Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011
✝ Páldís var fædd áSjávarhólum á
Kjalarnesi 22. sept-
ember 1921. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum 5.
janúar 2011. For-
eldrar hennar voru
Halldóra Pálsdóttir,
f. 29.5. 1892, d. 5.6.
1984, og Júlíus
Sveinsson, f. 15.8.
1890, d. 26.10. 1969.
Páldís ólst upp hjá
móðurömmu sinni
Elínu Halldórsdóttur
á Sjávarhólum en við andlát ömmu
sinnar Elínar 1931, fluttist Páldís
til móður sinnar, til Reykjavíkur.
Bróðir Páldísar sammæðra er
Gísli V. Einarsson, f. 14.6. 1931.
Hinn 8. maí 1948 giftist hún
Konráði Davíð Jóhannessyni, f.
12.11. 1922, d. 21.11. 1985. Hann
og Sigurðar eru Sindri Páll, iðn-
hönnuður, f. 14.2. 1983, maki:
Hanna Birna Geirmundsdóttir,
Halldór Smári, háskólanemi, f.
4.10. 1988, og Davíð Steinn, nemi,
f. 15.11. 1992. Elín, félagsráðgjafi,
30.3. 1963, maki, Guðni Bergsson,
lögmaður. Börn Elínar og Guðna
eru Bergur, nemi, f. 6.1. 1992, Pál-
dís Björk, f. 10.2. 1998.
Páldís kláraði skyldunám við
Austurbæjarskóla. Sem ung kona
vann hún við bókband hjá Ísafold-
arprentsmiðju og eftir að hún gift-
ist var hún heimavinnandi hús-
móðir. Páldís var mikil
hannyrðakona. Heimili Páldísar
og Konráðs var á Barónsstig 55,
þar fæddust dæturnar og ólust
upp. Á efri árum bjó Páldís í Víði-
hlíð 38 í sama húsi og Halldóra og
Þorvaldur. Síðan flutti hún á
Sléttuveg 11 og að síðustu, í tvö og
hálft ár, bjó hún á Droplaug-
arstöðum.
Útför Páldísar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 18. janúar
2011, og hefst athöfnin kl. 13.
var sonur Elísabetar
Davíðsdóttur og Jó-
hannesar Kr. Jó-
hannessonar. Hann
starfaði lengst af við
eigin heildsölu. Dæt-
ur þeirra eru: Hall-
dóra, f. 20.1. 1954,
fulltrúi, maki, Þor-
valdur Sigurbjörns-
son, húsasmiður.
Synir Halldóru og
Þorvaldar eru Kon-
ráð Davíð, hagfræð-
ingur, f. 28.2. 1978,
d. 6.3. 2010, maki,
Arna Björk Þorkelsdóttir, þeirra
barn Konráð Pétur, Tómas Páll,
háskólanemi, f. 4.3. 1985, maki,
Edda Þuríður Hauksdóttir, dóttir
þeirra Rakel Elísabet. Elísabet, f.
30.8. 1958, barnahjúkrunarfræð-
ingur, maki: Sigurður Hall-
dórsson, arkitekt. Synir Elísabetar
Elsku Páldís mín, það er erfitt að
setjast niður og kveðja þig með
þessum orðum. Við gátum gantast
með þetta þegar þú talaðir um að þú
færir nú að fara. Ég var nú ekki ald-
eilis á því að þú værir að fara eitt eða
neitt. Maður vildi ekki hugsa þá
hugsun, enda áttir þú svo stóran
sess í hjörtum okkar allra. Ég kom
inn í fjölskylduna fyrir 26 árum þeg-
ar ég og Ella, dóttir Páldísar, tókum
saman og varð strax ljóst hvað
mæðgurnar voru allar nánar. Maður
giftist eiginlega öllum „pakkanum“
og líkaði það bara vel. Páldís tók líka
alltaf málstað tengdasonanna með
glettni í augum þegar systurnar
voru að skjóta á okkur félagana.
Þau voru ótal mörg skiptin sem
Páldís kom í heimsókn til Englands
með hlýju sína og elsku með í för.
Tengdamamma hafði svo einstak-
lega góða nærveru. Hún náði vel til
allra og hafði þann dýrmæta eigin-
leika að draga það besta fram í fólki.
Ekki var nú heldur tengdamamma
að taka hlutina of alvarlega. Hlátur-
mildin og gleðin var aldrei langt
undan. Hlátursköstin óteljandi. Ég
átti t.d. að skrifa ævisögu hennar og
finna einhvern enskan lord fyrir
hana svo að hún yrði nú loksins „fín
frú“. Páldís átti líka ömmubörnin,
Berg og Páldísi Björk, sem elskuðu
að fá ömmu Pöllu í heimsókn. Þau
voru henni svo náin eins og öll henn-
ar barnabörn og eiga eftir að sakna
ömmu sinnar mikið. Maður man og
rifjar upp allar þessar góðu stundir
sem við áttum saman á Englandi og
heima á Íslandi.
