Morgunblaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.2011, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2011 LAUGARÁSBÍÓ STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA LITTLE FOCKERS Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 DEVIL Sýnd kl. 8 og 10 MEGAMIND 3D Sýnd kl. 6 íslenskt tal THE NEXT THREE DAYS Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:30 ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND ATH. 3D GLERAUGU SELD SÉR Sýningartímar FIMM ÓKUNNUGIR FASTIR Í LYFTU OG EITT ÞEIRRA ER EKKI ÞAÐ SEM ÞAÐ VIRÐIST VERA HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR? Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ LITTLE FOCKERS kl. 8 - 10 GAURAGANGUR KL. 5.50 - 8 - 10 NARNIA 3 3D KL. 5.50 12 7 7 Nánar á Miði.is DEVIL kl. 10.20 LITTLE FOCKERS Kl. 5.30 - 8 - 10.20 LITTLE FOCKERS LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.20 GAURAGANGUR KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.40 - 5.50 NARNIA 3 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 12 12 7 L 7 SOMEWHERE kl. 6 - 8 - 10.10 LITTLE FOCKERS kl. 6 - 8 - 10.20 GAURAGANGUR KL. 6 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D kl. 5.30 FASTER kl. 10.10 L 12 7 7 16 HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR Í 3-D -H.S, MBL -K.G, FBL AF GLÁPI Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Það er ekki á hverjum degi sem sjón-varpið heldur athygli manns heilakvöldstund, hvað þá sama stöðin. Þetta gerði þó Ríkissjónvarpið sl. mánudag. Alveg óvart. Ég settist sumsé niður um átta- leytið til að klappa ræfils hundinum en stóð ekki upp fyrr en um klukkan hálf tólf, þökk sé undarlegri – allt að því ljósaskiptalegri – dagskrá stöðvarinnar. Kvöldið byrjaði að vísu ekki vel. Ég ætl- aði að kíkja á breska heimildarmynd um hunda en sofnaði eins og hvítvoðungur fyrir framan kassann, í fyrsta skipti í áraraðir. Sennilega hafði það þó lítið með gæði þátt- arins að gera, draumar mínir höfðu verið óvenju áleitnir nóttina á undan og fyrir vik- ið sótti á mig syfja. Kannski er aldurinn far- inn að segja til sín, í haust vaknaði ég eina nóttina klukkan hálf sex til að kasta af mér vatni. Er það ekki klárt aldursmerki?    Alltént. Ég hrökk upp laust fyrir níu, ítæka tíð til að sjá bráðskemmtilegan ís- lenskan þátt um fjármálalæsi. Bolvíkingur- inn knái Guðmundur Gunnarsson tæklaði efnið af lausbeislaðri festu og úr varð hin prýðilegasta skemmtun. Svei mér ef ég lærði ekki sitthvað í leiðinni en þátturinn byggðist á bókinni „Ferð til fjár“ eftir Breka Karlsson, forstöðumann stofnunar um fjármálalæsi. Senni hluti er á dagskrá á mánudaginn kemur. Sprækur sjónvarpsmaður, Guðmundur. Frumlegur og hress en laus við alla tilgerð og stæla. Merkilega vannýttur af hinni ágætu stofnun í Efstaleitinu. Vonandi stend- ur það til bóta. Næst var kynntur til leiks glænýr breskur gamanþáttur, „Svona á ekki að lifa“ (e. How Not to Live Your Life), með og eftir æringjann Dan Clark. Breskur húmor höfð- ar ósjaldan til mín og fyrir vikið ákvað ég að sitja aðeins lengur. Það var óráð. Annað eins þunnildi hef ég varla séð í íslensku sjónvarpi – og þótt víðar væri leitað. Við lifum á öld aulans. Enginn er leng- ur maður með mönnum nema hann sé auli. Karakter Clarks í „Svona á ekki að lifa“ er enn einn aulinn og hérna átti aldeilis að slá í gegn. Öll trixin í bókinni tínd til og reynt að segja marga brandara í einu. Útkoman var afleit, þátturinn var vandræðalega ófyndinn og bjánalegur. Ég trúi því satt best að segja varla að næsti hluti fari í loftið.    Eftir tíufréttir var komið að fjórðahluta bandaríska framhaldsþáttarins Lukkubæ (e. Happy Town). RÚV verður að teljast djarft að taka þennan þátt til sýninga en hann féll með tilþrifum á ABC-sjónvarps- stöðinni í Bandaríkjunum í fyrra, raunar svo miklum að tveir síðustu hlutarnir voru ein- ungis sýndir á netinu. Kannski segir það meira um mig en Lukkubæ að ég hef, þrátt fyrir að búa yfir þessum upplýsingum, horft á alla hlutana til þessa. Auðvitað er þátturinn ekki góður en það er samt einhver notalegur b-mynda- sjarmi yfir honum. Viðmiðið er greinilega Tvídrangar (e. Twin Peaks) en menn hafa því miður ekki erindi sem erfiði. Eigi að síð- ur býst ég við að klára dæmið, þó ekki nema væri í virðingarskyni við Sam gamla Neill. Alltaf gaman að sjá það annálaða nýsjá- lenska séntilmenni. Hafi dagskráin fram að þessu verið skrýtin tók átján yfir þegar endursýnd var íslensk heimildarmynd, Glíman á Sardiníu. Hvernig gat hún farið framhjá mér í upp- hafi? Myndin fjallar um ferð tveggja ís- lenskra glímenda á alþjóðlegt fangbragða- mót á Sardiníu, kostuleg smíð í alla staði. Margt bendir til þess að aðstandendur myndarinnar, sem framleidd var af Glímu- sambandi Íslands, hafi ekki gert margar heimildarmyndir áður, svo sem viðtals- tæknin og snúran í hljóðnemanum, en það bættu þeir upp með spartversku atgervi sínu og flekklausum vilja. Að vísu læddist um miðbikið að mér sá grunur að myndin hefði aðeins verið gerð til að annar glím- andinn gæti komið fram ber að ofan en sennilega er það misskilningur, það ku vera svínslega heitt á Sardiníu. Ýmis valmenni komu við sögu í mynd- inni, svo sem tveir galvaskir Skotar (magn- aðir menn, Skotar), og hetjulega var glímt. Persónulega hafði ég mest yndi af sene- galska þjóðarfanginu, það er kersknislegra og óútreiknanlegra en það evrópska. Frúin benti þó réttilega á að menn væru tignar- legastir í íslensku glímunni enda teinréttir í baki. Það var bara eitt sem kom á óvart, Sig- tryggur vann – ekki ... Sjónorpinn » Annað eins þunnildi hef ég varla séð í íslensku sjónvarpi – og þótt víðar væri leitað. Skrýtið Fólkið í fásinninu í Lukkubæ. Slappur Breski Æringinn Dan Clark. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hressir Glímendur eigast við úti á túni. Morgunblaðið/Golli Læsi Hvað veist þú um þín eigin fjármál?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.