Morgunblaðið - 06.01.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
Hrafnhildar Gunnarsdóttur lifa með
okkur öllum um ókomin ár.
Kristín V. Richardsdóttir.
Skrefin eru þung, sem við stígum
í dag.
Þessi skref voru alls ekki hluti af
myndinni. Myndinni af okkur vin-
konunum, lífsglöðum og skemmti-
lega skrítnum gömlum konum, allar
á sama elliheimilinu. Myndin var
bún til fyrir fjörutíu árum þegar við
vorum bara unglingar. Unglingar,
sem áttu allan heiminn og alltaf
hvor aðra.
Nú hefur fjörutíu ára vinátta ver-
ið rofin af óboðnum gesti, hræðileg-
um sjúkdómi, sem hefur lagt eina
okkar í valinn.
Hrabba er farin.
Elskan hennar og væntumþykjan,
hreinskiptnin og gáfurnar, sterki
persónuleikinn og stóra hjartað,
sem hefur umlukið okkur og nært
dýrmæta vináttu okkar, er rifið frá
okkur.
Ekkert verður eins eftir skrefin í
dag.
Vináttuböndin voru hnýtt í ljóma
æskunnar og þeirri vissu að vinátta
okkar væri einstök og myndi aldrei
bresta, sama hvað örlögin bæru í
skauti sér.
Við kveðjum yndislega vinkonu
okkar með sárum trega, hennar
skarð verður aldrei fyllt.
Veturinn á sér
tunglskinsbjartan vin
við stóðum undir
stjörnubjartri vetrarbrautinni
og hnýttum böndin
sem við vonuðum
að héldu okkur saman
yfir harðfreðna heiðina
við heyrðum kurrið
í rjúpunum
gegnum gnauðið
í vindinum
en sáum aldrei
snæhvítan fuglinn
því heiðmyrkrið
huldi okkur sýn
rétt eins og veruleikinn
væri einungis skráður
með hjarnhvítu bleki
þá fundum við
hvernig við runnum
eins og hugurinn heim
og hamingjan skein
úr frostsprungnum
augunum
á svona degi
veit maður
að vináttan er eilíf
en maður sjálfur
lifir það ekki
(Stolzi.)
Við biðjum almættið að styrkja
elsku Ödda, Önnu Grétu, Gunnar
Hauk, Hildi og aðra ástvini Hröbbu
í þeirra miklu sorg.
Guðrún, Heiða, Jóhanna,
Þórunn og Þorbjörg.
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Á þennan hátt hljómaði síðasta
afmæliskveðjan sem ég fæ frá
Hröbbu vinkonu minni. Hún festi
þetta við gjöfina sem hún kom með
til mín í sumar. Vinátta okkar byrj-
aði hægt og rólega þegar við fjöl-
skyldan fluttum í Logafoldina fyrir
rúmlega tuttugu árum síðan. Við
Hrabba sáumst í götunni með börn-
in okkar sem voru á líkum aldri.Við
hittumst á „mömmumorgnum“ úti í
skóla. Við fórum saman í útilegu
með „mömmumorgnunum“ . Við
vorum saman í saumaklúbbi sem
var stofnaður eftir þessa útilegu.
Samverustundunum fjölgaði og vin-
áttan dýpkaði. Síðustu árin leið
varla sá dagur að við hittumst ekki
eða töluðum saman. Við brölluðum
margt saman, fórum til útlanda, í
útilegur, í sumarbústað, í pottinn
eða bara sátum saman og spjöll-
uðum um allt milli himins og jarðar.
Vorum oftast sammála um næstum
allt. Hún var klettur, hún var alltaf
til staðar fyrir mig.
Mér varð fljótt ljóst að Hrabba
var ýmsum kostum búin. Hún flík-
aði þó aldrei kunnáttu sinni eða
hæfileikum. Varla var til það vanda-
mál sem hún gat ekki leyst, sama
hvort það var að hnoða saman stöku
eða gera við eitthvað sem hafði
brotnað eða bilað. Hún vildi frið en
ekki deilur, gleði og söng en ekki
grát og gnístran tanna. Ýmislegt
setti hún til hliðar til að halda frið-
inn ef svo bar undir.
Hrabba skellti sér í nám fyrir
nokkrum árum. Það tók hún með
fullri vinnu og stóð sig eins og hetja
enda skarpgreind kona. Hún taldi
það ekki eftir sér að vakna fyrir all-
ar aldir til að lesa eða vinna verk-
efni áður en hún hélt til vinnu.
