Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.01.2011, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 18. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Hryggbrotnaði í handboltaleik 2. Ísland – Japan, bein lýsing 3. Einhleypar í flottustu kjólunum 4. Flugmaður undir læknishendur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikskáldið og handritahöfund- urinn Jón Atli Jónasson stendur fyrir námskeiði í kvikmyndahandritun næstu helgi á Grand hóteli. Segir hann handrit Akillesarhæl íslenskra kvikmynda. »32 Morgunblaðið/Kristinn Jón Atli Jónasson kennir handritagerð  Þriðja Fuglabúr vetrarins verður haldið á Café Rós- enberg í kvöld. Að þessu sinni eru það lista- mennirnir Lay Low og Magnús Kjart- ansson sem leggja saman í púkkið, leika undir hvort hjá öðru og bjóða upp á sannkallað eyrnakonfekt. Spjallað verður á milli laga og samstarfið er í alla staði hið forvitnilegasta. Lay Low og Maggi Kjartans á Rósenberg  Hlustendur og starfsmenn Rásar 2 völdu bestu íslensku plötur ársins 2010 og úrslitin voru tilkynnt sl. föstudag. Jónsi tók toppsætið með trompi með fyrstu sólóplötunni sinni, Go. Jónas Sigurðsson er í 2. sæti með plötuna Allt er eitthvað og Moses Hightower náði 3. sæti með frumburði sínum, Búum til börn. Jónsi með bestu plötuna á Rás 2 Á miðvikudag Sunnan 10-18 m/s og víða rigning eða slydda, einkum sunnan og vestan til. Suðvestlægari um kvöldið. Hiti 1 til 7 stig. Á fimmtudag Suðvestan 8-15 m/s með slydduéljum eða skúrum sunnan og vestan til, en vestlægari um kvöldið. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 10-18 m/s með slyddu síðdegis, fyrst suðvest- anlands. Frost yfirleitt 0 til 8 stig, kaldast norðaustanlands. Hlýnar suðvestan til síðdegis. VEÐUR Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu stórsigur á Ís- landsmeisturum Snæfells, 112:89, í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Á meðan náðu Grindvíkingar að knýja fram sigur gegn KFÍ á Ísafirði og eru komnir að hlið Snæfells á toppnum. „Það er ekkert flókið, við stefnum ótrauðir á stóra titilinn þetta árið,“ sagði Keflvíkingurinn Gunnar Ein- arsson. »4 Keflvíkingar léku meistarana grátt „Varnarleikurinn var frábær og í raun alveg stórbrotinn, að mínu mati mjög vel útfærður og við unnum boltann hvað eftir annað. Þannig fengum við mörg hraðaupphlaup og gerðum okk- ur þetta auðvelt með því. Þetta kom hins vegar ekki af sjálfu sér, við þurftum að hafa fyrir því,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari Íslands, eftir sigurinn á Japan. »2 Varnarleikurinn var í raun stórbrotinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knatt- spyrnumaður frá Vestmannaeyjum, er í Edinborg og vonast til þess að fá þar samning við hið kunna félag Hib- ernian. „Ég vona svo sannarlega að mér bjóðist samningur hjá Hibernian. Mig langar að spila á Bretlandseyjum aftur og mér líst vel á þetta félag,“ sagði Gunnar Heiðar við Morg- unblaðið í gær. »4 Gunnar vonast eftir samningi í Edinborg ÍÞRÓTTIR Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Fóturinn á mér var alveg skakkur, boginn 80 gráður. Sársaukinn var rosalegur og ég þurfti að hafa mig allan við, bara við að stjórna önd- uninni og einbeita mér,“ segir Mart- in Swift, sem varð fyrir því að fót- brotna á sunnudaginn var þegar 32 manna hópur úr Hjálparsveit skáta var í æfingaferð á Heiðarhorni á Skarðsheiði. Martin Swift, sem er 31 árs gam- all, var á leið niður nokkurn bratta á Heiðarhorni en þar sem mikill ís var í klettunum var allur hópurinn á broddum. „Það var dálítið hátt þar sem ég var að fara niður og ég mat þetta vitlaust – hoppa dálítið og broddarnir stingast ofan í ísinn en líkaminn heldur áfram og ökklinn gefur sig. Síðan renn ég þarna að- eins niður en næ svo að staðnæmast og tek eftir því að fóturinn er alveg skakkur,“ segir hann. Hópurinn beið ekki boðanna held- ur var hafist handa við að höggva skör í íshelluna til að Martin gæti legið á jafnsléttu. Undir hann voru settar frauðdýnur og hann færður í eins margar flíkur og mögulegt var til að halda á honum hita. „Rosaleg heppni“ Það varð Martin til happs að í hópnum var Jón Baldursson læknir sem skoðaði fótinn og sá strax hvað gera þurfti. „Síðan tekur Jón þarna um og set- ur mig í lið en það er líklegast sárs- aukafyllsta upplifun sem ég hef gengið í gegnum,“ segir Martin en bætir því við að honum hafi þó strax liðið betur eftir á. Hann segir aldrei að vita hvernig hefði farið fyrir fætinum ef hann hefði verið úr lið þær sex klukku- stundir sem það tók að koma honum niður og er afar þakklátur Jóni lækni. „Þetta var rosaleg heppni, það er ekki á allra manna færi að setja fótinn rétt í þegar svona er komið. En ef maður ætlar að velja einhvern í þannig verk þá er það lík- legast hann Jón.“ Ökklinn reyndist óbrotinn Hópurinn hjálpaðist að við að koma Martin niður með því að leggja hann á dúk og draga hann smám saman niður en hann var allan tím- ann bundinn og tryggður í línu. Að lokum komu undanfarar úr Björg- unarfélagi Akraness á móti hópnum með börur og var Martin borinn nið- ur í jeppa sem hafði verið keyrt upp í fjall, sem keyrði hann svo niður að sjúkrabíl frá Akranesi. Það kom Martin talsvert á óvart að ökklinn reyndist óbrotinn en dálkurinn hafði snúist í sundur. „Beinbrotið á eftir að gróa í gifsinu en hins vegar rifnuðu liðböndin þeg- ar ökklinn fór og það er verra,“ segir hann. Sýndu mikla fagmennsku Martin Swift er afar þakklátur þeim sem tóku þátt í björgunar- aðgerðunum á sunnudag og segir þetta þrátt fyrir allt alls ekki hafa verið vonda lífsreynslu. „Mér leið vel allan tímann. Það var stöðugt passað upp á það að ég kóln- aði ekki og ég fann að ég var alveg öruggur. Við vorum 32 í hópnum og mikið af nýliðum og þetta fólk sýndi af sér mikla fagmennsku. Það er þeim að þakka hvað ég var rólegur.“ Sársaukinn var rosalegur  Martin Swift fótbrotnaði á Heiðarhorni Morgunblaðið/Golli Sprækur Martin gekkst undir aðgerð á fætinum á Borgarspítalanum í gær og var hinn brattasti að henni lokinni. Erfitt færi » A.m.k. 80 björgunarsveitar- menn frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í björgun Martins Swift eftir að hann fótbrotnaði á Heiðarhorni á Skarðsheiði. » Mikil hálka var á leiðinni og það tók björgunarmennina sex klukkustundir að koma slasaða manninum niður af fjallinu. » Sjúkrabíll tók á móti honum við Efra-Skarð og flutti hann á sjúkrahús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.