Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Andri Karl andri@mbl.is Karlmaður og kona á þrítugsaldri voru í gær úr- skurðuð í gæsluvarðhald til föstudags vegna að- ildar að fólskulegri líkamsárás í Kópavogi aðfara- nótt sunnudags. Þá réðst hópur fólks á karlmann á fimmtugsaldri og var meðal annars sparkað ítrekað í hann þegar hann lá í götunni. Maðurinn er alvarlega slasaður og liggur á Landspítalanum. Árásin er ein margra alvarlegra sem gerðar hafa verið að undanförnu. Afbrotafræðingur segir hrinur ljótra ofbeldismála oft hafa komið upp í ár- anna rás og virðist sem ein slík standi yfir. Það sem af er ári hafa þrír karlmenn verið lagð- ir inn á gjörgæsludeild Landspítala vegna alvar- legra höfuðáverka sem þeir hlutu í líkamsárásum. Tveir mannanna voru um tíma í lífshættu. Allar voru árásirnar gerðar í tengslum við skemmt- analíf og um helgi. Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir fullt tilefni til að fara ítarlega yfir nýleg árásarmál og athuga hvort eitthvað sam- merkt sé með þeim; hvort ytri aðstæður hafi áhrif. „Menn hljóta að spyrja sig hvort ölvunin sé meiri en áður, hvort dýrari veigar á öldurhúsum og versnandi efnahagur hafi einhver áhrif. Að menn drekki meira heima hjá sér og mæti ölv- aðari en ella á skemmtistaði. Þetta er þó aðeins einn þáttur. Það eru alls kyns hlutir sem þarf að horfa í, s.s. í sambandi við fyrirkomulag skemmt- analífs, og athuga hvort þeir geti ýtt undir þessa hrinu.“ Engin sýnileg aukning á ofbeldi Engin sýnileg aukning hefur orðið á ofbeldis- málum undanfarin ár en tilfinning manna þó að ofbeldið sé harðara. Helgi segir alvarleg ofbeldis- mál ekki nýtt vandamál en frekar viðvarandi. „Þegar við förum fimm, tíu og jafnvel tuttugu ár aftur í tímann má sjá að alltaf koma upp hrinur ljótra ofbeldismála. Það koma svona toppar.“ Spurður hvort tilviljun ráði því hvenær slíkir toppar komi segir Helgi það eitthvað sem velta þurfi fyrir sér. „Full ástæða er að líta í aðstæð- urnar, eins og núna, hvort ytri aðstæður ýti undir, ástandið í samfélaginu, fyrirkomulag skemmtana- lífsins. Hvernig þetta allt spilar saman. Hvort að- stæður séu til þess fallnar að skapa slíkar hrinur.“ Umburðarlyndi fyrir ofbeldi minnkað Fyrir utan ytri aðstæður þarf einnig að kanna tildrög árásanna. En upplýsingar um tildrögin liggja ekki enn á lausu í öllum málunum. „Auðvit- að á maður alltaf að staldra við, skoða þessi alvar- legu mál sem koma upp, m.a. lögregluskýrslur. Hvernig málin bar að, hvort um vana ofbeldis- menn var að ræða eða nýja. Ef upp koma mörg mál þar sem árásin er tilefnislaus er eitthvað að breytast hjá okkur.“ En þrátt fyrir allt er Helgi á þeirri skoðun að umburðarlyndi fyrir ofbeldi hafi minnkað með ár- unum hjá þorra fólks. Fyrir tuttugu, þrjátíu eða jafnvel fjörutíu árum hafi vera meira umburð- arlyndi gagnvart deilum á öldurhúsum. Í dag sé hins vegar ekki talið réttlætanlegt að beita of- beldi til að leysa ágreining. „En það er engu að síður ákveðin hugmyndafræði sem manni finnst varhugaverð innan ákveðinna þröngra hópa. Þar er það talið fullkomlega eðlilegt að beita ofbeldi við vissar aðstæður.“ Í hrinu alvarlegra ofbeldisbrota  Afbrotafræðingur segir hrinur ljótra ofbeldismála alltaf hafa komið upp öðru hverju í gegnum árin  Full ástæða sé til að skoða einstök mál vandlega og reyna að finna út hvort ytri aðstæður hafi áhrif Það eru alls kyns hlutir sem þarf að horfa í og at- huga og hvort þeir geti ýtt undir þessa hrinu. Helgi Gunnlaugsson Það er á misskilningi byggt að Ríkis- útvarpið fái greiðslur frá íþrótta- félögum fyrir umfjöllun um viðburði á þeirra vegum. Þetta segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Tveir íþróttamenn héldu því fram á blogg- síðum sínum í gær að sérsambönd hefðu greitt fyrir útsendingar á íþróttaviðburðum. Þannig hélt Gunnlaugur Júlíusson langhlaupari því fram á bloggi sínu að þau íþróttafélög sem stóðu að íþróttamótinu Reykjavík Inter- national Games sem fram fór um helgina hefðu greitt RÚV þrjú hundruð þúsund krónur fyrir tveggja tíma útsendingu. Páll segir að um venjulega kostun fyrirtækja hafi verið að ræða eins og verið hefur við lýði við útsendingar frá íþróttaviðburðum og öðrum dag- skrárliðum í áratugi. Í tilfelli fyrr- nefnds íþróttamóts hafi það verið Síminn, Egils kristall og Orkuveita Reykjavíkur sem kostuðu útsend- inguna. Stundum sé það þó þannig að kostunin fari fram í gegnum sér- samböndin. „Stundum óska fyr- irtækin eftir því eða sérsamböndin sjálf að kostunin fari fram í gegnum sérsambandið en ekki beint frá fyr- irtækinu og þá verðum við við því. Þetta skiptir okkur engu máli. Að baki þessu liggur