Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 8
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Þegar ölgerðin Ölvisholt hætti að
selja áhugamönnum um bjór-
bruggun bygg og fleira til bjórgerð-
ar greip tölvunarfræðingurinn
Hrafnkell Freyr Magnússon til
sinna eigin ráða. Hann keypti rúm-
lega tonn af byggi, töluvert af geri
og fleiri efnum og tækjum og stofn-
aði vefverslun með bruggvörur.
Vörurnar eru afhentar í bíl-
skúrnum hjá ömmu hans í Selja-
hverfi í Reykjavík.
Ein kippa af algengum íslenskum
bjór í 50 cl. dósum kostar nú hátt í
1.900 krónur í Vínbúðum ríkisins.
Það var þó ekki verðið sem leiddi til
þess að Hrafnkell prófaði fyrst að
brugga bjór fyrir um einu ári síðan.
„Það er ekki þannig að ég drekki
svo mikinn bjór að verðið skipti
máli,“ segir hann. Bruggunin hafi
verið fyrir forvitni sakir. „Ég gerði
eins og flestir, ég prófaði að brugga
úr sýrópi sem er selt í víngerð-
arbúðum,“ segir Hrafnkell en bætir
við að honum hafi ekki líkað bragð-
ið. Í kjölfarið hafi hann lesið sér til
á vefnum fágun.is sem sé netsam-
félag manna sem hafa áhuga á að
brugga bjór úr korni og upp úr því
fór hann að brugga bjórinn frá
grunni, þ.e. úr byggi, humlum og
geri.
Búa til eigin uppskriftir
Þegar Ölvisholt hætti að selja
bruggurum korn hafi hann staðið
frammi fyrir því að þurfa að kaupa
hráefni frá útlöndum. Í tilrauna-
skyni ákvað hann að flytja inn
vörur til endursölu og í október
opnaði Hrafnkell vefversluninn
brew.is. Fyrstu innkaupin voru 600
kíló og það seldist fljótt enda voru
menn komnir í hallæri. Nú gengur
hægar á birgðirnar.
„Ég er búinn að missa smekkinn
fyrir bragðlausum lager-bjór eins og
flestir drekka,“ segir hann. Nú
kunni hann betur að meta bragð-
meiri bjór, svokallað ale. Slíkan bjór
sé þar að auki einfaldara að brugga
en lager- bjórinn. Bjórbruggun sé
reyndar einföld í eðli sínu, enda hafi
hún verið stunduð um hundruð ára.
Þetta er ekki eina vefverslunin
sem Hrafnkell hefur komið á lagg-
irnar. Hann stofnaði líka kreppu-
gler.is fyrir um einu og hálfu ári síð-
an.
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Heimilisiðnaður Hrafnkell Freyr Magnússson með korn til bjórbruggunar.
Hann segir nokkuð um að menn dundi sér við að búa til uppskriftir.
„Það er engin svakaleg hreyfing í
þessu, það eru ekkert allir að
brugga. Þetta er ákveðinn nörda-
hópur sem hefur gaman af þessu.
Þetta er bara áhugamál og menn
dunda sér við að búa til uppskriftir
og finna eitthvað sem þeim finnst
gott,“ segir Hrafnkell. Starfsemin
sé fyllilega lögleg og ekkert eins-
dæmi hér á landi. „Ég hvet nátt-
úrulega engan til að gera bjór sem
er sterkari en 2,25%,“ segir Hrafn-
kell. Lítið mál sé að stjórna styrk-
leikanum.
Smekkurinn breyttist
Heimabruggarar brugga yfirleitt
um 20 lítra í einu. Ferlið er til-
tölulega einfalt en nokkuð tíma-
frekt; það taki um fimm klukkutíma
að verka kornið og koma gerjun af
stað. Seinna þarf að tappa á flöskur.
Töluvert er því hægt að framleiða,
hafi menn áhuga á því. Hrafnkell
segir að hann drekki alls ekki meiri
bjór nú en áður en hann byrjaði að
brugga. Smekkur hans hafi hins
vegar breyst.
