Morgunblaðið - 18.01.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 18.01.2011, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 Í kyrrðinni Í vetrarstillum er tilvalið að ganga um Seltjarnarnes og út í Gróttu, njóta kyrrðarinnar og glæsilegs útsýnis til allra átta, heilsa upp á skarfana og fleiri fallega fugla og skoða vitann sem var reistur árið 1947. Ómar Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að borgarstjórn Reykjavíkur skori á ríkisstjórn og Alþingi að falla frá hug- myndum um inn- heimtu viðbótar- vegtolla á þjóðvegum, sem liggja til og frá höfuðborgarsvæðinu. Tillaga þess efnis verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag og er vonandi að borg- arfulltrúar mótmæli allir sem einn hugmyndum um enn auknar álögur. Í þetta sinn er um að ræða sértæk- an skatt, sem mun leggjast þyngst á íbúa Reykjavíkur og nágrennis. Almennir vegaskattar eru nú þegar innheimtir í stórum stíl þar sem rúmur helmingur af hverjum bens- ínlítra rennur beint til ríkisins. Ekki skal efast um að málefnið sé göfugt eins og jafnan þegar nýir skattar eru lagðir á, í þetta sinn er um að ræða vegabætur á Suður- landsvegi og Vesturlandsvegi, sem auka mun umferðaröryggi og greiða fyrir umferð. Hið sama var sagt þegar núverandi skattar á eldsneyti voru lagðir á, þeir áttu að renna til vegaframkvæmda en hafa aðeins gert það að hluta. Ekki er um það deilt að langstærstur hluti skattsins verður til á höfuðborg- arsvæðinu en þegar kemur að út- hlutun fjárins er það svæði hins vegar svelt. Alþingi hefur forgangs- raðað í þágu margra milljarða króna stórframkvæmda á lands- byggðinni á meðan brýn verkefni á höfuðborgarsvæðinu sitja á hak- anum. Rétt er þó að fram komi að fyrr- verandi samgönguráðherrar Sjálf- stæðisflokksins, Halldór Blöndal og Sturla Böðvarsson, beittu sér fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar, sem sýndi að hægt er að fjármagna slík stór- verkefni án sérstakrar viðbótarskattlagn- ingar ef vilji er fyrir hendi. Sturla beitti sér og fyrir mislægri lausn á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík og bauð fram fé í þá fram- kvæmd en hafði ekki erindi sem erfiði vegna andstöðu borg- arstjórnarmeirihluta R-listans á sínum tíma. Umferðaröryggi í öndvegi Æskilegt er að Alþingi breyti vinnubrögðum sínum og setji um- ferðaröryggi í öndvegi við úthlutun vegafjár. Hægt er að sækja hollráð til Umferðarstofu, Vegagerð- arinnar, Reykjavíkurborgar, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, Rann- sóknarnefndar umferðarslysa og lögreglunnar, þar sem finna má færustu sérfræðinga á sviði um- ferðaröryggismála. Slík ráðgjöf myndi leiða í ljós að með breyttri forgangsröðun væri hægt að ná verulegum árangri við fækkun al- varlegra slysa. Reynslan af aðskiln- aði akreina á Reykjanesbraut hefur t.d. verið góð og líklegt er að góður árangur náist með sambærilegum aðgerðum á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Einnig er brýnt að gera stórátak í uppsetningu vegriða víða um land og koma með mis- lægar lausnir á hættulegum gatna- mótum á höfuðborgarsvæðinu. Um- ræddar framkvæmdir verða vissulega kostnaðarsamar en það er þó óþarfi að leggja á nýja skatta vegna þeirra. Til að fjármagna þær þarf að breyta forgangsröðun í vegamálum og færa áherslur frá óarðbærum gæluverkefnum til þeirra úrbóta, sem helst munu auka umferðarör- yggi og greiða fyrir umferð. Í sjálfu sér er sú hugsun ekki röng að inn- heimta veggjöld til að fjármagna samgöngumannvirki en flestir hljóta að sjá að ósanngjarnt er að innheimta þann kostnað margfalt með margvíslegum sköttum á bens- ín og bifreiðar og sérstöku veggjaldi að auki. Þá er það óvið- unandi að ætlunin sé að taka upp vegtolla á sumum vegarköflum við Reykjavík á meðan aðrir hafa verið greiddir að fullu úr