Morgunblaðið - 18.01.2011, Page 13

Morgunblaðið - 18.01.2011, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 17. janúar 2011, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. janúar 2011 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 17. janúar 2011, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 18. janúar 2011 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli ÚR BÆJARLÍFINU Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Nýja árið gekk í garð með kulda- tíð og norðanáhlaupi en ekkert tjón varð af völdum veðurs hér um slóð- ir. Skammta þurfti rafmagn um tíma vegna bilunar og skóla var af- lýst vegna ófærðar en íbúar eru slíkum uppákomum ekki óvanir og taka öllu með ró. Í skammdegi og stórhríð er fátt betra en að sitja inni með spil og bækur við kerta- ljós.    Rólegt er við höfnina en tveir smábátar hafa verið á línu- veiðum í rysjóttri tíð og aflinn hef- ur verið í samræmi við það. Trillu- karlar nýta gjarnan tímann til að dytta að bátum sínum vegna kom- andi grásleppuvertíðar í mars og síðan taka strandveiðarnar við. Hjá Ísfélaginu er nú bolfiskvinnsla í gangi en skip félagsins, Suðurey, landaði fyrsta farminum á nýja árinu fyrir skömmu. Loðnan er væntanleg til Þórshafnar í dag en Júpíter og Álsey hafa verið á veið- um norðaustur af landinu. Aflinn fer í bræðslu en betra verð er núna á mjöli en frystum afurðum.    Fræðsla og símenntun í heimabyggð hefur verið í boði á Þórshöfn síðan Þekkingarnet Þing- eyinga fékk hér aðsetur. Það er til húsa á Menntasetrinu en það hefur boðið upp á margvísleg námskeið. Á næstu mánuðum er úr mörgu að velja; tungumálanám, silfursmíði, saumanámskeið og fleira. Veður- fræðingurinn Einar Sveinbjörnsson verður með veðurnámskeið, þar sem einkum er farið í einkenni veðurlags hér í byggðarlaginu og má búast við að útivistarfólk nýti sér það, einnig verður námskeið um skotfimi og skotveiðar. Það er mikilvægt að fólk á landsbyggðinni eigi kost á símenntun í heimabyggð og reynslan hefur sýnt að fólk hef- ur tekið þessum þekkingarbrunni fagnandi og nýtt sér vel námskeið og annað sem er í boði.    Árlegt þorrablót verður í febr- úarbyrjun en það er jafnan fjöl- menn samkoma, þar sem heimafólk og brottfluttir gleðjast saman yfir þorratroginu. Dansnámskeið er einnig á döfinni, svo enginn þarf að sitja heima vegna fákunnáttu í dansi, þegar hátíðin rennur upp. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Rólegheit Sjómaðurinn Halldór Jóhannsson var mættur um borð til að dytta að útgerðinni en rólegt er í smábátahöfninni yfir háveturinn. Spilað og spjallað við kertaljós í stórhríðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal, að Gord- on Brown, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Bret- lands, ætti að biðja Íslendinga afsökunar á framkomu sinni í garð þeirra í bankahruninu í október 2008. „Vilji Gordon Brown vera heið- virður maður ætti hann að biðjast afsökunar á því að segja umheim- inum að Ísland væri gjaldþrota land,“ hefur blaðið eftir Ólafi. Hann segir að rætt hafi verið um það á þeim tíma hvort Ísland ætti að höfða mál gegn breskum stjórnvöld- um. „En nú gengur okkur betur, efnahagslega, en mörgum Evr- ópuríkjum,“ segir Ólafur. Viðtalið fjallar að stórum hluta um Icesave-málið og þá ákvörðun Ólafs að synja Icesave-lögunum staðfestingar í janúar 2010. Segir Ólafur að frá pólitískum og stjórn- skipunarlegum sjónarhóli sé það mikilvægasta ákvörðun, sem hann hafi tekið á forsetaferli sínum, og hún hafi sparað Íslendingum mikið fé. Hann segist ekki vilja tjá sig um nýtt Icesave-samkomulag, sem nú er til meðferðar á Alþingi. Þingið eigi rétt á að ræða málið án þess að forsetinn skipti sér af því. Í viðtalinu er einnig fjallað um að- ildarviðræður Íslands við Evrópu- sambandið. Haft er eftir Ólafi Ragn- ari, að það muni á endanum ráðast af niðurstöðu í sjávarútvegsmálum hvort Íslendingar samþykkja að ganga í ESB. Hann segir einnig, að helsta ástæða þess að Ísland sótti um aðild hafi verið að svo virtist sem Íslend- ingar gætu ekki lengur haft sjálf- stæðan gjaldmiðil. Gengisfall ís- lensku krónunnar hafi hins vegar greinilega stutt við útflutningsgrein- arnar og því séu nú heitar umræður um réttmæti aðildarviðræðnanna. „Við höfum séð ríki á evrusvæðinu lenda í hverjum vandræðunum á fætur öðrum. Þetta hefur breytt myndinni,“ segir Ólafur. Hann segir að það hljóti að vera mögulegt að Ís- lendingar gangi í Evrópusambandið án þess að taka upp evru og vísar til Póllands og Danmerkur í því sam- bandi. Brown á að biðjast afsökunar  „Ríki á evrusvæðinu lenda í hverjum vandræðunum á fætur öðrum“ Ólafur Ragnar Grímsson Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Álftaness fimmtudaginn sl. tillaga bæjarráðs þess efnis að óska upplýs- inga frá stjórn Strætó bs. um hvaða fjárhagslegu áhrif það hefði á sveit- arfélagið ef það tæki ákvörðun um að segja sig úr byggðasamlaginu, þ.e. hætta samstarfi við fyrirtækið um strætisvagnaferðir til og frá Álfta- nesi. Ástæða þessa er óánægja bæj- arstjórnar með strætisvagnaferðir um Álftanes. Strætisvagnar koma þar við sex sinnum á virkum dögum, á klukkustundarfresti milli kl. 9 og 12 og 14 og 17, en engar ferðir eru farnar um helgar. Kjartan Örn Sigurðsson, fulltrúi Álftaness í stjórn Strætó bs., segir sveitarfélagið greiða rúmar 20 millj- ónir króna á ári inn í fyrirtækið og þyki það heldur mikið fyrir svo fáar ferðir. Álftanesbær vilji því skoða fleiri möguleika, hvort hægt sé að fá betri þjónustu fyrir sömu upphæð frá öðrum. Áður en farið sé í slíkar aðgerðir verði að komast að því hvort Strætó bs. sé með neikvæða eiginfjárstöðu. Ef svo væri þyrfti sveitarfélagið að borga sig út úr samstarfinu við fyrirtækið en annars ekki. Því hafi tillagan verið lögð fram. helgisnaer@mbl.is Dýrar en fáar  Álftanes íhugar úrsögn úr Strætó bs. Ljósmynd/Hafsteinn Ingi Gunnars Strætó Ferðir eru fáar á Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.