Morgunblaðið - 18.01.2011, Page 1

Morgunblaðið - 18.01.2011, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  14. tölublað  99. árgangur  HLJÓP AF SÉR TÆP FJÖRUTÍU KÍLÓ SKEFUR Í SKULDA- SKAFLA STJÖRNURNAR Í HOLLYWOOD BERUÐU BAKIÐ BORGIR Í ÞROT? 15 GOLDEN GLOBE-HÁTÍÐIN 33HREYFING OG ÚTIVIST 10 Morgunblaðið/Ernir Seðlabanki Íslands Hefur ekki opnað á fjárfestingu með aflandskrónum á Íslandi.  Það eina sem hindrar nýtingu aflandskróna til langtímafjárfest- inga hér á landi eru ákvarðanir stjórnvalda í þá veru. Þetta segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. Í október á síðasta ári kynntu samtökin samvinnuverk- efni sitt með Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Tilgangur þess verkefnis var að gera eigendum aflandskróna kleift að fjárfesta fé sitt til langtímaverk- efna hér á landi. Upphaflega bundu Samtök iðnaðarins vonir við að ljúka ákveðnu prófmáli í þeim efn- um fyrir áramót. „Ég verð að við- urkenna að ég er orðinn langeygur eftir því að klára þetta mál,“ segir Orri Hauksson. »14 Orðinn langeygur eftir viðbrögðum stjórnvalda Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eyraroddi hf. á Flateyri var lýstur gjaldþrota í gær. Héraðsdómur Vestfjarða samþykkti þá beiðni stjórnar og umsjónarmanns nauða- samninga félagsins um gjaldþrot. Stjórn Eyrarodda hafði unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu í samvinnu við kröfuhafa. „Í morgun voru kröfuhafar búnir að samþykkja nauðasamning fé- lagsins á grundvelli rekstraráætl- unar og 300 tonna byggðakvóta,“ sagði Teitur Björn Einarsson, stjórnarformaður Eyrarodda hf., í gær. Ekki tókst hins vegar að út- vega nægt fjármagn til að halda áfram rekstri og mæta áföllnum skuldbindingum fram að úthlutun byggðakvótans, sem verður í fyrsta lagi í lok febrúar. Teitur taldi að fé- lagið hefði þurft að lágmarki 15-20 milljónir til að koma fyrirliggjandi aðgerðaáætlun og rekstri af stað. „Ég hef fulla trú á að þarna komi fiskvinnsla aftur, en veit ekki hvað hún skapar mörg störf,“ sagði Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar. Hann var á fundi með hluta bæjarstjórnar og stjórnar Íbúasamtakanna á Flateyri í gær- kvöldi. „Við verðum að vinna að því með Íbúasamtökunum og ríkinu að tryggja þarna varanleg störf,“ sagði Daníel. „Þetta er mikið reiðarslag,“ sagði Guðmundur Björgvinsson, formað- ur Íbúasamtaka Flateyrar. „Þetta er mikið reiðarslag“ Flateyri » Eyraroddi sagði upp 42 starfsmönnum 29. október. » Öldrunarheimilinu Sól- borg verður lokað 1. apríl og þá tapast 7 hlutastörf. » Á Flateyri búa um 250 manns og meira en 1⁄3 vinnu- færra er án atvinnu.  Fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi hf. á Flateyri var lýst gjaldþrota í gær  Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar trúir að fiskvinnsla hefjist aftur á Flateyri MMargir hafa áhuga »2 Átakastaðan sem verið hefur innan þingflokks Vinstri grænna virðist ekki vera í rénun og bendir ýmislegt til að átökin séu að harðna. Dag- urinn í gær var erfiður flokknum þegar Karólína Einarsdóttir, for- maður VG Kópavogi, sagði sig úr flokknum og frá öllum trún- aðarstörfum sem hún hefur gegnt innan eða á vegum hans. Í kjölfar úr- sagnarinnar hvatti hún alla VG-liða sem hafa misst trú á flokknum að segja skilið við hann og finna nýjan vettvang fyrir baráttuna. Einnig var fundi hjá þingflokki VG sem átti að vera í gærmorg- un frestað vegna forfalla hjá þingmönn- um. Þar átti að ræða þau ágreiningsefni sem eru í flokknum. Kurr virðist vera í fé- lagsmönnum úti á landi, mæting á fundi Steingríms J. Sigfússonar um landið hefur ekki verið góð og and- staða við aðild að Evrópusamband- inu færist í vöxt innan VG, ekki síst úti á landi. »4 Átök í VG ekki í rénun  Andstaða við ESB eykst hjá VG Íslenska landsliðið í handknattleik er nánast öruggt með sæti í milliriðli heimsmeistara- keppninnar í Svíþjóð eftir stórsigur á Japönum í Linköping í gærkvöld, 36:22. Íslenska liðið hélt hreinlega flugeldasýningu í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 22:8 og úrslitin í raun ráðin. Guðjón Valur Sigurðsson, sem fagn- ar á myndinni, skoraði 9 mörk og er markahæsti leikmaður keppninnar með 24 mörk. Ísland er með 6 stig eftir þrjá fyrstu leikina og á fyrir höndum geysilega þýðingarmikinn leik gegn Austurríki í kvöld. » Íþróttir Reuters Flugeldasýning íslenska liðsins  Mannafli á vinnumarkaði var áætlaður um 159.846 í desem- ber og hefur fækkað í þeim hópi um rúm 7.000 miðað við áætlun í árslok 2009. Atvinnu- leysi var 8,0% í desember og hefur lítið breyst frá árslokum 2009. Langtímaatvinnuleysi er alvarlegt vandamál, en 52% atvinnulausra hafa verið án vinnu í 6 mánuði eða lengur og 4.696 í ár eða lengur. »16 52% atvinnulausra lengi án vinnu Alvarlegar líkamsárásir hafa verið áberandi það sem af er ári. Þrír karlmenn hafa verið lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítala með alvarlega höfuðáverka og var tví- sýnt um líf tveggja þeirra. Nú síð- ast réðst hópur fólks á karlmann á fimmtugsaldri og leikur grunur á að sparkað hafi verið í höfuð hans ítrekað þar sem hann lá í jörðinni. Afbrotafræðingur telur hrinu al- varlegra ofbeldisbrota standa yfir. Tvennt sætir gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar og í gær voru þrír til viðbótar handteknir. Helgi Gunn- laugsson, af- brotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir slíkar hrin- ur alvarlegs of- beldis hafa kom- ið upp endrum og eins í áranna rás. Hann telur þó fullt tilefni til að fara ítarlega yfir nýleg árásarmál og athuga hvort eitthvað sé sammerkt með þeim; hvort ytri aðstæður hafi áhrif. »12 Skoða ætti ofbeldismálin Helgi Gunnlaugsson  Hrina alvar- legra líkamsárása  Hvert tiltækt sjúkrarými og skúmaskot hefur verið nýtt á Landspítalanum að undanförnu vegna mikilla veikinda fólks. Í síðustu viku lágu um 730 sjúkling- ar inni en venjulega hefur spítalinn yfir að ráða um 650 rúmum. Árs- tíðabundnar umgangspestir hafa verið að herja á fólk; þrjár gerðir af inflúensu og noro-veiki. Biðstofa slysadeildarinnar í Fossvogi var full í allan gærdag vegna hálku- slysa og enn biðu margir á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir umönn- un. »6 Mikið álag vegna pesta og hálkuslysa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.