Morgunblaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is Tveir fangar afplánuðu vararefsingu á dag að meðaltali á síðasta ári. Töl- urnar hafa verið nokkuð svipaðar undanfarin þrjú ár en 2006 og 2005 voru þeir fimm að meðaltali og níu árið 2004. Þegar hefur komið fram að þrír dómar fyrntust á síðasta ári en afskriftir mála sem koma til vegna ógreiddra sekta eru miklum mun fleiri. Taka á tölurnar endanlega saman en aðeins í desember síðast- liðnum voru 87 mál afskrifuð. Þar með voru 6,7 milljónir króna afskrif- aðar. Í ársbyrjun voru nærri níu hundruð einstaklingar eftirlýstir í kerfi lögreglu vegna ógreiddra sekta Augaleið gefur að ef fleiri rými væru í fangelsum landsins myndu fleiri afplána vararefsingar. En þrátt fyrir plássleysi er ekki þar með sagt að hægt sé að sleppa því að greiða sektargerðir eða dómsárituð sektar- boð. Slíkt hefur ýmis óþægindi í för með sér. Nærri 20 þúsund innheimtumál Í upphafi desembermánaðar síð- astliðins voru 19.300 mál til inn- heimtu hjá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar (IMST), en emb- ætti sýslumannsins á Blönduósi sér um hana. Erna Björg Jónmunds- dóttir, deildarstjóri hjá IMST, segir að ef skuldarar sinni ekki greiðslu- áskorunum taki við fjárnám. Eigi viðkomandi eignir sem nægja til tryggingar kröfunni er fyrirtökunni lokið með fjárnámi í þeim eignum og málinu lokið. Sé fjárnámið hins veg- ar árangurslaust tekur vararefsingin við. Eftir að birt er ákvörðun um að mæta í afplánun hefur viðkomandi hálfan mánuð til að mæta, og hægt er að semja um greiðslur á þeim tíma. Sé ekkert gert er lýst eftir viðkom- andi. „Við erum með lögreglukerfi og þegar fólk sinnir ekki boðum okkar um að mæta er það eftirlýst. Fólk hefur til dæmis verið að lenda í því að vera á leið í sumarfrí til útlanda þeg- ar það er stöðvað og handtekið á Keflavíkurflugvelli,“ segir Erna Björg en skrá IMST er keyrð saman við farþegalista. „Fólk hefur þetta því hangandi yfir sér og má eiga von á því að vera handtekið. Og þegar það er pláss þá mokum við inn eins og við getum.“ Handteknir á leið í sumarfrí Vissulega háir plássleysi, þannig að þó svo að eftir- lýstur einstakling- ur sé handtekinn er honum sleppt strax ef ekki er pláss eða hann afplánar hluta vararefsingarinnar í fangaklefa lög- reglu. „Við erum oftar en ekki með pláss á lögreglustöðvum og þeir taka fólk í tvo til sex daga. Við höfum því getað grynnkað aðeins á með því.“ Sem stendur eru 884 einstaklingar eftirlýstir hjá lögreglu vegna van- greiddra sekta. Erna Björg tekur þó fram að einhver hluti þeirra sé bú- settur erlendis og ekki hefur náðst í þá. Talan er engu að síður mjög há og hefur farið hratt vaxandi. Staðan er ekki góð og fjöldi krafna fyrntist á síðasta ári vegna þess að ekkert pláss er í fangelsum landsins og slíkar kröfur halda áfram að fyrn- ast á þessu ári. Ekki liggja enn fyrir endanlegar tölur fyrir síðasta ár en verið er að taka þær saman hjá IMST. Hins veg- ar liggur fyrir að frá árinu 2000 til ársloka 2009 voru tæpar 132 millj- ónir króna afskrifaðar vegna mála sem fyrntust. Útistandandi skuldir snemma á síðasta ári voru þá vel yfir einn milljarður króna, raunar var um helmingur þeirrar fjárhæðar tilkom- inn vegna skulda um tuttugu ein- staklinga. Þau