Morgunblaðið - 18.01.2011, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011
✝ Sigríður Ólafs-dóttir var fædd
að Reynisvatni 7.
desember 1926. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 11. jan-
úar 2011.
Sigríður var sjötta
barn af níu börnum
hjónanna Þóru P.
Jónsdóttur frá
Breiðholti í Reykja-
vík, f. 13. maí 1891,
d. 21. september
1987, og Ólafs Jóns-
sonar, múrarameist-
ara og bónda, f. 15. ágúst 1891 að
Stuðlakoti, Bókhlöðustíg í Reykja-
vík, d. 25. september 1965. Systk-
ini Sigríðar eru: 1) Geirlaug, f.
16.2. 1914, d. 9.7. 1914. 2) Geir-
laug, f. 17.8. 1915, d. 1.10. 1994.
3) Björg, f. 3.11. 1917, d. 23.12.
1938. 4) Anna, f. 11.12. 1920, d.
9.3. 1984. 5) Jón, f. 17.2. 1923, 6)
Guðríður, f. 28.3. 1929, d. 30.12.
maki Jón Óskar Jónsson Wheat, f.
3.2. 1976. Börn þeirra eru Jón Ár-
sæll, f. 30.4. 2003, og Eva Lind, f.
31.8. 2005. b) Eyjólfur Brynjar, f.
6.12. 1981, sambýliskona hans er
Ásta Mjöll Óskarsdóttir, f. 23.10.
1983. Sonur þeirra er Kristinn
Ingi, f. 26.9. 2007. c) Thelma Rut,
f. 17.8. 1992. 2) Stefanía, f.
19.2.1954, gift Guðmundi Karli
Ólafssyni, f. 19.8. 1948. Dóttir
þeirra er Una Kristín, f. 14.5.
1990, unnusti Bergþór Sigurðs-
son, f. 28.3. 1990. 3) Þóra, f. 7.11.
1958, sambýlismaður Ragnar
Karlsson, f. 6.7. 1959. Dætur
þeirra: a) Valgerður, f. 11.9. 1987,
b) Sigríður, f. 2.12. 1989. 4) Ólaf-
ur Jón, f. 10.5. 1964, giftur K.
Svölu Úlfarsdóttur, f. 16.9. 1964
(þau skildu). Börn þeirra: a) Sig-
ríður Kristín, f. 21.8. 1983, unn-
usti Pétur Darri Sævarsson, f. 5.4.
1983. Dóttir hennar og Stefáns
Autrey er Svala Rún, f. 15.6.
2005. b) Arnar Ingi, f. 9.12. 1991.
Útför Sigríðar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 18.
janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
1998. 7) Jóhanna, f.
21.3. 1931. 8) Krist-
inn, f. 16.7. 1932, d.
22. 9. 2006.
Sigríður giftist 3.
nóvember 1951 Eyj-
ólfi Kristinssyni
skipstjóra. Hann er
fæddur í Gerðum,
Garði. Foreldrar
hans voru Kristinn
Ársæll Árnason,
skipstjóri í Gerðum,
Garði, f. 7.4. 1905, d.
9.2. 1987, og Kristín
Eyjólfsdóttir, f. 8.7.
1900, d. 6.3. 1966. Sigríður og
Eyjólfur kynntust í Sandgerði á
vertíðarballi. Þau hófu sinn bú-
skap í Garðinum en 1960 fluttu
þau til Keflavíkur og bjuggu þar
þar til þau fluttu á Hrafnistu árið
2007. Börn þeirra eru: 1) Kristinn
Ársæll, f. 3.7. 1951, giftur Karítas
Bergmann, f. 25.11. 1954. Börn
þeirra eru: a) María, f. 2.9. 1977,
Elsku amma Sigga.
Við trúum ekki að þú sért farin.
Þegar við hugsum til þín koma marg-
ar indælar minningar upp í hugann.
Alltaf munum við muna eftir þér á
Kirkjuveginum, að stússast í eldhús-
inu, spila við okkur lönguvitleysu,
segja okkur sögur og sjá um okkur
þegar við vorum svo heppnar að fá að
gista hjá ykkur afa. Okkur fannst fátt
skemmtilegra en að koma í heimsókn
til ykkar í Keflavík. Við eyddum
ófáum stundum við að máta háhæluðu
skóna þína, klæðast fínu kjólunum,
fara í leyfisleysi í málningardótið og í
skartgripaskrínið. Þú hafðir þó
örugglega jafngaman af því og við.