En lífið eins og gengur var ekki
bara dans á rósum. Það voru líka
tímar þegar veikindi og erfiðleikar
steðjuðu að. Sú barátta sem kvaddi
stundum dyra náði aldrei að dimma
neistann og vilja Páldísar til þess að
vera með fólkinu sínu og sjá það
dafna. Það var það sem dreif hana
alltaf áfram og eðlislæga gleðin tók
við á ný. Það er svo margt sem mann
langar að segja frá og deila með öðr-
um um hana tengdamömmu. Saga
hennar er í raun svo merkileg og fal-
leg. Páldís var einstök manneskja,
brosið hennar, hláturinn og hlýja
mun ávallt lifa með mér í minning-
unum.
Elsku Páldís mín, ég kveð þig með
söknuði en ekki síður þakklæti fyrir
að hafa átt þig fyrir tengdamömmu.
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Guðni.
Elsku amma mín. Ég trúi ekki að
komið sé að kveðjustund. Ég mun
aldrei gleyma tímanum sem við átt-
um saman úti í Bolton þegar ég svaf
í skúffunni við hlið þér. Mér fannst
alltaf svo gott að vita af þér fyrir of-
an mig. Oftar en einu sinni gekk mér
illa að sofna, þá reisti ég mig við og
vakti þig. Við spjölluðum lengi vel.
Eftir langt spjall sagði þú mér að
ímynda mér kindur sem væru að
hoppa yfir grindverk einhvers stað-
ar uppi í sveit og telja hvað margar
kindur kæmust yfir. Ég gerði þetta
og sofnaði alltaf á endanum og geri
þetta enn þegar ég er andvaka.
Alltaf þegar við spjölluðum leið
mér eins og við værum jafnaldrar.
Það var aldrei langt í húmorinn hjá
þér. Ég man sérstaklega eftir einu
skipti þegar pabbi kom labbandi upp
stigann í Búlandinu, þú sast á rauða
bekknum og heyrðir í honum koma
upp, þá sagði þú; „kemur aulinn“ og
fórst síðan að skellihlæja eftir á.
Svo má ekki gleyma öllum jóla-
gjöfunum, afmælisgjöfunum og öll-
um glaðningunum sem þú gafst okk-
ur frændum og Páldísi. Alltaf voru
þeir vafðir í álpappír. Okkur barna-
börnunum þótti þetta alltaf jafn
fyndið og skemmtilegt. Oftar en
ekki voru þetta sléttir litlir pakkar
með álpappír utan um og alltaf jafn
augljóst hvað var í þeim sem okkur
þótti mjög skemmtilegt.
Ég kveð þig með söknuði amma
mín. Þín verður sárt saknað og alls
hins góða sem kom frá þér. Góðu
stundanna mun ég minnast með
gleði í hjarta og með miklu þakklæti
fyrir þann tíma sem við áttum sam-
an.
Hvíldu í friði elsku amma mín og
Guð veri með þér.
Þinn
Bergur.
Elsku amma mín.
Þegar ég hugsa um allar skemmti-
legu samræðurnar sem við áttum,
fallega brosið þitt og smitandi hlát-
urinn finn ég fyrir gríðarlegum
söknuði. Það var enginn eins og þú,
hvar sem þú varst lýstir þú upp um-
hverfið í kringum þig með þinni
kómísku sýn á lífið. Þú varst alltaf
svo góð við okkur barnabörnin og
varst tilbúin að gera allt fyrir okkur.
Einnig tókstu svo vel á móti henni
Eddu minni frá fyrstu kynnum og
var það vissulega falleg sjón að
fylgjast með þér ljóma þegar þú sást
hana litlu Rakel okkar. Jafnvel und-
ir það síðasta þegar við komum með
Rakel í heimsókn til þín mátti sjá
hvernig augun þín lifnuðu við og ást-
in og væntumþykjan skein í gegn.
Þú varst alltaf langflottasta amman
og allir sem voru í kringum þig, fjöl-
skylda eða vinir, nutu þess að eyða
tíma með þér.
Mín fyrsta minning er þegar þú
komst og náðir í mig í leikskólann
Grænuborg. Þú áttir heima á Bar-
ónsstígnum og við röltum saman
þangað og gerðum margt skemmti-
legt þangað til mamma kom og náði í
mig. Síðar meir bjuggum við saman í
Víðihlíðinni þar sem við eyddum
heilu dögunum saman í leikjum og
fíflalátum. Þú varst alltaf til staðar
frá því ég man eftir mér og erfitt er
að hugsa til þess að þú sért farin frá
okkur. Það er þó vissulega ákveðin
huggun að þú sért nú í faðmi Kon-
ráðanna okkar. Maður getur reynt
að koma því niður á blað hversu ynd-
isleg þú varst en öll heimsins orð
gætu ekki náð utan um þá ótrúlegu
manneskju sem þú hafðir að geyma.
