Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝ Helgi MarkúsKristófersson
fæddist í Reykjavík
9. ágúst 1918, hann
lést á Landspít-
alanum í Reykjavík
31.desember 2010.
Foreldrar hans
voru hjónin Krist-
ófer Grímsson,
fyrrverandi ráðu-
nautur, f. 12. apríl
1893, d. 13. nóv-
ember 1969 og
Guðný Jónína Jóns-
dóttir, f. 12. júní
1883, d. 19. júlí 1971. Bræður
Helga eru Haukur, f. 5. nóvember
1919 og Björgvin, f. 20. maí 1921,
d. 30. júlí 2009. Uppeldissystir
hans var Guðný Pétursdóttir, f.
15. mars 1927, d. 27. mars 2004,
en hún var bróðurdóttir Guðnýjar
móður Helga. Helgi kvæntist
21.október 1944 Önnu Margréti
Jensdóttur, f. 14.júlí 1921. For-
eldrar hennar voru hjónin Jens
Ebeneser Eiríksson, f. 27.sept-
ember 1885, d. 12.maí 1923 og
Ása Sigurðardóttir, f. 26. janúar
1895, d. 12. apríl 1984. Börn
Helga og Önnu eru: 1) Guðný Ár-
dís, f. 1. janúar 1946. Maki: Karl
Laugarvatni 1933-1935. Hann
vann jarðyrkjustörf hjá Jarð-
ræktarfélagi Reykjavíkur með
dráttarvélum og jarðýtum á ár-
unum 1934-1964. Hann er einn sá
fyrsti sem vinnur land í Fossvogi
með beltavélum. Síðar vann hann
við skrifstofu- og lagerstörf og þá
lengst af hjá Ford-umboði Sveins
Egilssonar um tuttugu ára skeið.
Þegar starfsævi hans lauk áttu
áhugamálin hug hans allan, en
þau voru mörg og fjölbreytt. Fyr-
ir rúmum 50 árum fékk hann út-
hlutað land við Úlfarsfell, þar sem
þau hjónin breyttu hrjóstrugum
mel í gróinn trjálund. Þar byggðu
þau lítið hús og ræktuðu ýmsar
trjátegundir og blóm ásamt mat-
jurtum. Í „Landinu“ dvöldu þau
flesta daga yfir sumartímann.
Helgi var félagi í Ferðafélagi Ís-
lands í um 70 ár og ferðaðist mik-
ið á þeirra vegum á sínum yngri
árum. Hann hafði mikinn áhuga á
ljósmyndun. Eftir hann liggur
mikið safn góðra ljósmynda.
Hann lærði bókband og batt inn
mikinn fjölda bóka og tímarita.
Hélt dagbók og las mikið alla tíð,
fylgdist vel með þjóðmálunum, al-
veg fram á síðasta dag. Á Silfur-
teigi 4 bjó Helgi síðustu 63 árin,
en það hús byggði hann ásamt
bræðrum sínum, föður og föð-
urbróður, og var hann því meðal
frumbyggja hverfisins.
Útför Helga fer fram frá
Laugarneskirkju í dag, 18. janúar
2011 kl. 13.
Ragnarsson, f.
1948. Búsett í Vík.
Börn þeirra: Helgi
Már, f. 1970, Guð-
ríður Linda, f. 1972,
Margrét Ása, f.
1973, Ragnar
Freyr, f. 1976. 2)
Áslaug, f. 15. febr-
úar 1949. Maki:
Carl Kjettrup, f.
1943. Búsett í Dan-
mörku. Börn
þeirra: Anja, f.
1974, Robert, f.
1977. 3) Hulda, f.
22.nóvember 1950. Maki: Hjálmar
Sigurðsson, f. 1949. Búsett í
Hnífsdal. Börn þeirra: Ólafur
Ragnar, f. 1972, Anna Elín, f.