Einnig er okkur minnisstætt þegar
við stálumst yfir á kirkjulóðina og
tíndum rifsber fyrir þig og báðum þig
um að gera úr þeim sultu.Við eigum
einnig margar góðar minningar úr
Sælukoti, þangað var alltaf gott að
koma og dvelja. Þar höfðum við margt
að fást við, hjálpuðum þér að setja
niður kartöflur og rabbabara, óðum í
ánni, lékum okkur í álfakofanum og
jörðuðum smáfugla, þresti og sól-
skríkjur, sem flogið höfðu á rúðuna.
Amma, þú varst svo góð kona, alltaf
tókst þér að líta á björtu hliðarnar í líf-
inu og brosið þitt var svo blítt. Í okkar
augum varstu alltaf svo glæsileg og
vel til höfð, enda aðeins 27 ára eins þú
sagðir sjálf. Þú munt ávallt lifa í minn-
ingu okkar og við söknum þín svo
sárt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þínar ömmustelpur,
Valgerður (Vala), Sigríður
og Una Kristín.
Elsku besta amma Sigga mín, nú
kveð ég þig í hinsta sinn, það er erfitt
að hugsa til þess að nú sértu ekki
lengur á meðal okkar. Þú varst ein-
stök og áttir alltaf stóran stað í hjarta
mínu. Mér þótti alltaf gaman að heim-
sækja ykkur afa á Kirkjuteiginn og
eiga með ykkur góða stund. Þú nýttir
tíma þinn vel á meðan þú varst við
góða heilsu og varst dugleg í hann-
yrðum og föndri, þú prjónaðir á okkur
krakkana, saumaðir jafnvel heilu
íþróttagallana svo ekki sé talað um
heimilisstörfin sem þú sinntir alltaf
vel.
Sláturtíðin er mér minnisstæð og
það var alltaf hátíð í bæ þegar þú hó-
aðir allri fjölskyldunni saman, kven-
peningurinn sat og saumaði keppi og
tróð í á meðan karlarnir skáru mörinn
samviskusamlega. Það toppaði svo
sláturgerðina á lokakveldinu þar sem
allir fengu sér fullkomna sláturmáltíð.
Í dag tek ég slátur og hugsa til þess-
ara góðu stunda. Þau voru ófá símtöl-
in á milli okkar þegar ég var að hræra
saman og útbúa slátrið eins og þú
hafðir gert það. Ég vildi hafa þetta
eins og þitt slátur var.
Það er gaman að segja frá því
hversu nútímaleg amma þú varst,
þegar ég var í Fjölbraut, þá bauðstu
mér oft í mat í hádeginu, í pítsu sem
þú hafðir eldað frá grunni. Vinkonum
mínum þótti þú ótrúlega nýmóðins.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór
að sýna áhuga á bakstri. Mér er sér-
staklega minnisstætt þegar þú lofaðir
mér að baka fyrir þig skúffuköku, þú
ætlaðir að horfa á og leiðbeina mér en
ég mátti gera allt sjálf. Ég var gríð-
arlega stolt þegar kakan fór í ofninn
og beið spennt eftir að smakka fyrstu
kökuna mína sem við bökuðum sam-
an. Þú sagðir að hún hefði heppnast
vel og væri mjög góð, ég komst hins
vegar að öðru þegar ég smakkaði
hana, hún var römm og vond, ég hafði
gleymt að setja sykurinn í hana. Þú
varst ekkert að hafa orð á því við mig
og sagðir að kakan væri samt sem áð-
ur æðislega góð. Alltaf jafn hvetjandi
og hlýtt viðmót.
Ég fékk oft að gista hjá ykkur á
teignum og það var alltaf gaman. Ég
átti góða æsku með ykkur afa og það
get ég aldrei þakkað nóg. Ég er þér
afskaplega þakklát fyrir allt.
