Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 11

Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 11
Nútíðin Ótrúlegt en satt, þetta er sami maður aðeins þremur árum síðar! Engan skal undra að vinnufélagar hafi ekki þekkt Tyrfing þegar hann kom 40 kílóum léttari til vinnu eftir langa fjarveru. Nú er hjólið hluti af lífi hans. Tyrfingur segist hafa beðið kon- una sína að gefa sér hlaupagalla í jólagjöf í desember 2007 þegar hann var búinn að ákveða að byrja að hlaupa. „Þegar ég opnaði pakkann reyndist þetta vera skelfilegur spandexgalli og mér leist ekkert á blikuna, setti hann bara inn í skáp. En í febrúar 2008 þegar við vorum flutt í húsið lét ég mig hafa það og fór út að hlaupa þótt ég liti út eins og rúllupylsa í gallanum, en ég fór í myrkri. Ég fór kílómetra og sprakk fjórum sinnum á leiðinni með blóð- bragð í munninum, ég hélt ég mundi deyja. En ég lét það ekki stoppa mig. Ég hef hlaupið síðan og tekið þátt í maraþonum.“ Skrifaði sér bréf Tyrfingur segir ýmislegt hafa orðið til þess að hann fór af stað. „Pabbi var með áunna sykursýki og hann potaði oft í mig og minnti mig á að lenda ekki í sama grafreitnum og hann. Svo er fluglæknisskoðun einu sinni á ári og þar var alltaf verið að sparka í mig. Hina örlagaríku nótt skrifaði ég bréf til sjálfs mín, sem ég á enn og sýni þeim sem eru í svipuðu ástandi og ég var í, þeim til hvatn- ingar. Ég skrifaði ástand mitt eins og það var, af hverju mér leið svona og hvaða markmið ég ætlaði að setja mér. Þarna kom líka fram að mig langaði til að verða meira aðlaðandi fyrir maka minn, þetta var mjög per- sónulegt. En þetta eru hlutir sem enginn talar um en allir hugsa um.“ Fólkið þekkti mig ekki Tyrfingi var sagt upp störfum tímabundið hjá Icelandair í upphafi kreppu en þegar hann kom til starfa aftur, 20 mánuðum síðar, þekkti sam- starfsfólkið hann ekki. „Ég var mjög ánægður með að hafa notað tímann sem ég var atvinnulaus til að koma þessum hlutum í lag. Núna er ég 85 kíló, hef bætt á mig fínum vöðva- massa en ætla að skera mig aðeins meira niður, mig langar í sixpakk- magavöðva,“ segir Tyrfingur sem að sjálfsögðu tók mataræðið í gegn á sama tíma og hann fór að stunda markvissa hreyfingu. En hann hefur alltaf sína nammidaga á laugar- dögum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir einstaklingsframboðum í stjórn VR. Jafnframt auglýsir kjörstjórn eftir einstaklingsframboðum á lista uppstillinganefndar í trúnaðarráð félagsins. Um er að ræða formann félagsins, 7 aðalmenn í stjórn, 3 varamenn í stjórn og 82 í trúnaðarráði. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns, 10 vegna framboðs til stjórnar og 5 vegna framboðs til trúnaðarráðs. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 3. febrúar 2011. Frambjóðendum er bent á að kynna sér nánari upplýsingar á heimasíðu VR, www.vr.is. Kjörstjórn Framfarir, hollvinafélag millivega- lengda og langhlaupara, útnefndi á dögunum hlaupara ársins 2010. Hlaupari ársins í karlaflokki var Kári Steinn Karlsson Breiðabliki. Hlaup- ari ársins í kvennaflokki var Rann- veig Oddsdóttir Akureyri. Efnilegasti hlauparinn var valinn Snorri Sig- urðsson ÍR, mestu framfarir ársins sýndi Bjartmar Örnuson í UFA og hlaupahópur ársins var Hlaupahópur FH með Stein Jóhannsson í far- arbroddi. Framfarir hafa staðið fyrir slíku vali allt