Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 6

Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Mikill kippur hefur komið í bólu- setningar gegn svínaflensunni að undanförnu samkvæmt upplýs- ingum Haraldar Briem sótt- varnalæknis. Fregnir hafa borist af fyrstu inflúensutilfellunum og þar af hafa fjórir einstaklingar greinst með svínainflúensu. Þurfti einn þeirra að leggjast inn á sjúkrahús í stuttan tíma en veikindi hans reyndust ekki alvarleg. Þeir sem voru bólusettir gegn svínainflúensu í fyrra þurfa fæstir að fara aftur í bólusetningu en þeir sem eru eldri en 60 ára og með undir- liggjandi áhættuþætti ættu að fá árstíðabundnu bólusetninguna sem hefur verið í boði frá í haust, að sögn Haraldar. Það bóluefni veitir bæði vörn gegn árstíðabundu inflúensu- stofnunum og vinnur gegn svína- inflúensunni. Þó að talið sé að önnur bylgja svínainflúensu sé að hefjast binda heilbrigðisyfirvöld vonir við að hún verði ekki mjög útbreidd hér á landi. Búið er að bólusetja um það bil helming þjóðarinnar. Eru þeir sem ekki hafa fengið bóluefnið hvattir til að láta bólusetja sig, einnig þeir sem hafa fengið inflúensulík einkenni en hafa ekki fengið staðfest að þeir hafi veikst af svínainflúensu. Árstíðabundna inflúensan hefur einnig gert vart við sig að undan- förnu. Eitt tilfelli af inflúensu A og annað tilfelli af B-stofni hafa verið staðfest að sögn Haraldar. „Við mælum þetta líka á fjölda þeirra sem leita til heilbrigðisþjónustunnar með inflúensulík einkenni og erum aðeins orðin vör við að hún sé að aukast en þetta getur þýtt að það séu ein- hverjar vikur í að við sjáum stærri útbreiðslu. Vonandi verður hún þó ekkert mjög stór því við erum þrátt fyrir allt þokkalega varin.“ omfr@mbl.is Fjórir hafa greinst með svínainflúensu  Árstíðabundna flensan gerir vart við sig Morgunblaðið/Ómar Pest Margir létu bólusetja sig. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Greiðslufall hefur orðið hjá þremur B- hluta félögum Reykjanesbæjar og telja bæjarstjórnarfulltrúar Samfylk- ingar að bæjarfélagið eigi að leita til ráðuneytis sveitarstjórnarmála sem geti heimilað Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga að veita bæjarsjóði styrk eða lán. Þetta kom fram þegar fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar var samþykkt í fyrra- dag með sjö atkvæðum meirihlutans. Samfylkingarmenn bentu á að Vík- ingaheimar, Reykjaneshöfn og Kalka væru í greiðslufalli. Óljóst sé enn hvernig mál þeirra leysist en ljóst sé að rekstur þeirra standi ekki undir skuld- um og bæjarsjóður hvorki muni eða geti hjálpað þar til. Eysteinn Eyjólfsson, bæjarstjórn- arfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að óvissuatriði í fjárhagsáætluninni nú, meðal annars með B-hluta fyrirtæki og aðildarfyrirtæki bæjarins eins og Fasteignar sem sé á barmi þess að vera leyst upp, gætu haft þau áhrif að fjárhagsstaða bæjarins væru orðin það alvarleg að leita þyrfti aðstoðar til ráðuneytisins. Slá pólitískar keilur „Þeir sem vilja skoða stöðuna ná- kvæmlega geta kynnt sér að það væri þá líklega helmingur sveitarfélaga sem þyrfti að leita á slíkar náðir ráðuneyt- isins,“ segir Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, um bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Segir hann flokkinn hafa lítið til mál- anna að leggja í bænum. Bærinn leiti til ráðuneyta vegna atvinnuverkefna en Samfylkingin nýti ekki tök sín þar til að hjálpa til. Stöðu bæjarins segir hann viðráð- anlega þegar horft sé til skulda og eigna, sérstaklega skuldahlutfall með tilliti til peningalegra eigna. Árni segir það hafa komið meirihlut- anum á óvart að Samfylkingin skyldi ekki taka þátt í afgreiðslu fjárhags- áætlunar þar sem fulltrúum hennar hafi verið boðið að taka fullan þátt í undirbúningi hennar. „Við erum full bjartsýni um að vinna okkur út úr vandanum. Þannig að full- yrðingar og tilraunir til að gera lítið úr okkar samfélagi og mikla erfiðleika hér eru pólitískar keilur sem Samfylk- ingin er að