Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 22
22 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Sudoku
Frumstig
3 1
9 7 5
6 9 4 7
7 3 9
4 8 1 6 9 3
6
8 4 5 6 3
5 8 1
9
9 3 4 5
8 4 7 6
7
4
2 7 6
8 2 3 9
2 3 9 4
5 4 2 8
2 7
3 6
4 6 8 2
1 2 9
7 3
5 3 4 7
4
2 9 1
1 8 9 3
4 3 5 7 2 1 6 8 9
8 1 7 9 5 6 3 2 4
2 9 6 8 3 4 1 5 7
3 2 4 6 8 7 5 9 1
5 8 1 3 9 2 4 7 6
6 7 9 1 4 5 2 3 8
9 6 2 5 1 8 7 4 3
1 5 8 4 7 3 9 6 2
7 4 3 2 6 9 8 1 5
4 9 7 1 3 2 8 5 6
1 2 6 8 5 7 9 4 3
8 3 5 4 6 9 7 1 2
6 1 3 9 2 5 4 7 8
5 7 4 3 8 1 6 2 9
9 8 2 7 4 6 1 3 5
7 5 8 6 1 3 2 9 4
2 6 9 5 7 4 3 8 1
3 4 1 2 9 8 5 6 7
2 3 4 5 8 6 1 7 9
8 7 1 4 3 9 5 2 6
6 5 9 7 1 2 3 8 4
5 9 6 2 4 3 7 1 8
4 1 2 8 9 7 6 3 5
7 8 3 1 6 5 9 4 2
9 2 8 6 7 1 4 5 3
3 4 7 9 5 8 2 6 1
1 6 5 3 2 4 8 9 7
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er mánudagur 3. janúar, 3. dagur
ársins 2011
Orð dagsins: Vertu ekki hrædd, litla
hjörð, því að föður yðar hefur þóknast
að gefa yður ríkið. (Lk. 12, 32.)
Víkverji óskar landsmönnumgleðilegs árs. Daginn er tekið
að lengja og átakavetur að baki.
Það er í sjálfu sér fagnaðarefni.
x x x
Víkverji er hættur að horfa ásjónvarp. Það var ekki erfið
ákvörðun. Í staðinn horfir Víkverji
á heimildarmyndir og kemur sér
þá vel að hér í borg er að finna
myndbandaleigu við Laugarnesið
sem leggur metnað sinn í að hafa
á boðstólum fjölbreytt efni frá öll-
um heimshornum.
Við Grensásveg er önnur leiga
þar sem skynja má sama metnað,
þótt umfangið sé vissulega minna.
Þar má nálgast lykilverk Oscars
Wilde en óskandi væri ef upp-
færslur BBC á sögum Dickens
bættust í safnið. Breska útvarpið
stóð líka að uppfærslum á verkum
Wildes og var útkoman góð nema
hvað velja hefði mátt betur í hlut-
verk Dorian Gray. Peter Firth er
ekki sannfærandi sem holdtekja
hégómans.
x x x
Víkverji rakst á sjónvarpsþátta-röð um John Adams, einn af
landsfeðrum Bandaríkjanna, og
tók strax frá tíma til að horfa á
herlegheitin.
Þáttaröðin byrjar vel. Teboðs-
hreyfingin sækir hugmyndir sínar
til þess sem handritshöfundar
draga fram. Slagorðin eru þau
sömu.
Eitt af eftirminnilegri atrið-
unum í þáttunum er þegar Ben-
jamin Franklin, Thomas Jefferson
og Adams ræða stjórnarskrána
sem Jefferson hafði gert drög að.
Franklin var aldursforsetinn í
hópnum. Hann las skjalið yfir og
gerði föðurlegar athugasemdir eft-
ir því honum bauð. Í fyrstu máls-
grein staldraði hann við orðalagið
„we hold these truths to be sacred
and undeniable“ og lagði til að
orðunum „sacred og undeniable“
yrði skipt út fyrir „self-evident“.
Með því varð rétturinn sjálfsagður
en ekki heilagur. Þetta er lítil
breyting sem hafði gífurleg áhrif.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 óhreint vatn, 4 fín
klæði, 7 spil, 8 auðugum, 9
skýra frá, 11 ólykt,
13 kvenmannsnafn, 14 fram
á leið, 15 lögun, 17 kássa, 20
hryggur, 22 krumla, 23
snagar, 24 kvarssteinn, 25
sonur.
Lóðrétt | 1 rithöfundur, 2
skeldýrs, 3 garður að húsa-
baki, 4 dreifa, 5 ávinningur,
6 lengdareining, 10 blóma,
12 lærdómur, 13 bókstafur,
15 drukkið, 16 niðurgang-
urinn, 18 fiskað, 19 hímir, 20
vísa, 21 þekkt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hljómfall, 8 þróum, 9 ótukt, 10 áum, 11 læsir, 13 teikn,
15 stund, 18 snæða, 21 átt, 22 fumið, 23 aular, 24 hlunnfara.
