Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 ódýrt alla daga Gríms plokkfiskur, 400 g 399kr.pk. BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Óvenjumikið álag hefur verið á Landspítalanum að undanförnu vegna mikilla veikinda fólks. Hvert tiltækt sjúkrarými og skúmaskot hefur verið nýtt og sjúklingar orðið að liggja á göngum spítalans í ein- hverjum tilvikum. Hefur spítalinn einnig þurft að leita á náðir sjúkra- hótels RKÍ til að koma sjúklingum fyrir. Verst var þetta í síðustu viku þegar um 730 sjúklingar lágu inni en venjulega hefur Landaspítalinn yfir að ráða um 650 rúmum. Eitthvað færri lágu inni í gær en álagið engu að síður áfram mikið á starfsfólk spítalans. Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga, segir ástandið hafa verið óvenjulegt að því leyti að árstíðabundnar umgangs- pestir hafi verið að herja á fólk á sama tíma. Um er að ræða þrjár gerðir af inflúensu og til viðbótar svonefnda noro-veiki; skæða vírus- pest með niðurgangi og magakvill- um, sem einnig getur lýst sér eins og flensuslappleiki. Tvær gerðir inflú- ensunnar eru af A-stofni; svínaflens- an og árleg inflúensa, og ein af B- stofni sem kemur alltaf upp annað slagið. „Við teljum þetta vera helstu skýringuna á meiri veikindum í sam- félaginu en oft áður á þessum árs- tíma,“ segir Ólafur. Þessir sjúkdómar hafa verið að herja á fólk á öllum aldri en þeir sem hafa aðra sjúkdóma fyrir hafa verið viðkvæmari fyrir veirupestum, eink- um eldra fólk. „Hjá okkur hafa legið talsvert fleiri en við höfum legurúm fyrir. Það hefur hjálpað okkur að geta breytt dagdeildum tímabundið yfir í legudeildir. Þessi sveigjanleiki hefur komið sér vel til að bregðast við auknu álagi,“ segir Ólafur og bætir því við að starfsfólk spítalans hafi staðið vaktina með miklum sóma. Deildum lokað Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans, segir í samtali við Morgunblaðið að lítið lát virðast ætla að verða á þessu þó að eitthvað hafi gengið betur að koma fólki fyrir í gær. Þá voru svonefndar fimm daga deildir opnaðar en þær voru fljótar að fyllast af veiku fólki. „Við þekkjum svona toppa á þess- um árstíma, janúar og febrúar hafa alltaf verið okkur erfiðir en noro- veiran hefur verið að valda okkur óvenjumiklum vandræðum. Þetta er mjög skæð pest og virðist vera dreifð um allt samfélagið. Við fáum fólk til okkar á hverjum degi út af þessu og svo er það að smitast inni á spítalanum,“ segir Hildur en eins og kemur fram hér til hliðar hefur þurft að loka deildum vegna noro- veirunnar. Þannig hefur ein deild á Landa- koti verið lokuð í einar þrjár vikur. Þá hefur spítalinn þurft að bregðast við lokun deilda á öðrum sjúkra- stofnunun, eins og á Suðurnesjum, annaðhvort með því að taka við sjúk- lingum annars staðar frá eða að ekki hefur verið hægt að útskrifa sjúk- linga annað vegna lokana, t.d. á hjúkrunarheimilum. Hefur þetta ástand þrengt að möguleikum Land- spítalans á að koma sjúklingum fyr- ir, á sama tíma og sjúkrarýmum hef- ur fækkað vegna niðurskurðar í heilbrigðisþjónustunni. Ekkert hef- ur mátt út af bregða. Setustofurnar nýttar Að sögn Hildar hefur í einhverjum tilvikum þurft að hafa sjúklinga á göngum, hafa þrjá í tvíbýli og tvo í einbýli, leggja fólk inn á skoð- unarherbergi og einnig þurft að nota setustofurnar. „Við höfum þurft að nota öll skot sem við finnum á spítalanum. Einnig höfum við haft greiðan aðgang að sjúkrahótelinu og allir sem geta eru sendir þangað. Ef loka þarf fleiri deildum gæti málið farið að flækjast fyrir okkur enn frekar,“ segir Hildur innlagnastjóri. Skæðar umgangspestir herja á fólk á sama tíma Morgunblaðið/Ómar Álag Hvert rými hefur verið notað á Landspítalanum að undanförnu og t.d. þrír sjúklingar verið í tvíbýli.  Álag á Landspítalanum óvenjumikið undanfarið  Hvert skúmaskot nýtt Fjármálaeftir- litið auglýsti um liðna helgi eftir fullbúnu skrif- stofuhúsnæði á leigu fyrir starf- semi sína. Gunn- ar Þ. Andersen, forstjóri stofn- unarinnar, segir að um hundrað starfsmenn séu nú hjá FME og eigi þeim eftir að fjölga aðeins vegna yfirstandandi rannsókna. „Þannig að við erum búin að sprengja núverandi hús- næði utan af okkur.