Morgunblaðið - 18.01.2011, Page 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2011
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í iðnaðarhúsnæði yst á Seltjarn-arnesi komu 36 gestir sér fyrirí tveimur sætaröðum og dyr-
unum var lokað. Fjórir leikarar
stilltu sér upp undir lamp-
askermum, iðnaðarhúsnæðið
breyttist í leikhúsið Norðurpólinn,
gamlar raddir tóku að hljóma úr
hátölurum og með þeim steig þessi
húsfyllir gesta aftur í tímann.
Við vorum stödd á frumsýn-
ingu á Fjalla-Eyvindi, einni af perl-
um íslenskra sviðsbókmennta, eftir
Jóhann Sigurjónsson, bóndasoninn
frá Laxamýri sem sigraði heiminn –
að minnsta kosti Norðurlönd um
skeið, og þá fyrst og fremst með
þessu merka leikriti. Leikhópurinn
Aldrei óstelandi setur verkið upp í
leikstjórn Mörtu Nordal, á sínum
forsendum eins og kom fram í sam-
tali við Mörtu hér á laugardaginn.
Leikararnir fjórir sem stilltu sér
upp undir lömpunum eru þau Edda
Björg Eyjólfsdóttir, sem leikur
Höllu, Guðmundur Ingi Þorvalds-
son sem leikur Kára, Valdimar Örn
Flygering er í hlutverki Björns
hreppstjóra og Bjartur Guðmunds-
son í hlutverki Arnesar.
Í leiktexta Jóhanns Sigurjóns-sonar eru einar þrettán persón-
ur „og fjöldi af öðru sveitafólki.“
Marta hefur farið þá leið að fækka
hlutverkunum niður í þessi fjögur.
Með þessum fjórum á litlu sviðinu
við fætur okkar gestanna voru samt
fleiri leikarar, því úr hátölurunum
ómaði í upphafi, og af og til í sýn-
ingunni, hljóðritun úr gamalli upp-
færslu Útvarpsleikhússins með
gengnum úrvalsleikurum, þar á
meðal Helgu Backmann, Helga
Skúlasyni og Þorsteini Ö. Steph-
ensen.
Tímalögin lögðust þarna hvert
ofan á annað; raddirnar í hátöl-
urunum og raddir leikaranna „í
baðstofunni“ færðu okkur aftur í
tímann og örlagaþráðurinn spannst
hratt í þessu dramatíska leikverki,
og það verður að segja eins og er að
allt var þetta listavel gert. Af fág-
un, metnaði, krafti, og með lausn-
um í þessu litla rými sem gengu frá-
bærlega upp.
Sögu Fjalla-Eyvindar (1714-1783) eiga allir að þekkja sem
komnir eru til svokallaðs vits, og
hvað þá ára. Rústir á Hveravöllum
og víðar á hálendinu vitna um til-
vist þeirra Höllu Jónsdóttur og öm-
urlega vist á flótta undan yfirvald-
inu. Jóhann vinnur því með sögu
fólks sem lagðist raunverulega út
og það dregur ekki úr krafti verks-
ins. Þar fyrir utan er þetta stór-
merkilegt leikverk, undirbyggt
með glæsilegum texta sem talar
enn til áhorfenda – og sterkar en
margan myndi gruna. Það upp-
lifðum við í Norðurpólnum á laug-
ardaginn, þegar gestir sátu sem
lamaðir við lok leiksins, og víða
voru tár á hvarmi, svo dramatísk
örlög voru persónum búin. Leik-
hópurinn fer líka þá leið að láta
enga björg berast elskendunum;
Halla hefur fórnað öllu, jafnvel lífi
barns, til að feta þessa slóð með
manni sínum. Var það þess virði?
„Við erum alveg trú sögunni
og einblínum á kjarna hennar en út-
færum hana að okkar hætti,“ segir
Marta Nordal.
Þessi kjarni þeirra talar til
áhorfenda og hrífur. Á ferðalaginu
um heim verksins, þar sem dylgjað
er um þjófa, riðið um sveitir við
kröftugan undirleik The Clash, far-
ið í réttir með gömlum útvarps-
röddum, fylgst með endurtekn-
ingasömum og danskenndum
ástartlotum Eyvindar og Höllu og
vonleysið blasir síðan við, þá fara
leikararnir á kostum. Allir sem
einn. Enginn þó sem Edda Björg í
hlutverki Höllu, konu sem átti en
missti. Enda var grátið í leikslok.
