bók-
arinnar í há-
deginu í dag
með spag-
ettí-veislu á
La Primavera, í
Kristján kemur út á
morgun - í bókarformi
Á fimmtudag Austlæg átt 8-13 m/s og dálítil slydda eða rigning en hægari og skýjað
með köflum vestanlands. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.
Á föstudag Vaxandi A- og NA-átt. Dálítil él, en slydda SA-lands. Heldur kólnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi NA-átt, 8-15 m/s norðan- og vestanlands en heldur hæg-
ari á S- og A-landi. Rigning eða slydda um landið norðanvert, skýjað með köflum eða
bjartviðri syðra. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast sunnanlands.
VEÐUR
Íslendingar hefja þátttöku í
undankeppni Evrópumeist-
aramótsins í handknattleik
karla í kvöld. Guðmundur
Guðmundsson, þjálfari liðs-
ins, segir að Íslendingar
ætli ekki að vanmeta Letta
sem hafa m.a. lagt Frakka
að velli. Ísland er í riðli með
Lettum, Austurríkis-
mönnum og Þjóðverjum.
Tvö efstu liðin í riðlinum
komast á EM sem fram fer í
Serbíu árið 2012. »2
Íslendingar taka
Letta alvarlega
Uppgangur körfu-
knattleiksliðs
Stjörnunnar úr
Garðabæ hef-
ur vakið at-
hygli en
liðið gæti
blandað
sér í barátt-
una um Ís-
landsmeistaratit-
ilinn í vetur.
Minnstu munaði
að deildin yrði
lögð niður fyrir
örfáum árum en
Stjarnan varð
bikarmeistari
árið 2009.
»4
Uppgangur Stjörnunnar
hefur vakið athygli
Það var líf og fjör á ísnum í
Skautahöllinni í Laugardal um sl.
helgi þegar yngri keppendur í ís-
hokkíi sýndu listir sínar. Mikill
vöxtur hefur verið í íshokkí-
íþróttinni á undanförnum miss-
erum en aðeins tvö skautasvell
eru á höfuðborgarsvæðinu og
hamlar það uppbyggingunni.
Myndasyrpa frá mótinu. »3
Líf og fjör á ísnum
í Laugardalnum
ÍÞRÓTTIR
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Rannsókn mín leiðir í ljós að
stuðlasetningin hefur haldist
óbreytt frá því að Bragi Boddason
var að yrkja fyrir 1200 árum.
Grunnreglurnar sem eru í gildi eru
nákvæmlega þær sömu í dag. Það
held ég að megi segja að sé heims-
met í menningarvarðveislu,“ segir
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, ís-
lenskufræðingur og verðandi dokt-
or, um rannsókn sína á íslenskri
stuðlasetningu.
Ragnar Ingi, sem er aðjunkt við
Háskóla Íslands og fæddur í janúar
1944, hefur unnið að doktors-
ritgerðinni í sex ár og notið við það
liðsinnis konu sinnar, Sigurlínu Dav-
íðsdóttur, prófessors í uppeldis- og
menntunarfræðum við sama skóla.
Skoðaði þúsundir braglínupara
„Mikið af þessu hef ég unnið með
kennslu og það var dálítið snúið að
koma því saman. Mesta vinnan við
þetta var innslátturinn. Ég fór yfir
kveðskap frá því fyrir landnám og
endaði á Þórarni Eldjárn. Þetta
voru 45 skáld og ég tók að jafnaði
400 braglínupör eftir hvert þeirra en
þau voru reyndar færri brag-
línupörin eftir skáldin sem voru elst.
Fyrir aldamótin 1400 náði ég yfir-
leitt ekki svo mörgum pörum þannig
að ég varð að taka fleiri skáld fyrir
þann tíma. Ég sló ljóðstafina inn í
tölvuna og lét svo hana taka saman
og reikna út. Konan mín vann þetta
með mér. Ég hefði aldrei getað
þetta einn.
Það var líka mikil vinna að liggja
yfir gömlu kvæðunum, dróttkvæð-
unum og orðflokkagreina
hvert einasta orð sem
ljóðstafur var á, vegna þess að ég
skráði á hvaða orð-
flokkum ljóðstafirnir
lenda. Ég sat mán-
uðum saman yfir
gömlu dróttkvæð-
unum. Það var mjög gaman,“ segir
Ragnar Ingi sem kveðst hafa fengið
hugmyndina fyrir síðustu aldamót.
Hún eigi sér þó lengri forsögu.
Alltaf haft yndi af ljóðum
„Ég er búinn að ganga með
stuðlasetninguna í maganum – ja –
síðan ég var strákur, einhvern tím-
ann áður en ég varð 10 ára. Síðan
hef ég haft yndi af stuðlasetningu í
íslenskum kveðskap.
Ég var þá farinn að búa til vísur
og kvæði og átti heila bók með
kveðskap sem ég var búinn að
skrifa í. Því miður henti ég öllu
saman. Þegar ég var 12 eða 13 ára
áttaði ég mig á því að þetta væri
ekki nógu gott. Það væri nú dálítið
gaman að eiga þetta í dag,“ segir
Ragnar Ingi Aðalsteinsson.
Bragreglur eins og hjá Braga
Dr. í íslenskum
fræðum rétt fyrir
67 ára afmælið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áfangi Ragnar Ingi með nýja bók sína, Tólf alda tryggð, sem byggð er á doktorsritgerð hans. Doktorsvörnin fer
fram á föstudag í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst klukkan 11.00. Dr. Dagný Kristjánsdóttir stjórnar athöfninni.
Margir kannast við ljóð Ragnars
Inga um pípuna.
„Ég orti það haustið 1968.
Það er enn mikið sungið. Það er
þó verst að það
skuli kallað Pípan.
Það skemmir kvæð-
ið. Það heitir Ástar-
ljóð. Ef ljóðið er kallað
Pípan er búið að gefa vís-
bendingu sem á ekki að
koma fram fyrr en í síðustu
vísu kvæðisins.“
Hann skýrir langlífi stuðla-
setningarinnar svo: „Ég held því
fram að einn þátturinn sem hér
skiptir máli sé sá að við leggjum
áherslu á fyrsta atkvæði í hverju
orði. Það gerðum við í upphafi
og gerum enn. Íslenskan er eitt
af fáum tungumálum sem halda
þessum eiginleika. Í forn-ensku
var áhersla á fyrsta atkvæði
hvers orðs fram undir 1500 en
stuðlasetning hvarf þegar
áhersla tók að færast inn í orð.“
Ástar- en ekki pípuljóð
AÐ VERA EÐA EKKI LJÓÐ UM PÍPUR