Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011
Á næstunni stendur Líf, styrkt-
arfélag kvennadeildar Landspítala
– háskólasjúkrahúss, fyrir röð há-
degisfyrirlestra í Háskólanum í
Reykjavík þar sem fjallað verður
um málefni sem tengjast heilsu
kvenna. Fyrirlestrarnir eru liður í
undirbúningi fyrir fjársöfnun Lífs
fyrir kvennadeildina, sem haldin
verður á landsvísu og lýkur með
glæsilegum söfnunarþætti á Stöð 2
í byrjun mars.
Fyrsti fundurinn verður haldinn
á morgun, miðvikudag, kl. 12-13. Á
fundinum verður fjallað um fyrir-
hugaða bólusetningu gegn HPK
eða vörtuveiru (human papilloma
virus) sem er algengasta orsök leg-
hálskrabbameins.
Lyf Hægt er að bólusetja við algengustu
orsök leghálskrabbameins.
Leghálskrabbamein
Í dag, þriðjudag, kl. 12-13 standa
Bændasamtök Íslands fyrir fundi í
Bændahöllinni, Hótel Sögu, í saln-
um Harvard II, undir yfirskriftinni
„Hvernig á að brauðfæða heims-
byggðina? – Matvælaframleiðsla á
krossgötum“. Frummælandi er
Christian Anton Smedshaug, dokt-
or í umhverfisfræðum. Hann gaf
nýlega út bókina „Feeding the
World in the 21st Century“ þar sem
m.a. er fjallað um möguleika land-
búnaðarins til að mæta erfiðum við-
fangsefnum framtíðarinnar. Á eftir
erindinu verða umræður undir
stjórn fundarstjórans, Áslaugar
Helgadóttur, prófessors hjá Land-
búnaðarháskóla Íslands. Fundurinn
fer fram á ensku. Allir eru vel-
komnir. Aðgangur er ókeypis.
Hvernig á að fæða
heimsbyggðina
Skvassmaraþoni Skvassfélags
Reykjavíkur lauk í fyrradag kl.
16.00 í Veggsporti. Leikið var
skvass í 24 klukkustundir samfleytt
í öllum sölum Veggsports, til
styrktar Umhyggju, félagi til stuðn-
ings langveikum börnum. Rúmlega
100 manns spiluðu skvass, flestir í
40-80 mínútur en þónokkrir spiluðu
í kringum 200 mínútur.
Markmið Skvassfélagsins var að
brenna 100.000 kaloríum og safna
einni milljón króna til styrktar Um-
hyggju. Það fór svo að lokum að
alls var 130.000 kaloríum brennt og
850 þúsund krónur söfnuðust fyrir
Umhyggju. Enn er hægt að leggja
söfnuninni lið.
Skvassmaraþon
STUTT
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Enn meiri
verðlækkun
Verð áður: Verð nú:
Gallabuxur 9.900 kr. 3.900 kr.
Toppur 8.900 kr. 3.500 kr.
Bolero 8.900 kr. 3.500 kr.
Kjóll 8.900 kr. 3.500 kr.
Kjóll 12.900 kr. 4.900 kr.
Siffonbuxur 12.900 kr. 4.900 kr.
Gerið góð kaup
á útsölunni
Verðdæmi:
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Útsala
Str. 38-56
Útsala
Nýtt kortatímabil
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard.
Hæðasmára 4
– Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan
Smáralind
Símar 555 7355 og 553 7355
30-60%
afsláttur
af völdum
vörum
Laugavegi 63 • S: 551 4422
NÚ ENN MEIRI AFSLÁTTUR
ALLT AÐ 50%
DÚNÚLPUR - ULLARKÁPUR - VATTJAKKAR
skoðið sýnish.
á laxdal.is
Erlingur B. Thoroddsen
„Það er dílaskarfur þarna við staur-
inn,“ sagði konan þar sem við ókum
rétt austan við Víðigerði í Húnavatns-
sýslum. „Hvað, heldurðu að sé skarf-
ur hérna,“ svaraði ofanritaður frétta-
ritari á móti, en áttaði sig svo á því, að
ef konan segir að þarna sé skarfur, þá
er þarna skarfur, hvernig í ósköp-
unum sem á því stendur. Svo nösk er
hún á fugla.
