Hamar - 03.11.1950, Blaðsíða 3

Hamar - 03.11.1950, Blaðsíða 3
HAMAR Vetrarstarf K F. U. M. og K. að hefjast Um þessa rmundir er verið að Ijúka mjög gagngerðum endur- bótum á húsi K.F.U.M. og K. liér í bæ. Hefir endurbótum þess. um verið hagað þannig, að hugs- að er jafnframt fyrir því að í fram tíðinni verði byggt ofan á húsið. Var því lof t byggt úr járnbentri steinsteypu, en áður var timbur- loft í húsinu. Þá hefir húsið allt verið múrhúðað að innan og hreinlætisherbergjum komið fyr- ir. í stað kolakyndingar er áður var, er nú rafhitun. Eru ofnar frá Rafha, en Raftækjaverzlunin Ekko annaðist raflagnir. Yfir- smiður var Gestur M. Gamalíels- ^on. Múrverk annaðist Einar Sigurðsson, málningu Sigurjón Vilhjálmsson og pípulagningu Vélsmiðjan Klettur. Þá hefir sitthvað verið gert til fegrunar salarkynna hússins, svo að segja má með sanni að húsið sé nú hið vistlegasta, enda hafa félögin kappkostað að vanda svo vel til alls sem kostur hefir verið, þrátt fyrir það þó ekki hafi verið um of fullar fjárhirslur að ræða, •en eins og kunnugt er eiga fé- lögin marga unnendur, svo óhætt er að fullyrða að skuldabyrði sú sem óhjákvæmilega hefir mynd- ast muni verða létt af fljótlega. Næstk. laugardagskvöld verð- ur húsið tekið í notkun á ný með samkomu er haldin verður fyrir almenning kl. 8,30 um kvöldið. Mun séra Friðrik Friðriksson, dr. theol. aðalframkvæmdastjóri K. F.U.M. og K. hreyfingarinnar í landinu, lýsa húsið tekið í notkun á ný, og afhenda það til afnota fyrir það starf kirkjunnar er K.F. U.M. og K. hafa á hendi í söfn- uðunum — hið kristilega starf á meðal æskulýðsins. Síðastliðinn vetur lá starf fé- laganna að nokkru niðri, en fyr- ir sérstaka vinsemd sóknarprests og sóknarnefndar Hafnarf jarðar- kirkju var sunnudagaskóla félags ins haldið uppi í kirkjunni og starfaði séra Garðar Þorsteinss. ásamt mörgum öðrum félögum í K.F.U.M. og K. við skólann undir stjórn form. K.F.U.M., Jóels Fr. Ingvarssonar. Þá má geta þess að unglinga- deild K.F.U.K. fékk inni með sitt starf í Flensborg fyrir einstak- lega hjálpfýsi skólastj. Benedikts Tómassonar. Starf fyrir telpur var rekið í Góðtemplarahúsinu og Kaldæingar f engu þar inni f yr ir sína fundi. Þrátt fyrir það, þó þetta gengi nú frekar vel á síðast- liðnum vetri fagna félögin því mjög að geta nú boðið eldri og yngri Hafnfirðingum í sitt mjög svo vistlega félagsheimiH á Hverf isgötu 15. Að lokum skal það tekið fram að allir eru velkomnir á samkom- una á laugardagskvöld. Á sunnu- dagskvöld er einnig almenn sam- koma, en barnastarf félaganna hefst með sunnud.sk. kl. 10 ár- degis á sunnudag, og eru öll börn velkomin. Skíðaskáli S.S.H. (ullgerður Umhyggjan fyrir skólafólkinu í síðasta tölubl. Alþýðublaðs Hafnarfjarðar birtist ramma- grein, sem heitir „ „Sigur" íhalds- ins í strætisvagnamálinu." Er þar talað um aukin útgjöld fyrir hafn firzka nemendur sem nemur um kr. 40 þús. á ári. Blaðið slær því fastri ákveðinni fjárupphæð, sem að sjálfsögðu er blekkjandi þar sem hún kemur til með að breyt ast frá ári til árs vegna breyti- legs nemendafjölda og væri æski legt að blaðið gæfi upp nemenda f jöldann, sem þessara hlunninda hafa notið. Annars má í þessu sambandi geta þess að tæplega er hægt að segja að sérleyfisleiðin sem