Bruggverslun
í bílskúrnum
hjá ömmu
Til bjórbruggunnar þarf 30 lítra
gerjunarfötu með loki og vatns-
lás, 30 lítra suðutunnu eða pott,
kornpoka eða grisju, hitamæli,
sykurflotvog (til að mæla áfeng-
isinnihald), korn, humla og ger.
Í 20 lítra uppskrift þarf yf-
irleitt um fimm kíló af korni.
Þegar búið er að brugga líða
um 10 dagar þar til bjórnum er
tappað á flöskur og bjórinn er
neysluhæfur um 10 dögum eftir
átöppun. Þetta er þó mismun-
andi eftir tegundum og er yf-
irleitt betra að láta bjórinn
þroskast.
Hrafnkell segir að nauðsynleg
tæki og tól til bjórgerðar kosti
um 20.000 krónur. Hráefni í 20
lítra blöndu kostar 4.000 og því
kostar hálfur lítri af heima-
brugguðum bjór um 100 krónur
þegar búið er að afskrifa fjár-
festingu í tækjum.
Hálfur lítri á
100 krónur
HRÁEFNI OG TÆKI
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Steingrímur J. Sigfússon lýstiþeirri skoðun sinni í Kryddsíld
Stöðvar 2 á gamlársdag að ríkis-
stjórnin nyti stuðnings 35 þing-
manna.
Hannhélt
því einnig
fram að
umræður um erfiðleika ríkis-
stjórnarinnar og sundrungu innan
hennar væru stormur í vatnsglasi.
Ástandið nú væri ekkert mjög
óvenjulegt.
Jóhanna Sigurðardóttir var sömuskoðunar um að ástand ríkis-
stjórnar Íslands um þessi áramót
væri ekkert mjög frábrugðið því
sem gerðist hjá fyrri ríkisstjórnum.
Um leið lýsti Jóhanna þeirriskoðun sinni að þingmenn-
irnir þrír í VG sem ekki studdu fjár-
lagafrumvarpið væru ekki stjórn-
arþingmenn.
Jóhanna er með öðrum orðumþeirrar skoðunar að rík-
isstjórnin hafi stuðning 32 þing-
manna en Steingrímur telur að hún
njóti stuðnings 35 þingmanna. For-
menn stjórnarflokkanna geta með
öðrum orðum ekki einu sinni komið
sér saman um hver stuðningurinn
er við ríkisstjórnina.
Í sama þætti benti SigmundurDavíð Gunnlaugsson á að ekki
væri hægt að vera með ríkisstjórn
sem gæti ekki sinnt mikilvægum
málum af því að hún væri svo upp-
tekin við að lifa af.
Það er mikið til í þessu. Rík-isstjórn er ekki líkleg til að
gera gagn ef öll orkan fer í að
smala köttum, eins og forsætisráð-
herra hefur kosið að orða þetta
helsta vandamál þjóðarinnar.
Óvenjuleg óvissa
um stuðning
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 2.1., kl. 18.00
Reykjavík 6 súld
Bolungarvík 4 súld
Akureyri 6 alskýjað
Egilsstaðir 0 skýjað
Kirkjubæjarkl. 3 skýjað
Nuuk 1 léttskýjað
Þórshöfn 3 skýjað
Ósló -2 heiðskírt
Kaupmannahöfn -1 heiðskírt
Stokkhólmur -2 skýjað
Helsinki -11 snjókoma
Lúxemborg 1 skýjað
Brussel 1 skýjað
Dublin 2 alskýjað
Glasgow 1 skýjað
London 2 skýjað
París 2 léttskýjað
Amsterdam 2 léttskýjað
Hamborg 2 skýjað
Berlín -1 léttskýjað
Vín 1 snjókoma
Moskva -2 snjókoma
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 11 skýjað
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 10 þrumuveður
Winnipeg -23 léttskýjað
Montreal 2 skýjað
New York 10 alskýjað
Chicago -7 heiðskírt
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:18 15:48
ÍSAFJÖRÐUR 11:59 15:16
SIGLUFJÖRÐUR 11:44 14:58
DJÚPIVOGUR 10:56 15:09