Eyjablaðið - 17.04.1944, Blaðsíða 1

Eyjablaðið - 17.04.1944, Blaðsíða 1
EYJABLAÐIÐ 2. tölublað 17. apríl 1944 5. árgangur Verkcdýðssamtökin sameinast aftur undir eitt húsþak Verkamannafélagið Drífandi og Verkakvennafélag- ið Snót buðu íélögum Alþýðusambandsins hér í bæn- um að gerast sameiginlega eigendur að Alþýðuhús- inu og fleiri eignum gömlu félaganna. Fyrir skömmu var hér staddur í bænum fulltr. Alþýðusambands- ins, Jón Rafnsson. M. a. ræddi hann við stjórnir verkalýðsfélag- anna í bænum um eignir þær, er gömlu verkalýðsfélögin hér,Verka- mannafélagið Drífandi og Sjó- mannafélag Vestmannaeyja höfðu á sínum tíma komið sér upp og möguleikana á því, að félög þau, er nú starfa hér innan Alþýðusam- bands íslands fengju þessar eignir til umráða. — En sem kunnugt er var S j ómannafélag Vestmannaeyj a á sínum tíma sameinað Sjómanna- félaginu „Jötni", án þess að sam- komulag fengist þá um yfirfærslu eigna þess. — Auk þess fékkst ekki samkomulag milli viðkom- andi aðilja, þegar Verkalýðsfélag Vestmannáeyja var stofnað, gegn Drífanda að tilhlutun þáverandi sambandsstjórnar, svo að fram til þessa hafa áðurnefnd verðmæti verið eign Verkamannafélagsins Drífandi og Verkakvennafélagsins „Snótar". Nú hefur skipazt svo í þessum málum, að samkomulag hefur tek- izt milli stjórna allra viðkomandi félaga, um að þau sambandsfélög, sem nú eru starfandi hér í bænum gerist sameiginlega eigendur að þessum mikilsverðu eignum, og ber sannaralega að fagna því sem fyrirboða aukinnar einingar og samstarfs félaga og einstaklinga innan verkalýðshreyfingarinnar hér. Fer hér á eftir bréf Drífanda og Snótar til Sjómannafélagsins Jöt- unn, Vélstjórafélags Vestmanna- eyja og Verkalýðsfél. Vestmanna- eyja, þar sem mál þetta er nánar skýrt fyrir lesenduih blaðsins: í tilefni af því, að Alþýðusam- band íslands hefur snúið sér til • vor, sem nú erum eigendur Al- þýðuhúss Vestmannaeyja, höfum vér í samráði við erindreka Al- þýðusambandsins, Jón Rafnsson, ákveðið að bjóða eign þessa þeim verkalýðsfélögum hér, sem eru í Alþýðusambandinu, og sendum vér yður hér með eftirfarandi greinargerð um mál þetta: 1. Verkamannafélagið Drífandi sem elzta verkalýðsfélag bæjarins, ásamt SjómannafélagiVestmanna- eyja og Verkakvennafélagi Vest- mannaeyja (og síðar Verkakv.fél. Snót) — hafa unnið sameiginlega að sköpun þeirra verðmæta, sem liggja í Alþýðuhúsinu og sjúkra- sjóðum nefndra félaga. 2. 011 ofannefnd félög hafa frá fyrstu tíð staðið opin öllu verka- fólki — samkvæmt lögum sínum. — Starf þeirra byggist á grund- velli fullkomins skoðanafrelsis og lýðræðis, þannig að lýðræðislegur meirihluti félaganna gat ætíð not- ið sín að því er snerti stjórn þess- ara félaga og meðferð eigna þeirra sem og á öðrum sviðum félags- starfsins. 3. Á sínum tíma hófst hin flokkspólitíska sundrung innan vérkalýðshreyfingarinnar hér. — Verkakvennasamtökin sundrast og Sjómannafélagið Jötunn er stofn- að til höfuðs Sjómannafélagi Vest- mannaeyja af flokkspólitískum á- stæðum. — Á þessum tíma bjóða hin gömlu félög eignir sínar hin- um nýju félögum, ef þau vildu falla frá sundrungarmarkmiðinu og samþykkja að verkalýðshreyf- ingin sameinaðist á félagslegum og stéttarlegum grundvelli innan Alþýðusambands íslands. Þessi einingarbarátta gömlu fé- laganna bar loks þann árangur, að á árinu 1937 og árinu 1938 voru hin sundruðu félög sameinuð inn- an Alþýðusambandsins, þannig að eftir stóðu Sjómannafélagið Jöt- unn, Verkakvennafélagið Snót og Verkamannafélagið Drífandi. Verkakvennafélagið Snót erfði Verkakvennaf élag Vestmannaeyj a, en þar eð þáverandi forusta Jöt- uns vildi eigi þiggja eignir gamla Sjómannafélagsins, gerðust Dríf- andi og Snót réttbornir erfingjar að húseign þess og sjóði, þar eð S j ómannaf élag Vestmannaey j a var lagt niður. 