Fréttaritari hægði á bifreiðinni og
sneri við. Það fór ekki á milli mála.
Þarna stóð dílaskarfur við rafmagns-
staur, rétt við veginn, og horfði eins
undrandi á okkur og við á hann.
Fréttaritari gekk að honum og spurði
hvert hann væri að fara og hvort
hann vildi far. Hann gekk nokkur
skref í þá átt, sem við vorum að fara,
og stoppaði og horfði á bílinn. Það fór
ekki á milli mála að hann ætlaði í
sömu átt. Konan tók við akstrinum,
en fréttaritari spennti beltin og sat
undir skarfinum, þar sem barnastóll
var ekki í bílnum. Eftir samtal við
fuglafræðing var ákveðið að sleppa
skarfinum í næstu á eða í sjó. Þar sem
allar ár í vestursýslunni voru ísilagð-
ar var ákveðið að taka hann með til
Blönduóss. Við renndum að enda
Aðalgötu, þar sem ísryðjandi áin og
ólgandi hafið mætast. Kveðjustundin
rann upp. Skarfurinn nartaði nett í
hönd ofanritaðs í kveðjuskyni og rölti
að ísskör á árbakkanum, þar sem
hann mat stöðuna í nokkrar mínútur
áður en hann renndi sér út í vatnið.
Ljósmynd/Erlingur B Thoroddsen
Kveðjustund Fréttaritarinn og dílaskarfurinn á Blönduósi.
Dílaskarfur í villum
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á
Íslandi, UNICEF, stendur að mál-
þingi um skýrsluna „The children
left behind“ eða „Börn skilin út-
undan“ í samstarfi við Rann-
sóknastofnun í barna- og fjöl-
skylduvernd og félagsráð-
gjafardeild Háskóla Íslands í dag
kl. 12-13 í Odda stofu 201.
„Í skýrslunni er misskipting í
heilbrigðisþjónustu, menntun og fá-
tækt borin saman milli OECD-
landa,“ segir í fréttatilkynningu.
Frummælendur verða Stefán
Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi, Halldór S. Guð-
mundsson, lektor við félagsráðgjaf-
ardeild Háskóla Íslands, Júlíus
Björnsson, forstöðumaður Náms-
matsstofnunar, og Anna Björg Ara-
dóttir, yfirhjúkrunarfræðingur og
sviðsstjóri hjá Landlækni.
Börnin sem heltast
úr lestinni
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, gagn-
rýnir stjórnvöld fyrir að draga lapp-
irnar í aðgerðum til að bæta hag
Suðurnesja sem boðaðar voru í byrj-
un nóvember. Stóri bitinn á þeim að-
gerðalista hafi verið hugsanlegur
flutningur Landhelgisgæslunnar á
öryggissvæðið á Miðnesheiði. Var
samþykkt að framkvæma hag-
kvæmniathugun á þeim kosti og átti
henni að vera lokið fyrir 1. febrúar.
„Á samráðsfundi sveitarstjórnar-
fólks og Suðurnesjamanna með
fulltrúum stjórnvalda fyrir helgi
kemur svo í ljós að þessi vinna við
flutning Gæslunnar er alls ekkert
hafin. Það er ekkert búið að gera. Þá
eru farnir þarna tveir mánuðir í súg-
inn. Ég gagnrýni það að það sé verið
að veifa þessu á hátíðarstundum fyr-
ir framan Suðurnesjamenn og svo er
ekkert gert til að fylgja þessu eftir,“
segir Ragnheiður Elín.
Hafist handa við Hersetusafn
Hjá innanríkisráðuneytinu feng-
ust þær upplýsingar að vinna væri
hafin við athugunina innan ráðu-
neytisins en eftir því sem Morgun-
blaðið kemst næst er sú vinna komin
skammt á veg. Á aðgerðalista stjórn-
valda var einnig að fela Þróunar-
félagi Keflavíkur að setja á stofn
Hersetusafn á gamla varnarsvæð-
inu.
