Eyjablaðið


Eyjablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 4
4 EYJABLAÐIÐ UR BÆNUM Landakirkja. Messað á Skírdag kl. 5, altar- isganga. Föstudagind langa kl. 2. Páskadag kl. 2 og kl. 5, skírn- ir. Annan páskadag kl. 2. Betel Samkomur um páskana: Skír dagskvöld kl. 8,30. Föstudaginn langa kl. 4,30 og 8,30. Páskadag 4,30 og 8,30. Annan páskadag 4,30. — Margir ræðumenn, mik ill söngur. Utför Kristins Aðalsteinssonar og Guðna Rósmundssonar og minn ingarathöfn um Óskar Eyjólfs- son, Sigþór Guðnason og Elís Hinriksson, sem fórust með v.b. Guðrúnu 23. febr. s. 1., fór fram laugardaginn 21. marz. — Mjög var fjölmennt við athöfnina og blöktu fánar hvarvetna í hálfa stöng. — Þá fór fram í gær, 31. marz, útför Óskars Eyjólfssonar skipstjóra á v.b. Guðrúnu. Jarðarför Ingibjargar Jónsdóttur frá Suðurgarði fór fram mánudag- inn 30. þ. m. Urðarmáninn Svo nefnist nýr félagsskapur, er hyggst láta til sín taka í skemmtanalífinu hér. Fyrsta af- rek félagsskaparins á þeim vett- vangi er revýan Útsynningur, sem frumsýnd verður í Sau*- komuhúsinu í kvöld kl. 8, en þar er fólki heitið miklum hlátri sbr. auglýsingu. Orgel á sjúkrahúsið. Hjón, sem ekki vilja láta nafns síns getið, hafa gefið kr. 500,00 sem stofnsjóð til kaupa á orgeli í sjúkrahúsið. Ætlun gefanda er, að þeir sem hefðu áhuga fyrir þessu máli ,legðu í þennan sjóð fé, eftir því sem ástæður leyfðu. Gjöfum til sjóðsins veitir ráðsmaður sjúkrahússins hr. Steinn, Ingvarsson móttöku. Með þakklæti fyrir gjöfina. Ól. Á. Kristjánsson Málverkasýning. í dag kl. 5 opnar Örlygur Sigurðsson litsmálari (Guð- mundssonar skólameistara frá Akureyri) sýningu á verkuin sín um í Akóges-húsinu. — Örlyg- ur er löngu landskunnur list- málari, þótt ungur sé, og vill blaðið eindregið hvetja bæjar- Sendikennari Framhold af 2. síðu. í ljós í námsflokkum Vestmanna eyja, að þeir sem áður hafa lært eitthvað í esperanto eiga auð- veldar'a en aðrir með að læra hin málin. Þetta er ekki óeðlilegt. því esperanto er einskonar lyk- ill að öðrum málum. Til sönn- unar þessari staðhæfingu vil ég nefna dæmi. Eitt af þeim fáu erlendu málum, sem Englend- ingar læra er franska. Læra þeir í hinum æðri skólum frönsku í 5 ár. Prófdómari nokkur við þessa skóla, er mikið álit hafði á esperantó, fékk því til leiðar komið, að í tveim þessara skóla lærðu nemendur ekki frönsku, heldur esperantó, fyrsta árið og varð frönskunám þeirra ári styttra en hinna. . Eftir 5 ár kom í Ijós, að þeir nemendur, er numið höfðu frönsku aðeins í 4 ár, kunnu áberandi meira í frönsku á prófi en hinir, sem numið höfðu mál- ið í 5 ár. Og svo höfðu þeir auk þess lært esperanto. Kennari sá, er nú kemur er Pólverji, en er nú búsettur í London. Hann er hagfræðingur að menntun. Nam snemma esperanto, hefur staðið fyrir bréfaskóla í esperanto, og auk þess bæði þýtt og frumsamið gieinar á málinu. Er hann sagður afbragðs kennari og kennir eftir hinni svokölluðu bóklausu aðferð. Fer kennslan fram á esperanto, en nemendur þurfa ekki að hafa annað meðferðis en blýant og blað. Doktor Weisblum, en það er nafn kennarans, tekur ekkert fyrir kennslu sína. Aðeins þarf að kosta uppihald hans hér og ferðir frá Reykjavík. Verður því námsgjald sennilega mjög sanngjarnt. Hann hefur í hyggju að kynnast sem bezt ís- landi og íslenzku þjóðinni og hyggst skrifa greinar um ísland erlend blöð. Þeir, sem hyggjast nota tæki- færið og læra málið gjöri svo vel að fylgjast með auglýsingum i blöðum og útvarpi um tilhög'- un kennslunnar. Ó. H. búa til að sjá sýningu þessa, en hún mun verða opin yfir páskana. Athugið! Minningarspjöld Elliheimilisins fást hjá Oddgeiri Kristj- ánssyni Söluumboð fyrir Vestmannaeyjar: IIEILDVERZLUN GtSLI GtSLASON A u g 1 ý s i n g um bann við notkun örvaboga. í 7. grein lögreglusamþykktar fyrir Vestmannaeyja frá 31. marz 1928 er bannað að skjóta af örvabogum á almannafæri. Verður hér eftir ríkt gengið eftir því að ákvæði þessu verði fylgt. Verða bogar og örvar þeirra er bannið brjóta teknir af þeim og þeir auk þess sektaðir. Hinsvegar er leyft að nota örvaboga utan við bæinn, enda sé þess gætt að ekki sé valdið tjóni á fólki, fé eða eignum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, 13. rnarz 1953. TORFI JÓHANNSSON. Utsynningur F RU M SY NIN G i kvöld klukkan 8. — Ólofaðir aðgöngumiðar seldir i dag frá klukkan 5 i Samkomuhúsinu. Málverka- sýning örlygs Sigurðssonar verður opnuð í dag (mið- vikudaginn 1. apríl) kl- 5 síðdegis í Akóges-húsinu.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.