1975, Hallgrímur, f. 1977, Helga
Sigríður, f. 1984. 4) Jens Björg-
vin, f. 2.j úní 1952. Maki: Guðrún
Ragnars, f. 1953. Búsett í Reykja-
vík. Synir þeirra eru Arnar Þór, f.
1976, Ólafur Ágúst, f. 1981, Helgi
Ragnar, f. 1991. Barnabarnabörn-
in eru 16 talsins.
Helgi ólst upp með foreldrum
sínum í Reykjavík og fluttist með
þeim á nýbýli þeirra Sogahlíð við
Reykjavík árið 1925. Hann stund-
aði nám við Héraðsskólann á
Elskulegur tengdafaðir minn
Helgi M. Kristófersson er látinn 92
ára að aldri eftir skamma sjúkra-
húslegu. Á þessum tímamótum er
gott að staldra við og hugsa um lið-
inn tíma. Það kemur söknuður og
væntumþykja upp í hugann. Það
sem einkenndi Helga var hversu
dagsfarsprúður hann var, skapgóð-
ur og öðlingsmaður á allan hátt.
Helgi átti gott líf með konu sinni
Önnu Jensdóttur. Þau bjuggu sam-
an á Silfurteignum í rúm 60 ár.
Það var ekki að sjá að aldurinn
færðist yfir, heimilið þeirra ein-
staklega fallegt og hlýlegt, umvafið
ástúð og umhyggju.
Hann fylgdist manna best með,
las mikið og vissi upp á hár hvað
var að gerast í þjóðmálaumræð-
unni fram á síðustu stund. Áhugi
hans var mikill á bókum og lærði
hann bókband eftir að hann hætti
að vinna. Hann batt inn blöð og
tímarit sem hann hafði safnað að
sér í áratugi sem innhalda ým-
iskonar fróðleik um menn og mál-
efni.
Hann var sáttur við lífið og til-
veruna, hann naut hverrar stundar,
sérlega þegar þau hjónin gátu ver-
ið í Landinu sínu þar sem þau
ræktuðu af alúð plönturnar sínar
sem voru orðnar að sígrænum
skógi. Fjölskyldan öll naut þess að
vera hjá þeim, hvort sem var í
Landinu eða við kaffiborðið heima
á Silfurteig.
Helgi var einstaklega ljúfur
maður, hlýr og umhyggjusamur.
Ég minnist hans með virðingu og
þakklæti og bið guð að blessa
minningu hans.
Guðrún Ragnars.
Elsku afi minn. Mikið er ég feg-
inn að hafa verið á Íslandi síðustu
vikurnar. Verið hjá þér bæði á Silf-
urteignum og svo eftir að þú varst
fluttur upp á Landspítalann. Þarna
gafst okkur tækifæri til að tala
saman og fara yfir liðna tíð.
Við töluðum lengi saman um þau
atriði sem þér þóttu minnisstæð.
Ferðalög og gamla tíma þegar þú
varst ungur maður. Hvað þú hefðir
viljað geta gert betur. Þú sagðist
líka ekki sjá eftir neinu. Þessi sam-
töl kenndu mér mikið.
Margt er minnisstætt þegar ég
hugsa til þín. Þú varst besti afi
sem hugsast getur. Traustur, góð-
ur maður, góð fyrirmynd. Allar
stundirnar sem ég lék mér sem lít-
ill krakki uppi í Landinu sem þið
amma sköpuðuð svo listavel. Einna
minnisstæðastur var litli kofinn,
útsýnisturninn sem við byggðum.
Þarna hafði ég lítill strákur háar
hugmyndir um að geta búið í fram-
tíðinni. Byggja við og hækka kof-
ann og svo setja hitaveitu og sjón-
varp. Þú tókst þátt í að búa til
þessar skýjaborgir með mér. Uppi
í Landinu kenndirðu mér líka
fyrstu tökin að rækta, setja niður
og taka upp kartöflur, planta trjám
og klippa. Þetta eru ómetanlegar
minningar og það gefur mikið að
fara yfir þær í huganum þegar ég
skrifa þessi fáu orð við skrifborðið
þitt.
