Hamar - 01.04.1957, Side 2
2
HAMAR
1. apríl 1957
r
HAMAR
ÚTGEFANDI: Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ámi Grétar Finnsson.
(Sími 9228)
AFGREIÐSLA í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29.
HAMAR kemur út hálfsmánaðarlega.
Prentað í Prentsmiðju Ilafruirfjarðar h.f.
FltA ARSÞINGI I.B.II.
Tólfta ársþing Í.B.H. hófst
fimmtudaginn 28. febrúar s. 1.
Þingið sátu 17 fulltrúar frá 6
félögum. Auk þess voru mættir
sem gestir þingsins, Benedikt
G. Waage forseti Í.S.Í., Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi
ríkisins og Hallsteinn Hinriks-
son formaður íþróttarnefndar
Hafnarfjarðar. Formaður Í.B.H.
Þorgeir Ibsen skólastjóri, setti
þingið og bauð fulltrúa og gesti
þess velkomna, en síðan voru
kosnir starfsmenn þingsins.
Lögð var fram ársskýrsla
bandalagsins, sem sýndi glögg-
lega að starfsemi þess og félag-
anna hefur verið allgóð á liðnu
ári. Þorgeir Ibsen skýrði störf
bandalagsins á árinu og gat
þess m. a., að s. 1. ár hafi verið
það sögulegasta í sögu íþrótt-
anna hér í Hafnarfirði. Haldin
voru fimm íslandsmót hér á
árinu, en það voru: 4. fl. mót í
knattspyrnu (A-riðill), 2. deild-
ar mót í knattspyrnu (Suðvest-
urland), karla- og kvennamót í
utanhúss og Sundmeistaramót
íslands.
Þingið samþykkti ýmsar til-
lögur og gerði ályktanir.
Mun nánar sagt frá þinginu
síðar.
iiiiiii n i iii iiiiii i iii 11 ii iiin iiiii 111111111 iiiii iii iiiiiiiiu iii ii iiiiiiiui iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii 111111 in im iii iii ii iiiii n
Kristján G. Gíslason h.f.
fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
uimiiiiiiiiiimmmmmmmmmmmmmimmmimmmimimmiiiiniiimmimmimiimmimiimiiiimimmi
[ Hötum ávallt iynrliggjandi:
LOFTLJÓS
VEGGL A M P A
BORÐLAMPA
GÓLFLAMPA
í fjölbreyttu úrvali.
I ENNFREMUR: [
? _
ÞVOTTAPOTTA
BORÐELDAVÉLAR
• og
RYKSUGUR
§ i
RAFVEITUBIJÐIA
HAFN ARFIRÐI - SÍMI 9494
Aðsent bréf:
FRÆGAR GÖTIJR
Bæjaryfirvöld Hafnarfjarðar
hafa unnið sér margt til frægð-
ar. Eitt af því er hin fádæma
vegagerð í bænum.
Slæmir vegir eru svo algeng-
ir í Hafnarfirði,, og hafa svo
lengi verið það, að sumir hætta
að veita því athygli, og ihuga
ekki hve langt við höfum dreg-
ist aftur úr öðrum bæjum og
byggðarlögum í þessum efnum.
Við hrökkvum þó við, þegar
aurbleytan þeytist upp í andlit
okkar frá holum veganna, eða
þegar við tökum loftköst í bif-
reið, sem ekur eftir þeirri ó-
færu, sem Alþýðuflokksmennirn
ir nefna vegi.
Um nær þrjá áratugi hafa
sömu mennirnir stjórnað þess-
um bæ, og það er furðulegt,
hve þeim hefir tekist að halda
sér utan við allar framfarir í
vegagerð, enda er nú svo kom-
ið að Hafnarfjörður er land-
frægur orðinn fyrir afturhald
og sofandahátt um verklegar
framkvæmdir.
Utanbæjarmenn reka strax
augun í þennan ómenningar-
brag og erlendir gestir hafa
þannig orð á um okkur, að við
hefðum helst kosið að þeir
hefðu aldrei hingað komið.
