Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011 ✝ Kristinn Odds-son fæddist í Reykjavík 17. maí 1933. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 7. jan- úar 2011. Foreldrar hans voru Oddur Einar Kristinsson, f. 22. september 1905, d. 10. desember 1985 og Stefanía Ósk Jósafatsdóttir, f. 1. júní 1906, d. 14. mars 1986. Bræður Kristins: Gunnar, f. 20. mars 1932, kvænt- ur Guðrúnu Ólafsdóttur, Þórir, f. 1. september 1934, d. 9. júní 1993, kvæntur Guðrúnu Ósk Sigurð- ardóttur og Hafsteinn, f. 9. októ- ber 1941, kvæntur Fanneyju Önnu Reinhardsdóttur. Kristinn kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni 13. desember 1969, Hansínu Bjarnadóttur, f. 9. desember 1948. Börn Kristins og Hansínu eru: 1) Rut Krist- insdóttir, f. 12. september 1967, Evy Brittu Kristinsdóttur, f. 10. maí 1960, börn hennar Arnar Már Ottósson, f. 12. desember 1978, giftur Bryndísi Jón- asdóttur, f. 18. september 1980 og dætur þeirra: Lena Rós, f. 6. júní 1999 og Rakel Ösp, f. 27. des- ember 2007; Ragnar Örn Ott- ósson, f. 12. desember 1978, gift- ur Xileth Patriciu Butamante Coloné, f. 13. apríl 1980; Christel Liff Ottósdóttir, f. 8 júní 1990 og Thelma Karen Ottósdóttir, f. 4. ágúst 1991, sonur hennar Oliver Kristinn, f. 12. ágúst 2009. Kristinn ólst upp í Reykjavík, fyrst á Laugavegi 143 en síðar að Grenimel 17 í Reykjavík. Hann bjó alla tíð í Reykjavík og síðustu árin á Kristnibraut 77 í Graf- arholti. Kristinn vann sem bif- reiðarstjóri hjá Sendibílastöðinni hf. þar sem hann sá um flutninga m.a. fyrir Mylluna og Málning- arverksmiðjuna Hörpu. Kristinn varð starfsmaður Málning- arverksmiðjunnar Hörpu 1985 og starfaði þar til ársins 2000. Krist- inn gekk í Frímúrararegluna 1959 og var þar virkur félagi. Kristinn verður jarðsunginn frá Guðríðarkirkju í Grafarholti kl. 13 þriðjudaginn 18. janúar 2011. gift Jóhanni Björg- vinssyni, f. 3. októ- ber 1965, börn þeirra: Ýr, f. 15. september 1992, Þrándur, f. 10. des- ember 1994 og Kári, f. 7. apríl 1999; 2) Oddur Ein- ar Kristinsson, f. 14. júní 1969, kvæntur Sig- urbjörgu Fjöln- isdóttur, f. 8. des- ember 1975, sonur þeirra Dagur Már, f. 17. janúar 2003, dætur Sig- urbjargar eru Hrafnhildur Lára, f. 17. júní 1992 og Steinunn Lóa, f. 30. apríl 1996. Fyrir átti Krist- inn þau a) Alfons Sigurð Krist- insson, f. 1. mars 1957, börn hans Gunnhildur Anna, f. 14.11. 1983, í sambúð með Guðjóni Einari Guð- mundssyni, börn hennar Tómas Snær, f. 24. desember 2005, Anna Guðrún, f. 8. ágúst 2007 og Birna María, f. 21. nóvember 2010; Árni Kristinn, f. 18. ágúst 1993 og Sig- ríður Ása, f. 18. ágúst 1995; b) Elsku pabbi minn. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst: Kær faðir er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær, pabbi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár, æ hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst, og það á við mig ekki síst, að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt, hann var mér góður faðir, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann pabbi minn góði, sem ég ann, í himnaríki fer hann nú, þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt, svo við getum sofið vært og rótt. Hann mun ávallt okkur vernda, vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku pabbi, guð mun þig geyma, yfir okkur muntu sveima, en eitt vil ég þó að þú vitir nú, minn allra besti vinur, það varst þú. (K.R.