Morgunblaðið - 18.01.2011, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Ofviðrið - „Langþráður draumur“ E.B. Fbl
Ofviðrið (Stóra sviðið)
Þri 18/1 kl. 20:00 Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 20/2 kl. 20:00
Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Fim 3/3 kl. 20:00
Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 3/2 kl. 20:00 9.k Fim 10/3 kl. 20:00
Þri 25/1 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00 10.k
Ástir, átök og leiftrandi húmor
Fjölskyldan (Stóra svið)
Sun 23/1 kl. 19:00 Lau 5/2 kl. 19:00 aukas Sun 27/2 kl. 19:00
Lau 29/1 kl. 19:00 Fös 11/2 kl. 19:00 aukas
Fös 4/2 kl. 19:00 auka Lau 19/2 kl. 19:00 aukas
"Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is
Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg)
Þri 18/1 kl. 21:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 21:00
Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 19:00
Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA
Faust (Stóra svið)
Fim 20/1 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Sun 13/2 kl. 20:00 aukas
Lau 22/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 aukas Fös 18/2 kl. 20:00 aukas
Fim 27/1 kl. 20:00 aukas Lau 12/2 kl. 20:00 aukas
Aukasýningar vegna fjölda áskorana
Elsku Barn (Nýja Sviðið)
Fös 21/1 kl. 20:00 3.k Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Mið 9/2 kl. 20:00
Þri 25/1 kl. 20:00 4.k Mið 2/2 kl. 20:00 Fim 10/2 kl. 20:00
Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fim 3/2 kl. 20:00
Nístandi saga um sannleika og lygi
Afinn (Litla sviðið)
Mið 19/1 kl. 20:00 4.k Lau 22/1 kl. 22:00 aukas Fös 28/1 kl. 22:00 aukas
Fim 20/1 kl. 20:00 5.k Sun 23/1 kl. 20:00 8.k Lau 29/1 kl. 19:00
Fös 21/1 kl. 19:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Lau 29/1 kl. 22:00
Fös 21/1 kl. 22:00 aukas Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Sun 30/1 kl. 20:00
Lau 22/1 kl. 19:00 7.k Fös 28/1 kl. 19:00 11.k
Óumflýjanlegt framhald Pabbans
Nýdönsk í nánd (Litla svið)
Mið 9/2 kl. 20:00 frums Mið 16/2 kl. 20:00 3.k Fim 24/2 kl. 20:00 5.k
Fim 10/2 kl. 20:00 2.k Mið 23/2 kl. 20:00 4.k Fös 25/2 kl. 20:00 6.k
Sáldrandi brjáli sem aldrei fyrr
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 22/1 kl. 14:00 Sun 30/1 kl. 14:00
Sun 23/1 kl. 14:00 Lau 5/2 kl. 14:00
Bestu vinkonur allra barna
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
HÆNU
UNGARNIR
Mbl., GB
Fbl., EB
ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSARI!
leikhusid.is / 551 1200
ÓSKABARN
SÝNING Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU
OPIN DAGLEGA 11-17
LEIÐSÖGN FYRIR SKÓLAHÓPA
ÆSKAN OG JÓN SIGURÐSSON
Menningarsjóður Hlaðvarpans út-
hlutaði á föstudag rúmlega 10 millj-
ónum króna til menningarmála
kvenna. Í þessari fjórðu úthlutun úr
sjóðnum voru veittir 19 styrkir en
alls bárust yfir sjötíu umsóknir. Við
úthlutun var þess gætt að styrk-
irnir nýttust sem flestum konum og
haft var í huga að sem flest svið
menningar nytu stuðnings.
Hæsta styrkinn í ár hlaut
Kvennakórinn Vox feminae, eina
milljón króna. Vox feminae hlýtur
styrkinn til að fela Báru Gríms-
dóttur tónskáldi að semja hátíð-
armessu fyrir kvennakór og til að
flytja messuna, hljóðrita hana og
gefa út á geisladisk.
