Morgunblaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
Tengdamóður mína
hitti ég fyrst fyrir tæpri hálfri öld.
Þá voru þau Hannes nýflutt heim
frá London, en við Hjálmar höfðum
kynnst nokkru áður. Síðan hafa
leiðir tvinnast saman á margvísleg-
an hátt þrátt fyrir langdvalir okkar
beggja erlendis. Hún var amma
barnanna minna og langamma
ömmubarna minna og ávallt miklir
fagnaðarfundir þegar tækifæri gáf-
ust til samvista hér á landi og er-
lendis. Til hennar gat ég alltaf leit-
að eftir að við hjónin fórum til
starfa erlendis, enda hafði hún, er
þar var komið sögu, staðið við hlið
Hannesar í utanríkisþjónustunni í
tuttugu og fjögur ár, alvön að
skipuleggja móttökur erlendra
gesta og kynna land og þjóð. Hún
var annálaður listakokkur.
Karin var sérlega hlý í viðmóti,
jákvæð og gaman að spjalla við
hana um heima og geima, ekki síst
um ættir. Hún hafði unun af að
segja sögur, m.a. af móðursystkin-
um sínum, Stóra-Hraunsfólkinu, en
einnig sögur af föðurfólki sínu frá
Færeyjum, sem henni var mjög
hlýtt til og hún hélt sambandi við
alla tíð. Aldrei heyrði ég hana hall-
mæla nokkrum manni. Karin var
mjög músíkölsk og ósjaldan settist
hún við píanóið, þrátt fyrir að vera
✝ Karin WaagHjálmarsdóttir
fæddist í Vest-
mannahavn í Fær-
eyjum 16. ágúst 1926.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Mörk-
inni í Reykjavík 29.
desember 2010.
Útför Karinar Wa-
ag Hjálmarsdóttur
var gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík
5. janúar 2011
orðin svo til blind síð-
ustu árin, og spilaði
fyrir okkur, m.a. fær-
eysk lög.
Söknuður Karinar
var mikill er Hannes
lést 2006, en þau
hjónin voru einstak-
lega samrýnd og
gerðu alla hluti sam-
an, ferðuðust, tóku
þátt í félagslífi og úti-
vist, ekkert síður á
eftirlaunaárunum.
Saman fylgdust þau
stolt með afkomend-
um sínum og hvöttu til dáða.
Ótal minningar leita á hugann,
gagnkvæmar heimsóknir víða um
heim, en mér er sérstaklega ljúft að
minnast þess þegar Karin heim-
sótti okkur til New York fyrir
þremur árum. Þar naut hún sín á
fornum slóðum þeirra Hannesar,
m.a. í gönguferðum okkar á Man-
hattan og settist svo við píanóið á
kvöldin og framkallaði ljúfa tóna.
Þótt margir vilji skíru gulli skarta,
er skrautið prjál, en ekki minningar.
Það gleymist ei, sem geymist innst
í hjarta,
göfug móðir á sinn bústað þar.
(Birgir Einarsson)
Ég kveð tengdamóður mína með
söknuði, en er þakklát fyrir að hafa
átt vináttu hennar í áratugi. Bless-
uð sé minning hennar.
Anna Birgis.
Karin „frænka“, konan hans
Hannesar frænda er fallin frá. Við
áttum heima í sama raðhúsi við Álf-
hólsveginn í Kópavogi, en á þeim
tíma voru Hannes og Karin oft er-
lendis vegna starfa hans. Þegar all-
ir voru heima var oft glatt á hjalla,
börnum Hannesar og Karinar fjölg-
aði og þau urðu sjö, en við alsystk-
inin fjögur. Þar var skemmtilegt
krakkasamfélag, leikir á kvöldin og
man ég sérstaklega eftir hve lið-
tækur Jón Halldór var, enda var
hann aðeins eldri en ég. Ragnheið-
ur Ása og Árni, bróðir Karinar,
bjuggu í næsta raðhúsi. Það voru
skemmtilegar stundir þegar allir
hittust, t.d. í jólaboðum. Kristín,
mamma Karinar, var hrókur alls
fagnaðar, það var alltaf fjör um-
hverfis hana, spilað og gantast.