4. Haustið 1938 erVerkamanna- félaginu Drífanda vikið úr Al- þýðusambandinu og Verkalýðsfé- lag Vestmannaeyja stofnað til höf- uðs því og var hið síðarnefnda þegar tekið inn í Alþýðusamband- ið. Verkamannafélagið Drífandi bauð þá strax hinu nýja félagi fé- lagslega sameiningu á stéttarleg- um grundvelli og bauð enn fram eignir sínar, hús og sjóð. En hið nýja félag þekktist ekki boðið — því miður — en gaf hinsvegar yf- irlýsingu þess efnis, að allir verka- menn í Vestmannaeyjum hefðu rétt til þess að gerast meðlimir þess. Til þess að bjarga því, sem bjargað varð af einingu verka- manna hér í bæ um hagsmunamál- in, þ. e. kaupgjaldið, tók Drífandi þá ákvörðun að leggja niður bein afskipti af kaupgjaldsmálum. — En þar eð hann haf ði undir hönd- um dýrmætar eignir, sem hann var löglegur eigandi að og tvö af þremur sambandsfélögum bæjar- ins höfðu ekkert viljað um þær hirða — ekki einu sinni taka við þeim sem gjöf — taldi hann sér skylt að halda sér vakandi till þess að standa vörð um þessar eignir, þar til svo væri málum komið, að hin skipulagða verkalýðshreyfing hér gæti sem heild, eða að mestum hluta notið eignanna og gerzt formlegur eigandi þeirra og verj- andi. 5. Eftír að hin flokkspólitíska sundrung hafði flæmt meirihluta hins félagsbundna verkalýð burt frá eignum sínum og félagsheim- ili, Alþýðuhúsinu, féll það í hlut Drífanda og Snótar, en þó einkum fárra dugnaðarmanna úr þessum félögum, að standa vörð um eign- irnar gegn fjandsamlegum öflum og fyrirtækjum, sem vildu tortíma þeim, ag hefði ekki staðfestu og drenglyndis þessa fólks notið við á þessum tímum, má hverjum manni ljóst vera, að verkalýðs- hreyfing Eyjanna ætti þess nú engan kost að gerast aftur eigandi þessara eigna, sem vita má að nú hafa margfaldazt að verðmæti og menningarlegri þýðingu fyrir alla alþýðu bæjarins, ef hún vill njóta þeirra. — Án Drífanda og Snótar væri nú ekkert alþýðuhús til í Vestmannaeyjum. Þetta er stað- reynd, sem ekki verður véfengd. Með þá reynslu í huga, sem eig- endur oftnefndra eigna hafa feng- ið í þessu efni og lýst er nokkuð hér að framan, skal það hér tekið fram, að Drífandi og Snót telja ekkert félag í bænum hafa nokk- urn rétt til þess að gera kröfu til umræddra eigna, og því síður að eitt eða annað félag geti með nokkrum rétti krafizt hluta af eignum annars þessara félaga, t. d. Sjúkrasjóðs Drífanda. Hinsvegar eru bæði félögin við- búinnúeinsogfyrr að gefa verka- lýðsfélögum Alþýðusambandsins hér kost á því að gerast sameigin- lega eigendur að eignum sínum á lýðræðislegum og félagslegum grundvelli, ef um það næðist sam- komulag. Af öllu þessu verður dregin sú niðurstaða sem hér segir: a) Núverandi eigendur Alþýðu- hússins eru reiðubúnir hvenær sem er, að gefa öllum félögum, sem tilheyra Alþýðusambandi íslands og starfandi eru hér í bæ, kost á að gerast eigendur nefndra eigna — sömuleiðis stendur hverju einstöku þess- ara félaga þetta til boða að til- svarandi híuta, ef það óskar þess á samkomulagsgrundvelli. b) Meginskilyrði slíkrar sameign- ar er það, að séð verði um með skýrum ákvæðum samn- inga eða reglugerðar, að ein- Frh. á 3. síðu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.