Meðal annarra sem hlutu styrki
eru Alma Joensen og Lovísa Arn-
ardóttir, Anna Þorvaldsdóttir tón-
skáld, leikhópurinn Annað svið,
Bókasafn Dalvíkurbyggðar, Bryn-
dís Björgvinsdóttir, Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir og Jórukórinn á
Selfossi.
Styrkþegarnir Veittir voru 19 styrkir að upphæð um 10 milljónir króna.
Styrkir Menningar-
sjóðs Hlaðvarpans
Út eru komin tvö
hefti af Ritinu,
tímariti Hugvís-
indastofnunar.
Þema fyrra heft-
isins er heimsbíó,
eða þjóð-
arkvikmyndir, og
eru þau Björn
Ægir Norðfjörð
og Úlfhildur Dagsdóttir gestarit-
stjórar. Í þeim átta frumsömdu
greinum sem eru í Ritinu er m.a.
fjallað um hugtakið heimsbíó, arf-
leifðarmyndir og hrollvekjur. Sagt
er frá höfundarverki Almodóvars og
myndum eftir Inarritu og Cuarón.
Þema seinna heftisins er heim-
speki og bókmenntir. Í því eru níu
frumsandar greinar, auk þýddra
texta. Lesendur eru m.a. leiddir um
ranghala merkingarfræðinnar,
fjallað er um togstreituna milli
heimspeki og bókmennta, hug-
myndir daóista um sambúð manns
og náttúru, og sitthvað fleira.
Um heims-
bíó og heim-
speki
Um þessar mundir stendur yfir í
Minjasafninu á Akureyri sýningin
Fjársjóðir, en hún var opnuð í fyrra
og lýkur í febrúar.
Hugmyndin að baki sýningunni
var að sýna verk ljósmyndara sem
höfðu gert ljósmyndun að atvinnu og
starfað í Eyjafirði í tvö ár hið
minnsta. Myndir áhugamanna voru
því ekki gjaldgengar.
Sýningarstjóri er Hörður Geirs-
son, umsjónarmaður myndasafns
Minjasafnsins. Eftir hálfs árs rann-
sókn var hann búinn að finna til um
250 myndir 20 ljósmyndara frá ár-
unum 1858 til 1965. Hörður reyndi
eftir fremstu getu að finna frum-
prent þeirra að sýna en ef þau fund-
ust ekki voru gerðar nýjar kópíur
eftir glerplötum þeirra og filmum.
Við undirbúning sýningarinnar
fór Hörður vandlega gegnum
myndasafn Minjasafnsins og leitaði
einnig fanga í ljósmyndasafni Ís-
lands innan Þjóðminjasafns, en það
er stærsta ljósmyndasafn landsins.
Auk þess leitaði hann á öðrum söfn-
um.
Ýmislegt forvitnilegt kom í ljós.
Til að mynda fannst ljósmynd af Vil-
helminu Lever sem var fyrst kvenna
til að kjósa í kosningum hér á landi,
árið 1846. Þá má leiða líkum að því
að fundist hafi elstu myndir teknar
af Íslendingi, árið 1858, en þær sýna
menn á fundi um fjárkláðann á Ak-
ureyri. Einnig er á sýningunni elsta
útimynd úr Eyjafirði sem þekkt er,
mynd Tryggva Gunnarssonar af
Laufáskirkju.
Í myndasafni Minjasafnsins á Ak-
ureyri eru um þrjár milljónir ljós-
mynda, og er það þriðja stærsta ljós-
myndasafn landsins. efi@mbl.is
Af ísnum Bakarí Höepfner verslunar. Myndina tók Önna Schiöth 28. ágúst
árið 1882. Hún fór með myndvél á landfastan ísjaka og tók myndina á 18x24
sm glerplötu sem varðveitt er á Minjasafninu á Akureyri.
Alls kyns myndir
úr Eyjafirði
Verk 20 ljósmyndara í Minjasafninu
Ljósmyndarinn Jón Júlíus Árnason
á Laugalandi í Hörgárbyggð, við
myndavél sína fyrir aldamótin 1900.