Hamar - 13.12.1953, Síða 4
4
HAMAR
Hvernig fara bæjar-
s t j órnarkosningarnar ?
Síðasta sunnudaginn í janúar
n. k. fara fram bæjarstjórnar-
kosningar. Þann dag er hið liðna
kjörtímabil kvatt og þeim mönn-
um, sem farið hafa með völdin,
þakkað eftir því sem þeir hafa
bl unnið.
Bæjarstjórnarkosningarnar
munu verða mjög athyglisverðar
í flestum kaupstöðum landsins
og þá ekki hvað sízt hér í Hafn-
arfirði. Þeir menn, sem með
völdin hafa farið munu þá upp-
skera eins og þeir hafa sáð og
þeim mun verða þakkað að verð
leikum. Það er því sérstaklega
áríðandi við þau tímamót, sem
nú fara í hönd, að kjósendur
rifji upp atburði liðinna ára og
geri sér sem gleggsta grein fyr-
ir þeim málum semi á dagskrá
liafa verið í Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar.
Hér í Hafnarfirði hefur svo
sem kunnugt er, meirihlutavald
bæjarstjórnarinnar verið í hönd-
um Alþýðuflokksmanna. Þeir
einir hafa ráðið lögum og lofurn,
ekki aðeins síðasta kjörtímabil,
heldur um nokkurra ára bil. —
Dómur kjósandans í bæjarstjórn
arkosningunum er því fyrst og
fremst úm þau verk og þær á-
k.varðanir, sem Alþýðuflokks-
meirihlutinn í bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar hefur framkvæmt.
Hafi mönnum fallið vel fram-
kvæmdir Alþýðuflokksmeiri-
hlutans, sem er harla ótrúlegt,
þá munu þeir hinir sömu með
atkvæði sínu á kjördag, gera
misheppnaða tilraun til þess að
I ra noimnni
Surprise landaði 186 tonnum
16. nóv., Júní 233 tonnum 17.
nóv., Keflvíkingur 230 tonnum
25. nóv., Júlí 264 tonnum 26.
nóv., Röðull 214 tonnum 27.
vóv., Surprise 265 tonnum 30.
nóv., Júní 287 tonnum 1 des.,
Keflvíkingur 148 tonnum 5. des.,
Júlí 246 tonnum 6. des., Röðull
188 tonnum 7. des., Ágúst 209
tonnum 9. des. og Bjarni riddari
166 tonnum 10. des.
Maria Dan tók hér saltsíld 19.
nóv., Salling losaði kol til Bæj-
arútgerðarinnar 19. nóv., 1533
tonnum. Þá tók Veslefrek 27.
nóv. 221 tonn af lýsi, Vatnajök-
ull tók frosinn fisk 2. des.,
Hvassafellið losaði hjallaefni 8.
des. og Tungufoss var að lesta
fiskimjöl í gær.
Ósannindi Alþ.bl. Hfj.
(Framhald af bls. 2)
Jækkunar? Bæjarstjórinn getur
upplýst þetta mál, ef hann vill.
En einhvem veginn er það svo,
að Emil og félagar óttist sann-
leikann, ef hann kemur umbúða-
laust fyrir almennings sjónir.
tá þeim í hendur áframhaldandi
einræðisvald í bæjarmálum
Hafnarfjarðar. Séu menn hins
vegar óánægðir með það hvern-
ig Alþýðuflokksmeirihlutinn hef
ur misnotað vald sitt í stjórn
bæjarmálanna, en það mun vera
rikjandi skoðun meðal bæjarbúa,
þá munu þeir að sjálfsögðu
greiða atkvæði sitt þeim flokki,
sem verið hefur á öndverðum
meið við Alþýðuflokkinn og
haldið hefur uppi þrotlausri
baráttu, fyrir því, að tekin væri
upp ný og skynsamleg stefna í
framkvæmd bæjarmálefna, sá
flokkur er Sjálfstæðisflokkur-
inn.
