Morgunblaðið - 06.01.2011, Síða 22

Morgunblaðið - 06.01.2011, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 ✝ Antje BrucknerKortsson fæddist í bænum Graalmuritz í Austur-Þýskalandi 6. janúar 1944. Hún lést á Selfossi þann 12. desember 2010. Foreldrar Antje voru Alfred Emil Bernhard Lorenz og Ella Frida Anna Mar- ie Lorenz. Tvær systur Antje, þær Rita og Helga, búa ytra en bróðirinn Gerhard er látinn. Antje lærði til sjúkraflutninga og starfaði um tíma sem sjúkraliði og á heimili fyrir þroskaheft börn. Þá vann hún í verksmiðju og síðan sem aðstoðarkona á hóteli. Ásamt þessu annaðist Antje móð- ur sína sem glímdi við veikindi nánast alla sína ævi. Í ágúst 1993 réð Antje sig til Karls Kortssonar til að sjá um konu hans Car- men sem átti þá skammt eftir ólifað. Kynni takast með Antje og Karli og þau gengu í hjóna- band í nóvember 1997. Þau bjuggu á Freyvangi 11 á Hellu. Útför Antje fór fram í kyrrþey 21. desember 2010. Antje vinkona mín er farin til æðri heima og hana sé ég ekki oftar hérna megin í tilverunni. Hún fór hljóðlega eins og henni var lagið, engir lúðra- þytir eða tilgerð. Antje kynntist ég haustið 1996 en þá bað Karl Kortsson mig að leiðbeina henni með að læra ís- lensku. Kennslustundirnar gengu nú ekki mikið út á málfræði og endingar sagna heldur var tímanum varið í að spjalla um daginn og veginn á ís- lensku og þýsku. Antje kom oft í heimsókn og sér- staklega eftir að börnin mín fæddust. Hún hossaði börnunum ávallt, lék við þau á gólfinu eða leit með þeim í bók. Hún Antje var mikil barnagæla og oft passaði hún börnin þegar ég þurfti að skreppa frá heimilinu. Sumarið 2005 fórum við fjölskyldan til Þýskalands og heimsóttum þau Antje og Karl í heimabæ Antje, Graalmuritz. Það var gaman að koma í heimabæ Antje og sjá staðinn og fólkið sem henni var svo kært. Þau hjónin voru búin að undirbúa komu okkar af kostgæfni og hver stund var skipulögð til að nýta tímann sem best. Við áttum þar góð- an tíma með þeim hjónum, t.d. á ströndinni, við jarðarberjatínslu, borðuðum með þeim góðan mat og spjölluðum um gamla Þýskaland. Antje hafði unun af mörgu, svo sem tísku og fallegum fötum og var hún allra kvenna glæsilegust er hún var búin að taka sig til og fór á mannamót með Karli sínum. Hún hafði unun af að hlusta á klassíska tónlist og horfa á góðar kvikmyndir. Eitt helsta áhuga- mál þeirra hjóna var góður matur og þá lá nú Antje ekki á liði sínu með að marinera, steikja, baka og útbúa alls- kyns rétti, sem sannir Þjóðverjar kunna svo vel. Hversdags- jafnt sem veislumatur þeirra var ekki af verri endanum, allur hugur og elja lögð í verkið og mikið lagt á sig til að nálg- ast villibráð, sjóbirting eða annað sem þau völdu til matreiðslu. Síðasta árið fór Antje ekki til Þýskalands eins og hún var vön og var hún oft leið yfir aðskilnaði þeirra systra og frændfólks. En á því var unnið með símtölum og pakkasend- ingum. Einatt fékk Antje pakka frá systrum sínum og oftar en ekki lenti það til einhvers annars en hennar sjálfrar. Börnin mín fjögur fengu allt- af stóra nammi- og dótapakka á af- mælum sínum og móðir mín fékk handavinnuefni. Börnin í hverfinu komu reglulega við hjá Antje og þáðu gjarnan nammi í vasann. Antje vék góðgæti að mörgum á leið sinni hér um Hellu og þegar hún fór til lækn- inga í Reykjavík. Hún gætti þess líka að sorphirðukarlarnir fengju sinn skammt af góðgerðum þegar þeir komu sína síðustu ferð fyrir jól. Þó að lítið hafi farið fyrir tilveru Antje á Hellu er hópur málleysingja sem saknar hennar sárt. Það eru fuglarnir. Antje var vön að gauka að þeim allskyns kræsingum í bakgarð- inum á Freyvangi 11. Þar komu margar tegundir fugla sem fundu skjól í háum trjánum og áttu mat vís- an frá henni. Ég vil þakka Antje samveruna og allan hlýhuginn sem hún bar til mín og minnar fjölskyldu. Minningin um hana mun lifa með okkur. Ég og fjöl- skylda mín sendum Karli, systrum Antje, Kristjönu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þórhalla Sigmundsdóttir. Antje Bruckner Kortson ✝ Sigurbjörn Krist-ján Hákonarson fæddist á Húsavík 24. desember 1949. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnarnesi þann 14. desember 2010. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sig- urðardóttir fædd 3. apríl 1922 í Njarðvík í Norður-Múlasýslu og Hákon Að- alsteinsson fæddur 14. apríl 1921 á Ís- ólfsstöðum á Tjör- nesi, dáinn 26. september 1961. Sigurbjörn Kristján var næst- yngstur af fimm börnum foreldra sinna. Systkini hans eru: 1) Ólína Ingibjörg fædd 27. apríl 1945, maki Gunnar J. Magnússon fæddur 29. apríl 1942. Þau eiga einn son, Há- kon. 2) Sigurður Aðalsteinn, fædd- ur 5. september 1946, maki Ruth S. Jónsdóttir fædd 31. mars 1950. Þau eiga tvö börn, Helgu Björgu og Há- kon Hrafn. Barnabörnin eru sex. 3) Aðalheiður Laufey fædd 31. júlí 1948, maki Valur B. Sigurðsson fæddur 11. júlí 1949. Þau eiga tvo syni, Há- kon og Sigurð Bjart- mar. Barnabörnin eru tíu. 4) Halldór fæddur 8. september 1951, maki (skilin) Anna Björg Stef- ánsdóttir fædd 16.júlí 1957. Þau eiga þrjú börn, Eygló Sif, Einar Daða og Eyþór Mar. Barnabörnin eru fjögur. Sambýliskona hans er Zofia Was- iewicz fædd 18. nóv- ember 1956. Sigurbjörn Kristján ólst upp á Húsavík og bjó þar lengst af. Hann stundaði störf við fiskvinnslu, sjó- mennsku, sláturhúsvinnu og vinnu í gróðurhúsi, sem honum líkaði mjög vel. Árið 2000 varð hann fyrir slysi í umferðinni í Reykjavík og var lítið vinnufær eftir það. Útför Sigurbjörns Kristjáns fer fram í dag, 6. janúar 2011, frá Sel- tjarnarneskirkju og hefst athöfnin kl 13. Jarðsett verður í Húsavík- urkirkjugarði. Ástkær sonur minn og besti vin- ur. Nú kveð ég þig með miklum sökn- uði og bið Guð um styrk til mín. Minningarnar eru svo margar og ljúfar, heil ævi af samveru og um- hyggju sem ég ylja mér nú við. Þú varst alltaf svo duglegur við að hafa alla hluti í lagi og bæta og breyta ef á þurfti. Aldrei mátti sjá á neinu, þá leið þér ekki vel og varst strax genginn í málið til þess að laga það. Þú vildir að ég fengi allt það besta, elsku vinur. Þetta allt og margt, margt fleira sem þú hefur gefið mér geymi ég í mínu hjarta. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig og mun aldrei hætta að elska þig. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. (Ásmundur Eiríksson.) Þín, mamma. Elsku besti bróðir minn. Ég er með fullt fang af minning- um sem rifjast nú upp og mig langar til að kveðja þig með. Þú varst einstakur maður og um- hyggja þín fyrir mér og fjölskyldu minni var engu lík. Allar stundir okkar á Húsavík og úti á Unnarbraut í gegnum árin eru svo dýrmætar í minningunni og verða nú minn fjársjóður um þig. Alltaf varst þú tilbúinn að hjálpa mér ef þú gast. Með bros á vör mættir þú og lagð- ir þig allan fram. Einlægni þín var ómetanleg og yljaði okkur öllum í hjartastað. Þín verður sárt saknað og engum mun takast að fylla tómarúmið sem nú er í hjörtum okkar. Ég hefði viljað geta gert mikið, mikið meira fyrir þig, elsku vinur minn. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Þín elskandi systir, Aðalheiður og fjölskylda. Ver sterk, mín sál, í þungri þraut, sem þú átt nú að bera, og vit, að þessi þyrnibraut skal þér til reynslu vera, sem ávöxt ber. Guð ætlar þér í sinni framtíð sigur. Þín trú og von ei visna má, þó virðist kraftur þrotinn. því Guð þér ann og er þér hjá, hann elskar reyrinn brotinn, og Kristur vann og veg þér fann, þinn kross á honum hvílir. Sjá, nóttin verður náðartíð og nýr mun dagur skína. Lát hverfa víl og hugarstríð, því hag og vegu þína þinn Drottinn sér. Hann fyrir fer og sigrar allt um síðir. (Ellingsen/Sigurbjörn Einarsson.) Hvíl í friði, elsku vinur. Hafðu kæra þökk fyrir allar okkar samverustundir í gegnum tíðina. Ingibjörg systir og fjölskylda. Elsku frændi. Það er alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Ég vil þakka þér fyrir að hafa ver- ið mér einstakur vinur og eru minn- ingarnar óteljndi frá því að ég var gutti sem eyddi öllum sumrum hjá þér og ömmu á Húsavík. Oft var mikið hlegið og haft gam- an, og var ég ekki eina barnabarn ömmu sem dvaldi hjá ykkur löngum stundum í góðu yfirlæti. Þú