Karin var ómetanleg stoð og
stytta Hannesar, móðurbróður
míns, og var það hans gæfuspor að
kynnast slíkri gersemi. Í huganum
segir maður alltaf „Hannes og Kar-
in“ eða „Karin og Hannes“, en aldr-
ei nafn annars þeirra. Þau tóku
mjög nærri sér þegar mamma og
pabbi skildu, en þá átti ég öruggt
athvarf hjá Karin þegar mamma
var í námi og starfi. Karin var mild
og blíð kona og var alltaf gott að
leita til hennar.
Það var ekki aðeins dásamlegt
barnasamfélag á Álfhólsveginum,
heldur bundust mæðurnar lífstíðar-
vináttuböndum. Mamma, Karin og
Dísa hafa notið heilsu til að rækta
vináttu sína. Dísa og Karin voru
grannar í Gullsmáranum síðustu
árin og þrátt fyrir að mamma væri í
Vesturbænum brugðu þær sér bæj-
arleið til að hittast.
Karin virtist kunna að lifa á ham-
ingjuríkan hátt í núinu og gerði það
besta úr öllu. Hún var alltaf hlýleg,
vel til höfð og falleg. Hún sagði mér
að hún hefði aldrei átt andvökunótt
vegna barna, þó þau yrðu sjö og þar
af einir tvíburar. Þessi afstaða seg-
ir mikið um jákvæðni Karinar, því
ég efast um að börnin hafi alltaf
sofið vært á nóttunni.
Við fluttum öll af Álfhólsvegin-
um, en ávallt hafa fjölskyldur
mömmu, Hannesar og Karinar ver-
ið samofnar órjúfanlegum böndum.
Mamma og Karin hittust reglulega
fram á síðustu daga hennar. Nú er
ég viss um að Hannes og Jón Hall-
dór hafa tekið henni opnum örmum,
en hún var farin að bíða ferðarinn-
ar. Við sendum innilegustu samúð-
arkveðjur til frændsystkinanna,
maka og afkomenda Karinar og
Hannesar. Megi góð kona hvíla í
friði og allt gott styrkja ykkur.
Hildigunnur Haraldsdóttir.
Sumt verður aldrei sundur slitið
né frá hvort öðru skilið. Og þannig
upplifðum við systkinin hana Kar-
enu, einu systur hans pabba. Karen
og Hannes voru eitt. Ætíð voru þau
nefnd í sömu andránni – Hannes og
Karen – sem eitt væru. Þannig var
líka í raun líf þeirra – ávallt tvö
saman. Allt frá því Karen, kornung,
bast Hannesi órjúfanlegum bönd-
um og lagði land undir fót í orðsins
fyllstu merkingu. Héldu á fjarlæg-
ar slóðir – ung og áræðin og fyrir
þeim lá síðan að þjóna landi og þjóð
í fjarlægum heimum. Við þær gef-
andi en um leið krefjandi aðstæður
naut sín vel hin einstaka lund Kar-
enar – beint frá móður hennar –
létt, kvik og jákvæð með afbrigð-
um. Gat þó skipt skapi og látið
skoðanir sínar afdráttalausar uppi
– einkum ef þær voru til stuðnings
Hannesi.
Trú hennar og trygglyndi var til
eftirbreytni og gilti þá einu hvort
um var að ræða Hannes, snæfells-
kar rætur eða færeyskar. Ávallt
færðist yfir andlit hennar leiftrandi
bros þegar hún átti þess kost að
rifja upp færeyskuna sína. Í frænku
okkar sameinaðist í raun Íslending-
ur, Færeyingur og heimsborgari
enda líf hennar þannig ofið. Og öll-
um var hún trú.
