Hamar - 23.12.1958, Blaðsíða 9

Hamar - 23.12.1958, Blaðsíða 9
HAMAR 9 Óla$ur ‘þorvaldsson: X IWwmnQM nf Mölununi Ólafur Þorvaldsson, þingvörður, er fæddur og uppalinn liér við Hafn- arfjörð, sonur hjónanna Önnu Katrínar Árnadóttur og Þorvaldar Ólafs- sonar bónda í Ási. — Ólafur hefur gengt störfum á Alþingi um ára bil, en jafnframt því hefur hann fengizt mikið við ritstörf og hafa birzt eftir hann, bæði í blöðum og útvarpi, greinar og greinaflokkar. Auk þess hafa komið út bækur eftir Ólaf. — Ólafur varð góðfúslega við þeirrí beiðni að taka saman stutta grein af einhverjum minningum sínum liéðan úr Hafnarfirði, eins og hann hefur áður gert fyrír Hamar, en Ólafur er mjög kunnugur um gamla Hafnarfjörð og hafa frásagnir hans og upplýsingar þótt mjög skýrar og réttar lieimildir. Ritstj. Það mun hafa verið 1902 eða 1903, að fyrsta fiskgeymsluhús- ið var byggt á Langeyrarmöl- um. Hús þetta lét Ágúst Flyg- enring kaupmaður byggja, og var smiður þess Olafur Magnús- son. trésmíðameistari frá Rvík, og hafði hann með sér, að mig minnir, einn lærling, auk þess sem ég og Þórarinn heitinn Böðvarsson vorum þeim til að- stoðar við að reisa, og svo var gripið til okkar til ýmissa hand- langana. Olafur Magnússon smiður, sem hér um ræðir, var síðar þekktastur í Reykjavík og víðar 'v undir nafninu Olafur í Fálkan- um, og þarf varla lengur að kynna manninn. Fyrirtæki þetta, Fálkinn, er nú með stærstu iðn- aðar- og verzlunarfyrirtækjum í Reykjavík. Á Langeyrarmalir hef ég ekki komið síðustu 30 árin, en hús það, sem hér um getur, stendur þar enn, að vísu mikið endur- bætt. Hús þetta var mjög vand- að sem fiskhús, þ. e. fyrir full- þurran fisk, allt klætt innan með panel og vel frá öllu gengið. Á mölunum var verkaður fisk- ur af skútum Ágústar, sem þá munu hafa verið til að byrja með 3 eða 4. Allur fiskur var þá þveginn-úti, framan í há-malar- kambinum. Þvottakerin voru sundursagaðar stórar ámur (tunnur), og stóð ein stúlka við ' hvert ker. Þvegið var úr sjó, sem ýmist var borinn í vatns- fötum eða tunnum, sem bornar voru á handbörum. Allur fiskur var talinn að eða frá stúlkunum, þar eð fiskurinn var þveginn í ákvæðisvinnu. Tvö fyrstu sumurin, sem þarna var verið, vorum við Þórarinn heitinn Böðvarsson teljarar, og þótti bæði virðingar- og ábyrgðar- H starf, þar sem báðir vorum við ungir og lítt reyndir. Einnig áttum við að sjá um þvottinn að öðru leyti. Fiskinum af hverri skútu varð að halda nákvæm- lega í allri meðferð útaf fyrir sig, þar eð flestir skútumenn- irnir áttu helminginn af því, sem j þeir drógu, en hver maður hafði sitt merki á sínum fiski. Þegar farið var að þurrka fiskinn, sem að öllu leyti fór fram úti, kom oftast einhver reyndari maður okkur teljurunum til sögunnar. Allir voru komnir til vinnu, hvort heldur að þvotti eða þurrki kl. 6 að morgni, þvotti hætt kl. 7, en þerrir látinn að mestu ráða, hvenær lokið var við samantekningu, oft ekki fyrr en 8—9 að kvöldi. Eftir- eða næturvinnukaup þekktist ekki. Margar minningar á ég frá um nóttina var sýnilegt, að ekki yrði lokið pökkuninni, þótt