Morgunblaðið - 06.01.2011, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011
Hans Magnus
Enzensberger
nýtur mikillar
hylli í Þýska-
landi. Nú er kom-
in út eftir hann
bókin Meine Lie-
blings-Flops eða
Uppáhalds-
mistökin mín þar
sem hann dregur
ýmislegt fram, sem fór úrskeiðis á
ferlinum.
„Sigrar færa engan lærdóm,“
skrifar hann og bætir við að mis-
tökin knýi á um að menn geri sér
grein fyrir stöðu mála með ýmsum
hætti. Mistök hafi læknandi áhrif:
„Þótt þau geti ekki læknað atvinnu-
tengda rithöfundasjúkdóma á borð
við stjórnunaráráttu og mikil-
mennskubrjálæði, geta þau linað
þá.“ Í grein um bókina í tímaritinu
Focus segir að Enzensberger, sem
er 82 ára, geti talið upp mistök á
mörgum sviðum, en alltaf læri hann
eitthvað af þeim.
Uppáhalds-
mistökunum
hampað
Sextán áður
óbirtar smásögur
eftir bandaríska
rithöfundinn
Kurt Vonnegut
koma út síðar í
þessum mánuði.
Vonnegut skrif-
aði sögurnar í
upphafi ferils
síns þegar hann
sendi mikið af skrifum sínum til
birtingar í tímaritum á borð við
Collier’s og Saturday Evening Post.
Bókin nefnist While Mortals
Sleep eða Á meðan hinir dauðlegu
sofa. Mun ýmist vera um að ræða
sögur, sem hann aldrei sendi til
birtingar, eða var hafnað.
Rithöfundurinn Dave Eggers
skrifar formála að bókinni og kall-
ar Vonnegut þar hippaútgáfu af
Mark Twain.
Kurt Vonnegut, sem gat sér orð
með bókunum Sláturhús fimm og
Morgunverður meistara, lést árið
2007.
Óbirtar
smásögur
Vonneguts
Á morgun, föstudag kl. 16,
verður opnuð sýning Kristínar
Elvu Rögnvaldsdóttur, Spuni
II, í Listasal Mosfellsbæjar.
Í listsköpun sinni notast
Kristín Elva við blandaða
miðla; skúlptúr, ljósmyndir,
teikningar og hreyfimyndir.
Hún vinnur meðal annars út
frá hinu hversdagslega í nátt-
úrunni, klisjum í manngerðu
umhverfi og sagnahefð.
Kristín Elva lauk prófi frá myndhöggvaradeild
Myndlista- og handíðaskólans árið 1998 og meist-
aragráðu frá Konunglegu Listaakademíunni í
Stokkhólmi þremur árum síðar. Hún hefur tekið
þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis.
Myndlist
Kristín Elva sýnir
í Mosfellsbæ
Eitt verka
Kristínar Elvu.
Matti Saarinen gítarleikari
kemur á morgun, föstudag,
fram á fyrstu hádegistón-
leikum Tónlistarfélags Akur-
eyrar á nýju ári. Tónleikarnir
hefjast kl. 12.15 í Ketilhúsinu.
Matti Saarinen (1978) nam
klassískan gítarleik, við Síbelí-
usarakademíuna í Helsinki, við
Musikhögskolan í Malmö og
Universitet für Musik und dar-
stellende Kunst í Vínarborg.
Hann hefur komið fram með ýmsum kammer-
hópum víða um lönd.
Frá haustinu 2006 hefur Saarinen búið á Íslandi
og starfar nú við Tónlistarskólann á Akureyri.
Súpa og brauð eru innifalin í miðaverðinu.
Tónlist
Matti Saarinen á
hádegistónleikum
Matti Saarinen
Kvikmyndasýningar félagsins
MÍR, að Hverfisgötu 105,
hefjast nú að nýju eftir hlé um
jól og áramót. Næstkomandi
sunnudag kl. 15 verður sýnd
sovésk listdansmynd frá 1985:
ballettinn Öskubuska við tón-
list eftir rússneska tónskáldið
Sergei Prokofjev. Ballett-
flokkur og hljómsveit Kírov-
óperunnar í Leningrad (nú St.
Pétursborg) flytja.
Á sunnudögum í janúar og febrúar verða sýnd
verk frægra sovéskra-rússneskra leikstjóra: Ni-
kíta Mikhalkov, Dziga Vertov, Andrej Tarkovskíj
og Andrej Kontsjalovskíj. Sýningar hefjast kl. 15
og er aðgangur ókeypis.