frá því að félagið var stofn- að árið 2003 en það stendur fyrir árlegri fræðslu er lýtur að þjálfun og árangri í lengri hlaupum, veitir árlega æfingastyrki til handa hlaup- urum í lengri hlaupum auk þess sem það stendur fyrir víðavangs- hlaupaseríu á hverju hausti. Kári Steinn Karlsson og Rannveig Oddsdóttir útnefnd Hópurinn Þau sem útnefnd voru í ár af Framförum, hollvinafélagi hlaupara. Hlauparar ársins 2010 „Frá 1. október hefur Ferðafélag Ís- lands boðið upp á gönguferðir tvisvar í viku fyrir einstaklinga sem verið hafa í endurhæfingu (vegna offitu) á Reykjalundi. Gönguverkefnið stendur fram á vordaga. Um er að ræða gönguferðir eftir stígakerfi borgar- innar og í næsta nágrenni. Einu sinni í mánuði er gengið á fell eða fjall í ná- grenni Reykjavíkur.“ Svo segir í fréttatilkyningu frá Ferðafélagi Ís- lands og full ástæða til að hvetja alla þá sem málið varðar til að nýta sér það. Ennfremur segir í fréttatilkynn- ingunni: „Rannsóknir hafa sýnt að hópar sem stunda útivist sem hluta af endurhæfingu, halda hreyfingunni lengur áfram eftir að endurhæfingu lýkur en aðrir hópar. Sýnt hefur verið fram á ágæti offitumeðferðar á Reykjalundi, slík meðferð skilar sér í bættri heilsu og lífsgæðum þeirra sem fara í gegnum hana. Mikilvægt er að finna leið til þess að sem flestir sem útskrifast úr offitumeðferð nái að viðhalda eða jafnvel bæta þann góða árangur sem náðst hafði í með- ferðinni,“ og eru þessar gönguferðir liður í því. Gönguverkefni fyrir offitusjúklinga Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Hollt Að liðka legginn gerir gott. Gönguferðir tvisvar í viku um borgina og líka farið á fjall Tyrfingur hleypur bæði í venju- legum hlaupaskóm og svoköll- uðum tásuskóm (vibramfive- fingers). „Þeir eru þunnir og að hlaupa í þeim er svipað því og að hlaupa berfættur, maður hleypur á táberginu og maður verðu miklu mýkri. Það er allt annað álag á líkamann, maður notar aðra vöðva. Mannslíkam- inn er ekki hannaður til að ganga í skóm, þegar við hlaup- um berfætt hlaupum við á tá- berginu en þegar við erum í skóm með púðum berjum við hælunum niður og það högg gengur upp í hrygg sem er ekki gott fyrir bakið. www.vibram- fivefingers.com Tásuskórnir HLEYPUR Á TÁBERGINU Hjá Bergmönnum – fagmönnum í fjallaleiðsögn starfa alþjóðlega fag- lærðir fjallaleiðsögumenn og er nóg framundan fyrir þá sem vilja nýta sér vetur og snjó. Á Íslandi sérhæfa Bergmenn sig í fjallaskíðaferðum, þyrluskíðun, fjallgöngum og klifri hverskonar. Þannig eru nú fram- undan fjalla- og þyrluskíðaferðir á Tröllaskagann en einnig í Alpana, svo og skútuskíðaferðir í Jökulfirði og Hulduland. Einnig verður hópur leið- sögumanna til taks í Skaftafelli í vor og sumar fyrir þá sem vilja reyna við Hnúkinn eða önnur fjöll í Öræfum. Fyrir þá sem hugsa aðeins stærra mun líka að bjóðast að glíma við Mont Blanc, Matterhorn, Eiger eða einhvern hinna fjölmörgu alpatinda nú í sumar. Einnig verður farið í fjallaskíðaferðir til Japans, Tyrk- lands, Kanada og Krítar, eins und- arlega og það kann að hljóma. Nálg- ast má allar nánari upplýsingar um ferðir og þjónustu á vefsíðunni berg- menn.com. Fjallaskíðaferð til Krítar Nýstárlegar ferðir fyrir fjalla- klifrara og skíðafólk á nýju ári Heillandi Margir hafa hug á því að ganga í Ölpunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.