Morgunblaðið - 03.01.2011, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Árið 2011er runniðupp, og
margra atburða
verður minnst.
Á þessu ári
verða þúsund ár frá Njáls-
brennu. Margir aðrir at-
burðir sem litið verður til
tengjast beint og óbeint
tveggja alda afmæli þjóð-
hetjunnar okkar Jóns Sig-
urðssonar, sem fæddur var
á Hrafnseyri við Arn-
arfjörð eins og nær allir Ís-
lendingar vita. Jón varð
ekki þjóðhetja vegna þess
að hann hafi farið brugðn-
um brandi í broddi fylk-
ingar og fallið blóði drifinn
í sárum fyrir ofurefli liðs í
lok ofsafengins bardaga.
Fallið þrotinn að kröftum,
en haldið velli í þjóðfrels-
isbaráttunni. Frelsishetjan
Jón var vissulega þrotinn
að kröftum við ævilok, og
erill hans og átök voru mik-
il og tóku í þótt umgjörðin
væri háttprúð og frið-
samleg.
Jón rökstuddi mál sitt
jafnan af þunga og festu,
ætíð fróðastur manna um
umræðuefnið, sem gaf hon-
um yfirburðastöðu, rétt-
sýnn og ærlegur og vék
ekki fyrir offaramönnum
né kiknaði í hnjáliðunum
gagnvart erlendum valds-
mönnum og hátignum og
var ekki til viðræðu um að
gefa rétt þjóðarinnar eftir
fyrir þeim sem ná vildu
fram kröfum gegn henni,
löglausum eða að öðru leyti
ósanngjörnum kröfum.
Hann fór ekki í neinu
fjarðavillt þegar mest lá
við.
Íslendingar lutu leiðsögn
Jóns, stoltir af foringja sín-
um og þeir vissu að honum
mátti í hvívetna treysta.
Þess vegna var ágreinings-
laust með öllu að afmæl-
isdagurinn hans, 17. júní,
skyldi verða stofndagur
lýðveldisins og af þeim
ástæðum báðum þar eftir
og æ síðar þjóðhátíðar-
dagur Íslendinga.
Þau elskuðu hjón, Ingi-
björg og Jón, eiga hinstu
hvílu í Gamla kirkjugarð-
inum við Suðurgötu,
reyndar í steyptri graf-
hvelfingu niðurgrafinni.
Þar leggur forseti borg-
arstjórnar í
fylgd borg-
arstjórnar veg-
legan krans við
bautastein hans
að morgni af-
mælisdagsins og þá er leik-
ið lagið Sjá roðann á hnjúk-
unum háu, en ljóðið gerði
Hannes Hafstein fyrir
réttri öld. En svo vill til að
eldhuginn og frelsishetjan
sú mun ásamt fleiri skóla-
piltum hafa borið kistu
Jóns áleiðis frá kirkju til
garðs framhjá reitnum þar
sem fullreist Alþingishús
myndi standa ári síðar. Fá-
einum misserum síðar yrk-
ir Hannes, aðeins rúmlega
tvítugur piltur:
Ef verð ég að manni, og veiti það
sá,
sem vald hefur tíða og þjóða,
að eitthvað ég megni, sem lið má
þér ljá,
þótt lítið ég hafi að bjóða,
þá legg ég, að föngum, mitt líf við
þitt mál,
hvern ljóðstaf, hvern blóðdropa,
hjarta og sál.
Sagt var að faðir annars
þjóðskálds, Benedikt faðir
Einars, hefði verið mæls-
kasti maður 19. aldarinnar
á Íslandi, næstur Jóni Sig-
urðssyni. Drengurinn
spurði ungur Benedikt föð-
ur sinn: „Hvað er mælska,
pabbi minn?“ „Það sem
kemur frá hjartanu og fer
til hjartans,“ svaraði Bene-
dikt. Það er alltof oft farið
illa með það gullna tæki-
færi sem forystumönnum
þjóðarinnar er gefið um-
fram aðra til að tala beint
til þjóðarinnar á tímamót-
um. Sérstaklega þegar
áhorfandinn eða lesandinn
skynjar svo vel að alls ekki
neitt af því sem sagt er
kemur frá hjartanu og mun
því ekkert hjarta hitta fyr-
ir með orðum sínum. Eftir-
farandi ljóð skáldsins sæk-
ir því á:
Oss vantar menn,
oss vantar menn!
sem andarteppu-óp brýzt fram
úr öllu því, sem vinna ber.
Það nístir köldum klakahramm
á hvert það brjóst, er lyftir sér,
á hvern, sem bogið bak vill rétta,
með bjargsins þunga leggst það á,
sem dauðra hausa hæðnisgretta
það haugum rofnum starir frá:
Orð, orð
innantóm,
fylla storð
fölskum róm.