Að sögn Kjartans Þórs Eiríksson-
ar, framkvæmdastjóra félagsins, er
sú vinna farin vel af stað og byrjað er
að gera hús klárt fyrir safnið. „Við
erum líka að setja saman undirbún-
ingshóp sem hefur það markmið að
kortleggja hvaða aðilar þurfa að
koma að þessu, bæði hér á svæðinu
og í menntamálaráðuneytinu.“ Ekki
sé komið á hreint hvenær safnið
verði opnað en það gæti jafnvel gerst
síðla á þessu ári.
Gagnrýnir seinagang í
aðgerðum á Suðurnesjum
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
skuldaði rúmar 122 milljónir í lok árs-
ins 2009 samkvæmt útdrætti úr sam-
stæðureikningi stjórnmálaflokkanna
2009 sem Ríkisendurskoðun birtir.
Tekjur flokksins í árslok 2009 voru
rúmar 97 milljónir.
Samkvæmt lögum um fjármál
stjórnmálasamtaka og frambjóðenda
og um upplýsingaskyldu þeirra, sem
sett voru árið 2006, skulu stjórnmála-
samtök árlega skila Ríkisendurskoð-
un reikningum sínum sem í kjölfarið
skal birta útdrátt úr þeim. Ríkisend-
urskoðun hefur birt útdrátt úr reikn-
ingum fyrir árið 2009 frá Vinstri
grænum, Sjálfstæðisflokknum og
Hreyfingunni. Þar koma meðal ann-
ars fram tekjur og skuldir og upplýs-
ingar um fjárframlög til þeirra frá
lögaðilum og sveitarfélögum. Enn
vantar reikninga Framsóknarflokks-
ins og Samfylkingarinnar.
Alþingiskosningar voru haldnar í
apríl 2009 og því hefur rekstur flokk-
anna verið dýr það ár, eins og rekstur
VG ber með sér, skuldir hans jukust
um 45 milljónir frá 2008 en tekjurnar
aðeins um 13 milljónir.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur bet-
ur að vígi en tekjur hans árið 2009
voru 242 milljónir, þar af voru rík-
isframlög tæplega 159 milljónir.
Tekjurnar voru svipaðar og 2008.
Skuldir flokksins námu í lok árs um
78 milljónum og höfðu aukist um 35
milljónir frá árinu á undan.
Þingflokkur Hreyfingarinnar var
með 200.000 kr. skuldir í árslok 2009
og tekjurnar voru milljón eða því sem
ríkisframlögunum nam.
ingveldur@mbl.is
Skuldir VG mikl-
ar eftir 2009
Ríkisendurskoðun birtir bókhald flokkanna
Í dag, þriðjudag, mun Freydís Vigfúsdóttir, líffræð-
ingur og doktorsnemi í dýravistfræði, halda erindi á
fræðslufundi Fuglaverndar undir yfirskriftinni „Krían
og kreppan“. Doktorsverkefni Freydísar lýtur að varp-
vistfræði kríunnar á Snæfellsnesi og þeim varpbresti
sem þar hefur verið. Hún mun kynna þær niðurstöður
sem liggja fyrir. Fundurinn fer fram í húsakynnum Ar-
ion banka, Borgartúni 19 og hefst kl. 20.30. Fundurinn
er öllum opinn en aðgangseyrir er 500 kr. fyrir aðra en
félagsmenn í Fuglavernd.
Fundur um kríuvarp á Snæfellsnesi
Vegna mistaka
við frágang féll
niður lokamáls-
grein aðsendrar
greinar Ögmund-
ar Jónassonar
innanrík-
isráðherra,
„Meint tregða
innanríkisráðuneytisins“, sem birt-
ist í blaðinu sl. laugardag. Í greininni
fjallaði Ögmundur um mál drengs
sem fæddist á Indlandi og stað-
göngumæðrun. Málsgreinin sem féll
niður fer hér á eftir:
„Í Kastljósi fyrir fáeinum dögum
bar Sigurður Kári mig þungum sök-
um. Minn glæpur er þá væntanlega
sá að vilja búa svo um hnúta að farið
sé að lögum og reglum sem settar
eru til varnar mannréttindum.
Ég óska fjölskyldunni á Indlandi
alls góðs og vonast til að hún verði
komin heim til Íslands sem allra
fyrst.“
Leiðrétt
Lokamálsgrein
féll niður