bara venjulegur kostunarsamningur eins og hefur tíðkast við alls konar viðburði,“ segir Páll. kjartan@mbl.is Venjuleg kostun út- sendinga Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikar Frá Reykjavík International Games sem fram fór um helgina. RÚV fær ekki greitt frá íþróttafélögum Björk Guðmundsdóttir fór fyrir hópi einstaklinga sem hafa afhent íslenskum stjórnvöldum tæplega 50.000 undirskriftir þar sem er skorað á stjórnvöld að koma í veg fyrir söluna á orkufyrirtækinu HS Orku til sænska fyrirtækisins Magma Energy í stjórnarráðinu í gær. Hefur hópurinn staðið fyrir karókímaraþoni til að vekja athygli á undirskriftasöfnuninni. Þá funduðu Björk og nokkrir fulltrúar hópsins með þeim Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Sagði Jó- hanna að tillögur hópsins væru í miklu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar. „Það er eins og að í grundvallaratriðum séum við sam- mála en það er spurning um aðferðir,“ sagði Björk við mbl.is að fundi loknum sem hún sagði hafa gengið vel. „Mér fannst þetta nú á mannamáli vera svolítið kerfið, hvernig á að díla við kerfið,“ sagði hún spurð að því hvort tekið hefði verið undir sjónarmið hópsins á fundinum. Jón Þórisson arkitekt, einn af fulltrúum hópsins sem sat fundinn, segir skilaboð hans skýr. „Við viljum að það verði undið ofan af einkavæðingunni á HS Orku og að nýting orkuauðlindanna komist aftur í almannaeigu.“ Fyrir utan stjórnarráðið söng hópurinn keðjusöngva eins og „Sá ég spóa“. Á meðal söngvaranna sem þar voru samankomnir til að leggja málefninu lið var Ómar Ragn- arsson, sjónvapsmaður og skemmtikraftur. „Við vitum að einhvern tímann ber þetta árangur. Við eigum ekki alltaf að hugsa um hvort þetta ber árangur í dag eða á morgun. Þið sjáið kannski ekki neitt núna nema að við erum að leggjast á stýrið, en skipið er að byrja að beygja og það er aðalatriðið,“ sagði Ómar. Eru sammála í grunninn en kerfið þvælist fyrir  Vilja að undið verði ofan af einkavæðingu HS Orku og að nýting orkuauðlinda komist aftur í almannaeigu Morgunblaðið/Ómar Undirskriftir Þau Steingrímur og Jóhanna tóku á móti hópnum í Stjórnarráðinu og bauð fulltrúum hans til fundar. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gærmorgun kröfu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og Lárusar Welding um að kyrrsetningargerðir verði felldar úr gildi hér á landi til trygg- ingar sex milljarða króna skaðabóta- kröfu Glitnis banka á hendur þeim og fleirum. Þá er Jóni og Lárusi gert að greiða Glitni 500.000 í málskostnað hvor. Sigrún Guðmundsdóttir hér- aðsdómari kvað upp úrskurðinn. Lögmaður Lárusar Welding sagði niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Telur hann líklegt að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Kyrrsetning verður ekki felld úr gildi Dýpkunarskipið Scandia frá Ís- lenska gámafélaginu kemur að öll- um líkindum til landsins um mán- aðamótin, samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun. Scandia átti upphaflega að hefja vinnu við dýpk- un í Landeyjahöfn í byrjun janúar. Næstu daga mun Herjólfur sigla tvær ferðir á dag á milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. Útlit er fyrir mikla ölduhæð við suður- strönd landsins sem mun hamla siglingum í Landeyjahöfn, sagði á heimasíðu Siglingastofnunar í gær. Aldan hefur snúist í suðvestanátt og dýptarmæling á laugardag sýndi að farið væri að grynnka utan við hafnarmynnið vestanmegin, eink- um vestan við innsiglingarrennuna. Um leið og aldan gengur niður verður Perlan til taks eins og áður. Til þess að Perlan geti athafnað sig þarf aldan að vera undir einum metra. aij@mbl.is Herjólfur Siglt til Þorlákshafnar í stað Landaeyjahafnar næstu daga. Skipið vænt- anlegt um mánaðamót Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra fundaði með Björk Guðmundsdóttur og fulltrúum hópsins í gær í stjórnarráðinu um málefni HS Orku. Hún vildi hins veg- ar ekki veita fjölmiðlum kost á viðtölum að fundi loknum þegar eftir því var leitað. Jóhanna vildi ekki veita fjölmiðlum viðtöl FORSÆTISRÁÐHERRA Óvenjumargir eru í gæslu- varðhaldi um þessar mundir en í gær voru þeir 24. Ekki er pláss fyrir þá alla á Litla- Hrauni og því er brugðið á það ráð að vista menn í fangaklef- um lögreglunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun hafa þó fleiri setið í gæsluvarðhaldi á sama tíma, eða allt að þrjátíu einstaklingar. Þó svo að full- setið sé, og sumir klefar tví- setnir, hefur stofnunin þó ekki teljandi áhyggjur af því að geta ekki vistað fleiri, ef þörf krefur. Óvenjumargir í varðhaldi ALLT FULLT Í FANGELSUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.