Þú varst góður mannþekkjari og
hafðir orð á því þegar ég kynnti Jón
Óskar fyrir þér að þetta væri mikið
góðmenni og ég skyldi halda í þennan
strák. Þarna hefði ég hitt naglann á
höfuðið. Þú varst ákaflega stolt þegar
Jón Ársæll fæddist sem gerði þig að
langömmu. Þú hafðir orð á því hversu
rík þér fyndist þú vera að eiga lang-
ömmubarn. Ég man þegar Eva Lind
fæddist, þá varst þú orðin veik og
fórst lítið út á meðal fólks. Ég bauð
þér til okkar, þú gistir nokkrar nætur
og við föndruðum jólaglerkrukku
saman og ekki þótti þér það leiðinlegt,
þessar kvöldstundir voru yndislegar
og ylja mér um hjartarætur.
Elsku amma mín þakka þér fyrir
allt og allt, ég kveð þig með söknuð í
hjarta en á svo ótal margar góðar
minningar um þig sem ég mun halda á
lofti. Ég hefði ekki getað eignast betri
ömmu en þig.
María Kristinsdóttir.
Elskuleg móðursystir okkar, Sigga
í Keflavík, er látin eftir langvarandi
veikindi. Lausn fyrir hana en sökn-
uður þeirra sem eftir lifa. Minningar
okkar um Siggu frænku eru fallegar
og skemmtilegar því þannig var hún
við alla. Hún var með stórt hjarta, var
ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd,
sérstaklega gestrisin og hafði einlæg-
an áhuga á hvernig okkur gekk í líf-
inu. Okkur var alltaf fagnað og við
boðin velkomin. Systrasamband
þeirra Siggu og Gauju móður okkar
var sterkt alla tíð enda áttu þær
margt sameiginlegt. Það voru saum-
aðir kjólar, talað um krakkana, karl-
ana sína, spáð í bolla, hlegið og flissað,
hárlitanir og permanett, kökuupp-
skriftir og slátur. Systur þeirra,
Lauga, Anna og Hanna komu við eða
fylgdust með. Sigga var stórglæsileg
kona. Tignarleg með dökkt hár og
prakkarablik í augum. Hún elskaði að
vera í fallegum kjólum með perlufest-
ar og palíettur og í silkikjólum í öllum
litum. Sigga og Eyfi hefðu átt 60 ára
brúðkaupsafmæli á næsta ári sem er
langur tími fyrir manneskjur að deila
lífinu í blíðu og stríðu. Heimili þeirra
bar merki um myndarskap og sköp-
unargleði sem alls staðar sást, út-
saumur, bróderingar, saumaskapur
og prjón.
Börnin hennar, barnabörn og
tengdabörn voru hennar fjársjóður í
lífinu. Hagur þeirra skipti Siggu öllu
máli. Minningar um jóladag á Reyn-
isvatni eru líka yndislegar. Þá komu
allir sem gátu þegar fært var upp af-
leggjarann að Reynisvatni. Stórfjöl-
skyldan hittist, farið var í leiki, amma
gekk um húsið og passaði að allir
hefðu það gott, Eyfi, Kiddi, Þórir,
Nonni, Geiri og Tryggvi að spila í
norðurstofunni og vindlalykt komin í
húsið. Afi náði í jólasveininn á Engi og
konurnar hjálpuðust að við veiting-
arnar niðri í eldhúsi, hlátur þeirra
barst upp.
Fjölskyldan stækkaði ört og oft var
mikill fjöldi samankominn. Það fór
ekki á milli mála þegar Sigga og Eyfi
voru að koma með hópinn sinn, það
heyrðist í Siggu hlæjandi úti á hlaði
og fótatakið hennar í háhæluðu skón-
um barst niður. Þá fór að færast fjör í
hópinn.
Nú er komið fjör í himnasal, syst-
urnar komnar saman aftur og endur-
fundirnir ábyggilega gleðilegir. Jó-
hanna og Jón eru eftirlifandi
systkinin frá Reynisvatni.
Það er komin kveðjustund og með
virðingu þökkum við Gaujubörn elsku
Siggu fyrir allt og sendum fjölskyld-
unni okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þóra Björg, Rósa,
Reynir, Valdimar,
Ólöf Jóna og Björgvin.
Sigríður Ólafsdóttir
✝ Kristinn AntonGíslason fæddist í
Steinholti í Fáskrúðs-
firði 16. janúar 1920.
