Hamar - 23.12.1958, Page 11
HAMAR
11
t
K
V
V
f
„Hvað er þetta?“ hrópaði kongurinn bálreiður. „Átti
ég að koma til að hlusta á þetta? Ég hef nú aldrei á
ævi minni heyrt neitt eins afkáralega ljótt? Verið þér
sælir, herra Hermann, þér sjáið mig aldrei framar.“
Og konungurinn ók í burtu í skrautvagninum sínum.
Herra Hermann var nær gráti af vonbrigðum. „Burt
með þessa leiðinlegu grænu froska,“ æpti hann. „Ég vil
aldrei heyra þá eða sjá framar. í kvöld skulu þeir aftur
fluttir í óhreinu tjörnina í skóginum, sem þeir eru komn-
ir frá.“
Einni stundu síðar voru froskarnir aftur farnir að
syngja glaðlega í sinni eigin tjörn í skóginum, og þeir
voru mjög hamingjusamir.
„Herra Hermann má álíta tjörnina okkar óhreina, ef
honum þóknast,“ sagði Frokki froskur. Við erum full-
komlega ánægðir með hana og viljum miklu heldur
búa hér en í hörðu steintjörninni hans.“
„Heyr!“ kvökuðu hinir froskarnir. — Síðan sungu
þeir allir í kór:
„Göngum, göngum, göngum upp í gilið“.
Það var nefnilega uppáhaldskvæðið þeirra.
(Þýtt)
Sagan um myndastyttuna
Franz Jósef var keisari í Aust-
urríki fyrir nokkrum áratugum
síðan; hann var jafnframt kon-
ungur Ungverjalands. Þá var
afmælisdagur konungsins alltaf
haldinn hátíðlegur í Ungverja-
landi með mikilli viðhöfn. Leik-
hús landsins tóku þátt í hátíða-
höldunum og efndu til sérstakra
sýninga í tilefni dagsins.
Forstjóra leikhúss nokkurs í
lítilli ungverzkri borg langaði til
að efna til sérlega glæsilegra
hátíðahalda á afmælisdegi kon-
ungsins, og þess vegna lét hann
senda sér frá höfuðborginni,
Búdapest, afar fallega gips-
styttu af konunginum. Hann
vildi hafa allt sem hátíðlegast
og lét því skiæyta leikhúsið með
pálmum', og ljóskastarar vörp-
uðu alla vega litum ljósgeislum
á leiksviðið. Hljómsveitin átti
að leika falleg lög, og síðan átti
að vera almennur söngur, sem
áhorfendur skyldu taka þátt í.
En að morgni afmælisdags
konungsins kom fyrir hræðilegt
atvik. Einhver klaufalegur ná-
ungi felldi myndastyttuna, svo
að hún brotnaði í þúsund mola.
Leikhússtjórinn var nær gráti
af gremju. Hann vissi ekkert,
hvað nú skyldi taka til bragðs.
En þá tók hann allt í einu eftir
því, að einn af leikurunum líkt-
ist mjög konunginum. Hann lét
því maka hvítum lit á leikar-
ann, og pálmar og blóm voru
sett fyrir framan hann; þar með
var hann orðinn að ágætri
myndastyttu!
Leikhússtjórinn sagði leikar-
anum, að hann myndi fá tvö-
föld laun, ef þetta heppnaðist
vel, en hann mundi hljóta harða
refsingu, ef hann hreyfði sig.
En leikarinn fullvisaði leikhús-
stjórann um, að það myndi aldr-
ei koma til greina, hann mundi
ekki hreyfa sig hið allra
minnsta, og varð leikhússtjór-
inn þá rólegur.
Nú hófust hátíðahöldin. Styttu
leikarinn stóð á leiksviðinu, um-
kringdur fögrum blómum. —
Tjaldinu var nú lyft, og styttan
stóð í litfögru geislaskrúði frá
Ijóskösturunum. Hljómsveitin
tók nú að leika; allir risu á
fætur og sungu þjóðsönginn. En
fólkið söng aðeins nokkrar sek-
úndur, og síðan tóku allir að
skellihlæja. Vesalings leildiús-
stjórinn leit í ofboði á styttu-
leikarann. Getið þið hugsað
ykkur, hvað hafði gerzt? Það,
sem gerðist, var, að ekki aðeins
áhorfendurnir sungu þjóðsöng-
inn, heldur líka myndastyttan!
Þrautir
Ferðin til Mekka.
Múhameð gamli var ein-
kennilegur maður jafnt dauður
sem lifandi. í erfðaskrá hans
var mælt svo fyrir, að synir
hans tveir skyldu ferðast til
Mekka á úlföldum. Allur arfur-
inn, hafði gamli maðurinn skrif-
að, skyldi renna til þess sonar-
ins, sem ætti þann úlfalda, sem
seinna kæmi til Mekka. Syn-
irnir, sem alltaf höfðu virt föð-
ur sinn og sýnt honum fyllstu
hlýðni, reyndu af fremsta megni
að uppfylla þessa hinztu ósk
hans, en áttu í miklum erfið-
leikum með það. Hvor um sig
ætlaði auðvitað að gera allt, sem
í hans valdi stóð, til að hljóta
arfinn, og þess vegna var hvor-
ugur þeirra neitt að flýta sér
til Mekka. Þeir slóruðu því eins
og þeir gátu, og hvor um sig
vonaði, að bróðir sinn mundi
gleyma sér og halda inn í borg-
ina á undan sér.
