Hamar - 13.12.1953, Qupperneq 2

Hamar - 13.12.1953, Qupperneq 2
2 HAMAR HAMAR ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Páll V. Daníelsson. (Símar 9228 - 9394). AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. HAMAR kemur út annan hvern sunnudag. PRENTAÐ í PRENTSMIÐJU HAFNARFJARÐAR H.F. Býður Bæjarútgerðin tjón? Það er ekki að ástæðulausu, að bæjarbúar hafi litið nokkuð tortryggnum augum á það samkrull, sem er hjá Bæjarútgerðinni varðandi afgreiðslu og verkun afla Bjarna riddara. Það er að sjálfsögðu hægt fyrir Bæjarútgerðina að taka að sér að annast slíka fyrirgreiðslu fyrir aðra, ef um það er að ræða, að full þóknun sé greidd fyrir þau störf og þau fyrirtæki, sem unnið er fyrir séu ekki samtvinnuð hagsmunum þeirra manna, sem stjórna Bæjarútgerðinni. En þannig er einmitt með þan fyrirtæki, sem Bæjarútgerðin hefur annazt fyrirgreiðslú fyrir á undanförnum árum. Þó væri hægt að hafa svo hreina reikninga í þessum efn- um, að ekkert væri athugavert við það, en eigi að síður er alltaf hætt við, að það valdi tortryggni eins og hér hefur orðið raunin á. Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru reikningar Bæjarútgerðar- innar til umræðu ásamt reikningum annarra fyrirtækja bæjarins, svo og bæjarsjóðsins. Einn liðurinn teknamegin á aðalrekstrar- reikningi Bæjarútgerðarinnar nefnist „hagnaður á vinnu“. Upp- hæð þessi er kr. 110.726,06. Reikningum Bæjarútgerðarinnar fylgja engar skýringar á þessum lið, hvernig hann er til orðinn og mætti því ætla, að þeir, sem ekki þekktu til gætu álitið, að lið- ur þessi væri eingöngu greiðsla frá þeim fyrirtækjum, sem Bæj- arútgerðin hefur annazt fyrirgreiðslu fyrir. En svo er ekki. Þessi hagnaður kemur fram í því, að 17% álag er lagt á alla vinnu við stöðina, afgreiðsla skipa og verkun afla í landi. Þannig er ekki nema lítill hluti af þessum hagnaði frá Bjarna riddara, lang stærsti hlutinn er millifærsla á milli hinna ýmsu reikninga Bæjarútgerðar- innar sjálfrar. Þegar svo það er athugað að ýmsir sameiginlegir kostnaðar- liðir eru nokkuð háir, þá verður ekki annað séð, en að nokkuð vanti á að Bjarni riddari beri sinn hlut af þeim kostnaði, hvað þá að Bæjarútgerðin hafi nokkurn eyri fyrir snúð sinn. Það er því ekki að ástæðulausu, þó að nokkur tortryggni hafi komið fram um það, að þessi viðskipti Bæjarútgerðarinnar hafi verið rekin með hennar hag fyrst og fremst í huga, því svo lág virðist greiðsl- an fyrir þessa þjónustu vera. Þegar betur er litið á reikningana kemur það og í ljós, að Bjarni riddari greiðir ekki nema kr. 10 þús. á ári í leigu fyrir geymsluhúsnæði og kr. 2.400,oo á ári í leigu fyrir afnot af vask- húsi við verkun á afla. Þessi leiga er svo broslega lág að engu tali tekur. Og engin leiga kemur fram fyrir annað til Bæjarút- gerðarinnar, svo sem þurrkhús, afnot af plönum og lóðum o. fl. Það hefur af Alþýðublaði Hafnarfjarðar jafnan verið talinn rógur um einstaka Alþýðuflokksmenn, að benda á staðreyndir slíkar sem þessar og verður vafalaust ennþá. Að vísu segir blaðið „að hófleg og skynsamleg gagnrýni sé nauðsynleg og sjálfsögð“, en gagnrýni á framangreint samkrull hjá Bæjarútgerðinni verð- ur sennilega hvorki talin skynsamleg né sjálfsögð af skriffinn- um Alþýðublaðs Hafnarfjarðar, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir telja flokksmenn sína yfir það hafna, að störf þeirra séu gagnrýnd á nokkurn hátt. Þetta skilur fólk orðið, það skilur það, að nauðsynlegt er að skýra frá málunum eins og þau liggja fyrir, svo