I bæjarstjórnarkosningunum
1950 hlaut Alþýðuflokkurinn
hreinan meirihluta og fékk þar
sitt síðasta tækifæri til þess að
sýna hversu hann væri megn-
ugur um stjórn bæjarins. Kjós-
endur vildu reyna þann galla-
grip sem Alþýðuflokksmeirihl.
hefur ætíð verið, eitt kjörtíma-
bil enn, þrátt fyrir aðvörunarorð
Sjálfstæðismanna, en sú reynsla
varð dýrkeypt, svo sem við
mátti búast. Sérhver ráðamað-
ui í Alþýðuflokknum og Alþýðu
flokkurinn í heild kepptust við
að misnota þetta síðasta tæki-
færi er hafnfirzkir kjósendur
höfðu veitt þeim og afleiðing-
arnar urðu eftir því. OIl saga
Alþýðuflokksmeirihlutans síð-
asta kjörtímabil er eitt hrópandi
dæmi um misbeitingu valds
þeirra manna, sem reyndust
ekki vaxnir þeim vanda, er þeim
var fyrir trúað.
Séu tekin nokkur uppáhalds-
málefni Alþýðuflokksins, sem
hann hefur tekið alveg sérstöku
ástfóstri við og lagt höfuðá-
herzlu á að framkvæma, þá verð
ur efst á blaði: Krýsuvíkuræv-
intýrið víðfræga. Það fyrir-
1 iyggjuleysi Alþýðuflokksmeiri-
hlutans að leggja í slíkt ævin-
týr hefur nú þegar kostað hafn-
firzka kjósendur margar milljón-
ir króna.
Annað aðal hugðarefni bæjar-
stjórnarmeirihlutans hefur ver-
ið styrkjastarfsemi við Helga
Hannesson ennverandi bæjar-
stjóra. Hefur bæjarstjórinn þeg-
ið af sínu alkunna lítillæti það
smáræði sem að honum hefur
verið rétt, svo sem örlítinn húsa
leigustyrk, lítilsháttar bílastyrk,
auk dálitla vasapeninga fyrir
sérstaka ósérplægni í nætur-
vinnu niðurjöfnunarnefndar,
auk ýmislegs annars, sem varla
mun hafa hrokkið til mjólkur-
kaupa.
Þriðja aðalhugðarefni Alþýðu
flokksins hefur verið ofsóknar-
brjálæði á hendur fyrrverandi
slökkviliðsstjóra, Haraldi Krist-
jánssyni. Þeim 1 agsbræðrum,
Emil Jónssyni og Helga Hann-
essyni virðist seint ætla að skilj-
ast, að með slíkum bolabrögð-
um falla menn ætíð á sjálfs síns
bragði. Ofríki þeirra í máli þessu
mun landfrægt orðið og þeim til
stórrar minnkunar.
Engu síður munu þeir Al-
þýðuflokksleiðtogar er að þess-
um verkum hafa staðið koma
fram fyrir kjósendur á kjördag
og mælast eftir fylgi þeirra og
trausti. Við þeirri ósanngjörnu
bón eiga hafnfirzkir kjósendur
aðeins eitt svar: Að svifta AI-
þýðuflokkinn þeim völdum, sem
hann hefur haft í málefnum
þessa bæjarfélags og fá þau í
hendur nýjum og þróttmiklum
bæjarstjómarmeirihluta, Sjálf-
stæðismanna.
Hægt væri að halda áfram að
telja upp hugðarefni Alþýðu-
flokksmeirihlutans, en eigi skal
þreyta lesendur um of með slíkri
upptalningu. Oll eru þau hugð-
arefni og framkvæmdir á eina
bókina lærð, þar fara með völd-
in menn sem engan veginn vita
hvernig á skal halda. Þetta er
óllum Hafnfirðingum að verða
ljósara ineð hverjum degi sem
líður.
