Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 14

Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Tiltölulega lítil velta var á skulda- bréfamarkaðnum í gær og hreyfðust vísitölur lítið. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,04% í ríflega 7 milljarða viðskiptum. Vísitalan fyrir verðtryggð bréf hækkaði um 0,2% á meðan vísitalan fyrir óverðtryggð bréf lækkaði um 0,3%. Ríflega 4 milljarða velta var með óverðtryggð bréf og velt- an með verðtryggð var 3 milljarðar. Rólegt í skuldabréfum ● Hlutabréf í bandaríska tækni- risanum Apple lækkuðu eftir há- degið í gær í kjölfar frétta af því að for- stjóri fyrirtækisins, Steve Jobs, væri farinn í veik- indaleyfi. Á hluta- bréfamarkaðnum í Frankfurt lækkuðu bréfin um 8,44%. Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir í gær vegna dags Martins Luthers Kings. thg@mbl.is Steve Jobs Farinn í veikindaleyfi. Hlutabréf Apple hríðlækkuðu í gær Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Helstu hætturnar sem steðja að efnahagsáætlun stjórnvalda og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins eru að ís- lenska hagkerfið lendi í vítahring efnahagslegrar stöðnunar og að skuldsetning heimilanna stuðli að fólksflótta frá landinu. Ennfremur varar sjóðurinn við því að gjaldeyr- ishöftunum verði aflétt í of hröðum skrefum og undirstrikar að enn er hætta á málaferlum vegna neyðar- laganna. Þetta kemur fram í fjórðu endurskoðun AGS á efnahagsáætlun stjórnvalda og sjóðsins. Endurfjármögnunarhættan farin að skipta meira máli Einnig kemur fram í endurskoð- uninni að endurfjármögnunarhætta íslenska ríkisins í erlendri mynt sé áþreifanlegri en áður. Gjaldeyris- höftin hafi til þessa veitt ríkinu skjól fyrir áhrifum skuldakreppunnar í Evrópu en hinsvegar gæti áfram- haldandi óróleiki á fjármálamörkuð- um sett strik í reikninginn. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu stefnir íslenska ríkið á að ráðast í skuldabréfaútgáfu í erlendri mynt á árinu ef aðstæður til þess reynast hagstæðar. Fram kemur í endur- skoðuninni að aðgengi að lánalínum í tengslum við efnahagsáætlunina ásamt hægfara skrefum í átt að af- námi gjaldeyrishafta dragi úr þess- ari áhættu. Í endurskoðuninni kem- ur einnig fram að þar sem að stjórnvöld hyggist aflétta höftunum í smáum skrefum geti þau auðveld- lega staðið í skilum á afborgunum á lánum í tengslum við efnahagsáætl- unina. Greiðslurnar af þeim ná há- marki árin 2013-14 og segir í skýrsl- unni að þar sem stigið verður varlega til jarðar varðandi höftin geti ríkið staðið í skilum þó svo að ytri aðstæður til endurfjármögnunar verði ekki hagfelldar. Fjárfesting skiptir sköpum á næstu árum AGS dregur einnig úr hagvaxt- arspá sinni fyrir íslenska hagkerfinu í endurskoðuninni. Sjóðurinn telur að landsframleiðslan hafi dregist saman um 3% í fyrra og spáir 2% vexti í ár. Í þriðju endurskoðun efna- hagsáætlunarinnar var gert ráð fyrir 3% hagvexti þannig að horfurnar eru dekkri nú að mati sjóðsins. Fjárfesting skiptir sköpum fyrir hagvaxtarhorfur að mati sjóðsins. Þannig kemur fram í skýrslunni að seinkun framkvæmda í tengslum við stóriðju hafi leitt til minni hagvaxtar en ella. AGS telur að enn frekari töf á fjárfestingu í orkugeiranum muni halda niðri hagvexti á næstu árum. Reyndar gerir sjóðurinn ekki ráð fyrir slíku í efnahagsspá sinni en samkvæmt henni mun fjárfesting aukast um 15,5% ár, 23,2% á næsta ári og 13,6% árið 2013. Ennfremur bendir sjóðurinn á að ytri áföll, á borð við samdrátt á eftirspurn eftir íslenskum útflutningi, geti haldið niðri vexti, ásamt of miklum launa- hækkunum í kjarasamningum. Sjóð- urinn telur einnig að aðgengi at- vinnulífsins að fjármagni verði áfram takmarkað, á meðan banka- kerfið tekst á við skaddaðan efna- hagsreikning. Morgunblaðið/RAX Helguvík Unnið að framkvæmdum við álver Norðuráls. AGS telur að fjár- festing skipti sköpum fyrir hagvaxtarhorfur á næstu árum. Varað við því að höftun- um verði aflétt með hraði  AGS segir töf á stóriðjuframkvæmdum draga úr