Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
Í dag, fimmtudag, standa foreldrafélög Vesturbæjar
fyrir þrettándagleði. Allir Vesturbæingar eru hvattir
til að fjölmenna og taka þátt í góðri skemmtun. Dag-
skráin hefst kl. 17.15 með fjölskylduskemmtun á KR
vellinum. Þar mun Barna- og stúlkukór Vesturbæjar
flytja nokkur lög ásamt barnakór Vesturbæjarskóla.
Þá mun Ingó Veðurguð flytja veðurspá.
Kl. 18.00 verður svo farið í skrúðgöngu niður að Æg-
issíðu þar sem kveikt verður á bálkesti kl. 18.15. Eftir
nokkra söngva munu svo viðstaddir njóta flugeldasýn-
ingar KR flugelda sem hefst kl. 18.45.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Gleði Á þrettándanum eru víða brennur sem gleðja börnin.
Þrettándagleði
STUTT
Íslenskur karlmaður slasaðist al-
varlega þegar hann féll fram af
hárri hengju við borgina Innsbruck
í Austurríki um áramótin. Hann
liggur nú á sjúkrahúsi, en hann
hlaut mænuskaða og er lamaður
fyrir neðan mitti, samkvæmt upp-
lýsingum frá föður mannsins.
Pétur Kristján Guðmundsson,
sem er 24 ára gamall, hafði verið að
fylgjast með flugeldasýningu af
fjallshlíð á gamlárskvöld með vini
sínum, skömmu áður en slysið varð.
Á leiðinni niður hlíðina féll Pétur
fram af hengju með fyrrgreindum
afleiðingum. Félagi hans kallaði
eftir aðstoð sem barst fljótlega.
Pétur, sem er hálfþýskur, er bú-
settur á Íslandi en hafði verið á
ferðalagi með kærustu sinni og vin-
um í Austurríki þegar slysið varð.
Ekki liggur fyrir hvenær hægt
verður að flytja Pétur heim.
Slasaðist illa þegar
hann féll fram af
hengju í Austurríki
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Þú minnkar
um eitt númer
Næg bílastæði
10% afsláttur
í dag
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Útsala
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Kápur, úlpur, jakkar, kjólar, buxur,
peysur, bolir, skór, stígvél ...
Komdu og gerðu
frábær kaup
Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4
Sími 551 3360 og 892 9603
fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is
Fjölskylduhjálp Íslands
er fyrir fólkið í landinu,
og rækir skyldur sínar eins og reglur samtakanna segja til um.
Bókhald samtakanna hefur frá stofnun verið opið öllum.
Þeir sem þunga og kaunum eru hlaðnir eru
velkomnir til okkar.
Við störfum meðan fólkið hefur þörf fyrir okkur
Útsala - Útsala
Laugavegi 84 • sími 551 0756
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Stærðir 38-56
Útsala
30-40%
afsláttur af nýjum vörum
50-70%
afsláttur af eldri vörum
Laugavegi 63 • S: 551 4422
STÓRÚTSALA
HAFIN
VETRAYFIRHAFNIR
Í ÚRVALI
Skoðið
sýnisho
rnin á
laxdal.
is/elba