Ferðin var búin að standa
yfir í tvær vikur, þegar þeir
stigu af baki, dauðþreyttir,
hungraðir og niðurbeygðir, og
grétu hvor við annars öxl.
En í sama bili átti vitringur
nokkur leið þarna um veginn;
hann nam staðar og spurði,
hvers vegna þeir væru svona
hryggir. Þeir skýrðu honum frá
]dví, og hlustaði vitringurinn á
þá með áthygli. Þegar þeir
höfðu lokið frásögn sinni, sagði
hann:
„Erfiðleikar ykkar eru ekki
eins miklir og þið álítið,“ og
hann sagði þeim, hvernig þeir
gætu uppfyllt vilja föður síns
án tafar. Undir eins og vitring-
urinn hafði lokið máli sínu,
stukku báðir bræðurnir eins
fljótt og þeir mögulega gátu á
bak úlföldunum og hröðuðu
sér til Mekka sem mest þeir
máttu.
Hvað sagði vitringurinn þeim
að gera?
Reikningsþrant
María keypti blýanta, nokkur
strokleður og pappírsklemmur í
ritfangaverzlun. Hver blýantur
kostaði kr. 2.50, hvert strokleð-
ur kr. 1.25 og hverjar pappírs-
klemmur kostur 25 aura. — Ef
hún keypti samtals 200 stykki
af þessu fyrir kr. 72.50, hve
marga blýanta, hve mörg strok-
leður og hve margar pappírs-
klemmur keypti hún þá?
(Lausnir á bls. 19)
HAFNFIRÐINGI nokkrum
stærði sig af því, live mikill
sundmaður hann væri. Einn af
þeim er áhlijddi, sagði þá: „Það
er mjög eðlilegt að þér syndið
vel, því að allar blöðrur fljótaF
SKÁLDIÐ Dante spurði eitt
sinn borgara einn í Florens,
hvað væri orðið framorðið. „Það
er rétt um þann tíma sem vant
er að brynna nautunum,“ svar-
hér ennaði náunginn.
„Og þér standið hér enn?“
mælti Dante.
MAÐUR, sem liafði tvo um
áttrætt gekk að eiga 15 vetra
gamla stiílku. Þegar hann leiddi
brúðurina upp að altarinu, hvísl-
aði meðhjálparinn að honum:
„Þú ert að villast maður!
Þarna er skírnarfonturinnF
EFTIRFARANDI vísa var ort
um Ijóðabók Kiljans:
Þitt hef ég lesið, Kiljan, kver
um kvæðin lítt eg hirði.
En eyðurnar eg þakka þér,
Þær eru nokkurs virði.
•‘ix.e
ÍRI og FRAKKI þrættu *um
það, hvort vinur þeirra væri ís-
lendingur eða Fransmaður.
„Ég lít svo á,“ sagði Frakk-
inn, „að ef hann sé fæddur í
Frakklandi, þá sé liann FrakkiF
Það var merkilegt,“ sagði ír-
inn, „myndir þú þá kalla það
smáköku, ef köttur ætti kettl-
inga í bakarofni?“
Óskum öllu okkar starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegra jóla
góðs og farsæls nýárs
með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári.
Bátafélag Hafnarfjarðar h.f.
Bjarg h.f. — Björg h.f.
GLEÐILEG JÓL!
Fnrsælt nýár!
Verzlun Valdimars Long
|
§
GLEÐILEG JOL!
Farsælt nýár!
Þakka viðskiptin á líðandi ári.
Geir Jóelsson
HAMAR óskar öllum bæjarbúum og öðrum lesendum
gleðilegra jóla
og gæfuríks ko'mandi árs.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í HAFNARFIRÐI
óska öllum Hafnfirðingum
gleðilegra jóla
og gæfuriks komandi árs, með beztu þökkum
fyrir ánægjulegt samstarf á líðandi ári.
Fram — Stefnir — Vorboðinn — Þór
GLEÐILEG JOL!
Farsælt nýar!
Þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári.
Rafveitubúðin
GLEÐILEG JOL!
Farsælt nýar!
Þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári.
Nýja bílstöðin h.f.
t
GLEÐILEG JOL!
Farsælt nýar!
Þökkum fyrir viðskiptin á líðandi ári.
Verzlun Bergþóru Nýborg
Óskum öllum viðskiptamönnum vorum
gleðilegra jóla
góðs og farsæls komandi árs.
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Skipasmíðastöð Hafnarfjarðar h.f.
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla
og góðs komandi árs.
Þökkum viðskiptin.
Rétting og Málning h.f.
$