hagvexti Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Ekkert er því til fyrirstöðu að nýta aflandskrónur til langtíma- fjárfestinga hér á landi. Það eina sem vantar upp á í augnablikinu er ákvörðun stjórnvalda hér á landi þess efnis að heimila slíkt. Þetta segir Orri Hauksson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. Í lok október síðastliðins var kynnt til sögunnar samvinnuverkefni Sam- taka iðnaðarins og Seðlabanka Ís- lands, sem átti að gera eigendum aflandskróna kleift að nýta þær til fjárfestinga á Íslandi, en sam- kvæmt núgildandi lögum um gjaldeyrisviðskipti er óheimilt að millifæra íslenskar krónur af er- lendum reikningum á innlenda reikninga. Af þessu tilefni sagði Árni Páll Árnason, viðskiptaráð- herra, að mikilvægt væri að finna aflandskrónum farveg hér á landi til að skapa fjárfestingu og at- vinnu. Orri segir að Samtök iðnaðarins hafi unnið að nokkurs konar próf- máli í þessum efnum á undanförn- um mánuðum. „Um mánaðamótin október-nóvember á síðasta ári fengum við þau skilaboð frá Seðla- bankanum og viðskiptaráðuneyt- inu að þessar aflandskrónur gætu komist í gagnið fljótlega og þannig nýst til langtímafjárfestingaverk- efna hér á landi.“ Hann nefnir að fundist hafi eigandi aflandskróna í Lúxemborg sem sé viljugur að fjármagna ákveðið verkefni hér heima. „Þó að þetta verkefni sé ekki stórt þá gæti það rutt braut- ina fyrir önnur fleiri og stærri,“ segir Orri, sem segir að vonast hafi verið til þess innan Samtaka iðnaðarins að málið myndi klárast fyrir síðustu áramót. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn lang- eygur eftir því að klára þetta mál.“ Um að ræða háar fjárhæðir Að sögn Orra hefur enginn full- komna yfirsýn yfir hversu mikið af aflandskrónum er í raun til. „Þetta er talið í hundruðum milljarða, menn hafa nefnt tölur á bilinu 200- 300 milljarðar króna, líklegast nær 300 milljörðum,“ segir hann. Mikið ójafnvægi fylgi þeirri stöðu og því ætti að vera forgangsatriði að koma þessu fé í vinnu. „Við þurf- um að skjóta niður þessar snjó- hengju sem aflandskrónurnar óneitanlega eru. Ef þessum pen- ingum yrði beint í langtímafjár- festingar eru engar líkur á að þeir streymi aftur út, þegar höftum á útflæði fjármagns verður aflétt í einhverjum mæli,“ segir Orri. Hægt gengur að fá aflands- krónur aftur til landsins  Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er orðinn langeygur eftir niðurstöðu Seðlabankinn Í lok október síðastliðins lauk vinnu sem ætlað er að gera eigendum aflandskróna kleift að nýta þær til langtímafjárfestinga á Íslandi. Morgunblaðið/Ernir Aflandskrónur » Talið að svokallaðar aflands- krónur séu 200-300 milljarðar. Þeir fjármunir liggja í flestum tilfellum óhreyfðir og svo gott sem ónothæfir á reikningum erlendra fjármálafyrirtækja. » Orri Hauksson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðn- aðarins, segir að ekkert hindri að aflandskrónur nýtist til langtímafjárfestinga á Íslandi. » Eina fyrirstaðan sé að stjórnvöld hafi ekki ákveðið að veita slíkum gjörningum braut- argengi.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-,. +/.-0/ ++1-/, 23-1/ +4-/,, +1-051 +23-1+ +-5+ +/3-35 +.5-/0 ++,-40 +/.-/0 ++/-2+ 23-/5+ +4-425 +1-04/ +2+-3. +-5+5+ +/3-./ +..-2, 2++-2+1 ++1-2+ +/,-2/ ++/-., 23-432 +4-4/2 +1-554 +2+-04 +-5+/2 +/+-+2 +..-,4 ● Greiningardeild Arion banka spáir því að neysluverðsvísitala lækki um 0,8% í jan- úar, sem myndi samsvara 2% verðbólgu síðustu tólf mánuði. Í desember var tólf mán- aða verðbólga 2,5%. Greiningardeildin telur að útsölur hafi mest áhrif til lækkunar vísitölunnar. „Ákvörðun Hagstofunnar um að taka útvarpsgjaldið út úr vísitölunni tek- ur einnig gildi í janúar og hefur 0,4% áhrif til lækkunar vísitölu neysluverðs – horft framhjá aðgerðum Hagstofunnar erum við að spá 0,4% verðhjöðnun, sem svipar til þess sem mældist í janúar í fyrra,“ segir í Markaðspunktum Greiningardeildar í gær. Gangi spáin eftir verður verðbólga, án skattaáhrifa, komin í 1,8%. Arion banki spáir verðhjöðnun í mánuðinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.