reyna að slá,“ segir Árni. Þrjú félög í greiðsluvanda  Greiðslufall hjá þremur B-hluta fyrirtækjum Reykjanesbæjar  Samfylking vill að leitað verði til ráðuneytis  Bæjarstjóri segir stöðuna viðráðanlega Eysteinn Eyjólfsson Árni Sigfússon Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það flækir glímuna við endurnýjun kjarasamninga, að stórir hópar launafólks, millitekjuhóparnir, hafa setið eftir í kjarasamningum á umliðnum árum. Þeir telja nú tíma til kominn að umsamdar launahækkanir nái til allra. Launa- kröfur sem fram eru komnar á al- menna vinnumarkaðinum eru ólík- ar hvað þetta varðar og hefur þetta valdið misklíð á vettvangi ASÍ. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, bendir á að millitekjuhóparnir í iðnaðarmannasamfélaginu og ná- lega helmingur VR-félaga hafi gef- ið eftir sinn hlut af almennum launahækkunum í seinustu samn- ingum svo leggja mætti meira í púkkið til að hækka lægstu launin. Þetta hafi verið rétt stefna en af- leiðingin orðið sú að sumir hópar iðnaðarmanna hafa ekki fengið neinar almennar launahækkanir í 7 ár. Þó að þeir hafi notið launaskriðs fram á árið 2007 hafi þeir engar kjarabætur fengið síð- an þá. Nú sé röðin komin að þeim. Starfsgreinasambandið hefur krafist þess að lægstu laun nái 200 þúsund kr., kaupmáttur verði endurheimtur og hinum lægst launuðu verði tryggð- ar auknar kjarabætur. Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, segir fæsta af félagsmönnum VR eingöngu á taxtalaunum. Að meðaltali voru heildarlaun félagsmanna VR 422 þúsund kr. á mánuði skv. seinustu kjarakönnun. Kaupmáttur þessara hópa hefur fallið umtalsvert. Að sögn Kristins tókst að verja kaupmátt lægstu taxta með stöðugleikasáttmálanum og síðasta kjarasamningi en milli- tekjuhóparnir standi eftir með mestu skerðinguna. Skuldavandinn og auknar álögur leggist líka þungt á þennan hóp. „Það hlýtur að verða lögð áhersla á að reyna að bæta þeirra stöðu,“ segir hann. Þetta sé spurning um forgangs- röðun í næstu samningum. „Gald- urinn er að finna skynsamlega leið til að tryggja þessum hópi raun- verulega kaupmáttaraukningu.“ Vilja að umsamdar hækkanir nái til allra  Ólíkar áherslur innan ASÍ á forgangsröðun kjarabóta „Við gerum okkur grein fyrir því að í undangengnum kjarasamningum höfum við lagt sérstaka áherslu á hækkun allra lægstu taxta en í þessum kjarasamningum sem framundan eru þarf örugglega að skoða breiðari launatöflu. Ég lít svo á að millihóparnir telji sig ekkert síður hafa lent í áföllum í þessum efnahagshremmingum. Þetta verðum við að skoða í heild sinni. Ef menn ná samstöðu um einhverja heildstæða launastefnu, þá þarf að ræða hvaða leiðir verða farnar,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttar- félags. Í nýkynntum kjaraáherslum Flóafélaganna segir að markmið launabreytinga verði að tryggja aukinn kaupmátt, hækka sérstaklega lægri launataxta og kauptryggingu. Félög- in stefna að samningi til eins árs. Vilja þau einnig aðgerðir í skattamálum með sérstakri áherslu á lægri launin og hærri vaxtabætur. Skoða þarf breiðari launatöflu AUKA KAUPMÁTT OG HÆKKA SÉRSTAKLEGA LÆGRI TAXTA Sigurður Bessason Útsalan er í fullum gangi Opið til 21 Börn hafa það fram yfir fullorðið fólk að þau finna gleði í ýmsu hversdagslegu sem kannski angrar hina eldri. Svo er um frostið sem breytir vatni í klaka eins og raunin var við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Golli Svellkaldir krakkar á hafnfirsku svelli Rúmlega 32 þúsund manns höfðu í gærkvöldi ritað nafn sitt á undir- skriftalista á heimasíðu Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda til að mót- mæla hugmyndum um „vegatolla í ofanálag við ofurháa eldsneytis- og bifreiðaskatta“ eins og það er orð- að á síðunni. Á síðunni er því mótmælt að stjórnvöld hafi ákveðið að girða höfuðborgarsvæðið af með tollmúr og leggja vegatolla á alla umferð um þjóðvegina inn og út af höfuð- borgarsvæðinu. Tugþúsundir mótmæla Morgunblaðið/Ernir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.