Þegar pabbi hringdi í mig á að-
faranótt gamlársdags og sagði mér
að þú værir látinn þá varð ég
hryggur og leiður en ég var tilbú-
inn undir þetta, sérstaklega þar
sem við áttum svo góða fundi dag-
ana áður. Það komu tár en samt
bros þegar ég hélt í höndina þína á
spítalanum og þú hvíslaðir að mér:
„Ég er sáttur“ í gegnum andartök-
in sem voru þér erfið. Ég veit svo
vel að þú hefur átt yndislegt líf.
Þetta verður varla betra. Ég veit
líka að þú ert nú kominn á góðan
stað. Annars væri þetta líf of
ómerkilegt eins og við töluðum oft
um. Hvar sem þú ert nú þá munu
hugsanir mínar oft reika til þín í
framtíðinni eins og þær hafa gert
sérstaklega á síðari árum þar sem
ég er búsettur erlendis.
Hvíl í friði, afi. Ég mun ávallt
hugsa hátt til þín.
Arnar.
Helgi Markús
Kristófersson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi.
Okkur langar að þakka þér
fyrir allar þær samverustundir
sem við áttum saman, þá sér-
staklega tímann okkar í kjall-
aranum á Silfurteignum. Hann
var okkur ómetanlegur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Ólafur, Ester og Tinna Karitas.
Fleiri minningargreinar um Helga
Markús Kristófersson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Vilberg Kjart-an Þorgeirsson
fæddist í Keflavík
á lýðveldisdaginn
17. júní 1944. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut í Reykjavík
8. janúar 2011.
Foreldrar hans
voru Þorgeir Ósk-
ar Karlsson, f. 5.
mars 1917, d. 26.
október 1995, og
Helga Ingibjörg
Magnúsdóttir, f.
22. október 1918, d. 23. maí
1995. Systkini Vilbergs sam-
mæðra voru: 1) Gunnar Karl, f.
25. mars 1940, d. 8. mars 2001.
Hann átti fjögur börn. 2) Sig-
urður Þorgeirsson, f. 30. janúar
1946, d. 13. júlí 2010. Hann átti
fimm börn og eina fósturdóttur.
3) Magnea Vilborg Þórsdóttir, f.
7. júlí 1956, gift Jóni Kristni
Guðmundssyni, þau eiga tvö
börn. 4) Hólmfríður Jósefína
Þórsdóttir, f. 11. nóvember 1958,
d. 9. febrúar 1966. Systkini Vil-
bergs samfeðra eru: 5) Margeir,
kvæntist Vilberg eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Guðrúnu Björk Jó-
hannesdóttur, f. 4. nóvember
1946. Börn Vilbergs og Guð-
rúnar eru: 2) Erla Dröfn Vil-
bergsdóttir, f. 8. febrúar 1965,
maki hennar er Magnús Krist-
insson f. 15. febrúar 1965. Þau
eiga fjögur börn, Kristófer Arn-
ar, f. 1. september 1989, Vilberg
Andri, f. 28. nóvember 1993,
Sara Birgitta, f. 4. september
1995, og Viktoría Erla, f. 26. des-
ember 2006. 3) Helga Jóhanna
Vilbergsdóttir, f. 14. maí 1969,
sonur hennar er Sævar Ingi Þór-
hallsson, f. 29. október 1997. 4)
Birgitta María Vilbergsdóttir, f.
9. desember 1975, unnusti henn-
ar er Þorsteinn Hannesson, f. 15.
september 1978. Sonur Birgittu
Maríu er Nói Sebastían Gunn-
arsson, f. 27. maí 2006.
Vilberg var félagi í
Verkstjórafélagi Suðurnesja,
Golfklúbbi Suðurnesja og Stang-
veiðifélagi Keflavíkur. Hann
vann hjá Esso í fjörutíu ár við
flugvélaafgreiðslu á Keflavík-
urflugvelli en hafði áður unnið
ýmis önnur störf.