Hann andaðist á
Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað 10.
janúar 2011. For-
eldrar hans voru Guð-
rún Ólafsdóttir fædd á
Þiljuvöllum í Beru-
firði 28. mars 1882, d.
7. nóvember 1964.
Gísli Eiríksson fæddur
á Starmýri í Álftafirði
11. nóvember 1866, d.
26. janúar 1935. Systkini Kristins
voru Sigurbjörn, f. 1904, d. 1986,
maki Valborg B. Jónasdóttir, f.
1911, d. 1993. Guðjón, f. 1908, d.
1988, maki Guðrún Katrín Jóns-
dóttir, f. 1919, d. 1947. Seinni kona
Guðjóns, Karen E. Gísladóttir, f.
1916, d. 2007. Sigurrós, f. 1915, d.
1998, maki Oddur Stefánsson, f.
1911, d. 1983.
Kristinn kvæntist Láru Þórlinds-
dóttur, f. 1. maí 1924, d. 22.apríl
1991, frá Hvammi í Fáskrúðsfirði
20.september 1944. Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug Sig-
ríður Magnúsdóttir, f.
31. mars 1897, d. 2
.júlí 1974, og Þórl-
indur Jóhannsson, f.
10. júní 1896, d. 27.
september 1958. Börn
Kristins og Láru eru
Snjólaug, maki Gísli
Sæmundsson, þau
eignuðust 4 börn, 3
þeirra eru á lífi. Guð-
rún, maki Þórarinn
Baldursson, þau eiga
1 dóttur. Guðrún var
gift Helga Guðmunds-
syni, f. 22. apríl 1950, d. 30. nóv-
ember 1984, þau eiga 3 syni. Fanney
Linda, maki Árni Sæbjörn Ólason,
þau eiga 2 syni. Guðlaugur Svanur,
f. 27. febrúar 1963, d. 10. apríl 1994,
hann eignaðist 3 börn.
Kristinn var fæddur og uppalinn á
Fáskrúðsfirði og bjó þar allt sitt líf.
Hann stundaði sjómennsku lengst af
og vann síðar í landi við fisk-
vinnslustörf.
Útför Kristins fer fram frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju í dag, 18. jan-
úar 2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku pabbi okkar. Nú ert þú
horfinn úr þessum heimi. Alltaf er
jafnsárt að sjá á eftir þeim sem mað-
ur elskar. Þú varst okkur alltaf svo
góður og indæll faðir, sama hvað á
gekk. Alltaf varst þú sá sem stóðst af
þér allar raunir og ekki fórst þú var-
hluta af sorg og missi í gegnum lífs-
gönguna.
Nú rétt fyrir jólahátíðina veiktist
þú og varst mikið veikur, en samt
héldum við að þú myndir ná þér á
strik aftur eins og svo oft áður. En
svo varð ekki. Þú kvaddir þennan
heim 10. janúar, rétt fyrir níutíu og
eins árs afmælið þitt.
Við vitum elsku pabbi að nú líður
þér vel og ert kominn til mömmu
okkar og bróður. Þau hafa nú tekið á
móti þér opnum örmum og umvafið
þig. Söknuður okkar er mikill og
stórt verður skarðið sem þú skilur
eftir þig.
Megir þú hvíla í friði elsku pabbi.
Þínar dætur,
Snjólaug, Guðrún og Linda.
Mánudagskvöldið þegar amma
mín hringdi í mig og sagði mér að
langafi minn væri dáinn, var það
fyrsta sem ég hugsaði að það gæti
ekki verið, hann afi var svo hress
þegar ég hitti hann síðast.
Mig langar að kveðja þig, elsku
afi, minn með þessu ljóði:
Þú sæla heimsins svalalind
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
en drottinn telur tárin mín –
ég trúi’ og huggast læt.
(Kristján Jónsson.)
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þín,
Íris Ósk.
Þá ert þú búinn að kveðja okkur í
síðasta sinn, elsku afi. Það er alltaf
jafn erfitt að þurfa að kveðja þá sem
manni þykir vænt um, en aldrei
bjuggumst við við því að þurfa að
kveðja þig. Þú sem alltaf varst svo
heilsuhraustur og hress. Við vitum
að þú átt eftir að labba nokkrar ferð-
ar upp í Skólabrekku og kíkja á okk-
ur, þú varst nú vanur að ganga til
okkar á hverju kvöldi og það hefði
verið hægt að stilla klukku eftir þér.
