Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þingflokkur VG átti að koma saman til fundar kl. 9 í gærmorgun, þar sem reyna átti að ræða til lykta þau ágreiningsefni sem eru í flokknum um innra starf í flokknum og störf forystunnar, auk þess sem átti að ræða stefnuna í Evrópusambands- málum, gjaldmiðils-, orkumál og fleira. Eins og kunnugt er náði þing- flokkurinn ekki að ljúka umræðu um helstu ágreiningsefni innan flokks- ins á sjö og hálfs tíma fundi hinn 10. janúar sl. og var frekari umræðum frestað til fundarins sem halda átti í gær. Vegna þess hversu mikið var um forföll hjá þingmönnum var morg- unfundurinn í gærmorgun sleginn af. Þingflokkurinn kom svo saman kl. 13 í gær en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þar einungis um hefðbundinn þingflokksfund að ræða. Karólína Einarsdóttir, formaður VV Kópavogi, sagði sig úr VG og frá öllum trúnaðarstörfum sem hún hef- ur gegnt innan eða á vegum flokks- ins í gær. Þetta kemur fram í bréfi sem hún hefur sent framkvæmda- stýru VG, samkvæmt mbl.is, þar sem hún hvetur „alla VG-liða sem misst hafa trú á flokknum að segja skilið við hann og finna nýjan vett- vang fyrir baráttuna“. Þetta er talið til marks um aukin og harðari átök innan flokksins. Af samtölum við félaga í VG úti á landi er óhætt að fullyrða að umtals- verður kurr er í mörgum félögum. Þeir segja að fundaherferð Stein- gríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, með völdu föruneyti, eins og Árna Þór Sigurðssyni og Þuríði Backman sé augljóslega fyrst og fremst gerð með það fyrir augum að styrkja Steingríms-arm flokksins. Ekki sé endilega þar með sagt að það muni takast. Mæting á fundina hafi alls ekki verið góð; hún hafi ver- ið viðunandi á Egilsstöðum og Ak- ureyri, en fjölmargir félagar í VG hafi þó kosið að hunsa fundina. Í Norðausturkjördæmi segja VG-fé- lagar að þeir muni krefjast þess af forystunni að hún haldi einnig fund á Húsavík. Á félagsfundinn á Sauð- árkróki mættu einungis 9 félagar og á almenna stjórnmálafundinn sem haldinn var í kjölfarið voru einungis 12 manns mættir. Félagar í Norð- vesturkjördæmi segjast ekkert hafa að sækja á fund til þess að hlýða ein- ungis á Steingrím og Árna Þór. Þeir vilji heyra hvað Jón Bjarnason, þeirra þingmaður, og Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir hafa fram að færa, en augsýnilega standi þeim ekki til boða af hálfu flokksforystunnar að taka þátt í fundunum. Þá var hald- inn fundur VG á Selfossi í fyrra- kvöld og samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins var málflutningi Atla Gísla- sonar tekið hvað best af fundarmönnum, en hann var þvert á það sem kom fram í máli Steingríms J. Átakafundi hjá VG slegið á frest  Engin niðurstaða í ágreiningsmálum innan þingflokksins Morgunblaðið/RAX Átök Umtalsverður kurr er í mörgum félögum í Vinstrihreyfingunni-grænu framboði. Ágreiningsmálin eru óleyst. Andri Karl andri@mbl.is Dæmi eru um að Íslendingum við nám í Svíþjóð hafi verið synjað um aðgang að almannatryggingakerfinu sænska. Námsmanni sem leitaði skýringa á þessu var sagt að um stefnubreytingu væri að ræða sem tekið hefði gildi síðasta vor, og ís- lenskir nemendur ættu ekki rétt á að vera skráðir í kerfið. Sendi- herra Íslands í Svíþjóð segir skýringarnar ekki eiga sér stoð í raunveruleik- anum. Málið sé tekið mjög alvarlega og leitað er lausna í samvinnu við Tryggingastofnun og Norður- landaráð. Gengur það hins vegar hægt. Sæki Íslendingar nám á Norður- löndum taka þeir yfirleitt upp bú- setu þar og eiga samkvæmt samn- ingum að falla undir almanna- tryggingareglur. Hefur þetta gengið snurðulaust fyrir sig hingað til. Morgunblaðið veit hins vegar um tvö dæmi þess að íslenskum fjölskyldum sem sótt hafa um aðgang að al- mannatryggingakerfinu hefur verið hafnað, og hugsanlegt er að fleiri hafi lent í því sama en ekki kvartað við sendiráðið í Stokkhólmi. Ekki greitt fyrir fæðingarorlof Ungum karlmanni sem sækir nám í Lundi, ásamt unnustu og barni, var synjað um skráningu í kerfið. Hann segir höfnunina byggða á Evrópu- reglum og honum var tjáð að hann þyrfti að hafa vinnu til að komast inn í tryggingakerfið. Hann veit bæði um nemendur sem komist hafa inn í kerfið og aðra sem fengu höfnun. Þá hafi honum verið tjáð hjá Trygg- ingastofnuninni sænsku að öllum ís- lenskum nemum eigi að hafna og því verði framfylgt héðan í frá. Fjölskyldan sem fékk höfnun hef- ur verið í Svíþjóð í tvö ár. Þau eign- uðust barn úti en hafa hvorki fengið fæðingarorlof greitt í Svíþjóð né á Íslandi. Nemunum hefur verið ráðlagt að kæra höfnunina og áfrýja ef hún er staðfest. Hins vegar hefur enn ekk- ert komið út úr málum þeirra, þann- ig að óvíst er hvort um verður að ræða endanlega niðurstöðu, þ.e. að þeir komist ekki inn í kerfið. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráðinu í Svíþjóð er ekki vitað hvers vegna nemarnir lenda í þessu en hugsanlega sé um að ræða mis- skilning innan Tryggingastofnunar- innar sænsku. Ekki má draga of víðtækar ályktanir Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, segir um undarleg mál að ræða. Hins veg- ar hafi aðeins komið upp mál í Lundi og ekki megi draga of víðtækar ályktanir af þeim. „En við höfum verulegar áhyggjur af þessu og tök- um þetta mjög alvarlega. Við viljum að Norðurlandasamningurinn standi upp á punkt og prik, og það hefur hann gert. Þess vegna höfum við far- ið mjög ákveðið í þetta mál og reynt að hjálpa til eins og hægt er.“ Meðal annars hefur verið haft samband við Tryggingastofnun hér á landi sem vinnur í málinu, auk þess sem málið hefur verið tekið upp á vettvangi Norðurlandaráðs. Þrátt fyrir það hefur ekki enn tekist að greiða úr málum nemanna. Guðmundur Árni segist skilja gremju fólksins fullkomlega og áréttar að það hafi fullan stuðning sendiráðsins. „Tryggingastofnun hefur verið í viðræðum við systur- stofnun sína, farið þar í efstu lög, og vill að það sé undið ofan af þessari vitleysu.“ Hann segir að áhersla hafi verið lögð á að færa málin úr þeim farvegi sem þau eru í og til þeirra sem ein- hverju ráða. Það hafi hins vegar gengið erfiðlega. Nemum synjað um skráningu í tryggingakerfið  Tekið mjög alvarlega í sendiráðinu Tryggingakerfið » Á vef TR segir að námsmenn sem stunda nám í löndum utan EES geti haldið lögheimili sínu hér á landi meðan á námi stendur og haldið rétti sínum til almannatrygginga. » Þeir sem hins vegar fara í nám til Norðurlanda taka yf- irleitt upp búsetu þar og falla undir almannatryggingareglur viðkomandi lands. Guðmundur Árni Stefánsson Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að breytingar á fiskveiðistjórn- arkerfinu yrðu meðal stórra verkefna rík- isstjórnar og Alþingis á þessu ári. Hún taldi ekki boðlegt að blanda saman og setja fram sem úr- slitaatriði í kjarasamningum að lausn fengist á fiskveiðistjórnarmálinu. Þótti forsætisráðherra „algerlega ófært og ólíðandi“ að tengja þessi mál. Jóhanna var að svara fyrirspurn frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks, í fyr- irspurnartíma. Bjarni benti á að viðræður vegna nýrra kjarasamninga væru að hefjast. Þar væri m.a. horft til þess sem ríkisvaldið legði til til að tryggja samninga. Hann benti á að flokkur for- sætisráðherra hefði talað fyrir samningaleið í orkunýtingarmálum. Hins vegar ríkti óvissa um fiskveiðistjórnun og forsætisráherra hefði ekki tekið af skarið varðandi stuðning við niðurstöðu sáttanefndar um sjávarútveg. „Það er algjör veru- leikafirring hjá hæstvirtum forsætisráðherra að telja að hægt sé að halda grundvallaratvinnugrein okkar Íslendinga, sjávarútveginum, í einhverri óvissu og uppnámi en fara síðan fram á það af að- ilum vinnumarkaðarins að þeir gangi frá kjara- samningum við þær aðstæður. Þetta er fullkomin veruleikafirring,“ sagði Bjarni. „Ófært og ólíðandi“ að tengja kjaramál og fiskveiðistjórnun  „Veruleikafirring,“ sagði Bjarni Benediktsson Morgunblaðið/Kristinn Í gang Alþingi kom saman í gær eftir jólaleyfi. Ólíkar leiðir » Starfshópur um endurskoðun á stjórn fiskveiða skilaði skýrslu í september 2010. » Skoðaðar voru ólíkar tillögur um úthlutun aflaheimilda, þ.e. tilboðsleið, samningaleið og „pottaleið“. Þær fólu m.a. í sér endur- úthlutun aflaheimilda. Almennir félagar í VG eru margir þeirrar skoðunar að andstaðan við aðild að Evr- ópusambandinu færist bara í vöxt innan VG, ekki síst úti á landi. „Ég veit ekki um nokkurn kjaft sem er þessu fylgjandi,“ segir VG-félagi í Norðaustur- kjördæmi. Annar segir að tvær grímur séu að renna á marga í ESB-afstöðu. VG-félagar sem rætt var við um helgina og í gær eru flest- ir þeirrar skoðunar að funda- herferð flokksforystunnar sé ekki endilega að skila Stein- grími J. og félögum því sem að var stefnt, því mæting á fundina sé ekki góð og æ fleiri lýsi yfir andstöðu við það að- lögunarferli sem Ísland sé komið í varðandi regluverk ESB. Andstaðan í VG að aukast EVRÓPUSAMBANDIÐ Steingrímur J. Sigfússon. Samninganefnd Starfsgreina- sambandsins (SGS) ákvað í gær að vísa kjaradeilu við Samtök atvinnu- lífsins (SA) til ríkissáttasemjara. Þetta var ákveðið á fundi samn- inganefndar SGS fyrir hönd aðild- arfélaga sinna, annarra en svo- nefndra „Flóafélaga“, það er Eflingar stéttarfélags, Verkalýðs- félagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. „Að mati samninganefndarinnar hefur hægt miðað og því er mikil- vægt að þrýsta á um markvissari viðræður sem leiddar verði af ríkis- sáttasemjara ef það gæti orðið til þess að skila kjarasamningi aðila í höfn frekar fyrr en síðar,“ segir í til- kynningu á heimasíðu SGS. Samningaviðræður SGS og SA hófust 7. janúar. gudni@mbl.is SGS og SA til ríkissátta- semjara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.