Morgunblaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 17
Lokið er viðburðaríku ári í íslenskri ferðaþjónustu og er víst að þar skiptust á bjartsýni og svartsýni. Í upphafi ársins 2010 leit flest út fyrir metár hvað varðar fjölda erlendra ferðamanna, mikil bjartsýni ríkjandi um land allt og gaf fyrsti árs- fjórðungurinn það glöggt til kynna með afbragðs góðum bókunum. Eldgos á Fimmvörðu- hálsi, sem hófst í marsmánuði, dró að ferðamenn en í kjölfar þess, um miðjan apríl, hófst gos í Eyjafjallajökli og þarf ekki að minna fólk á ástandið sem skap- aðist en vegna öskufalls frá eldfjallinu þurfti að fella niður flug dögum saman í Evrópu. Ísland var því eitt helsta frétta- efnið um allan heim á þessum vordögum og afleiðingarnar voru að bókanir í ferð- ir til Íslands stöðvuðust og afbókanir helltust inn. Það var fljótt brugðist við þessu neyðarástandi og ráðherra ferða- mála, Katrín Júlíusdóttir, myndaði strax daginn eftir samráðshóp fólks úr ferðaþjónustu og stjórnkerfinu en meg- inmarkmið hópsins var að tryggja að frá Íslandi færu réttar og yfirvegaðar upplýsingar um stöðu mála. Það var þó líka rætt um tækifærin sem fælust í þessu ástandi og var ákveðið að ráðast í markaðsherferðina „Inspired by Ice- land“ þar sem ríkisstjórnin lagði fram 350 milljónir og Reykjavíkurborg og fyrirtækin jöfnuðu þá upphæð. Það er mál manna að þessi mikla markaðs- herferð hafi náð að snúa taflinu við og lítur út fyrir að erlendir ferðamenn verði litlu færri en á síðasta ári. Það fór því betur en á horfðist. Það veldur þó miklum áhyggjum að arðsemi fyr- irtækjanna hefur farið hríðversnandi á árinu og er ástæðan aðallega hækkun aðfanga, styrking krónunnar og að- haldssamari ferðamenn auk þess sem mörg fyrirtæki töpuðu miklum við- skiptum meðan á gosinu stóð. Þar að auki varð mikið tekjutap vegna hesta- sýkingar sérstaklega þar sem fella þurfti niður Landsmót hestamanna. Það vill líka oft gleymast að það er kreppa víðar en á Ís- landi og verður þess vart hér sem annars staðar. Það verður þó ekki framhjá því horft að eldgosið í Eyja- fjallajökli er trúlega mesta landkynning sem Ísland hefur fengið og mun því koma ferða- þjónustunni til góða í framtíðinni þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. Samkvæmt ferðaþjónustureikningum sem birtir voru á árinu urðu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu árið 2009 155 milljarðar króna sem er 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en umfang og mikilvægi ferðaþjónustunnar hefur aldrei verið jafnaugljóst og nú. Spáð er aukningu á flestum markaðssvæðum heims á þessu nýbyrjaða ári eftir samdrátt á síðustu árum. Íslensku flugfélögin hafa tilkynnt nýja áfangastaði og því aukið mjög framboð flugsæta og erlend flugfélög eru að bætast í hópinn. Þetta eykur bjartsýni íslenskra ferðaþjónustufyr- irtækja og er nú horft til þess að 10% aukning geti orðið á fjölda erlendra ferðamanna árið 2011. Fjöldi ferða- manna er þó ekki helsta markmið fyrir- tækjanna heldur að hægt sé að lengja ferðamannatímabilið og auka sem mest tekjur af þeirri fjárfestingu sem er til staðar, það er stærsta verkefni ferða- þjónustunnar í framtíðinni. Til þess að svo megi verða þurfa bæði fyrirtækin og stjórnvöld að bretta upp ermar. Það þarf að efla rannsóknir í greininni svo fyrirtækin viti betur um óskir og eft- irspurn viðskiptavinanna, sérstaklega utan háannatímans. Á því byggist öll nýsköpun og vöruþróun í greininni sem þarf að stóraukast. Allt þetta þarf að leiða til verðmætari vöru og þjónustu. Það eru ýmis tækifæri þegar horft er til aukinnar vetrarferðamennsku, í maí- mánuði mun Tónlistar- og ráðstefnu- húsið Harpa taka til starfa og er það í fyrsta skipti sem Ísland getur boðið upp á aðstöðu sem jafnast á við slík hús í öðrum löndum, Menningarhúsið Hof á Akureyri skapar ný tækifæri fyrir norð- an, víða er verið að vinna að verkefnum í heilsuferðaþjónustu, sífellt meira fram- boð er af ævintýraferðum um vetur, norðurljósaferðir og skíðaferðir og svo má