Einnig munum við alltaf minnast
þess hve glaður þú varðst og ljóm-
aðir í hvert skipti sem við komum og
heimsóttum þig upp á elliheimili. Þú
hafðir alltaf jafngaman af því að
hlusta á það sem við höfðum að segja
og hvað á daga okkar hafði drifið,
hvernig gengi í vinnu, skóla, fótbolta
og svo framvegis.
Þó þú hafir farið frá okkur vitum
við að amma og Gulli munu taka þér
opnum örmum þar sem þú ert núna,
svo við þurfum ekki að hafa áhyggj-
ur af því að það fari ekki vel um þig
þar. Þökkum fyrir seinustu og góðu
stundirnar yfir jólatímann þar sem
við gátum eytt miklum tíma saman.
Þó svo manni finnist að maður hafi
ekki kvatt þig nógu vel þá veistu að
við munum alltaf elska þig.
Við minnumst allra góðu stund-
anna sem við höfum átt saman.
Söknum þín, elsku afi.
Svanur Freyr og Óli Heiðar.
Þær hörmulegu fréttir bárust mér
mánudaginn 10. janúar að afi hefði
yfirgefið þennan heim. Elskulegi afi,
sem alltaf hefur verið stoð og stytta
fjölskyldunnar.
Það er þyngra en tárum taki að
átta sig á því að heimsóknirnar verði
ekki fleiri, ekki fleiri ullarsokkar,
ekki fleiri göngutúrar.
Minningarnar eru margar og góð-
ar, ég minnist þess þegar ég fékk að
segja nokkur orð við hann í símann
og bað hann um að prjóna ullarsokka
handa vini mínum, afi tók því mjög
vel og sendi mér ullarsokkana og svo
aðra handa dúkkunni minni.
Ég minnist þess hversu gaman var
að hlusta á afa segja frá, hann var
nefnilega snillingur í að koma fyrir
sig orði, maður lá stundum í krampa
eftir brandarana, sem voru jú mis-
jafnir, en alltaf jafnfyndnir í frásagn-
argleði hans.
Afi var með endemum gjafmildur
og það sýndi sig best þegar fjöl-
skyldan kom saman á Frönskum
dögum á Fáskrúðsfirði, þá þótti hon-
um ekkert skemmtilegra en að halda
stóra og veglega veislu og var auðvit-
að hrókur alls fagnaðar.
Ég er ekki enn farin að trúa að afi
sé farinn, það er mér svo fjarlægt á
þessari stundu. Hann var hress síð-
ast þegar ég sá hann, labbaði upp
stigann og var harður á því að ná
fram bata í fætinum, fannst það al-
gjört formsatriði að hlýða sjúkra-
þjálfaranum í einu og öllu. Hann
fylgdi líka öllum reglum sem honum
voru settar sem sýndi sig best þegar
hann greindist með sykursýkina og
tók sig verulega á og ég man hvað við
vorum öll ánægð með hann.
Elsku afi, núna ertu horfinn yfir
móðuna miklu og ég veit að þú ert
kominn til ömmu og Gulla, þér líður
vel á meðal ástvina, þar hafa orðið
miklir fagnaðarfundir.
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum;
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíð-
um.
Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði;
blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríð-
um.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal, að kveða kvæðin þín,
heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil, með húfu og rauðan skúf, í
peysu;
þröstur minn góður, það er stúlkan
mín.
(Jónas Hallgrímsson.)
Þín,
Jóhanna Ásta.
Elsku afi, takk fyrir þennan tíma
sem ég átti með þér. Þótt ég hafi
ekki þekkt þig lengi þá þykir mér
svakalega vænt um þig og hefði vilj-
að hafa þig lengur hjá mér.
Þrjú til 4 ár er ekki langur tími en
ég naut þess alltaf þegar ég kom til
þín, þú varst alltaf svo hress að sjá
og alltaf tilbúinn að taka á móti mér.
Núna ertu kominn á betri stað. Ég
mun alltaf sakna þín.
Valur Freyr Guðlaugsson.
Kristinn Anton
Gíslason