Morgunblaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
vinsæll hjá eldri notendum, því hann
gerir ánægjulegt áhugamál auðveld-
ara með því að skipta út þungum bók-
um í létta tölvu. Kindle er líka snið-
ugur fyrir þá sem ferðast mikið og
vilja taka meira en eina bók með. Rétti
búnaðurinn getur látið eldra fólk kom-
ast yfir efasemdir og kvíða gagnvart
því að prófa nýjan tæknibúnað.
Þeir sem hanna tæknibúnað hafa
lítið hugsað út í að þróa búnað fyrir
eldri notendur, líklega vegna þeirrar
mýtu að eldra fólk hafi ekki áhuga á
nýrri tækni. En það virðist vera að
breytast með einfaldari sjónvörpum
og einfaldari tölvunotkun, t.d er Skype
farið að bjóða upp á einfaldari spjall-
leiðir fyrir eldra fólk.
Reuters
Gömul og ný Það má margt á milli vera í tækniheiminum.
Það er flest kjöt notað í
ítalskar pastasósur og á
mörgum svæðum er mjög
vinsælt að nota andarkjöt og
gera pasta con l’anatra. Oft-
ast er gert ráð fyrir heilum
öndum í uppskriftunum en
það má vel nota andar-
bringur, sem fáanlegar eru í
flestum stórmörkuðum.
500 g spaghetti
2 andarbringur eða ein heil önd
100 g beikon, niðurskorið
2 sellerístilkar, grófsaxaðir
2 gulrætur grófsaxaðar
1 stór laukur saxaður
búnt steinselja
lúka fersk salvía
lúka ferskt timjan
2 lárviðarlauf
4 dl rauðvín
500 dl tómata passata (tóm-
atamauk)
ólívuolía
Parmesan-ostur
Hitið olíuna í þykkum potti. Steikið
beikonið og bætið öndinni/and-
arbringunum út í pottinn. Brúnið vel.
Bætið lauk, gulrótum, selleríi og
kryddjurtum saman við og steikið í
3-4 mínútur.
Bætið tómata passata saman við og
látið malla í 5 mínútur.
Bætið rauðvíninu saman við og leyf-
ið að malla áfram á miðlungshita í um
30-40 mínútur ef þið notið andar-
bringur en helmingi lengur ef þið notið
heila önd.
Takið andarbringurnar/öndina upp
úr pottinum og leyfið að kólna aðeins.
Ef þið notið bringur þá saxið þið þær
síðan í litla bita. Ef þið notið heila önd
þá reytið þið allt kjötið af henni. Skilj-
ið skinnið eftir.
Þrýstið sósunni í gegnum sigti og
setjið aftur í pottinn. Hitið sósuna og
bætið andarkjötinu saman við. Bragð-
ið til og saltið og piprið ef þarf. Leyfið
sósunni að malla í 5-10 mínútur í við-
bót.
Eins og með margar ítalskar upp-
skriftir eru tímasetningar til viðmið-
unar. Ef ykkur finnst sósan þurfa
lengri tíma þá leyfið þið henni að
malla lengur.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbein-
ingum. Blandið saman við kjötsósuna.
Berið fram með nýrifnum Parmesan-
osti og góðu norður-ítölsku rauðvíni.
Steingrímur Sigurgeirsson
Uppskriftin
Pasta con l’anatra
Fleiri uppskriftir má finna á Matur
og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/
matur og á www.vinotek.is
NÝTT ÁR - NÝ MARKMIÐ
FUNDIR - MÓTTÖKUR - VE ISLUR
Ef halda á fund, móttöku, veislu, námskeið eða hópefli eru fáir staðir skemmtilegri en Grímsá
sveitasetur og veiðihúsið við Laxá í Kjós. Við tökum að okkur allar tegundir af veislum og
uppákomum.Bæði húsin taka allt að 40manns í gistingu sem leigjastmeðeðaán þjónustu.
Veiðihúsið í Kjós
Í Veiðihúsinu við Laxá í Kjós
er stór og vandaður veislu-
salur sem tekur allt að 100
manns í sæti og með gistingu
fyrir allt að 40 manns.
Grímsá Veiðihús
Í veiðihúsinu við Grímsá er
glæsilegur salur sem tekur
allt að 70 manns í sæti og
gisting fyrir allt að 36 manns.
Í húsinu er gufubað og heitur
pottur svo hægt er að slaka
vel á eftir góðan dag.
Pöntunarsímar: 618 0083 & 437 0083 - www.hreggnasi.is
Veiðifélagið
HREGGNASI
Morgunblaðið/Eggert
Eigendurnir Ólöf Erna Adamsdóttir og Þóra Þórisdóttir kynntust á brautargengisnámskeiði Impru.
tökur, það eru allir mjög ánægðir.
Það tekur smástund að ná fram-
leiðslugetunni en við vinnum að því.
Við erum a.m.k. mjög bjartsýnar á
að þetta muni ganga vel.“
Sælkerar stór markhópur
Þóra segir búðina vera með
þrjá markhópa. „Ég hélt fyrst að
við yrðum aðallega með ferðamenn
og heilsuunnendur. Svo hefur komið
í ljós að sælkerar eru líka stór
markhópur hjá okkur. Við erum að
selja t.d. kryddsulturnar og sírópin í
sælkerabúðir eins og Ostabúðina og
Búrið en allt sem við framleiðum
seljum við líka annars staðar, t.d. í
Melabúðinni og í ferðamannaversl-
unum. Okkur finnst það að vera
með þrjá góða markhópa gefa okkur
ákveðinn sveigjanleika,“ segir Þóra.
Aðalbláberjate Þær framleiða te úr þurrkuðum íslenskum jurtum
Sultur „Við erum að selja t.d.
kryddsulturnar og sírópin í sæl-
kerabúðir,“ segir Þóra.