(HH)
Orð, orð
innantóm,
fylla storð
fölskum róm}
Oss vantar menn
N
ú þegar við siglum inn í þriðja ár
í kreppu er auðvelt að láta sér
fallast hendur og gefast hrein-
lega upp. Skattar hækka árlega
og ráðstöfunartekjur minnka í
öfugu hlutfalli við hækkandi afborganir á lán-
um, sem virðast alltaf ná að drekkja skjald-
borgum ríkisstjórnarinnar.
Þegar efnahagslegt þunglyndi sækir að er
gott að líta aðeins upp og skoða aðeins stærri
hluta myndarinnar. Vissulega höfum við það
erfitt og erum ekki eina þjóðin sem upplifir erf-
iðleika núna. Síðustu áratugir hafa samt sem
áður reynst þeir allra bestu í sögu mannkyns-
ins. Frá því að lýðum varð ljóst að frjáls verslun
er eina leiðin til velsældar og heimsvæðingin
svokallaða byrjaði hefur hundruðum milljóna
manna, kvenna og barna verið lyft upp úr sárri
fátækt. Langbestur árangur í þessum efnum hefur náðst í
þeim ríkjum, sem hafa opnað markaði sína fyrir erlendri
verslun.
Flestir, sem einhverja grunnþekkingu hafa á hagfræði,
kannast við Adam Smith og dæmi hans um hvernig ná
megi meiri afköstum og þar með meiri verðmætasköpun
með verkaskiptingu. Öðrum lærdómi af skrifum Smiths er
hins vegar ekki hampað eins mikið og hann er sá að því
fleiri sem stunda viðskipti sín á milli því meiri auður verð-
ur til. Því fleiri sem hugsanlegir viðskiptavinir fyrirtækis
eru því meiri möguleika hefur það til að vélvæðast og
draga úr framleiðslukostnaði. Þegar fjölmennar þjóðir As-
íu og Suður-Ameríku (Afríka er því miður
ennþá mun lokaðri en hinar álfurnar tvær)
opnuðu landamæri sín fyrir verslun stækkaði
heimsmarkaðurinn öllum til góða.
Við Vesturlandabúar höfum vissulega grætt
á þessari þróun. Ódýr neysluvara frá Asíu er á
hverju heimili og hefur hagur vestrænna neyt-
enda því vænkast. Gróði okkar á þróuninni
bliknar hins vegar í samanburði við þann
ágóða sem löndunum, sem fyrir skömmu köll-
uðust þriðjaheimslönd, hefur áskotnast. Borg-
arar þeirra ríkja sem stigu þessi skref fyrst,
Suður-Kórea og Hong Kong svo dæmi séu
nefnd, hafa lífsgæði sem annaðhvort jafnast á
við okkar eða standa þeim framar. Indland er
langt frá því að vera draumaland frjálshyggju-
mannsins, en frjálsri verslun hefur þar tekist
það sem áratugalöngu daðri við sósíalisma
tókst aldrei, að fækka fátækum Indverjum og búa til
sterka og efnaða borgarastétt.
Það er í raun ótrúlegt hvaða árangur hefur náðst á ekki
lengri tíma og hann ekki náðst vegna opinberrar aðstoðar
heldur þrátt fyrir hana. Auður og velmegun verður til við
framleiðslu og frjáls verslun er eina leiðin til að finna út
hvað best er að framleiða, hvar og hvernig. Ef fram heldur
sem horfir verður heimurinn ennþá efnaðri og auðinum
verður jafnar skipt eftir fimmtíu ár, eða hundrað. Lífið er
erfitt núna, en það er gott að hugsa til þess að framtíðin
getur orðið björt ef hún fær að lýsa upp heiminn í friði.
bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Framtíðin gæti orðið björt
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Mun fleiri árásir á
gyðinga en múslíma
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Mikið fer fyrir fréttum afandúð og jafnvel hatri ámúslímum í vestrænumlöndum en reyndin er
samt að mun fleiri svonefndir „hat-
ursglæpir“, árásir á fólk vegna t.d.
kynþáttar eða trúar, beinast að gyð-
ingum. Þetta á við um Bandaríkin og
Kanada en ekki síst mörg Evrópuríki
þar sem margir hefðu talið að minn-
ingarnar um gasklefa nasista ættu að
halda aftur af fólki.
Alríkislögreglan, FBI, tekur
saman gögn um hatursglæpi í Banda-
ríkjunum. Skráðar voru alls 1303
árásir vegna trúarbragða árið 2009,
þar af 107 gegn múslímum en níu
sinnum fleiri gegn gyðingum eða 931.
Þess skal getið að gyðingar eru tals-
vert fleiri í landinu en múslímar.