Kvikmyndir
Listdansmynd
sýnd hjá MÍR
Sergei Prokofjev
Listasafn Íslands
Þegar sýningu abstraktlista-
mannsins Karls Kvaran lýkur í
Listasafni Íslands í lok febrúar taka
við tvær sýningar, annars vegar stór
innsetning eftir Magnús Pálsson sem
kallast Samtöl um dauðann en sýn-
ingin byggist á samtölum hans við
dauðvona fólk. Hins vegar verður
opnuð samsýningin Hljóðheimar sem
varpar ljósi á hvernig ungir lista-
menn nota hljóð í myndlist. Í lok maí
hefst sýning á verkum listakonunnar
Louise Bourgeois sem lést í fyrra, 99
ára að aldri og hefði því orðið 100 ára
í ár. Bourgeois er ákaflega virt en
sýningin hér ber yfirskriftina Kona
og barn og er sérstaklega sett upp
fyrir Listasafn Íslands í samvinnu við
einkasafnið Hauser und Wirth í
Sviss. Haustið verður svo tileinkað
Íslenskri listasögu sem þá kemur út í
fimm bindum og spannar alla 20. öld-
ina sem og opnunarsýningu hinna
norrænu listaverðlauna Carnegie Art
Award.
Listasafn Reykjavíkur
Ýmissa grasa kennir í Listasafni
Reykjavíkur að sögn Soffíu Karls-
dóttur markaðs- og kynningarstjóra.
20. janúar verður opnuð í Hafnarhús-
inu sýningin Án áfangastaðar en á
henni verða verk
eftir íslenska og
erlenda lista-
menn sem
ganga út frá
ferðahug og
upplifun ferða-
mannsins á um-
hverfinu. Á
Kjarvalsstöðum
hefst Sýning
sýninganna 5.
febrúar en þar
eru í fyrsta sinn
sýnd á einum stað verk þeirra 22 ís-
lensku listamanna sem sýnt hafa á
Feneyjatvíæringnum frá því að Ís-
land hóf þátttöku í honum fyrir hálfri
öld. Viðfangsefni stóru sumarsýn-
ingar Hafnarhússins eru listaverk
„sem afhjúpa bresti í viðteknum skil-
greiningum á list og hlutverki henn-
ar, verk sem kveikja heimspekilega
umræðu og túlka má sem innlegg í
hana,“ eins og Soffía orðar það en
markmið sýningarinnar er að skapa
umræður um myndlist og listheim-
speki. Í haust verður sjöundi áratug-
ur síðustu aldar í sviðsljósinu á Kjar-
valsstöðum í sýningunni Ný list
verður til, sem hefst 10. september,
en áratugurinn var tími mikilla um-
breytinga og tilrauna í íslensku
menningarlífi. 14. nóvember verður
svo opnuð einkasýning Daða Guð-
björnssonar undir yfirskriftinni
Ódysseifskviða, en hún saman-
stendur af stórum flekum sem Daði
hefur málað á síðastliðnum árum. Í
Hafnarhúsinu
verður einka-
sýning Óskar
Vilhjálmsdóttur
opnuð 15. sept-
ember en hún
tekur fyrir
tengsl safnsins
og almennings-
rýmsins með
áherslu á um-
hverfismál, en
umhverfismál
verða einnig ofarlega á baugi í sam-
sýningunni Remediate/Re-vision sem
verður í gangi í Hafnarhúsinu á sama
tíma.
Gerðarsafn
15. janúar hefst sýningin Ásýnd
landsins, vatnið, jörðin, hafið og him-
inninn sem Guðbergur Bergsson
stýrir en um er að ræða samsýningu
Daða Guðbjörnssonar, Gunnlaugs
Scheving, Jóhannesar Kjarval, Rúrí-
ar og Vilhjálms Þorbergs Bergs-
sonar. Í lok febrúar verður svo opnuð
árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags
Íslands, Mynd ársins 2010, sem sett
hefur verið upp árlega í húsinu frá
árinu 1995. 19. apríl, á afmælisdegi
Barböru Árnason, hefst svo yfirlits-
sýning á verkum hennar en hún hefði
orðið 100 ára í ár.
Hafnarborg
Um helgina verða tvær sýningar
opnaðar í Hafnarborg, annars vegar
sýning á verkum Eiríks Smith frá ár-
unum 1957-1963 en verk eftir Eirík
eru stór hluti af safneign Hafnar-
borgar. Samhliða verður opnuð sýn-
ing á verkum Stefáns Jónssonar sem
nefnist Kjarvalar. Í febrúar verður
svo sýningin Stjórnarskrá lýðveld-
isins Íslands, sem er eins konar
svanasöngur íslensku stjórnarskrár-
innar í aðdraganda stjórnlagaþings.
Að sögn Ólafar K. Sigurðardóttur
forstöðumanns er
um að ræða
gjörning eftir
Ólaf Ólafsson og
Libiu Castro sem
verða fulltrúar Ís-
lands á næsta
Feneyjatvíæringi.