Þú varst vissulega langskemmtileg-
asta amman og húmorinn var alltaf
til staðar og hitti beint í mark. En
þegar ég hugsa til baka þá var það
þín einstaka hjartahlýja sem ég mun
sakna hvað mest. Við börnin þín
fundum öll hvað þú varst stolt og
montin af okkur og þessi skilyrðis-
lausa ást og umhyggja sem þú gafst
okkur öllum mun aldrei gleymast.
Tómas Páll Þorvaldsson, Edda
Þuríður Hauksdóttir og Rakel
Elísabet Tómasdóttir.
Þegar ég kynntist honum Konráði
mínum fyrir tæpum ellefu árum
fékk ég í kaupbæti hana Páldísi
ömmu. Þau Konráð voru miklir vinir
og hann heimsótti hana oft meðan
honum entist heilsa til. Páldís og
Konráð voru lík í sér, bæði sérvisku-
full. Eitt dæmi um það var álpappír,
Páldís var mjög hrifin af honum og
notaði hann gjarnan sem gjafapapp-
ír.
Eitt sinn kom hún í heimsókn til
okkar Konráðs og gaf okkur fallega
kristalsskál sem Halldóra móðir
hennar hafði átt. Með skálinni fylgdi
dós af niðursoðnum ferskjum og
rjómi. Ferskjurnar fóru í skálina og
Páldís fékk sér þær með rjómanum.
Hún skildi ekkert í okkur Konráði
að þiggja ekki svona fínar veitingar,
hvað þá að við borðuðum hvorugt
rjóma. En skálin var svo falleg að
eina tækifærið sem við þorðum að
nota hana við, var skírn sonar okkar
Konráðs Péturs. Kristalsskálin var
skírnarskálin hans og verður hans
þegar hann hefur aldur til að meta
slíka gersemi.
Þegar Konráð var að ljúka lífi sínu
upp á Líknardeild kom hún Páldís að
heimsækja hann, þrátt fyrir að heils-
an hennar væri ekki uppá sitt besta.
Einnig mætti hún í kistulagningu
hans og útför og sýndi þar styrk sinn
og þrótt. Núna er Páldís farin til
ömmustráksins síns og það er gott
að hugsa til þeirra einhvers staðar
hlæjandi saman.
Við Konráð Pétur sendum, Dóru
ömmu, Betu frænku og Ellu frænku,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Einnig tengdasonunum og barna-
börnunum, Páldísi yngri og öllum
strákunum.
Arna.
Bestu bestu frænku kallaði ég
hana Páldísi ætíð og ekki að tilefn-
islausu enda orð að sönnu. Fyrstu
tólf ár ævi minnar bjuggum við í
sama húsi, Barónsstíg 55 sem var
hús fjölskyldna okkar. Ég barnið og
hún táningurinn og mikið óskaplega
reyndist hún mér vel, ekki bara þá
sem barni heldur alla tíð.
Það er margs að minnast og ekki
síst þeirra mörgu gleðistunda sem
við áttum saman en það var ekki
með nokkru móti hægt að standast
smitandi hlátur hennar þegar því
var að skipta. Ég vil þakka sam-
fylgdina og votta hennar yndislegu
börnum, barnabörnum og ættingj-
um samúð mína.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Margrét Árnadóttir
og fjölskylda.
Páldís Eyjólfs
✝
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN EINAR BJARNASON
húsgagnabólstrari,
Hvassaleiti 56,
lést á Landspítala Landakoti mánudaginn 3. janúar.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Þökkum
starfsfólki á Landakoti fyrir frábæra umönnun og
hlýtt viðmót í veikindum hans.
Una G. Aradóttir,
Helgi Örn Jóhannsson, Jónína Hörgdal,
Magnea Jóhannsdóttir, Jón Ólafsson,
Einar Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og
langamma,
HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn
12. janúar.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 19. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Arthur Stefánsson,
Áslaug Arthursdóttir, Oddgeir Þór Árnason,
Nanna Arthursdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Þorsteinn Arthursson, Guðrún Petra Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
SÓLVEIG KARVELSDÓTTIR,
lést á heimili sínu laugardaginn 15. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn
28. janúar kl. 13.00.
Sigurður Pálsson,
Páll Daníel Sigurðsson, Linda Sjöfn Þórisdóttir,
Edda Huld Sigurðardóttir, Þorlákur Már Árnason,
Eggert Sigurðsson, Ásta Björk Lundbergsdóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
AÐALHEIÐUR FINNBOGADÓTTIR,
Brattholti 3,
Mosfellsbæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar-
daginn 15. janúar.
Svavar T. Óskarsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BRYNDÍS TÓMASDÓTTIR,
Jökulgrunn 7,
Reykjavík,
lést laugardaginn 15. janúar.
Eiríkur Eiríksson, Marie M. Eiríksson,
Auðunn Eiríksson, María Sighvatsdóttir
og fjölskyldur.