alla nóttina væri verið að. Var þá ákveðið að fara heim, en mæta aftur kl. 6. Þarna var allmargt fólk, karlar og konur, eldri og yngri, þó var ekki annað karl- manna, utan matsrtianns og yf- irmannanna, Olafs Böðvarsson- ar verzlunarstjóra, Flygenrings, Runólfs Þórðarsonar, bróður Ágústar, og við þrír strákar, ég, Þórarinn Böðvarsson og Þorlák- ur Benediktsson, — og svo þrír gamlir menn, sem voru Bjarni Ásmundsson í Gestshúsum, Þor- steinn Þorsteinsson eldri í Kletti og Þórður Þórðarson á Bala, oftast kenndur við bæ, sem hann hafði fyrir löngu búið í vest- ur í Garðahverfi, og nefndist Höll, og var Þórður oft kenndur við bæ þennan síðan. — Þegar út úr fiskhúsinu kom, var svarta myrkur úti, og um hraun- ið svart og skuggalegt heim að sækja. Allir flýttu sér á stað sem Bátur í nausti, Malir í baksýn. þessum árum í sambandi við þessa vinnu, allar góðar, og ým- islegt kom fyrir, sem við, sem vorum ungir og svolítið gáska- fullir, liöfðum nokkvnt gaman af, þótt fæst af því myndi nú þykja í sögur færandi, og alls vegna verður hér framhjá geng- ið að mestu. Ég held ég verði þó að geta eins atviks, blandið gamni og alvöru, þótt við, sem yngri vorum, sæum þá helzt broslegu hliðina. — Það var komið fram í ágúst og nótt farin að verða dimm. Verið var að pakka fiski, sem átti að fara til Danmerkur. Það þurfti held- ur að flýta verkinu, og því hald- ið áfram eftir kvöldverð, og var hugmyndin að ljúka því um eða eftir miðnætti. Nú gekk mat á fiskinum og annað nokk- uð seinna við léleg ljós heldur en reiknað var með. Klukkan 2 GLEÐILEG JÓL! Gott og farsælt nýtt ár. Þökkum viöskiptin á líðandi ári. Þvottahúsið Fríða Sími 50832 mest mátti, því svefntíminn var stuttur framundan. Enginn hugði því að gömlu mönnun- um, — en sem betur fór héldu þeir þó saman. Einn þeirra, Bjarni Ásmundsson, var mjög bagaður af gigt, eða því um Hku, og braskaðist áfram á tveim stöfum. Kom svo, þegar hann átti að fara að ganga í svartá myrkri á mjög ójöfnum og grýttum götuslóða, — að hann bókstaflega komst ekkert án annarra hjálpar. Nú voru góð ráð dýr fyrir blessuðum gömlu þremenningunum. Allt fólkið bak og burt og húsið lokað, svo ekki var um annað að gera en reyna að pota sér af stað. Þorsteinn og Þórður tóku þá Bjarna milli sín og sigu heim á leið. Allir munu þeir hafa verið náttblindir og orðnir fót- fúnir, og sóttist því gangan seint eftir að hraunið tók við, sem bráðlega var. Af för þeirra segir lítið, að öðru leyti en því, að laust fyrir kl. 6 um morg- uninn mætum við, sem fyrst vorum á ferðinni til vinnunn- ar, gömlu mönnunum, og voru þeir þá ekki komnir til byggða, þótt ekki væri langt eftir. Ég (Framhald á bls. 19) GLEÐILEG JÓL Farsælt mjár! Bílaverkstæði Hafnarfjarðar hf. GLEÐILEG JÓL! Farsælt njár! Þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári. Málningarstofan, Lækjargötu 32 GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýár! Þökkwn fyrir viðskiptin á líðandi ári. Velsmiðja Hafnarfjarðar hf. (jteífitey jcU Farsælt nýár!

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.