Lórétt: 2 ljóns, 3 ósmár, 4 frómt, 5 laufi, 6 óþol, 7 étin, 12 iðn, 14
ern, 15 saft, 16 urmul, 17 dáðin, 18 starf, 19 ætlar, 20 akra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3
Be7 5. 0-0 0-0 6. Rc3 d6 7. h3 Ra5 8.
Rd5 Rxc4 9. Rxf6+ Bxf6 10. dxc4
Be6 11. De2 b6 12. Hd1 h6 13. b3
Kh7 14. Hb1 g6 15. Bb2 De7 16. g4
Bg7 17. Kg2 f5 18. Rh2 fxe4 19. Dxe4
Had8 20. Bc1 d5 21. cxd5 Df7 22. c4
c6 23. d6 b5 24. f3 bxc4 25. bxc4 Bxc4
26. Dxc6 e4 27. Hb7 exf3+ 28. Kf2
De6 29. He7
Staðan kom upp í fyrstu deild fyrri
hluta Íslandsmóts skákfélaga sem
lauk fyrir nokkrum misserum í Rima-
skóla. Alþjóðlegi meistarinn Dagur
Arngrímsson (2.367), sem teflir fyrir
Taflfélag Bolungarvíkur, hafði svart
gegn Sigurði Herlufsen (1960). 29. …
De2+! 30. Hxe2 fxe2+ 31. Ke1 Hf1+!
og hvítur gafst upp.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Verk að vinna. V-AV.
Norður
♠G732
♥65
♦10543
♣D92
Vestur Austur
♠ÁD4 ♠10986
♥K9 ♥D83
♦KG8762 ♦9
♣104 ♣G7653
Suður
♠K5
♥ÁG10742
♦ÁD
♣ÁK8
Suður spilar 4♥.
Vestur opnar á 1♦ og sú sögn rúllar
óhreyfð til suðurs, sem doblar „til að
byrja með“. Norður svarar doblinu
með látlausum spaða og suður veltir
fyrir sér framhaldinu. Það myndi sýna
góð spil að segja 2♥ eftir doblið og 3♥
ætti að vera hvínandi krafa, en suður
þorir ekki að treysta á skyldurækni
makkers og stekkur í 4♥. Útspilið er
♣10 og blindur kemur upp með nyt-
sama ♣D. En það er verk að vinna.
Best er að treysta á trompháspil
annað í vestur – taka fyrsta slaginn
heima og fara af stað með ♥G. Getur
þá tvennt gerst: (1) Vestur drepur og
spilar laufi. Sá slagur er tekinn í borði,
vörnin aftrompuð með svíningu og
spaða spilað. (2) Austur tekur hjarta-
slaginn og spilar tígli. Suður drepur þá
með ás, tekur hjörtun ofan frá, einn
slag á hálauf heima og spilar ♦D.
3. janúar 1597
Heklugos hófst „með stórum
eldgangi og jarðskjálftum svo
þar sáust í einu loga átján eld-
ar í fjallinu,“ eins og segir í
Skarðsárannál. Í tólf daga
heyrðust „dunur með miklum
brestum, álíkt sem fallbyssna-
hljóð“.
3. janúar 1841
Þennan dag mældist hæsti
loftþrýstingur í Reykjavík,
1058,5 millibör. Sama dag 92
árum síðar, árið 1933, mældist
lægsti loftþrýstingur í janúar,
923,9 millibör. Munurinn er
134,6 millibör.
3. janúar 1888
Kristín Bjarnadóttir kaus
fyrst kvenna til bæjarstjórnar
í Reykjavík og notfærði sér
kosningarétt kvenna til sveit-
arstjórna sem veittur var
1882.
3. janúar 1948
Þýskur togari bjargaði fjórum
skipverjum sem hrakist höfðu
í nær átta sólarhringa á hafi
úti á vélbátnum Björgu eftir
að vél bátsins bilaði.
3. janúar 1969
Skinnaverksmiðjan Iðunn á
Akureyri stórskemmdist af
eldi. Morgunblaðið sagði tjón-
ið gífurlegt og að um hundrað
manns myndu missa atvinnu
sína.
3. janúar 1990
Íslandsbanki hf. hóf starfsemi.
Hann tók yfir viðskipti Al-
þýðubankans, Iðnaðarbank-
ans, Útvegsbankans og Versl-
unarbankans. Síðar breyttist
nafn bankans í Glitni og loks á
ný í Íslandsbanka.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Patrekur Örn Pálmason fagnar tvítugsafmæli sínu
í dag. „Það er fínt að eiga afmæli á þessum degi.