að hægt sé að taka afstöðu til þeirra. Og það er einmitt vegna þess, að Hamar hefur gert það, sem hann hefur hlotið vinsældir meðal bæjarbúa almennt, en jafnframt hatur þeirra manna, sem bænum ráða, því þeir eru mjög reiðir því, að sannleikurinn verði opinber í stjórn þeirra á málefnum bæjarins. Hamar hefur þráfaldlega bent á það samkrull, sem fram hefur farið á Bæjarútgerðinni og jafnframt vítt það, að starfs- menn Bæjarútgerðarinnar rækju sín eigin fyrirtæki á sömu svið- um og hún, í svo nánu samstarfi við Bæjarútgerðina, sem raun er á. Reikningar Bæjarútgerðarinnar sína það líka, að allar líkur benda til þess að hún hafi haft allverulegt beint tjón af þeim viðskiptum, en erfitt verður að segja til um óbeina tjónið af því, að sumir starfsmenn hennar eru með hálfan hugann við eigin fyrirtæki. Glæsileg árshátíð Sjálfstæðisfélögin héldu árshátíð sína laugardaginn 5. des. s. I. og þar sem vitað var að Sjálfstæðishúsið mundi verða of lítið til að halda hana þar var Góðtemplarahúsið fengið. Það fór líka svo, að árshátíðina sótti hátt á þriðja hundrað manns. Fór hún vel fram og skemmti fólk sér hið bezta. Árshátíðin hófst með sameig- inlegri kaffidrykkju, og fóru ræður og skemmtiatriði fram undir borðum. Stefán Jónsson setti árshátíðina með ræðu, en aðrir ræðumenn voru alþingis- mennirnir: Kjartan Jóhannsson, Einar Ingimundarson og Ingólf- ur Flygenring, einnig flutti frú Jakobína Mathiesen ávarp. — Skemmtiatriði voru þau, að Smárakvartettinn söng og leik- þátt fjuttu þau frú Jóhanna Hjaltalín, Sigurður Kristinsson og Friðleifur Guðmundsson. Var ræðumönnum og skemmti- atriðum mjög vel tekið. Að lok- um var dansað af miklu fjöri. Hækkun á launum niðurjöfnunarnefndar Á bæjarstjómarfundi s. 1. þriðjudag var samþykkt tillaga frá bæjarráði um hækkun á nið- urjöfnunamefndarlaununum fyr ir árið 1952 og greiddu þeir niðurjöfnunarnefndarmennirn- ir Ólafur Þ. Kristjánsson og Helgi Hannesson atkvæði með þessari hækkun til sjálfra sín. Er með þessari samþykkt bæjar- stjómar fengin full viðurkenn-. ing á því, að óheimilt hafi verið i að greiða uppbót þessa án sam- þykkis bæjarstjómar. Nafnakall var viðhaft um til- lögu þessa og gerði Stefán Jóns- son eftirfarandi grein fyrir at- kvæði sínu: „Ég tel að fjárveiting sú, sem sett var á f járhagsáætlun 1952 sem þóknun fyrir störf niðurjöfnunamefndar og bæj- arráðs hafi verið bindandi, enda fullnægjandi greiðsla fyrir þessi störf og allsendis óviðeigandi, að bæjarráð sjálft taki hærri laun fyrir sín störf eða samþykki hærri launagreiðslur til annarra fyr ir störf þessi, heldur en ákveð ið var á fjárhagsáætlun, án þess að leita samþykkis bæj- arstjórnar áður en greiðsla fór fram. Ég greiði því at- kvæði á móti þessari tillögu, er hér liggur fyrir og segi nei. Við athugun á reikningunum fyrir árið 1952 kom í ljós, að bæjarráði hafði verið bætt upp launin um nálega kr. 5.000,oo samtals og það án heimildar frá bæjarstjórn, og var því borið við um bæjarráðslaunin að vísi- töluhækkunin hefði verið reikn- uð á skakka grunntölu. I sambandi við þessa hækkun á launum bæjarráðs og niður- jöfnunarnefndar bar Helgi S. Guðmundsson fram svohljóð- andi tillögu, sem vísað var til bæjarráðs: „Við umræður þær, er fram fóru á bæjarstjómarfundi hinn S. sept. s. 1. upplýstist, að þókn un sú, sem niðurjöfnunamefnd fær fyrir störf sín sé mjög há miðað við starfstíma nefndar- innar. Bæjarstjórn samþykkir því, að fyrir samningu næstu fjár- hagsáætlunar verði endurskoð- aðar greiðslur bæjarsjóðs fyrir nefndarstörf með það fyrir augum að stilla kostnaði við þau svo í hóf, sem frekast er unnt.