ekki gleyma tækifærunum sem fel- ast í auknum aðventuferðum til Íslands. Nú í upphafi árs blasa mikilvæg verk- efni við í ferðaþjónustu. Það þarf að ná viðunandi kjarasamningum við allt starfsfólk, gæða- og umhverfiskerfið Vaki mun fara af stað, ný ferða- málastefna mun líta dagsins ljós og er þar kallað eftir mikilvægum verkefnum, ekki síst sem snúa að aukinni vetr- arferðamennsku auk þess sem Íslands- stofa leggur upp í sitt fyrsta starfsár með nýrri stefnumótun í markaðs- og landkynningarmálum. Jafnframt þarf að auka aga í atvinnulífinu en svört at- vinnustarfsemi skekkir samkeppni og virðist víða þrífast óáreitt og á svæðum þar sem atvinnuleysi mælist hátt hefur reynst ómögulegt fyrir fyrirtækin að fá starfsfólk. Þar er verk að vinna. Framtíð ferðaþjónustunnar byggist á því að bæði stjórnvöld og fyrirtækin í greininni setji sér metnaðarfull mark- mið. Það er þörf fyrir stöðugleika í efna- hagsumhverfi, það þarf að snúa ofan af skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og jafna aðgang atvinnugreina að opinberu fé. Með samstilltu átaki fyrirtækjanna og stjórnvalda getum við lengt ferða- mannatímann, aukið gjaldeyristekjur og skapað fleiri störf. Tækifærin eru til staðar. Eftir Ernu Hauksdóttur »Eldgosið í Eyjafjalla- jökli er mesta land- kynning sem Ísland hefur fengið og mun koma ferða- þjónustunni til góða, þrátt fyrir tímabundna erfið- leika. Erna Hauksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan í upphafi árs 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 Snurfus Það er gott að eiga góðar konur sem eru fljótar að laga það sem betur má fara hjá makanum. Dorrit fágar Ólaf í veislunni sem haldin var í tilefni af útnefningu íþróttamanns ársins. Kristinn Það er fyrir öllu að gæðum sé skipt með sann- gjörnum hætti enda eigum við allt okkar undir jafnvægi. Stjórn- völd hafa með verkum sínum verðlagt lífsgæði fólks eftir búsetu. Einstaklingur sem býr á höfuðborgarsvæð- inu skiptir þar með meira máli í þjóðhagslegu tilliti, en þegar horft er til útflutnings- tekna skiptir sá meira máli sem býr utan þess. Þetta hef- ur skapað vandamál, sem allir Íslendingar standa frammi fyrir. Hvað veldur? Vissulega dvelur þorri þjóðarinnar á mjög afmörkuðu svæði lands- ins umhverfis höfuðborgina. Fyrir hverjar tvær krónur sem verða til utan höfuðborg- arsvæðisins verður önnur þeirra eftir og hin fer á höf- uðborgarsvæðið. Hverjar tvær krónur sem verða til á höfuð- borgarsvæðinu verða báðar eftir á höfuðborgarsvæðinu. Sé t.d. litið til Norðaust- urkjördæmis koma 40% af út- flutningstekjum þjóðarinnar úr því kjördæmi. Engu að síð- ur er verðlagningu lífsgæða svo háttað að einstaklingur í því kjördæmi skiptir minna máli en á höfuðborgarsvæð- inu. Þegar byggja á brú, bora göng eða treysta atvinnu á svæðinu er slíkt talið kjör- dæmapot en eðlileg uppbygg- ing á höfuðborgarsvæðinu. Lausnin felst ekki í að bí- tast um hvern bita heldur gera okkur grein fyrir nauðsyn beggja og byggja ákvarð- anir á jafnvægi og skynsemi. Það hefur ekki verið gert að undanförnu. Höfuðborgar- svæðið lifir ekki án landsbyggðar en landsbyggðin lifir vel án höf- uðborgar. Ég líki þessu við bóndann sem selur kjöt, mjólk, egg og grænmeti í stórborgina. Borg- arbúinn kaupir vöruna á markaði og lifir sínu lífi. Bóndinn lifir þó hann selji ekki sína vöru en það gerir borgarbúinn ekki. Við verðum að leiðrétta það ójafnvægi sem við sjálf höfum skapað. Það verður einungis gert með því að leiðrétta hlut þess sem hefur fengið minna. Sættum við okkur við mis- munandi verðlagningu lífs- gæða? Sú spurning hlýtur að vakna hvert þessi stefna leiðir okkur. Stefnum við að því að hér búi tvær þjóðir í einu landi? Eftir Hjálmar Boga Hafliðason Hjálmar Bogi Hafliðason Höfundur er kennari og bæjarfulltrúi í Norðurþingi. Verðlagning lífsgæða » Þegar byggja á brú, bora göng eða treysta atvinnu á svæðinu er slíkt talið kjördæmapot en eðlileg uppbygging á höfuðborgar- svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.