slík hafi gefið nemendum þennan afslátt, þar sem tapið á rekstri hennar nam hundruðum þúsunda króna á ári hverju, held- ur hefur ríkið orðið raunverulega að leggja þetta beint fram. En mætti þá spyrja Alþýðubl. Hafnarfj., hvað bæjarstjórnin hefur gert til að tala þessu máli hafnfirzks skólafólks? Bæjaryfir- völdin hafa ekki gert tilraun til að ræða málið við sérleyfishaf- ana. Og við þá hefur ekki verið rætt fyrr en nú fyrir skömmu að nemendur gerðu það sjálfir og hefur þegar orðið nokkur árang- ur af þeim viðræðum og hefði Alþýðublað Hafnarfjarðar getað fengið upplýsingar um málið, ef það hefði snúið sér til viðkom- andi aðila. En áhugi blaðsins virð ist ekki vera svo mikill fyrir sann- leikanum, að hafa fyrir slíku, heldur er rokið í að slá upp feit- letraðri rammagreín um mál- ið. Það sannast því í þessu tilfelli all áþreyfanlega málshátturinn: „oft verður lítið úr því högginu, sem hátt er reitt", enda er það skemmtilegra fyrir Alþ.bl. Hfj., þar sem höggið lenti á þess eig- in mönnum. Hamar mun fylgjast með því, sem í málum þessum gerist og skýra lesendum sínum frá því. Auglýsið í Hamri Framh. af bls. 1 Stærsta og veigamesta fram- lag til skálans kemur þá fram í hinum ósérplægna áhuga og miklu vinnu, sem sjálfboða- liðar hafa leyst af hendi við byggingu skálans. Þeir örðug- leikar og erfiði, er yfirstignir hafa verið frá því bygging skálans hófst, þar til lokatakmarkinu var náð og skálinn fullgerður, verð- ur vart metið að verðleikum, — öðrum en gjaldi því er koma mun fram í þeim áhuga, sem skíða- skálinn á eftir að mynda meðal Hafnfirðinga fyrir skíðaíþrótt- inni, og þeirri hollustu og hreysti er æska Hafnarfjarðar á kom- andi árum á eftir að verða að- njótandi af skíðaiðkununum við skíðaskála SSH í Hveradölum. Skíðaskáli SSH er 70 fermetrar Innrétting skálans er þannig að á neðri hæð hans er stórt and- dyri, þar sem komið er fyrir hill- um fyrir ytriklæðnað og skófatn- að. Úr anddyrinu er gengið inn í rúmgóða skíðageymslu, og inn í forstofu, sem gengið er úr í stóra setustofu, eldhús og upp á efri hæð skálans, en þar er stórt svefnpláss og stjórnarherbergi. Skálinn er allur raflýstur og hitað ur upp með olíuofnum. í setu- stofu er einnig stærðar arineld- stæði. Er setustofan hin vistleg- asta björt og rúmgóð. Alls er gert ráð fyrir að ef allt svefnrúm er notað að skálinn geti hýst allt að 100 manns.. Gestabók SSH skálans er bæði vönduð og skrautleg. Innfærslur í hana hef jast er skálinn var vígð ur 21. nóv. 1948. Á titilblaði henn ar er auk heiti skálans og vígslu- dagsetningarinnar skrautletruð nöfn stjórnarmeðlima SSH á ár- inu sem' skálinn var vígður en þeir voru Víglundur Guðmunds- son, form., Gunnlaugur Guð- mundsson, ritari, Ólafur Gísla- son, gjaldkeri, Þórður Reykdal og Valgeir Óli Gíslason. Tvær næstu síður bókarinnar eru auð- ar, en þar er gert ráð fyrir að verði skráð vígsluljóð skálans og nöfn vígslugesta. Eg fletti bók- inni og rendi augunum yfir nöfn þau er þar voru að sjá. Kannaðist ég við flest nöfnin, en áberandi var hve oft komu fyrir sömu nöfn in upp aftur og aftur, og báru þannig augljóst merki um stærð þess fjölda sem að staðaldri hefir sótt skálann frá því hann var vígður. Á þessu mátti enn frem ur sjá hverjir það hefðu verið sem