Jarðarför Vilbergs fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 18.
janúar 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
f. 24. september
1955, kvæntur
Ástríði Lilju Guð-
jónsdóttur, f. 15.
nóvember 1955,
þau eiga fjögur
börn. 6) Katrín
Ósk, f. 20. nóv-
ember 1957, gift
Guðmundi Gesti
Þórissyni, f. 3.
ágúst 1960, þau
eiga tvo syni. Katr-
ín átti einn son áð-
ur. 7) Ingibergur,
f. 2. mars 1963,
kvæntur Málfríði Baldvins-
dóttur, f. 23.4. 1966, þau eiga tvö
börn.
Vilberg eignaðist soninn 1)
Magnús Þór, f. 19. janúar 1964.
Barnsmóðir hans er Hrönn Þor-
móðsdóttir, f. 3. júní 1946. Eig-
inkona Magnúsar er Harpa Jak-
obína Sæþórsdóttir f. 7. mars
1968. Þau eiga þrjú börn: 1) Har-
aldur Bjarni, f. 17. maí 1989. 2)
Eyrún Ósk, f. 13. maí 1991. 3)
Marta Hrönn, f. 27. febrúar
1996.
Þann 18. apríl árið 1965
Elsku pabbi minn, ég á í erf-
iðleikum með að trúa að þú sért
farinn. Þetta er allt saman svo
óraunverulegt. Þú barðist eins og
hetja í veikindum þínum. Ég var
svo vongóð allt síðasta ár að þú
myndir sigrast á sjúkdómnum sem
hrjáði þig. Þú komst vel út úr
skoðunum, en áttir auðvitað mis-
jafna daga eftir lyfjagjafirnar. Þú
reyndir eftir fremsta megni að
halda áfram að lifa eðlilegu lífi,
nýbúinn að fara átján holur í Leir-
unni. Svo ertu allt í einu farinn.
Þetta bar svo skjótt að, þess vegna
er allt enn erfiðara. Eins og þú
sagðir á sjúkrahúsinu: „Þetta er
bara leikrit“. Mér líður nákvæm-
lega þannig, eins og ég sé stödd í
einhverju átakanlegu leikriti eða
eins og við systurnar og mamma
höfum oft sagt undanfarna daga að
það sé engu líkara en að við séum
fastar í einhverju „Twilight Zone“.
En svo vakna ég á morgnana og
raunveruleikinn blasir við mér.
Elsku pabbi, þú varst alltaf
kletturinn minn, alltaf boðinn og
búinn að hjálpa mér, sama hvað.
Það var svo gaman þegar ég var
lítil, þegar þið mamma fóruð með
okkur systurnar í öll ferðalögin.
Stundum vorum við í tjöldum og
það þótti mér rosalega gaman. Síð-
an fórum við óteljandi sumur í
sumarbústað hjá Esso við Laug-
arvatn, en sá staður á alveg sér-
stakan sess í hjarta mínu. Árið
2005 fóruð þið mamma til Mal-
lorca, eins og stundum á sumrin,
og við Sævar minn komum til ykk-
ar í eina viku. Það var yndislegt;
sól, sumar og engar áhyggjur. Sú
minning og tilfinning er dýrmæt-
ari en svo margt. Þú varst alltaf
svo góður við Sævar Inga minn,
hann hefur alltaf verið svo mikið
hjá ykkur á Smáratúninu þannig
að hann hefur misst miklu meira
en afa sinn, hann missti líka klett-
inn sinn.
Elsku fallegi pabbi minn, ég
kveð þig með þessum orðum. Ég
veit að þér líður betur núna, þján-
ingarlaus og frjáls, með Fríðu
systur þinni, Sigga og Gunna Kalla
bræðrum þínum, Helgu ömmu og
Geira afa. Við systurnar munum
passa mömmu og hún okkur.
Þín dóttir og afastrákur,
Helga og Sævar Ingi.