“ Gunnar tekur reyndar fram að fyrsta hæðin á nú- verandi húsnæði sé laus og því geti komið tilboð um hana. Raunar var einnig auglýst eftir húsnæði síðastliðið vor en engin viðunandi tilboð bárust. Í auglýs- ingunni segir að húsnæðisþörf stofnunarinnar sé áætluð um 2.410 fermetrar fyrstu tvö ár leigutímans en um 2.000 fermetrar að þeim tíma liðnum. Gunnar segir það helgast af því að Fjármálaeftirlitið muni dragast saman eftir að rann- sóknum ljúki, en ráðgert sé að það verði í árslok 2012. Þá verði fækk- að líklega um tuttugu starfsmenn. Leigutilboðum ber að skila til Ríkiskaupa eigi síðar en 7. febrúar nk. andri@mbl.is Fjármálaeftirlitið búið að sprengja ut- an af sér húsnæðið Gunnar Þ. Andersen Landssamband eldri borgara mótmælir þeirri ákvörðun stjórnvalda að verja allt að 700 milljónum króna úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra til reksturs hjúkr- unarheimila og sjúkrastofnana árið 2011. Í til- kynningu frá LEB segir að fram- kvæmdasjóður aldraðra sé til uppbyggingar hjúkrunarheimila en ekki til rekstrar. Þá mótmælir LEB því að verð- bætur á grunn ellilífeyris og ör- orkulífeyris sem samþykktar voru á Alþingi eru einungis greiddar að fullu þeim sem fá lágmarksgreiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Aðeins 400 eldri borgarar fá fullar lág- marksbætur frá TR. Eldri borg- arar eru alls um 30 þúsund og er hæpið að það standist ákvæði stjórnarskrár að hækka einungis lágmarksframfærslubætur. Féð er til uppbygg- ingar en ekki rekstrar Rölt Eldri borgari. Vandinn við noro-veikina er sá að hún getur truflað starfsemi spít- alans verulega, enda hefur stund- um þurft að grípa til þess ráðs að loka deildum vegna smithætt- unnar. „Þess vegna er afar brýnt að fólk sem hefur flensueinkenni úti í þjóðfélaginu, hvort sem það er kvef, hiti eða niðurgangur, tak- marki heimsóknir sínar til sjúk- linga eins mikið og mögulegt er. Miðað er við að fólk þurfi að vera ein- kennalaust í 48 tíma áður en það fer af stað,“ segir Ólafur Bald- ursson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, við Morgunblaðið. Fólk takmarki heimsóknir NORO-VEIKIN TRUFLAR STARFSEMI LANDSPÍTALANS Ólafur Baldursson Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Skýrslutökur stóðu yfir allan dag- inn í gær hjá embætti sérstaks sak- sóknara og lauk ekki fyrr en laust fyrir klukkan 20.00 í gærkvöldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði að rannsókn á meintri markaðsmisnotkun Lands- bankans miðaði ágætlega, en hann gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Hann sagði að 5-7 teymi ynnu við skýrslutökur og því væri hægt að yfirheyra allt að sjö í senn vegna málsins. „Það er töluverð vinna við að fara í gegnum þetta. Og vegna þess hversu umfangsmikið þetta er þá taka yfirheyrslurnar yfir hverjum og einum yfirleitt nokkuð langan tíma,“ sagði Ólafur. Aðspurður sagði hann rannsóknina mjakast áfram og að við yfirheyrslur kæmu fram upplýsingar sem þyrfti svo að rannsaka frekar. „Þetta er upp- hafið að þónokk- uð löngu ferli. En þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Ólafur. Hann vildi ekki gefa upp hversu marga embættið hefði þurft að kalla heim til skýrslu- töku vegna rannsóknarinnar á mál- efnum Landsbankans sem og öðr- um málum, en hann sagði að langflestir sem kallað hefði verið eftir hefðu hlýtt kallinu. „Þetta fólk sem við köllum eftir skilar sér strax,“ sagði Ólafur. Fólk vildi síður lenda í því að Interpol lýsti eftir því. Nú starfa rúmlega 60 manns hjá embættinu. Starfsmönnum fjölgar um 12 í þessum mánuði og í þeim næsta að sögn Ólafs. Sjö bætast við í janúar og fimm í febrúar. Skýrslutökur fram á kvöld Ólafur Þór Hauksson Óvenjuhá sjávarstaða verður dagana eftir fullt tungl í janúar, febr- úar og mars í ár samkvæmt flóðaspá fyrir Reykjavík. Landhelgis- gæslan vekur athygli á þessu á vef sínum og þar segir að ástæða sé til að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi þessa daga og jafnframt dagana fyrir og eftir fullt tungl. Ennfremur segir á vef Gæsl- unnar að ástæða óvenjuhárrar sjávarstöðu nú sé að tunglið verði eins nálægt jörðu og það geti orðið þann 19. mars. Þá verði það í um 357.000 km fjarlægð frá jörðu. Tunglið sé að meðaltali um 384.400 km frá jörðu en mest geti fjarlægðin verið um 407 þúsund km. Breytileg fjarlægð tungls frá jörðu hafi áhrif á sjávarhæð. Tunglið eins nálægt jörðu og það getur orðið þann 19. mars Fullt tungl Hefur áhrif á sjávarstöðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.