mál eru í fyrningar- hættu, og því ljóst að verulegir fjármunir eru í húfi fyrir ríkið. Fjöldi eftirlýstur vegna sekta  Í ársbyrjun voru nærri níu hundruð einstaklingar eftirlýstir í kerfi lögreglu vegna ógreiddra sekta  Gríðarlegur fjöldi er á biðlista eftir að afplána vararefsingu og voru 87 mál afskrifuð í desember Morgunblaðið/Júlíus Eftirlýstir Menn hafa verið stöðvaðir á leið í frí enda er skrá IMST yfir skuldara keyrð saman við farþegalista. Afskrift og fyrning » Frá árinu 2000 til ársloka 2009 afskrifaði ríkið sektir sem hafa vararefsingu á bak við sig að fjárhæð samtals 131.757.315 kr. » Í byrjun desember sl. voru 19.300 mál til innheimtu. » Frá árinu 2000 og til loka árs 2010 fyrntust átta dómar. Engir dómar fyrndust á ár- unum 2003-2007, þrír á ár- unum 2008-2009 og þrír á síð- asta ári. Dómar eru sífellt að þyngjast og sést það vel á tölfræðinni hjá Fangelsismálastofnun. Árið 2005 voru 28,6% fanga að afplána þriggja ára fangelsisrefsingu eða meira í fangelsum landsins. Það hlutfall var komið upp í 52,7% árið 2008 og á síðasta ári hafði það enn hækkað; var þá 64,3% Og aldrei hafa fleiri fangar af- plánað að með- altali dag hvern í íslenskum fangelsum en á síð- asta ári. Föngum hefur fjölgað skarpt undanfarin ár, árið 2002 voru þeir að meðaltali um eitt hundrað á dag en á síðasta ári hafði þeim fjölgað í 151. Færri gæsluvarðhaldsfangar afplánuðu að meðaltali á dag á síðasta ári en árið 2009. Að meðaltali voru 18 einstaklingar í gæsluvarðhaldi hvern dag á síð- asta ári, en þeir voru tuttugu ár- ið 2009. Til samanburðar má geta þess að árið 1996 voru þeir sex, tíu árið 2000 en 19 árið 2001. Dómarnir sífellt að þyngjast FÖNGUM HEFUR FJÖLGAÐ SKARPT Alls 3.106 nýir fólksbílar voru fluttir til landsins á síðasta ári. Þetta kem- ur fram í tölum Bílgreinasambands- ins um sölu og innflutning bíla á síð- asta ári. Þetta er veruleg aukning frá því sem var, en allt árið 2009 voru að- eins fluttir til landsins 2.211 bílar. Það var slakasta árið í langan tíma. Árið 2005 var met, þá voru rúmlega átján þúsund nýir fólksbílar fluttir til landsins og litlu færri næstu tvö árin þar á eftir. Mjög hægði á vorið 2008 og í kjölfar hrunsins um haustið má segja að innflutningur hafi stöðvast og hafi ekki náð sér á strik síðan. Sala á bílum er gjarnan tiltekin sem dæmi um stöðu efnahagslífsins á hverjum tíma. Samkvæmt þessum tölum eru tök kreppunnar því heldur að linast. Bæði Özur Lárusson hjá Bílgreinasambandinu og Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, benda þó á að bílaleigurnar hafi í raun haldið markaðnum uppi á síðasta ári. Hafi keypt um það bil helming allra nýrra bíla sem seldust í fyrra. Viðmælendur Morgunblaðsins segja að viðskiptin kunni eitthvað að fjörgast á næstunni með tilliti til þeirra breytinga á vörugjöldum sem Alþingi samþykkti skömmu fyrir jól og tóku gildi skömmu fyrir áramót. Megininntak þeirra er að vörugjöld haldast í hendur við mengunarígildi bíla – sem þýðir til dæmis að flestir hinna minni lækka í verði. Helmingur til bílaleiga „Okkur telst til að helmingur allra nýrra bíla sem seldust á síðasta ári hafi farið til bílaleiganna. Í hinum hópnum eru almennir viðskiptavinir sem eru gjarnan að kaupa bíla sem eru kannski aðeins