drýgstan þátt höfðu átt í að leggja skálabyggingunni lið, þó það sé hvergi skráð með orð- um. Fyrsta páskadvölin, sem færð er í bókina eru páskarnir 1949, en dvalið hafði verið þó í skálanum tvenna páska áður, 1947 og 1948. Samkvæmt gesta- bókinni hefir fjölmenni verið mest í skálanum á páskunum 1950, en þá gistu í honum milli 50 og 60 manns. Áhugi fyrir skíðaíþróttinni og þeirri heilbrigði og skemmtun sem hún getur veitt æskulýð landsins, hefir farið ört vaxandi á undanförnum árum. Hvert í- þróttafélagið og einstakar deildir þeirra, hafa hvert af öðru riðið á vaðið og komið sér upp skíða- skálum í góðum skíðalöndum. Erfiði og örðugleikar hafa eigi verið látnir verða að tálmunum, því ákveðin, þróttmikil og fram- sækin æska hefir verið að verki, sem ekki vílar fyrir sér þótt sækja þurfi á brattann, — því henni er ljóst hvað hinumegin býr. Meðal Hafnfirðinga hefir þró- unin orðið mjög svipuð. Ahugi fyrir skíðaíþróttinni hefir farið ört vaxandi meðal æskumanna bæjarins, sem kjósa fremur að njóta fegurðar hinnar stórfeng- legu íslenzku vetrarnáttúru, við iðkun hollrar og dásamlegrar í- þróttagreinar, en að verja þeim í bæjunum við þá innanhússstarf semi, sem þeir hafa upp á að bjóða. Skíðaskálabygging SSH, sem og starfsemi SSH yfir höfuð á hvað ríkastan þátt í þessari já- kvæðu þróun. — En stjórn SSH hefur sett markið hærra. Með byggingu hins stóra, vistlega og í alla staði glæsilega skíðaskála, hefir SSH boðið æsku Hafnar- f jarðar betri skilyrði til skíðaiðk- ana, en flest önnur félög, þótt með séu talin hin f jölmennu og fjárhagslega sterku félög höfuð- borgarinnar;. Bygging SSH skálans hefir verið framkvæmd af tiltölulega fámennum hóp manna, en þar hafa verið menn að verki, er kunna að meta gæði skíðaíþrótt- arinnar og þýðingu hennar fyrir hafnfirzka æsku. Launa fyrir hið erfiða og mikla verk hefir ekki verið krafizt, — aðeins tengd von við að æska Hafnarfjarðar meti starfið, með því að hagnýta sér skálann og f jölmenna þangað, er farnar eru skíðaferðir. Hinar reglubundnu skíðaferð- ir í skálann fara að hefjast hvað úr hverju. Stjórn Skíða- og skauta félagsins hefir það fyrir venju að auglýsa ferðirnar og hafa áskrift arlista fyrirliggjandi á einhverj- um ákveðnum stað eða stöðum hér í bænum, en að öðru leyti mun hver stjórnarmeðlimur fé- lagsins vera reiðubúinn til að gefa allar þær upplýsingar sem varða starfsemi félagsins og skíðaferðir í skálann. Stjórn SSH skipa nú Arni Jóns- son, form., Valgeir Óli Gíslason, Ólafur Pálsson Gunnlaugur Guð- mundsson og Gunnlaugur Magn ússon. Á. Á. Nr. 45/1950. TÍLKYNNÍNG Ákveðið hefur verið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt óniðurgreitt Heildsöluv. án sölusk. kr. 4.76 pr. kg. Heildsöluv. með sölusk. — 5.08 pr. kg. Smásöluv. án sölusk. .. — 5.64 pr. kg. Smásöluv. með sölusk. — 5.75 pr. kg. kr. 10.58 pr. kg. - 10.90 pr. kg. - 11.47 pr. kg. - 11.70 pr. kg. Reykjavík, 20. okt. 1950, Fjárhagsrctð REYKJAVÍK - HAFNARFJÖRÐUR Frá og með 1. nóv. verða ferðir frá Reykjavík á tuttugu mínútna fresti frá kl. 13 til kl. 20 í stað 13,30 til 20,20 áður. LANDLEIÐIR H.F. . NÆTURSÍMI Hafnarfjörður og nágrenni athugið ! Ncetursími Nýju bíhtöcfvarinnar er: 9 9 8 8

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.