Kjarni Fjalla-Eyvindar fundinn
» Örlagaþráðurinnspannst hratt í þessu
dramatíska leikverki, og
það verður að segja eins
og er að allt var þetta
listavel gert.
Eyvindur og Halla Edda Björg sem Halla og Guðmundur Ingi sem „Kári“.
Leikritið Elsku barn eftirDennis Kelly er byggt ásönnum atburðum. Ungbresk móðir er sökuð um
að hafa orðið tveimur börnum sín-
um að bana. Höfundur hefur not-
ast við blaðaviðtöl, bréfaskriftir og
einkaviðtöl við þá aðila sem komu
að þessum skelfilegu atburðum og
er því verkið nokkurs konar heim-
ildaleikrit. Elsku barn var frum-
sýnt í Bretlandi árið 2007.
Í stuttu máli er leikritið um
Donnu McAuliffe sem hefur verið
fundin sek um að myrða tvö börn
sín í vöggu. Hún er látin laus úr
fangelsi eftir fremur stuttan tíma
vegna úrskurðar sálfræðings sem
greinir hana með svonefnt Leem-
an-Keetley-heilkenni og sýnir
þannig fram á að hún sé í raun
sjúklingur. Móðir Donnu sem er
stjórnmálamaður virðist nýta sér
fjölmiðlafárið í kringum dótturina
sér til framdráttar.
Elsku barn er ekki einungis
leikrit um hvernig réttarkerfi og
læknavísindi fjalla um sekt og sak-
leysi heldur er kafað miklu dýpra
eftir sannleika í samfélagi þar sem
hræsni, lygi og siðleysi er allsráð-
andi. Fjallað um siðfræði fjölmiðla,
ást móður á barni og traust barns
til móður. Áhorfendur efast stöð-
ugt um sannleikann enda er hann
afstæður eins og segir í einu atriði
í verkinu. Það fer eftir því frá
hvaða sjónarhorni er litið.
Lítið er um eiginleg samtöl í
verkinu, þótt þeim bregði fyrir.
Eintöl eru ríkjandi eða öllu heldur
eru persónur að svara spurningum
höfundar verksins líkt og í viðtali.
Þessi aðferð heppnast ágætlega.
Leikurinn er lágstemmdur en þó
engan veginn litlaus. Sjaldan hefur
undirrituð séð jafngóðan leik hjá
leikhópi.
Unnur Ösp Stefánsdóttir var í
hlutverki Donnu McAuliffe. Lát-
bragð Unnar Aspar og túlkun
hennar á þessari ungu, sjúku móð-
ur var hreint frábær. Hún sýndi
mjög vandaðan leik, þannig að
auðvelt var að trúa sakleysi henn-
ar aðra stundina en sekt hina
stundina og brjálsemin í henni
virðist krauma undir annars ró-
legu yfirborðinu.
Halldóra Geirharðsdóttir var í
hlutverki Lynn, sem er hin metn-
aðarfulla móðir hins meinta morð-
ingja. Halldóra átti firnagóðan
leik, sveiflaðist fram og til baka á
tilfinningaskalanum sem hið óham-
ingjusama „fórnarlamb“ en sýndi
jafnframt þá firringu og hræsni
sem umlykur veröld stjórnmála-
manna og hvernig fólk færir sér í
nyt óhamingju annarra, jafnvel
sinna nánustu.
Sálfræðinginn, dr. Millard, leik-
ur Benedikt Erlingsson. Dr. Mill-
ard er sá sem fær Donnu úr fang-
elsi vegna sjúkdómsgreiningar
sinnar. Þetta er persóna sem virð-
ist trúa því góða og hefur sann-
fært sjálfan sig um hluti sem aðrir
eiga erfitt með að trúa. Benedikt
túlkar þennan hugsjónamann af
mikilli færni og fær mann til að
trúa því að hann fylgi sannfæringu
sinni heils hugar. Samt getum við
ekki verið alveg viss um heilindi
hans.
Persónusköpun Vals Freys Ein-
arssonar í hlutverki Jims er mjög
skemmtileg og gefur hann verkinu
vissan léttleika í sumum atriðum.
Hallgrímur Ólafsson sýnir fallegan
og einlægan leik sem hinn ógæfu-
sami faðir hinna myrtu barna.
Nína Dögg Filippusdóttir leikur
óprúttna blaðakonu með ágætum,
þó fellur hún enn betur inn í hlut-
verk sem eiginkona sálfræðings-
ins.
Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur
er mjög vel hugsuð. Leikið er sitt-
hvorumegin við leiktjald sem verð-
ur gegnsætt í vissri lýsingu. Einn-
ig virkar tjaldið sem spegill og
áhorfendur sjá spegilmynd sína
sem er áhrifaríkt enda minnir þá
salurinn annars vegar á kviðdóm
en hins vegar fá áhorfendur á til-
finninguna að þeir gætu vel orðið
þátttakendur í þessum ljóta heimi
sem þeir verða vitni að. Á tjaldið
er varpað texta og myndum þegar
við á. Textinn virðist vera tekinn
beint upp úr bréfum en einnig er
varpað á skjáinn yfirlýsingu frá
höfundi verksins um sannleiksgildi
þess sem fram fer. Sá texti
brenglast eftir því sem líður á
verkið um leið og mörk sektar og
sakleysis verða óskýrari.
Hljóðmynd var notuð til að
brjóta upp senur og hafði tónlistin
tilætluð áhrif. Ljósahönnun þjón-
aði leikmynd og umgerð verksins
eins og best verður á kosið.
Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri
hefur oftar en ekki tekið fyrir leik-
rit sem fjalla um óþægileg efni,
jaðarmál og tabú. Hér fer hann
fínlega og fagmannlega í þetta eld-
fima efni og ber virðingu fyrir
verkinu og efniviði þess.
Íslensk þýðing verksins hljómar
vel og virðist alveg laus við keim
frá frummálinu.
Elsku barn er gríðarlega áhrifa-
rík og fagmannlega unnin sýning.
Verkið reynir á tilfinningar og
best er að hafa með sér vasaklút
enda er ég viss um að Elsku barn
lætur engan ósnortinn.
Er sannleikurinn afstæður?
Borgarleikhús, Nýja sviðið.
Elsku barn eftir Dennis Kelly
bbbbm
Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Hall-
dóra Geirharðsdóttir, Benedikt Erlings-
son, Hallgrímur Ólafsson, Nína Dögg
Filippusdóttir og Valur Freyr Einarsson.
Leikmynd og búningar: Ilmur Stef-
ánsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Tónlist: Hallur Ingólfsson. Hljóð: Ólafur
Örn Thoroddsen. Þýðing: Hafliði Arn-
grímsson. Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfs-
son. 14. janúar 2010
INGIBJÖRG
ÞÓRISDÓTTIR
LEIKLIST
Djúpköfun „Elsku barn er ekki einungis leikrit um hvernig réttarkerfi og læknavísindi fjalla um sekt og sakleysi
heldur er kafað miklu dýpra eftir sannleika í samfélagi þar sem hræsni, lygi og siðleysi er allsráðandi.“
Stofnun Árna Magnússonar í ís-
lenskum fræðum hefur sent frá sér
Rómverja sögu í nýrri útgáfu Þor-
bjargar Helgadóttur.
Rómverja saga er með elstu varð-
veittu sagnaritum á íslensku,
sagnabálkur settur saman úr lat-
neskum heimildum, aðallega Bell-
um Iugurthinum og Coniuratio Ca-
tilinae eftir Sallustius og Pharsalia
eftir Lucanus.
Fyrri hluti Rómverja sögu fjallar
um Júgúrtustríðin og síðan Catilínu
og liðsafnað hans en í síðari hluta
víkur sögunni að átökum Pomp-
eiusar og Júlíusar Caesars. Sagan
hefur varðveist í tveimur gerðum
sem hér eru báðar gefnar út staf-
rétt eftir handritum, auk þess sem
latneskir frumtextar eru birtir til
hliðsjónar. Í ítarlegum inngangi
Þorbjargar Helgadóttur er fjallað
um helstu einkenni þýðingarinnar
og gerð grein fyrir öllum hand-
ritum sögunnar.
Ný útgáfa
af Rómverja
sögu komin
Hörður Jörundsson listmálari hefur
opnað sýningu í Ketilhúsinu á Ak-
ureyri. Sýninguna nefnir hann
Tímamót en hún er haldin í tilefni
af áttræðisafmæli listamannins.
Flestar myndanna á sýningunni eru
málaðar á síðasta ári.
Hörður fæddist í Hrísey 16. jan-
úar 1931. Ungur fluttist hann til
Akureyrar, nam málaraiðn og lauk
sveinsprófi 1953. Á þeim árum
stundaði hann einnig nám í teikn-
ingu og fór síðar í listnám í Kaup-
mannahöfn. Þetta er níunda einka-
sýning Harðar.
Listamaðurinn Hörður Jörundsson
við eitt málverkanna á sýningunni.
Afmælissýn-
ing Harðar