Þ.) Blessuð sé minning þín, elsku yndislegi, góði pabbi minn, ég kveð þig með sárum söknuði. Þín dóttir, Evy Britta. Haustið 1998 hlotnaðist mér sá heiður að fá nýja fjölskyldu inn í mitt líf. Þessi fjölskylda hefur reynst mér og mínum ótrúlega vel, en hún samanstendur að mestu leyti af manninum mínum honum Oddi, Hansínu tengdamömmu og Didda tengdapabba, ásamt slatta af börnum, barnabörnum, tengda- börnum og ýmsu fleiru sem ég kann varla að nefna. Það hefur ver- ið helsta vandamálið hjá mér að vita nákvæmlega hver er tengdur hverjum í þessari stóru fjölskyldu og þá sérstaklega hver er systir hverrar og hvað þær heita nú allar. Það er ótrúlega mikill missir að missa höfuð þessarar stóru fjöl- skyldu sem hann Diddi var. Það er ekki hægt að minnast Didda öðru- vísi en með hlýju, virðingu og þakklæti. Hann var alltaf klettur- inn sem allir reiddu sig á. Hann var vel inni í flestum ef ekki öllum mál- um, enda um atvinnumann í áhyggjum í garð annarra að ræða. Áhyggjurnar komu ekki til af kvíða eða óöryggi, heldur af umhyggju. Við fjölskyldan mín förum mikið í ferðalög út fyrir borgarmörkin, og þá brást það ekki að Diddi hringdi áður en við fórum og hafði áhyggj- ur af hvernig við værum dekkjuð, hvort við værum búin að láta smyrja bílinn, hvort bíllinn væri nokkuð að fara drulluskítugur út úr bænum, hvernig bremsurnar væru og fleira í þeim dúr. Sumt ákváðum við hjónin að segja Didda ekki, eins og ef það var búið að skrölta í bílnum í ein- hvern tíma en við vorum samt á leiðinni út á land á honum. Svo ákváðum við líka að segja honum ekkert frá því að við værum að gera tilboð í hús, vildum ekki valda honum óþarfa áhyggjum af því í langan tíma. Við vildum helst ekki segja honum að þetta væri gamalt timburhús í Hafnarfirðinum, því auðvitað fór hann að tala um veggjatítlur um leið og hann vissi hvenær húsið var byggt og úr hverju. Diddi tók yndislega á móti dætr- um mínum sem ég átti af fyrra sambandi. Þær voru 2ja og 6 ára þegar við kynntumst Didda og ég man að um leið og þær hittu hann fyrst fóru þær beint í afastól þar sem hann fagnaði þeim innilega. Þær kölluðu hann afa um leið og hafa alltaf litið á hann sem slíkan. Diddi og Hansína hafa alltaf komið fram við stelpurnar mínar sem sín eigin barnabörn, þær hafa aldrei fengið öðruvísi móttökur frá þeim. Diddi var með skemmtilegan húmor og léttur í skapinu. Eina yndislega og lýsandi sögu fyrir hann sagði Rut mágkona mín í brúðkaupi mínu og fjallar um hvernig Diddi lagði nöfn dætra minna á minnið. „Þetta er mjög einfalt: S (Steinunn) fyrir small og L (Lára) fyrir large.“ Flóknara þurfti það ekki að vera. Ég vil þakka Didda fyrir allan tímann sem við fengum saman, en okkur fannst gaman að sitja tvö að spjalli. Dagur Már, litli vinur hans, á eftir að sakna hans mikið enda voru þeir yndislegir félagar. Dagur fékk oft að gista hjá afa og ömmu og þá var skemmtilegast að labba með ömmu út í sjoppu að kaupa bland í poka, sem afi þurfti svo að telja litla kút á að gefa sér mola af. Dagur á örugglega oft eftir að setj- ast í afastól og finna fyrir góðri nærveru afa síns. Þetta er skrifað fyrir hönd allra sem minnast Didda á sama hátt og ég. Sigurbjörg Fjölnisdóttir. Elsku afi minn. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum sem við átt- um saman og ég er svo þakklát að hafa kynnst þér. Kristinn Oddsson eða Diddi eins og hann var alltaf kallaður af fólkinu sínu var elsku- legur og yndislegur í alla staði og ég fékk þau forréttindi að þekkja hann í 20 ár. Ég ólst upp í Breið- holtinu og afi og amma áttu heima í hverfinu við hliðina á okkur á þeim tíma. Á hverjum degi kom afi labb- andi í heimsókn til okkar og ég beið oft út í glugga að bíða eftir honum. Afi á stóran þátt í því hver ég er í dag, allur sá stuðningur sem hann og amma hafa sýnt mér og gefið mér í gegnum árin er ólýs- anlegur og hefur skipt mig miklu máli. Mér finnst sárt að kveðja þig, elsku afi minn, en ég er þakklát að hafa fengið að lifa með þér og ég fagna þeim minningum sem við höfum skapað saman. Hvíldu í friði, elsku afi minn, og Guð veri með þér. Þín, Christel. Elskulegi afi, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Líkt og sól að liðnum degi, laugar kvöldið unaðsblæ, gyllir skýin gullnum roða, geislum slær á lönd og sæ. Þannig burtför þín í ljósi, þinnar ástar, fögur skín. Okkur fluttu ótal gæði elskuríku störfin þín. Hjartkær afi, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæll um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höfundur ókunnur.) F.h. afa- og langafabarna, Ragnar Örn og Arnar Már. Kristinn Oddsson HINSTA KVEÐJA Kveðja frá dóttur og tengda- syni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Rut og Jóhann.  Fleiri minningargreinar um Krist- inn Oddsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN Ö. STEPHENSEN, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ás styrktarfélag. Jón Torfi Jónasson, Bryndís Ísaksdóttir, Ögmundur Jónasson, Valgerður Andrésdóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Guðmundur Gíslason, Björn Jónasson, Elísabet Guðbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN M. BJARNASON rafvirkjameistari, Kríuási 15, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 19. janúar kl. 13.00. Kristín Árnadóttir, Arna H. Jónsdóttir, Guðmundur Vignir Óskarsson, Guðríður Jónsdóttir, Konráð Jónsson, Katrín Jónsdóttir, Björn J. Brandsson, Kolbrún Jónsdóttir, Þorgeir Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGIMAR ÞORLÁKSSON, Skálarhlíð, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar fimmtudaginn 13. janúar. Útför fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 11.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélagið Von. Erla Ingimarsdóttir, Konráð Baldvinsson, Guðfinna Ingimarsdóttir, Þórdís Ingimarsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Jóhanna Ingimarsdóttir, Sveinn Einarsson, Sólrún Ingimarsdóttir, Oddur Óskarsson, Björn Ingimarsson, Lukrecija Bokan Daníelsdóttir, Birgir Ingimarsson, Pálína Kristinsdóttir, Bylgja Ingimarsdóttir, Guðbrandur Skúlason, Rakel Björnsdóttir, Thomas Fleckenstein, Baldvin Kristjánsson, Jóna Heiðdal. ✝ Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, RALPH THOMAS HANNAM, lést laugardaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. janúar kl. 15.00. Vilhjálmur Leifur Tómasson, Sólveig Hannam, Árni Ólafur Lárusson, Júlía Hannam, Ragnar Þ. Ragnarsson, Elísabet Hannam, Örn Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og frænka, HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést í Boston sunnudaginn 2. janúar. Bálför hefur farið fram. Erna Íris Ólafsdóttir, Frank Scalero, Jón Páll Ólafsson, Brooke Lombardy, Andrew Jens Scalero, Nikolas Rimond Scalero, Tómás Helgason frá Hnífsdal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.