Alþingiskosningarnar í sumar
eru gleggsti mælikvarðinn um
álit fólksins á starfi og stefnu
Alþýðuflokksmeirihlutans. í
þeim kosningum tapaði Alþýðu
flokkurinn á þriðja hundrað at-
kvæðum frá bæjarstjórnarkosn-
ingunum 1950, en Sjálfstæðis-
flokkurinn jók hins vegar fylgi
sitt um • um 250 atkvæði og er
því í dag sá flokkur, sem flestir
hafnfirzkir kjósendur fylgja. —
Það er því öllum ljóst að valda-
skeið Alþýðuflokksins er senn á
enda.
Það sigurmerki, sem Sjálf-
scæðisflokkurinn reisti í alþing-
iskosningunum í sumar stendur
óhaggað og mun verða hafið enn
hærra í bæjarstjórnarkosningun-
um í janúar n. k. svo takast
megi að vinna fullkominn sig-
ur.
Hafnfirzk æska átti sinn
drjúga þátt í hinum gifturíka
sigri Sjálfstæðisflokksins í al-
þingiskosningunum í sumar og
svo mun einnig vera nú: „Ef
æskan vill rétta þér örvandi
hönd, þá ertu á framtíðarvegi".
Á. M.
Býð:
Ljósaperur mattar 220 v.
Bjarni Ö. Jónasson
Sími 9404.
JÓLABÆKUR:
Drekkingarhylur og Brimarhólmur
Tíu dómsmálaþættir eftir Gils Guðmundsson. Allir endurspegla þessir þættir hugsun-
arhátt og menningu liðinna tíma. Og sumir segja frá örlögum, sem verða munu les-
andanum lengi minnisstæð.
Um öll heimsins höf
Endurminningar Karls Forsell skipstjóra, sem á að baki langa og ótrúlega ævintýra-
ríka sjómannsævi. — Sannkölluð óskabók allra þeirra, sem unna sæförum, ævintýr-
um og þrekraunum.
Erfðaskrá hershöfðingjans
Ný skáldsaga eftir hinn vinsæla og víðlesna höfund, Frank G. Slaughter. Skáldsögur
hans eru einhverjar vinsælustu skáldsögur, sem nokkru sinni hafa verið þýddar á is-
lenzku.
Sumardansinn
Sænsk verðlaunasaga eftir Per Olof Ekström, sem hlotið hefur einróma lof bókmennta-
gagnrýnenda og ákafar vinsældir lesenda. Kvikmynd, sem gerð var eftir sögunni,
hefur farið glæsta sigurför í Svíþjóð og annars staðar og alls staðar hlotið metað-
sókn.
Gestir i Miklagarði
Bráðfyndin og skemmtileg skáldsaga eftir Erich Kastner, ein af hinum vinsælu gulu
skáldsögum, og þar af leiðandi óskabók allra ungra stúlkna.
Ævintýrahafið
Spyrjið börnin og unglingana, hverjar séu skemmtilegustu bækurnar við þeirra hæfi,
sem út eru gefnar hér á landi um þessar mundir. Þau munu svara einum rómi: Æv-
intýrabækurnar. Nú er fjórða bókin í þessum flokki komin út. Hún heitir Ævintýra-
hafið og er jafn skemmtileg og hinar fyrri — og þá er mikið sagt.
• Þetta eru bækumar, sem lögreglan í Reykjavík gerði upptækar hjá forlaginu
vegna pólitískrar ofsóknar fjármálaráðherra, Eysteins Jónssonar, gegn Valdimar
Jóhannssyni.
Þær fást enn í bókabúðum í Hafnarfirði og víðar.
Draupnisútgáfan - Iðunnarútgáfan
Skólavörðustíg 17 — Reykjavík — Sími 2923.
HAGKPÆHU STE
JÓLAOÍIVKAVPIIV
FA8T IIJÁ 088