Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 10

Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta byrjaði allt á því að égbyggði hús haustið 2007 ogléttist um nokkur kíló viðþá vinnu,“ segir Tyrfingur Þorsteinsson flugmaður, sem eina andvökunótt fyrir þremur árum ákvað að taka sig á og gera eitthvað í því að létta sig, en þá var hann 32 ára og 123 kíló. „Það er feimnismál að tala um að maður sé allt of feitur en þetta var orðið bæði andlegt og lík- amlegt vandamál hjá mér. Þegar ég loksins kom mér af stað náði ég af mér um 40 kílóum, en það tók um eitt og hálft ár. Ég byrjaði á því að hlaupa en fór svo líka í tae-kwon-do og keppti í því og ég er líka í crossfit. Núna er ég búinn að bæta við þrí- þrautinni og ætla að keppa í henni í vor. Þríþrautaræfingarnar einar og sér eru 14 tímar á viku,“ segir Tyrf- ingur og bætir við að í síðustu viku hafi hann hlaupið 50 kílómetra, synt 10 kílómetra og hjólað 200 kílómetra. Eins og rúllupylsa í gallanum „Ég er orðinn algjör íþrótta- fíkill, sækist eftir endorfínvímunni. Ég verð ómögulegur og geðvondur ef ég hreyfi mig ekki í meira en tvo daga. Mér finnst nauðsynlegt að fest- ast ekki í því sama og það er gaman hvernig nýir heimar opnast við það að fara að æfa nýja grein. Maður þarf að læra alveg nýja tækni og kynnist fullt af nýju fólki. Og það er hvetjandi að ná árangri á nýjum sviðum. Ég var til dæmis í mjög góðu hlaupa- formi þegar ég fór að æfa sund en ég hafði samt ekkert úthald í sundinu. En nú syndi ég tvo kílómetra án þess að stoppa.“ Hljóp af sér tæp fjörutíu kíló Hann var tvö ár að koma sér að því að losa sig við yfirþyngdina og önnur tvö ár að ná af sér kílóunum. Hann var 123 kíló fyrir þremur árum en er nú 85 kíló og óstöðvandi í hverskonar hreyfingu, stundar tae-kwon-do, crossfit og ætlar að taka þátt í þríþraut í vor þar sem er hlaupið, synt og hjólað. Liðin tíð Svona leit Tyrfingur út haustið 2007, skömmu áður en hann tók sig til og breytti alfarið um lífsstíl, fór að hreyfa sig og breytti mataræðinu. Vefsíðan 101greatgoals.com er til- einkuð alvörufótboltaáhugamönnum og þeim sem vilja vita enn meira. Á vefnum má yfirleitt finna nýjustu mörkin sem skoruð eru í deildum um allan heim. Jafnvel í deildum sem hörðustu knattspyrnuáhugamenn hafa aldrei heyrt af. Einnig eru valin úr flottustu mörkin og skrautlegustu, mestu mistökin og leikmönnum fylgt eftir í gegnum leiki. Efst á forsíðu eru tenglar á ýmis lönd svo að þeir sem vilja fylgjast með úrslitum t.d. á Spáni eða í Þýskalandi, geta valið sér þau lönd og séð helstu fréttir um úr- slit þaðan. Fyrir þá sem hafa svo óheppilega misst af mikilvægum leik er líka hægt að horfa á helstu mörk nýliðinna leikja. Svo og að lesa nýj- ustu fréttir af fótboltamönnum, sigr- um, ósigrum og uppátækjum þeirra. Loks má skrá sig inn á síðuna og velja sér þau lið sem maður vill fylgjast með. Þannig fær maður nýjustu úrslit beint í æð, það er að segja tilkynn- ingar á tölvupósti. Þessi síða ætti því bæði að geta veitt mikinn fróðleik og verið fótboltaáhugamönnum hin besta skemmtun. Tilvalið ef þú vilt halda þér á tánum í fótboltaheim- inum eða vita meira til að geta slegið um þig í vinahópnum. Vefsíðan www.101greatgoals.com Ljósmynd/SNS Group 0141 221 3602 Nýjustu mörkin Vefsíðan 101greatgoals.com er stútfull af