„Verkið, sem er
kórflutningur á
núverandi stjórn-
arskrá, vinna þau
í samvinnu við
Karólínu Lárusdóttur tónskáld en í
framhaldi af gjörningnum verður
uppi vídeóinnsetning í safninu í
nokkrar vikur á eftir.“ Af öðrum sýn-
ingum síðar á árinu má nefna verk
Einars Þorsteins Ásgeirssonar arki-
tekts sem starfar í Berlín og er m.a.
einn af samstarfsmönnum Ólafs Elí-
assonar. „Hann er mikill hugvits-
maður og hefur merkar hugmyndir
um sjálfbærni í arkitektúr.“ Í haust
verður svo sýning sem er afrakstur
þess að safnið kallaði eftir hug-
myndum frá sýningarstjórum að sýn-
ingum, en tilkynnt verður nú um
helgina hvaða sýning varð fyrir val-
inu.
Listasafnið á Akureyri
Samsýning Þorra Hringssonar og
Sigtryggs Baldvinssonar, Varanlegt
augnablik, verður opnuð 15. janúar í
Listasafninu á Akureyri en báðir
tengjast þeir Norðurlandi sterkum
böndum. Í mars hefst svo samsýning
ljósmyndaranna Katrínar Elvars-
dóttur og Péturs Thomsen. Í maí
verður einkasýning Akureyringsins
Kristínar Gunnlaugsdóttur en sum-
arsýning safnsins verður í samstarfi
við Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Í
haust mun norðlenski listamaðurinn
Gústav Geir Bollason leggja undir sig
safnið en hann nýtir sér ólík listform
til að koma sköpun sinni á framfæri. Í
október verður svo yfirlitssýning yfir
sýningar safnsins undanfarin ár.
Listasafn Reykjanesbæjar
Í Listasafni Reykjanesbæjar verð-
ur opnuð sýningin Augastaðir á nýj-
um verkum eftir Óla G. Jóhannsson.
Í mars hefst
svo yfirlits-
sýning á ís-
lenskri grafík
en að sögn
Valgerðar
Guðmunds-
dóttur for-
stöðumanns
er stefna
safnsins að
vera með eina sýningu á ári sem
hugsuð er fyrir skólafólk á svæðinu. Í
maí verður svo sett upp stór samsýn-
ing í það minnsta 15 sýnenda sem
fjallar um kortagerð, vegvísa og stað-
setningar. Á Ljósanótt í september
verður sýning á verkum Valgerðar
Guðlaugsdóttur sem býr í Höfnum og
í október málverkasýning Guðnýjar
Kristmannsdóttur.
Listasafn Árnesinga
Sýningin Þjóðleg fagurfræði held-
ur áfram í Listasafni Árnesinga þeg-
ar það verður opnað aftur eftir ára-
mót, 15. janúar. Í framhaldi af henni
verður sett upp sýning frá pólskum
ljósmyndurum sem nýlega ferðuðust
um Ísland en íslenskir rithöfundar
skrifa texta við myndirnar. Sýningin
er sett upp í samstarfi við Gerðuberg
og hefst um miðjan mars. Síðar á
árinu verður sýning í umsjón Einars
Garibalda þar sem sýn listamanna á
Þingvelli verður í forgrunni.
ben@mbl.is
Gróska framundan í
sýningarhaldi listasafnanna
Skúlptúr Maman eftir Louise Bourgeois er í London en sýning á verkum hennar opnar í Listasafni Íslands í vor.
Fjölmargt í boði
fyrir augu og eyru í
sýningarsölum á árinu
You’ve got a face
with a view. Þor-
gerður Ólafsdóttir.
Verk eftir Óla G.
Jóhannsson.
Jón Gunnar Árnason.
Cosmos. Ólafur Ólafsson
og Libía Castro
Myndin hefst á bibl-
íulegum tilvísunum
um verund djöfulsins í mann-
heimum32
»
Austurríski skál-
inn sem Karl
Schwanzer hann-
aði fyrir heims-
sýninguna í
Brussel árið
1958, hefur verið
fluttur til Vínar-
borgar þar sem
hann verður sýn-
ingarsalur fyrir
samtíma-
myndlist. Við hlið byggingarinnar,
sem kallastast 20er Haus, hyggst
safnarinn Francesca von Habsburg,
sem hefur sýnt og safnað verkum
íslenskra listamanna, setja niður
bygginguna sem hýst hefur Tem-
porare Kunsthalle í Berlín, en verið
er að taka hana niður. Hún mun
hýsa samtímalistasafn von Habs-
burg þar í framtíðinni.
Ný en gömul
myndlistar-
hús í Vín
Francesca von
Habsburg