Elsku hjartans pabbi minn. Nú
er komið að leiðarlokum, í bili. Ég
vakna við vondan draum á hverj-
um degi eftir að þú fórst. Fyrir
ekki svo löngu varstu hérna hjá
mér en ekki lengur. Þar sem áður
var hnútur í maganum á mér er
bara tómarúm. Við ætluðum að ná
tökum á sjúkdómnum en með tím-
anum gengu lyfjameðferðirnar
nærri þér. Þig verkjaði í hendur
og fætur en þú kvartaðir samt
aldrei en á einum tímapunkti fann
ég fyrir vissri uppgjöf. Það var
margt sem þú gast ekki lengur
gert og þótti þér það miður enda
laghentur maður. Þá kom hjálpin
oftast óumbeðin og voru Maggi
tengdasonur þinn og Gunnar Þór
afar ötulir við að aðstoða þig og
verð ég þeim ævinlega þakklát.
Stutt er stórra högga á milli þar
sem það er einungis hálft ár síðan
Siggi, litli bróðir þinn, lést. Það
fékk mjög mikið á þig og fannst
þér virkilega erfitt að fylgja hon-
um til grafar. Þrátt fyrir allt sem
gekk á varstu svo duglegur og
sterkur enda varstu hetjan okkar
allra.
Ég er afar þakklát fyrir margt
sem við gerðum saman og þar
standa góðar minningar eftir. Öll
ferðlögin, eins og síðastliðið vor
þegar við tvö fórum saman í feðg-
inaferð til Toronto, en einnig öll
ferðalögin með fjölskyldunni hérna
áður fyrr og ekki síst undanfarin
ár eftir að Nói minn fæddist.
Þú varst mikill fjölskyldumaður
og afabörnin áttu afar sérstakan
sess hjá þér. Nói var ekki orðinn
gamall þegar hann lærði að segja
afi Lilli. Þá var oft í koti kátt á
Smáratúninu og þinn einstaki eig-
inleiki, sem faðir og svo afi, skein í
gegn enda varstu ætíð reiðubúinn
að bregða á leik; að fara á róló,
sitja og byggja úr kubbum eða
fara í göngutúra þar sem styrk
afahöndin hélt fast í lítinn lófa. Ég
mun gera allt mitt besta til þess að
Nói Sebastían muni eftir þér, bæði
með sögum og myndum. Það er
huggun í harmi að nú ertu ekki
kvalinn lengur og sé ég þig fyrir
mér önnun kafinn eins og í lifanda
lífi, í golfi, blaki eða í veiði í góðum
félagsskap.
Okkar missir er mikill, elsku
hetjan mín, og munum við í fjöl-
skyldunni styðja hvert annað á
þessum erfiðu tímum.
Takk fyrir allt, elsku pabbi, þú
ert bestur.
Hjartans knús og koss.
Ég veit af lind, er líður fram
sem ljúfur blær.
Hún hvíslar lágt við klettastall
sem kristall tær.
Hún svalar mér um sumardag,
er sólin skín.
Ég teyga af þeirri lífsins lind,
þá ljósið dvín.
Og þegar sjónin myrkvast mín
og máttur þver,
ég veit, að ljóssins draumadís
mér drykkinn ber.
Svo berst ég inn í bjartan sal
og blessað vor.
Þá verður jarðlífs gatan gleymd
og gengin spor.
En lindin streymir, streymir fram,
ei stöðvast kann,
og áfram læknar þunga þjáðan,
þyrstan mann.
(Hugrún.)
Þín dóttir og afastrákur,
Birgitta María.
Vilberg K. Þorgeirsson HINSTA KVEÐJA
Elsku afi Villi.
Ég mun sakna þín rosalega
mikið og alltaf elska þig, elsku
afi. Kveðja.
Þinn litli strákur,
Nói Sebastían Gunnarsson.
Fleiri minningargreinar um Vil-
berg K. Þorgeirsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.