Við andlát Hannesar rifnaði stór
eyða í líf Karenar og varð hún ekki
söm á eftir en hlakkaði mjög til
endurfundanna. Í lokin, þreytt og
nokkuð mædd, átti hún sér þá ósk
eina að fá að hitta frumburð sinn í
jólaleyfi frá skyldustörfum erlend-
is. Svo varð og þar með blés Karen
frænka til brottfarar. Hún hefur nú
örugglega sameinast Hannesi sín-
um að nýju og fallega leiftrið komið
aftur í augun skæru. Við óskum
Karenu frænku góðrar ferðar og
þökkum henni samfylgdina.
Börn Árna og Ragnheiðar.
Karin Waag
Hjálmarsdóttir
✝
Elskuleg tengdamóðir, amma og langamma,
ÓLAFÍA KATRÍN HJARTARDÓTTIR,
Lóa,
frá Fremri-Hrafnabjörgum,
Dalabyggð,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
28. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
7. janúar kl. 15.00.
Jarðsett verður í Snjóksdal laugardaginn 8. janúar.
Ólafía Bjargmundsdóttir,
Ólafía Magnea Hinriksdóttir,
Halldóra G. Hinriksdóttir, Páll L. Sigurðsson,
Bjargey Una Hinriksdóttir, Róbert Einar Jensson,
Hinrik Ingi Hinriksson
og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
BRAGA FRIÐRIKS BJARNASONAR,
Hlíðartúni 11,
Höfn í Hornafirði.
Aðalheiður Aðalsteinsdóttir,
Ómar Ingi Bragason, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,
Ingunn Sigurrós Bragadóttir, Magnús R. Kristjánsson,
Bjarni Friðrik Bragason, Hrönn Þorgeirsdóttir
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐNA ÁGÚSTSSONAR,
Keilufelli 20,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks taugadeildar B2
Landspítala Fossvogi fyrir góða umönnun.
Ólafía Þorsteinsdóttir,
Magnús Guðnason, Birte Nielsen,
Þorsteinn Guðnason, Ósk Árnadóttir,
Bjarni Guðnason, Elínbjörg Kristjánsdóttir,
Kristín Guðnadóttir, Bragi Sveinsson,
Þórný Guðnadóttir, Lúðvík Helgason,
Ágúst Guðnason, Drífa Geirsdóttir,
Gísli Guðnason,
Halla Guðnadóttir, Borgþór Hjörvarsson,
Þórdís Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁSTMUNDUR HÖSKULDSSON,
Heiðmörk 24 h,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási Hveragerði miðviku-
daginn 22. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Áss Hveragerði fyrir góða umönnun.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Alda Kristjánsdóttir,
Höskuldur Ástmundsson, Laor Pradprieo,
Sigrún Svansdóttir, Kristján Sigtryggsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, fyrirmynd og vinur
okkar allra,
GUÐMUNDUR EINARSSON,
Úthlíð 5,
Reykjavík,
lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugar-
daginn 25. desember.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
7. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
Guðmundar er bent á Félag krabbameinssjúkra barna.
Fríða Björk Einarsdóttir,
Kristjana Margrét Guðmundsdóttir,
Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir,
Einar Hafsteinn Guðmundsson,
Margrét Jónsdóttir,
Einar Kjartansson,
Þórhildur Gísladóttir,
Þorsteinn Bergman Einarsson, Ester Grímsdóttir,
Hrefna Einarsdóttir, Gylfi Jóhannesson,
Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir, Jón Rafn Högnason,
Bryndís Einarsdóttir, Vigdís Rasten,
Guðrún Agnes Einarsdóttir,
Einarína Einarsdóttir, Stefán Reynisson,
Gunnar Jens Elí Einarsson, Margrét Gígja Rafnsdóttir,
Pálmi Einarsson, Oddný Björnsdóttir,
Olga Soffía Einarsdóttir, Brynjar Björn Gunnarsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Laufási
í Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn
8. janúar kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Elínborg Jónsdóttir,
Ólafur Jónsson,
Jóhann Jónsson.
✝
EINAR H. ÞÓRARINSSON
frá Fljótsbakka
lést laugardaginn 18. desember.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Anna, Jóhanna og Sólveig Þórarinsdætur og fjölskyldur.