Heimilisstörfin gerðu sig ekki sjálf
og oft var hún þreytt. Það kom samt
aldrei til greina að hætta eða að slá
af kröfunum til sjálfrar sín í nám-
inu.
Börnin voru stolt hennar og gleði.
Þá ekki síður barnabörnin þegar
þau fæddust. Hún naut þess að hafa
fjölskylduna í kring um sig. En það
var með þetta eins og svo margt
annað hjá Hröbbu, hún hafði ekki
mörg orð um það.Með þakklátum
huga en sorg í hjarta kveð ég elsk-
aða vinkonu mína. Guð gefi fjöl-
skyldu og vinum Hrafnhildar styrk í
þessari sorg.
Ingibjörg.
Elsku Hrabba þá er kallið komið
og allir ósáttir en við fáum engu
breytt.
Í dag kveðjum við þig í hinsta
sinn, við minnumst þín með söknuði
og hugsum til allra þeirra samveru-
stunda sem við áttum saman í gegn-
um árin t.d. útilegur og sérstaklega
Kínaferðin 2008 þar sem við fengum
að koma með þinni stórfjölskyldu.
Mikið var gaman í þeirri ferð og þar
voru miklir söngfuglar á ferð sem
sungu víða um landið. Fjölskyldan
hefur misst mikið og stórt skarð
komið í systkinahópinn.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
(Davíð Stefánsson)
Fjölskyldu Hröbbu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Rebekka og Smári.
Í dag kveðjum við kæran vin og
samstarfsmann, Hrafnhildi Gunn-
arsdóttur. Hrabba eins og hún var
yfirleitt kölluð hóf störf hjá sölu-
deild MS árið 1998. Hún starfaði
lengst af í innisölunni og var alltaf
einstaklega vel liðin meðal sam-
starfsmanna og viðskiptavina. Hún
var enda röggsöm í störfum sínum
og um leið bóngóð og taldi ekki eftir
sér að vinna lengur eða ganga í öll
þau önnur störf sem hún var óvænt
kölluð til innan veggja fyrirtækisins.
Má segja að hún hafi verið nokkurs
konar „altmuligmand“ eða „kona“
hjá fyrirtækinu og hvort sem það
var tiltektarátak í geymslum sölu-
deildar eða skreytingar á gjöfum til
samstarfsmanna, allt tók hún að sér
og tók jafnvel stjórnina á slíkum
verkefnum ef þurfa þótti.
Hún starfaði mikið fyrir starfs-
mannafélagið og var hugmyndarík í
sambandi við félagslíf starfsmanna,
hvort sem um var að ræða kvöld-
skemmtanir eða eitthvað sem
tengdist útivist og ferðum. Síðustu
árin starfaði Hrafnhildur í útisöl-
unni og var þá í enn nánari sam-
skiptum við verslanir og var sama
hvar spurt var, alltaf höfðu menn úti
í verslununum, hvort sem það voru
verslunarstjórar, kælisstarfsmenn
eða aðrir, mikið álit á Hröbbu og
töldu hana sinna störfum sínum af
mikilli fagmennsku. Hrabba var
ekki bara toppstarfsmaður, heldur
líka góður félagi og vinur, því feng-
um við samstarfsmenn hennar að
kynnast.
Um leið og við kveðjum Hrafn-
hildi með söknuði viljum við votta
fjölskyldu hennar okkar dýpstu
samúð.
F.h. samstarfsfólks og vina
í Mjólkursamsölunni,
Guðríður Halldórsdóttir.
Kveðja frá vinahópnum
Það er mjög undarleg tilfinning
sem fylgir því að setjast niður og
ætla að skrifa minningargrein um
góða vinkonu, svo margt sem kemur
fram í hugann og svo margs að
minnast. Við kynntumst allar eftir
að við fluttum í Grafarvoginn. Hóp-
ur ungra heimavinnandi mæðra
hittist einu sinni í viku í Foldaskóla
á svokölluðum mömmumorgnum og
þar mynduðust strax mikil tengsl á
milli okkar, enda allar með börn á
líku reki og áhugamálin þar af leið-
andi svipuð.