Ein af aðalumferðagötum
bæjarins er Hverfisgata. Frá-
gangur hennar er þannig að
nær ófær er samtímis fyrir gang-
andi fólk og bifreiðar. Alls
staðar skaga hraundrangarnir
fram í veginn, og stundum loka
þeir honum til hálfs, og vel
það. Gangandi fólk lendir í lífs-
hættu þegar það mætir bifreið
og verður þá ýmist að forða sér
upp á kletta eða jafnvel flýja
inn í hús. Gatnamót Hverfis-
götu og Tjarnarbrautar eru nær
lokuð með steinhúsi, sem leyft
Var að byggja langt fram í
Tjarnarbraut.
Linnetsstígur er það mjór á
köflum að aðeins er hægt með
mestu varúð að láta bifreiðar
mætast þar. Kostnaðarhtið er
að lagfæra þetta, en svona hef-
ir þetta verið frá ómunatíð, án
þess að nokkuð væri að gert.
Við Gunnarssund er djúþ
gjóta upp af horni Austurgötu.
Bifreiðar hafa þar oft runnið
út af og slys hafa hlotist af.
Mörgum sinnum hefir verið
kvartað um þetta, en Kratarnir
sofa sínum 30 ára væra svefni,
á þessu sem öðru.
Aðkeyrsla inn í Suðurgöt frá
Lækjargötu er nær lokkið af
kálgarði í eigu eins af gæðing-
um Alþýðuflokksins.
Heyrst hefur að hann hafi
nú samþykkt að selja bæjarfé-
laginu kálgarðinn, og ef til vill
eru þau kaup.nú um garð geng-
in, en kálgarðurinn er þarna
enn, í stað vegar, og hindrar
umferðina um Suðurgötu.
Þegar bílstjórar, sem ekki eru
gegnumkunnugir vegamálum
Hafnarfjarðar, koma akandi
suður Suðurgötu og ætla sér
upp Illubrekku eða Selvogs-
götu, þá lenda þeir í hreinasta
vanda urn hvert aka skuli.
Skákmóti Hafnarfjarðar lokið
Skákmóti Hafnarfjarðar er
nýlokið. Voru þátttakendur 19
og skiptust þeir þannig, að 13
tefldu í 2. flokki en 6 í meist-
araflokki. Tveir Reykvikingar
þeir Eggert Gilfeir og Bjöm
Jóhannesson tefldu sem gestir
á mótinu.
í meistaraflokki varð efstur
Eggert Gilfer með 8/á vinning,
2. varð Stígur Herlufsen með
6 vinninga,, 3. Björn Jóhannes-
son 5 vinninga, 4. Jón Krist-
jánsson 4M vinning, 5. Ólafur
Stephensen 4 vinninga og 6
Ólafur Sigurðsson 2 vinninga.
Þar sem Stígur Herlufsen er
efstur Hafnfirðinganna að vinn
ingatölu, þá hlýtur hann sæmd-
arheitið „Skákmeistari Hafnar-
fjarðar árið 1957.“ Geta má
þess, að hann var áður skák-
meistari ísafjarðar. — Stígur er
dóttursonur Sigríðar og Stígs
Sælands.
í 2. flokki voru jafnir og efst-
ir Hilmar Ágústsson og Ólafur
Magnússon með 10 vinninga,
næstir voru Guðmundur Jóh-
annesson og Þorsteinn Jónsson
með 8 vinninga.
Blaðið birtir hér að þessu
sinni eina af skákum hins ný-
bakaða Hafnarfjarðarmeistara
frá móti þessu, þar sem hann
sigrar Björn Jóhannesson skák-
meistara Taflfélags Reykjavík-
ur á mjög glæsilegan hátt.
Hvítt Svart
Stígur Herlufsen Björn Jóh.
Philadorsvörn.
1. e2—e4 e7—e5
2. Rgl—f3 d7—d6
3. d2—d4 (Bezt) Rg8-f6
(Bc8-g4? 4. dxf3. 5. Ddlxf3, d6
xe5, 6. Bfl—c4, Dd8-d7, ef 6...
Rg8-f6, 7. Df3-b3!)
4. Bcl—g5
(Skemmtilegt er 4. Rbl—c3, Rb8
—c3, Rb8-d7. 5. Bfl-c4, Bfl-c4,
Bf8-e7, 5. Rf3-g5, 0-0, 7. Be4xf7f,
Hf8xf7, 8. Rg5-e6, Dd8-e8, 9. Re6
xc7, De8—d8, 10. Rc7xa8, b7—b6, 11.
dxe5!, Rxe5, 12. f4, Rg6, 13. Be3,
Bb7, 14. Rxb6, axb6, 15. Dd4 og
hvítt hefur hrók og 3 peð fyrir ridd-
ara og biskup og stendur betur.)