varst mér og mínum ævinlega góður og hlýr og þín verður sárt saknað. Þinn frændi, Hákon Valsson og fjölskylda. Sigurbjörn Kristján Hákonarson Einn þeirra manna, sem settu sterkan svip á bæjarlíf Akureyrar á öldinni sem leið, var Björgvin Guð- mundsson tónskáld og söngstjóri. Í þrjátíu ár, 1931-1961, var hann bú- settur á Akureyri, leiðandi maður í menningarlífinu, einkum á sviði tón- listar og leiklistar. Hann var sannur listamaður að náttúrugáfum og saga hans um margt einstæð. Björgvin var þar á ofan minnis- stæður persónuleiki, stór í sniðum, vörpulegur maður, býsna örgeðja svo að hann átti það til að þjóta upp og ofan skapsmunaskalann, þegar svo stóð á. Í list sinni sem skapandi skáld í tónum var hann boðberi friðar og fagurs mannlífs. Sönglög Björg- vins eru áhrifamikil, oft tregabland- in, eins konar íslenskur „blues“. Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá andláti Björgvins Guðmundsson- ar. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 5. janúar 1961, á 70. aldursári. Hann hvílir í Akureyrar- kirkjugarði og við hlið hans eigin- kona hans Hólmfríður Guðmundsson (Fríða Freeman) vestur-íslensk kona af þingeyskum ættum, svo og einkadóttir þeirra Margrét Björg- vinsdóttir. – Þess er líka að minnast að 80 ár eru síðan Björgvin og fjöl- skylda hans settust að á Akureyri, eftir að hafa búið lengi í Kanada. Björgvin Guðmundsson ✝ Björgvin Guðmundsson tón-skáld var fæddur í Vopnafirði 26. apríl 1891. Hann lést 5. janúar 1961. Þangað fluttist Björgvin tvítugur að aldri. Og ekki er það síður minnis- vert að 120 ár eru liðin frá fæðingu Björgvins, hann fæddist að Rjúpna- felli í Vopnafirði 26. apríl 1891. Þessi upptalning ártala sýnir að Akureyringar hafa ástæðu til að gera árið 2011 að sérstöku minningarári um Björgvin. Skal í því sambandi leggja áherslu á að Akureyringar hafa ætíð sýnt lífi, starfi og minningu hans sóma með því að efna til afmæl- istónleika á merkisafmælum hans. Út af því verður ekki brugðið að þessu sinni. Í undirbúningi er vegleg Björg- vinshátíð, sem haldin verður í Menn- ingarhúsinu Hofi 10. apríl nk. Tón- listarstjóri er Roar Kvam. María Sigurðardóttir leikstjóri sér um flutning þáttar úr Skrúðsbóndanum, vinsælu leikriti Björgvins frá 1940. Að framkvæmd hátíðarinnar vinnur starfshópur, sem skipaður er Har- aldi Sigurðssyni fv. bankafulltrúa, Sverri Pálssyni fv. skólastjóra, Þor- steini Gunnarssyni fv. háskólarektor og undirrituðum. Barnabörn Björgvins, Björgvin Richard Andersen, Fríða B. Ander- sen og Karl Konráð Andersen, hafa lagt undirbúningi Björgvinshátíðar mikið lið. Þá er þess að geta að Haukur Ágústsson rithöfundur og fyrrverandi sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði hefur ritað ævisögu Björgvins. Hún bíður þess að verða gefin út. Sýningar eru ráðgerðar á Akureyri, Egilsstöðum og Vopna- firði á munum, myndum og handrit- um úr fórum Björgvins. Standa vonir til að kvikmynd eftir Vigfús Sigur- geirsson frá Norðurlandaför Kant- ötukórsins 1951 geti orðið til sýning- ar. Það er einlæg von okkar fyrir- svarsmanna Björgvinshátíðar að hún verði vel sótt, enda merkur menning- arviðburður. Við höfum tekið að okk- ur fjárfrekt verkefni og væntum stuðnings í því sambandi frá ýmsum atvinnufyrirtækjum og menningar- sjóðum, sem til verður leitað. Ingvar Gíslason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, RAGNAR KRISTJÁNSSON kennari, Hjarðarhaga 28, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 3. janúar. Arndís Eyjólfsdóttir, Kristín Margrét Ragnarsdóttir, Birgir Gunnsteinsson, Oddbjörg Ragnarsdóttir, Kristján Ragnarsson, Björgólfur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON, Gvendur Eyja, Hamraborg 26, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. desember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudag- inn 10. janúar kl. 13.00. Björgvin Valur Guðmundsson, Þóra Björk Nikulásdóttir, Erna Valborg Björgvinsdóttir, Haukur Árni Björgvinsson, Axel Þór Björgvinsson, Jesse Myree McGoldrick.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.