fyrir ofan miðju í verðlagi. Þá er þetta gjarnan fólk sem er sæmilega statt, er með pen- inga í handraðanum og getur látið eldri bíl ganga upp í kaupin,“ segir Özur. Að hinu leytinu til segir hann verð á nýjum bílum vera beinlínis of hátt vegna gengisfalls krónunnar á sínum tíma enda þó svo að álagning umboðanna hafi lækkað. Verðið sé því slíkur hjalli að til dæmis ungt fólk treysti sér ekki til að kaupa nýj- an bíl. Þetta leiði til þess að bílafloti landsmanna eldist ört. Árleg endur- nýjunarþörf sé á bilinu tólf til fjórtán þúsund bílar. Meðalaldur íslenskra bíla sé nú tíu ár sem er með því hæsta í samanburðarlöndum. sbs@mbl.is Mikil aukning varð í sölu fólksbíla í fyrra Innflutningur nýrra bíla 2005-2010 Ár Fólksb. Atvinnub. Alls 2005 18.058 2.817 20.875 2006 17.127 3.026 20.198 2007 15.944 3.372 19.316 2008 9.025 1.560 10.585 2009 2.211 359 2.570 2010 3.106 - - Vinsælustu gerðirnar 2010 1. Toyota 667 bílar 2. Suzuki 437 bílar 3. Volkswagen 368 bílar 4. Hyundai 322 bílar 5. Chevrolet 277 bílar 6. Honda 211 bílar  Bílaleigurnar og efnaðra fólk er sagt bera markaðinn uppi Kristján Pétursson fyrrverandi deildar- stjóri Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli andaðist á Landspít- alanum 4. janúar sl., 80 ára að aldri. Kristján fæddist l7. maí 1930 að Steini á Reykjaströnd í Skagafjarðarsýslu. Hann var sonur hjónanna Péturs Lár- ussonar, bónda, d. 1986 og Kristínar Danivalsdóttur, hús- móður, d.1997. Kristján fluttist 16 ára að aldri til Keflavíkur með foreldrum sín- um og bjó þar um árabil, en síð- ustu ár bjó hann í Garðabæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ríkey Lúðvíksdóttur, og 6 börn, Vilhjálm (f. 1954), Kristínu (1955), Brynju (1956), Hildi (1958), Þór (1964) og Arnar (1980). Kristján stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og Lög- regluskóla ríkisins og sótti auk þess fjölda námskeiða um öryggis- mál og fíkniefnamál í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann starfaði hjá lögreglustjóraembættinu á Kefla- víkurflugvelli frá árinu 1950 til ársins 1960 þegar hann tók við stöðu ráðningarstjóra varnar- málaskrifstofu utanríkismálaráðu- neytisins. Árið 1967 var hann skip- aður í starf deildar- stjóra tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli þar sem hann lauk starfsferlinum árið 1990. Þekktastur var Kristján fyrir braut- ryðjandastörf við rannsóknir og kynn- ingar á fíkniefna- málum og fyrir vinnu að lausn ýmissa stórra sakamála. Kristján skrifaði margar greinar í dag- blöð og tímarit um fjölbreytileg málefni. Þá skrifaði hann tvær bækur, Margir vildu hann feigan (1990) og Þögnin rofin (1994). Kristján var jafnaðarmaður og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. Hann var fyrsti formaður ungra jafnaðar- manna í Keflavík þá aðeins l9 ára. Þá var hann kosningastjóri flokks- ins við alþingiskosningar, formað- ur fulltrúaráðs og sat í ýmsum nefndum og stjórnum á vegum flokksins. Kristján var einn af frum- kvöðlum að stofnun Golfklúbbs Suðurnesja og sat í fyrstu stjórn félagsins. Þá var hann einnig í fyrstu stjórn KFK. Kristján var alla tíð mikill unnandi íslenskrar náttúru og naut sín best í faðmi hennar. Andlát Kristján Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.