Enn meira ber samt á árásum á
gyðinga í Evrópulöndum eins og
Bretlandi, Frakklandi, Hollandi og
Svíþjóð. Menn geta velt fyrir sér hve-
nær árásir á blásaklaust fólk af gyð-
ingatrú hafi það markmið að and-
mæla stefnu Ísraels og hvenær þær
séu einfaldlega framhald af gamalli
hefð gyðingahatursins undir nýju yf-
irskini. Frásögn sænsks blaðs nýlega
þar sem sagt var að Ísraelsher dræpi
Palestínumenn til að útvega sjúkra-
húsum líffæri er dæmi um það sem
mörgum finnst vera leifar af gömlu
gyðingahatri.
En einnig er bent á að ekki megi
nota gamlar og nýjar syndir gyð-
ingahatara til að hefta betur rök-
studda gagnrýni á stefnu Ísraels.
Hverjir standa nú fyrir árásum á
gyðinga á götum úti eða grafreiti gyð-
inga, eru það nýnasistar? Eða ákafir
vinstrisinnar og múslímar sem vilja
mótmæla Ísrael? Sennilega koma all-
ir þessir aðilar við sögu. Hollenskur
stjórnmálamaður, Frits Bolkestein,
sagði nýlega að trúaðir gyðingar ættu
að flytja til Bandaríkjanna eða Ísr-
aels vegna „gyðingahaturs Hollend-
inga af marokkóskum uppruna“.
Hann var hart gagnrýndur og bent á
að nær væri að stöðva árásir á gyð-
ingana en að segja þeim að fara.
„Við viljum bara geta gengið í
friði um göturnar,“ sagði lang-
þreyttur íbúi í Rotterdam á blogg-
síðu. Aðrir segja lögregluna ekki þora
að gera neitt í þessum málum af ótta
við að fá á sig ákærur vegna kyn-
þáttamisréttis gegn aröbum.
Í Amsterdam eru nokkur inn-
flytjendahverfi múslíma þar sem
„gyðingur með kollhúfu getur oft
ekki gengið yfir götuna án þess að
verða fyrir móðgunum, hrækt er á
hann og jafnvel gerð á hann líkams-
árás,“ segir í breska Telegraph.
Hvað veldur hatri múslíma?
Stundum eru viðbrögðin þöggun
og sjálfsblekkingar. Borgarstjóri
Malmö í Svíþjóð, jafnaðarmaðurinn
Ilmar Reepalu, vísaði því að bug að
dæmi væru um árásir múslíma á gyð-
inga. Þetta væru allt hægri-öfgamenn
sem stæðu að baki. Hann hefur beitt
sér ákaft fyrir málstað Palest-
ínumanna og segir að mótmælum
gegn stefnu Ísraels megi ekki rugla
saman við gyðingahatur.
En hvers vegna hata margir
múslíma alla gyðinga, hvort sem þeir
búa í Ísrael eða annars staðar?
Enginn vafi er á að oft er það
vegna deilnanna um Palestínu. En
dæmi voru um blóðugar gyð-
ingaofsóknir í ríkjum íslams fyrr á
öldum. Þótt hatrið hafi verið minna
áberandi en í Evrópu var það samt
fyrir hendi. Síðan er oft bent á að leið-
togar í Miðausturlöndum séu ánægð-
ir með að geta notað illleysanlegar
deilur Ísraela og Palestínumanna til
að beina stöðugt reiði almennings að
einhverju öðru en vanhæfni og spill-
ingu sjálfra sín.
Heift Grafreitir gyðinga í Frakklandi hafa á síðustu árum oft verið saurg-
aðir með hakakrossum, einnig hefur verið ráðist á gyðinga á götum úti.
Rætur gyðingahaturs eru marg-
ar og djúpar, oft beindu valda-
menn hatri alþýðufólks frá sér
að gyðingum, þeir urðu heppi-
legir blórabögglar. Seinni tíma
lýðskrumarar, Hitler og fleiri,
gengu svo enn lengra og
reyndu að útrýma gyðingum,
m. a. til að klófesta eignir
þeirra.
Ásakanir gegn gyðingum
eiga fyrst og fremst eitt sam-
eiginlegt: þverstæðurnar. Flest-
ir gyðingar í A-Evrópu voru
bláfátækir, samt voru þeir sak-
aðir um að auðgast á kostnað
annarra. Kirkjan ýtti öldum
saman undir hatrið með því að
saka gyðinga um að hafa drep-
ið Krist enda þótt Rómverjar
hafi krossfest hann. Orðalagið
„hinir svikulu gyðingar“ var
notað í bænum fram á 20. öld.
Gyðingar voru víða sagðir neita
að aðlaga sig en ef þeir reyndu
það voru þeir sagðir spilla
„hinu hreina blóði“ þjóðarinnar.
Heppilegir
blórabögglar
GYÐINGAHATUR