4 Rb8-d7
5. Bfl—c4 Bf8-e7
6. Rbl—c3 c7—06
7. 0-0 0-0
8. d4xe5 d6xe5
9. Ddl—e2 Dd8—c7
10. Rf3-h4 b7—b5
11. Rh4—f5! góður millileikur
11. Be7-d8
12. Bc4-b3 Rd7—c5
13. Rf5-g3? a7-a5!
Svartur hefur greinilega verri
stöðu, en með þessum leik hótar
svartur að vinna mann með 15.........
a4 og síðan 16........b4 og Ba6. —
Svarta peðastaðan veikist hins vegar
Þarna er ekkert vegasamband,
að kalla megi, aðeins krákustíg-
ar líkastir förum sem skepnur
hafa upprunarlega myndað í
leit að færustu leið milli fjalls
og fjöru, krækjandi fyrir verstu
ófæru.
Sums staðar á Hellisgötu og
Merkurgötu geta bifreiðar bók-
staflega ekki mætzt. Kirkjuveg-
urinn er ýmist tvíbreiður eða
hálfbreiður.
Aðalvegir í gegnum Hafnar-
fjörð eru stundum taldir al-
gjörlega ófærir, að dómi bif-
reiðastjóra, sem þar þurfa að
aka.
Gangstíga vantar við nær alla
vegi og stafar vitanlega af þessu
hin mesta hætt, sérstaklega
fyrir gamalmenni og mæður
með börn sín.
Við skulum sleppa útliverf-
unum að sinni, en láta þetta
nægja sem örlítið brot af þriggja
tuga ára framkvæmdum Al-
þýðufl. í Hafnarfirði með komm-
ana í skutnum hin síðari ár.
Þegar Hafnfirðingar ganga
um götur bæjarins og fá for-
ina skvettandi á föt sín eða
blindandi í andlitið, þá er það
kveðja frá Alþýðu- og Komm-
úninstaflokknum, og þegar við
í sumar fáum göturykið þyrl-
andi í vit okkar, mökkurinn
leggst kæfandi á tré og blóm,
og húsmæðurnar hafa ekki við
að þurrka þennan götuáburð af
húsgögnum sínum, þá er það
með hinnstu kveðju frá Kröt-
um og Kommum.
Kosningar fara í hönd og öll
viðbrögð þeirra nú benda til
þess, að þeir viti að valdatími
þeirra sé nú senn á enda.
Bílstjóri.
mikið við þetta og hvítur notfærir
sér þetta á lærdómsríkan hátt og er
sýnilega við öllu búinn.
14. Gg5-e3
(Hvítur gefur skiftamun. Mögu-
leiki var 14. De3, Rxb3, 15. axb3,
h6, 16. Bxf6, Bxf6, 17. Rh5, Be7.)
14............... Rc5xb3
15. a2xb3 b5—b4
16. Rc3—a4 Bc—a6
17. De2-f3 Baöxfl
18. Halxfl
(Svartur hefur skiftamun yfir en
hvítur fær reitinn f5 og mikla sókn-
armöguleika.)
18............... Rf6-d7
19. Rg3-f3 Kg8-h8
20. Hfl-dl!
Hvítur bindur svartabiskupinn á
d8, þar sem hann stendur illa og
hindrar samspil svörtu mannanna.
20...... c6—c5
21. Df3-g4 g7—g6
22. Rf5-d6
(Svartur er í miklum vanda stadd-
ur.)
22 .... Rd7-f6
Hvítur hótaði 23. Rb5 sem vinnur.
23. Dg4-f3
Hvitur leikur drottningunni á f3
aftur, en nú er svarta kóngsstaðan
mjög veik.
23 .... Bd8-e7
24. Be3xc5 Ha8-d8?
Tapar strax 24...Ha6, 25. Rb7,
Db7, 26. Bd6! og svartur á úr vöndu
að ráða t. d. 26....Hd8, 27. Rc5!,
Bxb5, 28. Bxe7, Hxdlf og Dxdl og
vinnur!)
25. Bc5-b6 Dc7xd6
26. Hdxd6 Hd8xd6
27. Bb6—c5 Hd6-d7
28. Bc5xe7 gefið
(Skýringar eftir Sigurgeir Gísla-
son).
s
*
/
(