Þegar börnin byrjuðu í skóla og
við fórum aftur út á vinnumarkað-
inn ákváðum við nokkrar að stofna
saumaklúbb en síðan eru liðin tæp
20 ár. Á þessum tíma höfum við náð
að kynnast hver annarri vel og ým-
islegt höfum við brallað saman. Það
var ekki bara vinátta okkar stelpn-
anna, heldur náðu mennirnir okkar
allir vel saman þannig að úr varð
stór vinahópur. Við höfum ferðast
mikið saman, bæði innanlands og
erlendis og verið dugleg að fara í
útilegur og í helgarferðir í bústaði
en upp úr stendur þó ferð okkar til
Ítalíu fyrir nokkrum árum en þar
áttum við frábæra daga saman.
Eins og gefur að skilja vorum við
eins ólíkar og við vorum margar.
Það var kannski lykillinn að góðri
vináttu okkar, virðing fyrir einkenn-
um hverrar og einnar. Hrabba var
kletturinn í hópnum, sagði ekki
margt en hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum. Hún var skarpgreind og
fljót að leysa úr vandamálum ef upp
komu. Alltaf tilbúin að rétta hjálp-
arhönd þegar eitthvað stóð til hjá
hópnum og alltaf tilbúin að gefa góð
ráð og aðstoða við framkvæmd.
Eins var hún umhyggjusöm og var
óhrædd við að sýna samúð ef á
þurfti að halda. Listræn og hag-
mælt var hún líka og svo mætti
lengi telja. Enginn veit sína ævi fyrr
en öll er. Frá því snemma á síðasta
ári hefur Hrabba staðið í strangri
baráttu við vágestinn grimma. Hún
háði þessa baráttu með hetjuskap
enda tók hún á verkefnum sínum af
festu og ákveðni. En að þessu sinni
dugði það ekki til og hún andaðist
að morgni 28. desember sl.
Það er því með sorg í hjörtum
sem við kveðjum kæra vinkonu,
langt fyrir aldur fram. Stórt skarð
hefur myndast í klúbbnum við and-
lát Hröbbu. Minning um okkar
elskulegu vinkonu mun lifa um
ókomin ár.
Elsku Örn, Hildur Ýr, Gunnar
Haukur, Anna Gréta, Margrét og
fjölskyldur ykkar, missir ykkar er
mikill en góðar minningar um frá-
bæra eiginkonu, móður og ömmu
munu hjálpa ykkur í sorginni.
Ellen og Birgir, Guðbjörg
og Ragnar, Hrefna, Hulda
og Sigfús, Ingibjörg og
Þröstur, Rósa og Ellert.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guð geymi þig, elsku Hrabba
mín.
Þín
Berglind.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR B. STEFÁNSSON
frá Gerði,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánu-
daginn 27. desember.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
8. janúar kl. 11.00.
Þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja fyrir góða
umönnun.
Fyrir hönd ástvina,
Leifur Gunnarsson, Inga Birna Sigursteinsdóttir,
Árni Gunnar Gunnarsson, Erna Ingólfsdóttir,
Stefán Geir Gunnarsson.
✝
Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ERLA KOLBRÚN VALDIMARSDÓTTIR,
sjúkraliði,
Sléttuvegi 17,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
3. janúar.
Guðmundur Stefánsson,
Örn Eysteinsson, Margrét Sverrisdóttir,
Björn Eysteinsson, Guðbjörg B. Guðmundsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN JÓSEPSDÓTTIR,
Stóragerði 10,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti þriðju-
daginn 4. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón Einarsson, Guðrún Þorsteinsdóttir,
Skúli Einarsson, Ólöf Ólafsdóttir,
Þórir J. Einarsson, Unnur Ragnarsdóttir,
Svanborg G. Einarsdóttir, Úlfar Reynisson,
Jóhann A. Einarsson, Rut Kristjánsdóttir,
Þorsteinn Einarsson, Ingibjörg Hreiðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar og systir,
ARNHEIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR,
Gýgjarhólskoti,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn
2. janúar.
Útför hennar fer fram frá Skálholtsdómkirkju
laugardaginn 8. janúar kl. 14.00.
Eiríkur Jónsson,
Ögmundur, Jón Hjalti, Þjóðbjörg og Skírnir Eiríksbörn,
Guðrún og Svava Þórðardætur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HAFDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Miðvangi 16,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þriðjudaginn
4. janúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 12. janúar kl. 13.00.
Hilmar Ægir Arnórsson,
Kristín Halla Hilmarsdóttir, Fróði Jónsson,
Ásthildur Hilmarsdóttir, Anders Egriell,
Guðmundur Hilmarsson, Sigríður Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.