Maður er ennþá í góðu skapi eftir jólin og áramót-
in, svo kemur afmælið og maður er fyrstur af öll-
um,“ segir Patrekur og minnist vandræðalegur á
afmæli síðasta árs. „Ég svaf yfir mig og missti af
einu ári. Ég var aðeins of mikið að skemmta mér
um síðustu áramót. Fór að sofa um átta á afmæl-
ismorgninum og vaknaði klukkan eitt um nótt-
ina.“ Hann segir þetta ekki hafa verið skemmti-
lega lífsreynslu. „Mamma bakaði köku og beið
með hana allan daginn. Þetta gerist ekki aftur.“
Patrekur segist ætla að halda upp á árin tuttugu komandi helgi en
þá verður blásið til veislu með ofurhetjuþema í Mosfellsbænum, þar
sem hann býr. Hann vill þó ekki gefa upp hvaða ofurhetju hann muni
koma til með að túlka og segir það eiga eftir að koma í ljós í veislunni
sjálfri. Patrekur verður þó að vinna á afmælisdeginum sjálfum, en
segir það ekki koma að sök þar sem vinnan sé skemmtileg. „Ætli ég
fái mér svo ekki svo köku um kvöldið.“ Hann segir ekkert sérstakt
vera á óskalistanum þetta árið en segir hógværðin uppmáluð að lok-
um: „kannski bara bjór í veislunni.“ hugrun@mbl.is
Patrekur Örn Pálmason er tvítugur í dag
Ætlar ekki að sofa yfir sig
Nýirborgarar
Reykjavík Þóra Mar-
grét fæddist 27. sept-
ember kl. 3.17. Hún vó
3.995 g og 52 cm löng.
Foreldrar hennar eru
Hildur Dögg Ásgeirs-
dóttir og Bjarni Friðrik
Jóhannesson.
Flóðogfjara
3. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 1.49 0,2 8.02 4,5 14.25 0,2 20.31 4,0 11.18 15.48
Ísafjörður 3.54 0,2 9.57 2,5 16.33 0,1 22.28 2,1 11.59 15.16
Siglufjörður 0.26 1,3 6.02 0,2 12.20 1,4 18.42-0,0 11.44 14.58
Djúpivogur 5.15 2,4 11.31 0,3 17.27 2,0 23.39 0,1 10.56 15.09
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú átt að setjast niður og gera þér
grein fyrir því hvað það er sem þú raunveru-
lega sækist eftir í lífinu. Rétt mataræði, úti-
vist og hreyfing gera kraftaverk.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Ljósið innra með þér skín skært, sem
er gott enda er skuggsýnt sums staðar þar
sem leiðin liggur. Vertu viss um að viðleitni
þín sé ekki byggð á misskilningi.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Forðastu allar fjárfestingar og
gerðu nákvæmar áætlanir sem þú ferð eftir.
Þú slærð í gegn með nýstárlega hugmynd.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Jafnvel ástríkustu vinasambönd
lenda í undarlegum pyttum endrum og sinn-
um. Hjálpaðu öðrum að ná takmarki sínu.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þér vegnar vel ef þú vinnur undirbún-
ingsvinnnuna þína. Einhver heillar þig upp úr
skónum. Farðu varlega í umferðinni.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Að vera innan um fólk sem trúir á þig
og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt og þar
með hæfileika og framleiðni. Mundu að að-
gát skal höfð í nærveru sálar.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú vinnur jafnt og staðfastlega að ein-
hverju á bak við tjöldin og aðrir kunna vel að
meta framtak þitt. Láttu mótlæti ekki á þig
fá. Maður getur vel fallið í kramið á sinn
hátt.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Hvað þarftu að gera til þess að
láta hjartað lifna við? Nú er tíminn til þess
að íhuga það.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Einhvers konar herpingur eða
sársauki í líkamanum er alveg ábyggilega í
tengslum við tilfinningar. Jákvætt viðhorf
þitt hvetur samferðafólk þitt til þess að
leggja hönd á plóginn.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Satt er það, þú ert að gera mikið
af því sama og í síðustu viku. Einhver kann
að meta hversu vingjarnlegur þú ert. Vendu
þig á að tala ekki illa um aðra.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú þarft að taka þýðingarmikla
ákvörðun í máli sem snertir annan ein-
stakling. Taktu því engu sem sjálfsögðum
hlut heldur gaumgæfðu málin vel.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Ef þú finnur til óánægju skaltu ekki
byrgja hana inni í þér. Þú ert í ferðaham.
Stjörnuspá