fótboltafróðleik. Meira en allt um fótbolta Það er ekkert sem segir að þrátt fyrir smásnjóföl, ja eða sæmilega háa skafla sums staðar, sé nokkuð því til fyrirstöðu að fá sér hressandi göngu- túr. Skelltu á þig góðum skóm, dúð- aðu þig í úlpu, húfu og vettlinga og þá ættirðu að vera fær í flestan sjó. Það er jú ekkert til sem heitir vont veður, heldur bara að vera ekki nógu vel klæddur eins og þar stóð. Það er líka skemmtilegt við gönguferðir í snjó að til að hvíla sig má bregða á leik, búa til einn góðan snjókall eða engla í snjóinn. Það ætti nú engum að leiðast að fá góða hreyfingu við slíkar aðstæður. Endilega … … njótið snjó- gönguferða Morgunblaðið/Skapti Ganga Snjór þarf engan að stöðva. Það er oft ótrúlegt hvað þessar Holly-wood-stjörnur og fræga fólk eru í góðuformi. Við hin erum jú kannski í ágætisformi en ekki endilega tveimur vikum eftir fæðingu eða þremur dögum eftir jól. Þar greinir ef til vill á milli að þetta er jú má segja hluti af starfi fræga fólksins og það hefur í kringum sig her þjálfara til að koma sér í form einn, tveir og bingó. Enda vill helst enginn láta birta af sér myndir í heimspressunni með laf- andi bumbu í bikiníi. Ef þú vilt reyna að verða eins og stjörnurnar eru hér nokkur skotheld ráð frá þjálfurum þeirra. 1. Harley Pasternak, þjálfari Megan Fox Harley leggur áherslu á grjótharða magavöðva. Ár- angursríkasta leiðin samkvæmt honum eru nóg fjölbreyttar magaæfingar sem þjálfa magavöðvana á ólíkan hátt. 2. Tracy Anderson, þjálfari Gwyneth Paltrow Tracy leggur áherslu á staðfestu og samfellu í æfingum. Sama hversu mikið er að gera, finndu tíma til að æfa og gleymdu öllum afsök- unum! 3. Jay Cardiello, þjálfari 50 cent Skilaboð Cardiellos eru stutt og laggóð: Sofðu í æfingagallanum. Þá ertu líklegast tilbúin/n hvenær sem æfingaandinn kemur yf- ir þig. 4. Ramona Braganza, þjálfari Jessicu Alba Hollt og gott snarl segir Ramona vera mikilvægast. Möndlur og perur eða mozarella-ostur og epli. Stærri máltíðir ættu síðan að vera samsettar úr mögru kjöti og sósur sem innihalda smjör setur hún á bannlista. 5. David Barton, þjálfari Fergie David segir líkamsrækt aðeins skila tilætl- uðum árangri þegar líkaminn eykur við vöðva- massa sinn. Þannig heldur líkaminn áfram að brenna kaloríum jafnvel þótt þú sért lögst/ lagstur á sófann. 6. Gunnar Peterson, þjálfari Kim Kardashian Til að léttast án þess að missa kvenlegan vöxt mælir Gunnar með því fyrir konur að leggja áherslu á að þjálfa stóru vöðvahópana. Framstig og allt sem æfir læri, leggi og rass er málið. Á móti skal lyfta þannig að efri líkaminn verði hæfilega mótaður en blási ekki út. 8. Nicky Holender, þjálfari Kendru Wilkinson Nicky segir mikilvægt að borða líka hollt þótt við förum út að borða og sérstaklega að velja sér ekki eitthvað með tómum kaloríum. Hún mælir með að sleppa snakkinu og salsaí- dýfunni en fá sér frekar grillaða kjúklinga- strimla með grænmeti. maria@mbl.is Í toppformi eins og stjörnurnar Líkamsrækt Þjálfari söngkonunnar Fergie lætur hana lyfta en greinilega hlaupa líka. Mjóna Megan Fox hefur greinilega tekið ráð- um þjálfarans og gert fleira en magaæfingar. Staðfesta Gwyneth Paltrow finnur sér tíma í líkamsræktina þótt nóg sé að gera. Sofðu í æfingagallanum og slepptu snakki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.