“ Ósannindi Alþýðu blaðs Hainarlj. Alþýðublað Hafnarfjarðar segir það hrein ósannindi, að breyting hafi verið send á launa miðum bæjarráðsmanna árið 1952. Sannleikurinn er sá að sú breyting kom til niðurjöfnunar- nefndar. Hins vegar voru hinir breyttu launamiðar ekki sendir til niðurjöfnunarnefndar, held- ur til skattstofunnar og skatt- stjórinn, sem átti sæti í niður- jöfnunarnefnd lýsti þeirri breyt- ingu á fundi nefndarinnar, enda varð að breyta útsvari, að minnsta kosti á einum bæjar- ráðsmanna vegna þessarar leið- réttingar. Þegar skattstjórinn minntist á þessa breytingu við bæjarstjórann svaraði sá síðar- nefndi, að um einhvem mis- skilning hefði verið að ræða. Sé Alþýðublað Hafnarfjarðar í vafa um sannleika þessara orða, þá ætti það að snúa sér til bæjar- gjaldkera og spyrja hann að því, hvort hann hafi ekki sent breyt- ingu á launamiðum bæjarráðs fyrir árið 1951. Hamar hefur að minnsta kosti ekki trú á því að bæjargjaldkerinn láti nafn sitt undir nema sanna yfirlýsingu í þessum efnum og telji Alþbl. Hafnarfjarðar sig fara með rétt mál, ætti það að birta slíka yf- irlýsingu. Og ennþá er bæjarstjórinn spurður að því, hvers vegna að hærri launamiðar voru sendir til skattstofunnar yfir laun bæjar- ráðs en endanlega var greitt og því launamiðarnir leiðréttir til (Framhald á bls. 4) VÖIS 1K sem henta vel til jólagjafa: Skíði í miklu úrvali úr hikkori og ask fyrir fullorðna og börn. Skiðabindingar, margar tegundir. Skíðastafir úr málmi og bambus, margar stærðir. Skíðaáburður, margar tegundir. Skíðabuxur úr góðu cheviot, svörtu og bláu fyrir dömur og herra. Skíðablússur. Skíðavettlingar. Hliðarpokar fyrir skiðafólk og fleiri. Bakpokar, 3 stærðir. Svefnpokar, 2 stærðir. Veiðistengur, margar tegundir. Veiðihjól, línur og fl. Kerrupokar, 2 tegundir. Dinamóluktir fyrir hjól. Skíðasleðar. ★ Jólatrésseríur fáum við að for- fallalausu síðast í vikunni. Plastick á hillur með laufaskurði, 6 gerðir. Þrykkimyndir, margar gerðir. Veggfóður í fjölbreyttu úrvali. Gúmmímálningu (Spread) hvíta og fleiri liti. Hörpumálningu, marga liti. Femisoliu, mjög ódýra. Glimmer til skreytinga, margir litir. Ljósaperur, flestar stærðir. Gullbronce og aluminíumbronce. Glerhillur, Sápuskálar, Pappírs- höldur, Vatnskrana og fl. Dir-kleen hreinsiefnið, Vindol- ene á gler, Silvo, Brasso, Glo- Coat, fljótandi bón, og Wax. Penslar, margar stærðir, Málingar- rúllur með bakka. Sagir og margs konar verkfæri. Fljótandi trélim, þýzkt, mjög gott. Olagað trélím, islenzkt, stórar og litlar dósir. Hurðarhúnar, margar gerðir. Hurðarskrár, margar gerðir. Hurðarrílar, Smekklásar, Hengi- lásar, Skáphöldur, Gluggakrækjur, Gluggagormar o. fl. Vasaljós, Gasluktir, Handlauktir og fl. ★ Ógalvaniseraður saumur stifti 1" til 6". Pappasaumur, galvaniseraður. Galvaniseraður bátasaumur. Þaksaumur góður og fl. ★ Vélatvistur, Veedol smurningsolí- ur og fl. Garnol, Hrátjara, Koltjara, Black- femis, Karbólin. Tufflinmálning dönsk, Skrúfur, boltar og fl. ★ Ymsar bílavörur, Dúnkraftar, Hljóðkútar, Þrýstisprautur, Loft- pumpusett með sprautu, Samlok- ur, Ljósakastarar, Plastick há- spennuvír, Kerti, Háspennukefli, Frostlögur, Hurðarþéttir, Blöðkur, og amiar, Ljósapemr og fl. ★ Það sparar tima að koma þangað sem flestar vörutegundimar fást. Skipasmíðastöð Ilalnarfjarðar h.f. Strandgötu 4 B. - Sími 9329.

x

Hamar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.