opinberum sjóðum. Á aðeins átta dögum söfnuðust um 41 þúsund undirskriftir kosn- ingabærra manna á vefsíðu FÍB, þar sem hugmyndum ríkisstjórn- arinnar um vegtolla er mótmælt. Vonandi verður tillit tekið til þess- ara skýru mótmæla. Skattaglöð Samfylking Það örlar lítt á frjórri hugsun hjá ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, nema þegar hugmyndir koma fram um nýja skatta eða hækkun þeirra, sem fyrir eru. Varaformaður Samfylkingarinnar, sem jafnframt er formaður borg- arráðs Reykjavíkur, hefur nálgast viðfangsefnin í borginni með svip- aðri skattagleði. Nú er mál að linni enda ætti reynslan af skattahækk- unum ríkisstjórnarinnar að leiða mönnum fyrir sjónir að hvorki þjóðin né borgarbúar verða skatt- lögð frá vandanum. Eftir Kjartan Magnússon » Forgangsraðað hef- ur verið í þágu margra milljarða króna stórframkvæmda á landsbyggðinni á meðan brýn verkefni á höf- uðborgarsvæðinu sitja á hakanum. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi. Höfnum viðbótarvegskatti vinstristjórnarinnar Málefni norðurslóða fá sífellt meira vægi í alþjóðamálum. Bráðn- un jökla og ísþekju norðursins er mun hraðari en spáð var, sem undirstrikar ræki- lega nauðsyn þess að þjóðir heims bindist samtökum um róttæk- ar aðgerðir til að sporna við loftslags- breytingum af manna völdum. Breytingar á hinu ofur- viðkvæma lífríki norðursins í kjölfar hlýnunar kalla í senn á alþjóðlegt samstarf um eftirlit með viðkvæmri náttúru norðurslóða, og vaxandi samvinnu um verndun þess. Haf- og strandsvæði sem áður voru harðlæst umferð vegna íss munu verða að- gengilegri fyrir siglingar í tengslum við flutninga, ferðaþjónustu og auð- lindanýtingu. Þjóðir og alþjóðleg stórfyrirtæki horfa til þess að 13% ónýttrar olíu, og fast að þriðjungur ónýttra gaslinda, eru talin finnast á svæðum sem í dag eru lokuð vegna íssins. Sömuleiðis horfa menn til þess að skipaleiðir kunni að opnast milli Kyrrahafs um Norður-Íshafið yfir til Norður-Atlantshafsins. Þetta felur í sér breytta stöðu sem Íslendingar þurfa fyrir sitt leyti að taka afstöðu til. Tækifæri og háski Í breytingum á norðurslóðum fel- ast bæði tækifæri og háski fyrir Ís- lendinga. Fjölmörg tækifæri gætu opnast fyrir Íslendinga í tengslum við þjónustu við olíu- og gasvinnslu við norðausturströnd Grænlands og á Dreka- svæðinu. Íslensk fyr- irtæki hafa einnig gott orðspor varðandi mannvirkjagerð og ferðaþjónustu á norð- lægum slóðum, s.s. í Grænlandi. Ísland er auk þess kjörin miðstöð bæði fyrir vöktun og eftirlit með náttúru þess hluta norðursins sem að okkur snýr, og fyrir viðbúnað vegna björgunar og leitar á norður- höfum. Því er hins vegar ekki að leyna að vissar hættur munu líka fylgja aukn- um umsvifum á norðurslóðum. Um- hverfisslys, annaðhvort við vinnslu eða flutninga á eldsneyti, gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu okkar, eins og við vorum minnt á síð- astliðið vor með olíuslysinu í Mexíkó- flóa. Í fimbulkulda norðursins yrði náttúrulegt niðurbrot olíu miklu hægara en sunnar, auk þess sem hann kemur í veg fyrir virkni ýmissa efnahvata sem beitt er til að eyða olíu ef slys verða. Annað hagsmunamál okkar er sömuleiðis að sporna gegn allri rányrkju á fiskistofnum, sem kynnu að verða nýtanlegir með opn- un hafsvæða sem nú eru lokuð vegna íss. Í þessu ljósi er brýnt að Íslend- ingar móti sér skýra stefnu til að tryggja hagsmuni sína, og svæðisins í heild. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga mín um íslenska norðurslóðastefnu. Skýr meginatriði Forgangsverkefnið er að tryggja stöðu Íslands sem strandríkis innan norðurskautssvæðisins varðandi þró- un þess, og alþjóðlegar ákvarðanir sem því tengjast, á grundvelli laga- legra, efnahagslegra, vistfræðilegra og landfræðilegra raka. Þar er mikil vinna óunnin. Við eigum að líta á hana sem fjárfestingu í framtíð- arhagsmunum, og verðum sem þjóð að tryggja fjárveitingar til að kosta það akademíska atgervi sem þarf til að smíða hin traustustu rök í mál- flutningi okkar inn í öldina. Náskylt þessu er að róa öllum ár- um að því að efla og styrkja Norð- urskautsráðið sem þann vettvang þar sem málefnum er ráðið til lykta af þeim átta þjóðum sem þar eiga sæti og eiga mesta hagsmuni í norðr- inu. Hagsmunum Íslands er best gætt með því að leggja rækt við marghliða samstarf þar sem öll norð- urskautsríkin átta, Ísland, Noregur, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Sví- þjóð, Finnland og Danmörk f.h. Grænlands, sitja við borðið ásamt fulltrúum frumbyggja, áheyrnarríkja og alþjóðlegra samtaka. Mikilvægi Hafréttarsáttmálans Fyrir Ísland er mikilvægt að tryggja skilning á því að norðurslóðir eru svæði sem ná í senn yfir norð- urheimskautið en jafnframt þann hluta Norður-Atlantshafsins sem tengist því nánum böndum. Í því efni er rangt að einblína á þröngar land- fræðilegar skilgreiningar heldur ber að taka mið af hagrænum, vist- fræðilegum, pólitískum og örygg- istengdum áhrifaþáttum. Í þessu efni er m.a. rétt að byggja náið samstarf við Grænlendinga og Færeyinga, en öll ríkin þrjú eiga misþunga, en þó sameiginlega hagsmuni, af velferð norðurslóða. Sömuleiðis á það að vera inngróinn partur af norður- slóðastefnu Íslendinga að styðja bar- áttu frumbyggja svæðisins fyrir rétt- indum sínum. Fyrir Íslendinga er lykilatriði að ná samstöðu um að byggt verði á Hafréttarsáttmálanum, sem Ísland átti ríkan þátt í að semja, um úrlausn hvers konar álitaefna sem koma upp varðandi hafrétt á norðurslóðum. Hann er besta alþjóðlega tækið til ná lausn í ágreiningsmálum, hvort sem þau verða á sviði siglinga, fiskveiða, eða nýtingar jarðefna á borð við olíu og gas. Öryggi og rannsóknir Íslendingar eiga ríka öryggishags- muni á norðurslóðum. Við eigum að nálgast þá undan tvenns konar sjón- arhorni: Í fyrsta lagi að tryggja eins ríkt alþjóðlegt samstarf og unnt er um borgaralegt öryggi og gegn um- hverfisvám. Forsenda þess er aukið samstarf við önnur ríki um meng- unarvarnir, björgunaratgervi, og rannsóknir. Nýlegur samningur um leit og björgun á norðurslóðum sem gerður var hér í Reykjavík er glæsi- legt fordæmi fyrir aðra samninga norðurskautsríkjanna átta sem tengjast norðurslóðum. Í öðru lagi er það í samræmi við utanríkisstefnu Íslands að vinna gegn hvers konar hervæðingu norðurslóða. Þær mega aldrei aftur verða vettvangur vígbún- aðarkapphlaups eða að átakasvæði milli stórvelda. Íslendingar þurfa jafnframt að byggja upp viðskiptasambönd við önnur ríki á norðurslóðum og tryggja að við getum keppt um þau tækifæri sem verða til í kjölfar aukinna efna- hagsumsvifa á svæðinu. Sömuleiðis eigum við að nýta aukna þátttöku okkar og ábyrgan málflutning gagn- vart norðurslóðum til að styrkja stöðu okkar sem skýrs málflytjanda varðandi aðgerðir alþjóðasamfélags- ins gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að byggja upp sem mesta þekkingu á Íslandi á öllum sviðum sem tengjast norðurslóðum. Við eigum þegar öfl- ugan og fjölþættan rannsókn- arkjarna við Háskólann á Akureyri, og Háskóli Íslands er að spýta í lóf- ana. Í ýmsum öðrum stofnunum, að ógleymdum ráðuneytum, er unnið vel að málefnum norðurslóða. Fjár- festingar í rannsóknum sem efla stöðu Íslands gagnvart norð- urslóðum eru fjárfestingar sem munu skila sér margfalt í framtíð- inni. Eftir Össur Skarphéðinsson » Það er brýnt að móta skýra stefnu til að tryggja hagsmuni okkar á norðurslóðum. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga mín um íslenska norður- slóðastefnu Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Norðurslóðir og stefna Íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.